Morgunblaðið - 18.12.2018, Qupperneq 30
30 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 2018
Það er alveg ljóst að vasa- og höfuðljósin frá Fenix
standast ströngustu kröfur útivistarfólks um gæði,
endingu og styrkleika. Þau gera þér kleift að sjá
lengra og létta þér leit við krefjandi aðstæður.
Ljósstyrkur: 3200 lumens
Drægni: 408 m
Lengd: 266,2 mm
Þvermál: 28,6 mm
Þyngd: 365 g (fyrir utan rafhlöður)
Vatnshelt: IP68
Fenix UC35 V2
Létt og sterklegt vasaljós með 1000 lúmena
hámarksljósstyrkleika og allt að 266 m drægni.
Sannkallað ofurvasaljós hannað með öryggis-
og löggæslu í huga. 3200 lúmena ljósgeisli,
yfir 400 metra drægni og góð rafhlöðuending.
Vasaljósið er einnig útbúið fjölnota afturljósi
með fjórum stillingum, m.a. rauðu ljósi til
merkjasendinga.
FENIX HL60R
Lipurt og létt höfuðljós með góða rafhlöðu-
endingu. Ljósgeislinn getur náð allt að 950
lúmenum og allt að 116 m drægni.
SKÚTUVOGI 1C | 104 REYKJAVÍK | SÍMI 550 8500 | WWW.VV.IS
Fenix TK47UE
Hægt að hlaða
um USB snúru.
Hægt að hlaða
um USB snúru.
VIÐTAL
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Sverrir Guðnason virkar mjög af-
slappaður þar sem hann situr and-
spænis fjórum blaðamönnum í Se-
villa, degi fyrir afhendingu
Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna
á laugardegi, 15. desember, klæddur
víðum bómullarfötum og síðum bóm-
ullarfrakka. Sverrir var tilnefndur
til verðlaunanna sem besti leikarinn,
fyrir túlkun sína á tennisstjörnunni
Birni Borg í kvikmyndinni Borg
McEnroe en bandaríski leikarinn
Shia LeBeouf leikur John McEnroe
í myndinni. Sverrir hlaut ekki verð-
launin en var auðvitað hæstánægður
með tilnefninguna.
Leikur tennis af og til
Sverrir þurfti að læra og æfa
tennis í marga mánuði fyrir myndina
og koma sér í nógu gott form til að
virka sannfærandi í hlutverki Borg.
Hann er spurður að því hvort hann
leiki enn tennis og segist hann ekki
gera mikið af því en þó leiki hann af
og til. „Ég fór að gera svo margt
annað eftir að ég lék í þessari mynd,
í næstu kvikmynd lék ég trompet-
leikara og þurfti þá að læra að spila á
trompet. Ég hafði því lítinn tíma fyr-
ir tennis,“ segir hann. „Spilarðu enn
á trompet?“ spyr tékknesk blaða-
kona. „Nei, í rauninni ekki,“ svarar
Sverrir og er í kjölfarið spurður að
því hvort hann hafi hitt Björn Borg
fyrir tökur myndarinnar og segist
hann ekki hafa gert það. Hins vegar
hafi hann hitt Borg eftir að tökum
lauk og þá á frumsýningu kvikmynd-
arinnar.
Nærri því að brotna niður
Í Borg McEnroe segir af sögu-
frægu einvígi tennisleikaranna árið
1980 og segir Sverrir að Borg hafi
ekki verið vel á sig kominn andlega
fyrir þann leik. „Hann var nálægt
andlegu niðurbroti og ég vildi skapa
mína eigin persónu í stað þess að
spyrja Borg hvernig honum hefði
liðið við ákveðnar kringumstæður og
uppfylla væntingar hans. En ég hitti
hann á frumsýningunni, hann var
mjög ánægður með myndina og afar
almennilegur.“
Frægðin kemur í skömmtum
Sverrir fer með stórt hlutverk í
The Girl in the Spider’Web sem
frumsýnd var í síðasta mánuði og er
byggð á fyrstu framhaldsbók Mil-
lennium-þríleiks Stiegs heitins Lars-
son um tölvusnillinginn og hörkutól-
ið Lisbeth Salander, bók David
Lagercrantz. Enska leikkonan
Claire Foy fer með hlutverk Saland-
er og er kvikmyndin önnur í röðinni
af Hollywood-myndum um hetjuna.
Það má því segja að Sverrir sé
kominn með annan fótinn inn í
Hollywood og orðinn þekktur utan
Svíþjóðar, landsins sem hann hefur
búið í og starfað meirihluta ævi sinn-
ar. Sverrir er spurður að því hvort
hann sé farinn að finna fyrir frægð-
inni og segir hann frægðina hafa
komið í smáum skömmtum á undan-
förnum árum. „Ég finn fyrir því í
Stokkhólmi að fólk kannast við mig
en líkt og í Reykjavík er enginn að
stökkva á mann þar,“ segir hann
kíminn. Það sé hins vegar erfiðara
fyrir stórstjörnur að ganga óáreittar
um götur Bandaríkjanna.
Ofanritaður spyr Sverri hvort
freisti hans að leika meira í útlönd-
um og segist hann nú þegar gera
heilmikið af því að leika utan Sví-
þjóðar. „Ég er kominn með banda-
rískan umboðsmann þannig að við
sjáum hvað setur en ég vil hafa þetta
fjölbreytt, taka að mér ólík og
áhugaverð verkefni.“
Hafði aldrei séð tennisleik
Blaðamenn snúa sér aftur að kvik-
myndinni sem Sverrir var tilnefndur
fyrir og er tilefni viðtalsins og hann
er spurður að því hvort hann hafi
horft mikið á tennis áður en hann
tók hlutverkið að sér. „Nei, ég hafði
aldrei horft á tennisleik eða verið á
tennisvelli,“ svarar Sverrir brosandi,
viðstöddum til allnokkurrar furðu.
En fékk hann tennisolnboga? „Nei,
en ég æfði svo stíft að ég fór að
ganga eins og gamall karl. Þegar
maður kemst yfir ákveðinn þröskuld
í líkamsþjálfun getur maður lagt
miklu meira á sig og æft eins mikið
og maður vill. Ég held að ég hafi
spilað tennis með þjálfara í tvær
klukkustundir á dag í sex til átta
mánuði og ég lyfti líka lóðum. Ég var
farinn að æfa eins og afreks-
íþróttamaður,“ svarar Sverrir og
segist auk þess hafa þurft að líkja
eftir leikstíl Borg. Fyrir vikið geti
hann ekki vanið sig af því að líkja
eftir óvenjulegri bakhönd þjóðhetj-
unnar sænsku, bakhönd sem Sverrir
líkir við hokkísveiflu.
Vantar gulrót
Hin langa og stranga líkams-
þjálfun varð auðvitað til þess að
Sverrir komst í fantaform og segist
hann nú þurfa að finna sér nýja gul-
rót til að koma sér aftur í slíkt form.
Hann kímir þegar hann segir frá
þessu og er svo stóískur að ofanrit-
aður á erfitt með að sjá hann fyrir
sér hlaupandi eins og kanínu á tenn-
isvelli. En það gerir hann samt sem
áður í Borg McEnroe og með einkar
sannfærandi hætti.
Sverrir bætir við að þeir LaBeouf
hafi átt í samkeppni á tökustað og þá
ekki aðeins í tökum heldur einnig ut-
an þeirra. „Ef ég sá hann hlaupa
daglega á hlaupabretti ákvað ég að
gera það líka og hlaupa meira en
hann,“ segir Sverrir og glottir.
Hann er spurður út í verðlaunin
(sem afhent voru á laugardaginn
var), hvort hann telji þau mikilvæg.
„Já, það er engin spurning,“ svarar
hann, „þetta eru kvikmyndaverðlaun
Evrópu. Hvað búa margir í Evrópu?
700 milljónir? Það hlýtur að vera
býsna gott að vera einn af þeim sex
sem hljóta tilnefningu og ég er hæst-
ánægður með það.“
Leikur föður Mortensen
Talið berst að því sem Sverrir er
að gera þessa dagana og segist hann
hafa verið við tökur á sænskum sjón-
varpsþáttum sem heita Älska mig
undanfarinn einn og hálfan mánuð.
„Ég er dálítið lasinn, hef verið í úti-
tökum í ísköldu veðri,“ segir Sverrir
og brosir.
Og um hvað skyldu þessir þættir
vera, Elskaðu mig? „Þetta eru
dramaþættir um ástarsambönd með
örlitlu gamanívafi,“ svarar Sverrir
og er þvínæst spurður út í næstu
verkefni. „Það er búið að tilkynna að
ég leiki í kvikmynd Viggo Morten-
sen, fyrstu kvikmyndinni sem hann
leikstýrir og hann skrifar líka hand-
ritið og mun leika í henni með mér
og Lars Henriksen. Tökur hefjast á
næsta ári,“ segir Sverrir. Kvik-
myndin heitir Falling og fjallar um
dramatískt samband feðga, að sögn
Sverris. Hann leikur föður Morten-
sen í myndinni og er því flakkað milli
ólíkra tímabila í henni, Sverrir í for-
tíðinni, sumsé.
Í leit að rétta verkefninu
Íslenski blaðamaðurinn stenst
ekki mátið að spyrja Sverri hvers
vegna hann hafi ekki enn leikið í ís-
lenskri kvikmynd. „Ég hef reyndar
átt í viðræðum um það við Íslend-
inga í tíu ár en hef ekki enn geta
komið því að sökum anna. Mig lang-
ar virkilega til að leika í íslenskri
kvikmynd,“ segir hann. Finna þurfi
rétta verkefnið sem henti honum
upp á tímasetningu að gera.
Sverrir segir að honum hafi vissu-
lega verið boðin hlutverk í íslenskum
kvikmyndum og einnig í leikhúsi.
„Ég hóf ferilinn í Borgarleikhúsinu,
fór með fyrstu setninguna í fyrsta
leikritinu sem var sýnt þar,“ segir
Sverrir og að hann hafi þá ákveðið
að leggja leiklistina fyrir sig.
Með íslenskt vegabréf
Íslandsumræðan sem nú er hafin í
litlu viðtalsherbergi á hóteli í Sevilla,
verður til þess að tékknesk blaða-
kona spyr Sverri að því hvort hann
líti á sig sem Íslending eða Svía. „Ég
er með íslenskt vegabréf, ég er ekki
sænskur ríkisborgari en hef búið í
Svíþjóð mjög lengi,“ svarar Sverrir.
Það svar er látið duga en líkt og með
myndlistarmanninn Ólaf Elíasson
vilja fleiri en ein þjóð eigna sér leik-
arann.
Sverrir segir að lokum að honum
hafi ekki dottið í hug að hann gæti
leikið Borg og að hann hafi hafnað
hlutverkinu nokkrum sinnum áður
en hann lét tilleiðast. Hann hafði
enga trú á því að hann gæti komið
sér í álíka form og tenniskappinn
sænski var í árið 1980. En Sverrir
mætti þeirri áskorun og stóðst með
glæsibrag, um það vitna verðlauna-
tilnefningar og umsagnir, enda fyrr-
verandi glímukappi. Já, spurning er-
lends blaðamanns leiðir í ljós að
Sverrir æfði íslenska glímu með KR
þegar hann barn og varð Reykjavík-
urmeistari í þrígang. Honum ættu
því að vera allir vegir færir.
Hafði aldrei horft á tennisleik
Sverrir Guðnason hlaut tilnefningu til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna fyrir Borg McEnroe
Leikur í kvikmynd sem Viggo Mortenssen leikstýrir Vildi gjarnan leika í íslenskri kvikmynd
Tenniskappar Sverrir og Shia LaBeouf í hlutverkum Björns Borg og John McEnroe í Borg McEnroe.
Blaðamaður Sverrir í hlutverki Mikaels Blomkvist í The Girl in the Spider’s
Web, nýjustu kvikmyndinni um Lisbeth Salander og blaðamanninn.