Morgunblaðið - 18.12.2018, Side 26
26 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 2018
Erlendur Sveinsson,kvikmyndagerð-armaður og for-
stöðumaður Kvikmynda-
safns Íslands, á 70 ára
afmæli í dag. Hann frum-
sýndi á sunnudaginn mynd
sína og Sigurðar Sverris
Pálssonar, Þvert á tímann
sem fjallar um Matthías Jo-
hannessen, skáld og fyrrver-
andi ritstjóra Morgunblaðs-
ins.
„Ég er mjög ánægður með
viðtökurnar við myndinni,
þær voru í einu orði sagt
stórkostlegar, ég hef sjaldan
upplifað annað eins. Fólk var
ánægt með andrúmið, húm-
orinn og sumir voru djúpt
snortnir, jafnvel svo að þeim
vöknaði um augu.“
Þetta var eina fyrirhugaða sýningin í bíó. „Við töldum ekki
grundvöll fyrir því að hafa fleiri sýningar á henni þar, en maður
vonar að Sjónvarpið hafi áhuga á að sýna hana. Svo er stefnan að
gefa hana út á mynddiskum. Það eru engin viðtöl í Þvert á tímann
en við eigum fullt af viðtölum frá undirbúningsstiginu og það yrði
bónusefni á disknum.“
Erlendur lætur af störfum hjá Kvikmyndasafninu eftir tvær vikur
sökum aldurs, en hann mun ekki sitja auðum höndum því hann er
ásamt Sigurði Sverri að færa í nútímabúning heimildarmyndina
Verstöðina Ísland, sem er í fjórum hlutum. „Við erum að litgreina
hana og yfirfæra hljóðið og búa til að frambærilega útgáfu af henni
fyrir sjónvarp og mynddisk ásamt því að ganga frá enskri útgáfu.
Og fleiri myndir bíða þess að vera teknar svona í gegn.
Svo þarf ég að fara að taka til bæði í kringum mig heima og í tölv-
unum og ég þarf að skila síðustu myndum mínum inn til Kvikmynda-
safnsins eins og aðrir en það er skilaskylda á öllum útgefnum kvik-
myndum, sem starfsmaður hér á safninu fylgir eftir.“
Í tilefni dagsins ætlar Erlendur að halda afmælisboð í kvöld fyrir
vini og vandamenn í Kænunni sem er mitt á milli safnsins og heimili
Erlends í Hafnarfirði.
Eiginkona Erlends er Ásdís Egilsdóttir, emerita í miðaldabók-
menntum við Háskóla Íslands. Börn þeirra eru Hlín fiðluleikari og
Hallur sem vinnur á Kvikmyndasafninu. Barnabörnin og börn Hlín-
ar eru Fídel Atli víólunemi í Hollandi, Daníel Fróði, Sóley María og
Bragi.
Kvikmyndagerðarmaður Erlendur
Sveinsson í Bæjarbíói í Hafnarfirði.
Ánægður með viðtök-
urnar við myndinni
Erlendur Sveinsson er sjötugur í dag
Morgunblaðið/Eggert
S
igfríð fæddist í Reykjavík
18.12. 1968: „Ég á fimm
systkini og tel mig
heppna að hafa alist upp í
svo stórum hópi. Reynd-
ar er ég yngst og þau vilja nú meina
að ég hafi fengið mest af þeim en það
er algjör misskilningur. Ég var að-
eins tíu ára þegar öll systkini mín
voru flutt að heiman. Ég verð því að
viðurkenni að það hefur líklega verið
rýmra um mig en þau og meira til
skiptanna.
Þegar ég var um sex ára byggðu
foreldrar mínir sumarbústað við
Þingvallavatn. Ég á dýrmætar
minningar frá þeim tímum og þessi
staður á enn töluvert í hjarta mínu
þrátt fyrir að foreldrar mínir seldu
bústaðinn fyrir mörgum árum.“
Sigfríð ólst upp í Heiðargerði í
Reykjavík til fermingaraldurs en
flutti þá með foreldrum sínum á Álf-
hólsveginn í Kópavogi. Hún lauk
grunnskólanum frá Víghólaskóla,
lauk stúdentsprófi frá MK 1988, var
búsett í London um skeið og stund-
aði nám í viðskiptafræði 1992-94:
Hún flutti síðan aftur heim, hélt
áfram skólagöngunni í Tækniskóla
Íslands og útskrifaðist þaðan vorið
1994 með BSc gráðu í útflutnings-
markaðsfræði.
Sigfríð flutti til Danmerkur 1996,
hóf nám í Handelshøjskolen í Århus
1997 og lauk þaðan cand. merc.
gráðu (sama og M.Sc. gráða) í al-
þjóðaviðskiptum haustið 1999. Hún
stundar nú þriggja ára fjarnám með
vinnu, í skóla í London í næring-
armeðferð.
Sigfríð kom heim frá Danmörku í
ársbyrjun 2000 og hóf þá störf hjá
Sjóvá. Hún kom síðan víða við í sölu-
og markaðsmálum en síðustu sex ár-
in hefur hún verið framkvæmda-
stjóri Heilsu.
Sigfríð hefur áhuga á hreyfingu,
heilbrigðum lífsstíl, mataræði og
ferðalögum: „Ég hef hlaupið eitt
maraþon í London, eitt í Berlín og
sumarið 2017 hljóp ég Laugavegs-
maraþonið sem er 55 km, en nátt-
úrufegurðin gerði það hlaup mjög
eftirminnilegt. Ég hef stundað Boot-
Sigfríð Eik Arnardóttir, framkvæmdastjóri Heilsu – 50 ára
Veiðikló Hér er Sigfríð stolt og ánægð eftir að hafa veitt boldungs urriða á stöng í Laxá í Aðaldal.
Líf og heilsa í forgangi
Þjóðleg hjón Sigfríð og Ómar í sínu
fínasta pússi á Ólafsvöku.
Grundarfjörður
Alda Líf Bjarna-
dóttir fæddist 14.
mars 2018 kl.
04.11 Hún vó
3.662 g við fæð-
ingu og var 51 cm
löng. Foreldrar
hennar eru Bryn-
dís Guðmunds-
dóttir og Bjarni
Georg Einarsson.
Nýr borgari
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
við Fellsmúla | 108 Reykjavík | OPIÐ ALLA DAGA
GÓLFLAMPI MEÐ LESLJÓSI
Litir: króm, svart króm,bustað stál og antík
GÓLFLAMPAR
19.995kr.
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is