Morgunblaðið - 18.12.2018, Síða 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 2018
✝ Guðlaug Ingi-björg Sveins-
dóttir fæddist 11.
ágúst 1924 á
Hryggstekk í
Skriðdal. Hún lést
7. desember 2018 á
Hrafnistu í Reykja-
vík.
Foreldrar henn-
ar voru Steinunn
Gunnlaugsdóttir, f.
11.11. 1895, d.
23.10. 1993, og Sveinn Guð-
brandsson, f. 3.9. 1896, d. 15.9.
1981, bæði úr Breiðdal. Þau
bjuggu á Hryggstekk 1921-1954
en eftir það í Egilsstaðaþorpi.
Guðlaug var næstelst fimm
systra sem eru 1) Oddný, f. 20.7.
1920, maki Knútur Þorsteins-
son, 2) Guðrún, f. 18.10. 1928, d.
27.5. 2009, maki Gísli Hjörtur
Gíslason. 3) Ásdís, f. 18.8. 1932,
maki Gail Pierce. 4) Hjördís, f.
3.11. 1935, maki Ingimar Jó-
hannsson.
Guðlaug giftist tvisvar. Fyrri
maður hennar var Helgi Lars-
son, f. 2.1. 1922, d. 14.7. 1982,
Steinunn Björg, f. 4.4. 1952,
maki Þór Vigfússon, f. 11.3.
1954, sonur þeirra Helgi, maki
Guðlaug Mía Eyþórsdóttir, börn
hans Vigfús Þór og Guðbjörg
Lilja. Börn Guðlaugar og Þor-
steins eru tvíburar 1) Jóhann
Sigurður, f. 21.10. 1955, maki
Þórunn Guðlaug Bergsdóttir, f.
17.7. 1957. Börn þeirra fjögur;
Þorsteinn Freyr, sonur hans
Sindri Steinn, Daníel Ingi, maki
Herdís Sólborg Haraldsdóttir,
börn þeirra Eldey Fönn og Dag-
ur Steinn, Bergdís Júlía, dóttir
hennar Amelía Dögun og Fann-
ar Logi, látinn. 2) Bergljót, f.
21.10. 1955, dætur hennar tvær;
Steinunn Gunnlaugsdóttir, kær-
asti Snorri Páll Úlfhildarson
Jónsson, og Hrund Ólafsdóttir,
kærasti Davíð Stefánsson.
Guðlaug vann við barna-
kennslu tvo vetur í Helgustaða-
hreppi. Eftir það lauk hún ljós-
mæðranámi árið 1947 og var
ljósmóðir í um 40 ár á Fljótsdals-
héraði og víðar. Hún var mikill
náttúruunnandi og fagurkeri,
las mikið og átti mikið safn
góðra bóka. Einnig vann hún að
margskonar listsköpun og hélt
fjölda myndlistarsýninga.
Útför Guðlaugar Ingibjargar
fer fram frá Grafarvogskirkju í
dag, 18. desember 2018, klukk-
an 15.
bóndi á Útstekk í
Helgustaðahreppi,
Eskifirði, og
bjuggu þau þar.
Þau slitu samvist-
um 1952. Seinni
maður hennar var
Jón Þorsteinn
Jóhannsson, f. 11.5.
1930, d. 9.7. 1975,
frá Eyrarlandi í
Fljótsdal. Þau
bjuggu á Egilsstöð-
um.
Börn Guðlaugar og Helga eru
1) Bergþóra, f. 4.9. 1948, maki
Ómar Örn Jósepsson, f. 8.11.
1952. Börn þeirra eru Stefán
Svan Stefánsson, maki Sunna
Dís Kristjánsdóttir, börn Mikael
Darri, Marikó Dís og Manúel
Kató, og Tinna Guðlaug, kær-
asti Elvar Guðmundsson. 2)
Gunnlaugur, f. 20.9. 1949, d.
24.3. 1993. 3) Sveinn, f. 21.10.
1950, maki Þóra Karlsdóttir, f.
1.11. 1950, dóttir þeirra Guðrún
Elva, maki Sigurbjörn Grétar
Eggertsson, dætur þeirra
Thelma Dögg og Daníela. 4)
Mín elskuleg móðir Guðlaug
Ingibjörg Sveinsdóttir ljósmóðir
frá Egilsstöðum er látin í hárri
elli. Ég sagði stundum við hana:
„Geri aðrir betur“ og ekki ólst hún
upp með silfurskeið í munni. Móð-
ir mín var íslenskur kvenskörung-
ur. Eftir því sem ég kynntist fleira
fólki í lífinu, aðallega í gegnum
mitt starf sem hjúkrunarfræðing-
ur, því betur sannfærðist ég um að
mamma var mjög merkileg mann-
eskja. Einnig var hún langt á und-
an sinni samtíð.
Þau orð sem mér finnst lýsa
henni best eru: Skörungur, klett-
ur, úrræðagóð, réttsýn, óeigin-
gjörn, ekki íþyngjandi, samvisku-
söm, hjálpsöm, skapmikil,
skemmtileg, gladdi fólk, kvartaði
ekki, sá og skynjaði það sem aðrir
sáu ekki, fylgin sér, skammaði
ekki okkur börnin, afar listfeng,
talaði og skrifaði fallega íslensku.
Svona sá ég móður mína.
Ég er elsta barn hennar og urð-
um við fljótt nánar og síðar góðar
vinkonur. Ég skynjaði í bernsku
erfiðleika hennar þegar foreldrar
mínir skildu. Ég fann til með
henni og saknaði pabba mikið þá
fimm til sex ára gömul. Mér líkaði
samt mjög vel við seinni mann
mömmu, Þorstein fóstra minn.
Hann var mjög ljúfur og góður
maður og alltaf syngjandi.
Mamma bar harm sinn í hljóði
þegar hann féll frá. Þá var ég á
Hveravöllum á veðurathugunar-
stöðinni og þau voru að undirbúa
heimsókn þangað, sem aldrei varð
af.
Alltaf þegar mamma kom suð-
ur frá Egilsstöðum notaði hún
tækifærið og fór á námskeið í að
mála myndir, vatnsliti, akrýl og
olíu.
Í eitt skiptið sótti ég hana í
Myndlistaskóla Reykjavíkur um
kl. 23 að kvöldi. Þá sagði hún:
„Þetta var eins og að koma í
himnaríki.“ Svo kom í ljós að hún
hafði ekkert borðað allan daginn.
Þetta var mömmu líkt. Þegar hún
flutti hingað suður í Lautasmára
1, síðust af fjölskyldunni, var það
hennar fyrsta verk að leita uppi
Sigrúnu vefnaðarkennara frá Ísa-
firði.
Hún reyndist vera hinum meg-
in við götuna í Gullsmára. Naut
hún leiðsagnar hennar í mynd-
vefnaði og gerði 10 stór veggteppi
þá orðin 82 til 83 ára gömul.
Um það leyti sem mamma flutti
suður keyptum við saman sum-
arbústað á grónu landi í Gríms-
nesinu. Áttum við þar saman ófá-
ar gleði- og vinnustundir sem
komu í staðinn fyrir garðinn
hennar glæsilega í Tjarnarlönd-
um 15 á Egilsstöðum. Við mamma
brölluðum margt saman og
skemmtum okkur konunglega.
Við fórum saman í margar ferðir
til Portúgals, Krítar og Santorini-
eyjunnar sem hún sagði vera einn
fallegasta stað sem hún hefði
komið á.
Ég kveð þig, elsku mamma
mín, með söknuði og þakklæti.
Hvíl í friði.
Þín dóttir
Bergþóra.
Þessi einstaka kona, sem var
mér allt, er nú farin í Sumarlandið
eða hvert þangað sem besta fólkið
fær að fara þegar það hefur lokið
tilveru sinni hér.
Barnasöngurinn um ömmuna
sem er á flakki, er lag sem passar
einna best við ævi hennar, því æv-
intýri og magnaður drifkraftur
voru ríkjandi í hennar viðburða-
ríka lífi. Ég man ekki eftir ömmu
öðruvísi en að vera að gera eitt-
hvað, hvort sem það var að ganga
á fjöll, vinna í garðinum, steikja
kleinur, tína ber og sveppi í Hall-
ormsstaðarskógi og ekki má
gleyma stóru heimsreisunni sem
hún réðst í á áttræðisaldri. Nei,
það var aldrei dauð stund hjá Guð-
laugu ömmu. Sólríku dagana með
ömmu í garðinum hennar í Tjarn-
arlundinum, ásamt öllum öðrum
stundum sem ég eyddi með henni
geymi ég nú eins og dýrmætan
fjársjóð. Við vökvuðum blómin,
gróðursettum plöntur og amma
kenndi mér hvað þær allar hétu.
Mér þótti ekkert sjálfsagðara en
að gróðursetja smápening í þeirri
vissu að upp kæmi peningatré og
amma yrði forrík. Hver veit nema
núverandi eigendur njóti góðs af.
Fyrir mér var amma visku-
brunnurinn mikli. Hún kunni allt
og vissi allt. Hvað sem það var
sem maður þurfti svar við þá gat
maður leitað til hennar. En amma
var ekki bara klár, hún var ein-
staklega ljúf manneskja. Hún
sýndi öðrum virðingu og auðmýkt,
reyndist manni alltaf vel og var
ávallt tilbúin að gera fólki greiða.
En á sama tíma var hún sjálfstæð,
skapstór og mikil kona sem sagði
alltaf sína meiningu. Það var eitt-
hvað líknandi við töfrahendurnar
á henni ömmu. Allt sem hún snerti
fékk líf, heilun og lit. Fótanuddið
hennar fræga var dásamlegt og
endurnærandi.
Forvitni mína og áhuga á list-
sköpun má að miklu leyti rekja til
augnablika sem við áttum saman
því amma var líka listakona og
málaði af miklu listfengni með
innblæstri úr náttúrunni, sem hún
var í svo góðri tengingu við. Þeir
voru ófáir göngutúrarnir sem við
fórum í saman í Grímsnesinu fyrir
sunnan til að finna fyrir þeirri
gríðarlegu orku sem náttúran hef-
ur upp á að bjóða. Við lágum í
mosanum hlið við hlið og fundum
straumana líða upp úr jörðinni og
í gegnum líkama okkar og amma
kenndi mér að leita í náttúruna
fyrir innblástur. Náttúran fyllti
okkur heilandi orku. Þetta voru
einstakar stundir sem hún færði
mér og ég bý nú að í gegnum lífið.
Elsku amma, það er sárt að
horfa á eftir þér, en góðu minning-
arnar og þakklætið eru sorginni
yfirsterkari. Þú hefur bætt og
fært gleði í líf mitt og fjölda ann-
arra og sá sem auðgar líf annarra
hefur vissulega lifað góðu og þýð-
ingarmiklu lífi.
Takk fyrir samveruna.
Þín nafna og barnabarn,
Tinna Guðlaug.
Elsku amma Guðlaug.
Það kemur fullt af minningum
upp í hugann þegar ég hugsa til
baka um tímann sem ég var hjá
þér. Ég hlakkaði alltaf til að koma
til þín austur hvort sem það var
sumar eða vetur, á sumrin var
maður frekar frjáls og á veturna
stalst maður upp á þak og hoppaði
ofan í skaflana sem höfðu mynd-
ast við stofugluggann. En það er
einkum þrennt sem stendur upp
úr, það var svo geggjað þegar
maður fór upp í Subaru-inn og þú
startaðir honum, fannst alltaf eins
og þú værir að kveikja á rosaleg-
um kagga, ég heyrði þvílíkar
drunur í honum og hugsaði því-
líkur töffari sem ég á fyrir ömmu,
rúntar með mig á geggjuðum
kagga!
Önnur minningin er þessi, ég
man að það var föstudagur og það
var venjan að ég mætti velja eitt-
hvað öðruvísi að borða fyrir sunn-
an. Þverhausinn ég vildi hafa
þetta eins og heima, þannig að ég
vildi fá hamborgara. Þarna mætt-
ust stálin stinn, upphófst störu-
keppni, þið getið ímyndað ykkur
senu úr kúrekamynd. Allt í einu
stóðst þú upp og gramsaðir í ís-
skápnum og sagðir: „Ég skal gefa
þér hamborgara.“ Ég trúði þessu
varla, ég vann! Reyndar var þetta
borið fram í venjulegu brauði en
það var ostur og vel þykkur borg-
ari og allt eins venjulega, þessu
skóflaði ég í mig og var sæll og
glaður. Þangað til ég spurði
hvernig borgari þetta væri. Svarið
var einlægt, þetta var lifrarborg-
ari. Kvöldið áður hafði ég neitað
að borða það sem þú eldaðir. Lif-
ur, kartöflur og rófur. Ég sagðist
aldrei ætla að borða þetta. En
þarna varð mér ljóst að ég átti
aldrei séns að vinna þessa störu-
keppni. Ég var skák og mát, eftir
þetta smakkaði ég alltaf allt.
Þriðja og seinasta minningin er
lýsismálið mikla. Ég var vanur að
fá lýsi í venjulegri skeið, en það
var ekki til nein „venjuleg“ skeið
hjá þér, eða kannski var þetta svo-
leiðis í þínum augum. En fyrir
mér var þetta dýpsta skeið sem ég
hef nokkru sinni séð. Eftir þetta
kom ég alltaf með skeið að heim-
an. Ætlaði sko aldeilis ekki að
teyga lýsi aftur. En mér var
greinilega ekki meint af þessu og
eftir á að hyggja þá hafði ég gott
af þessu.
Ég á eftir að sakna þín, amma
mín, en ég veit að þú ert komin á
góðan stað þar sem þú getur
mundað pensilinn aftur og haldið
áfram að vera mesti töffarinn á
staðnum! Ég veit líka að þú munt
vaka yfir okkur öllum.
Þinn
Stefán Svan Stefánsson.
Guðlaug Ingibjörg
Sveinsdóttir
✝ Jón IngimarMagnússon
fæddist í Norð-
urbotni í Tálkna-
firði 17. nóvember
1942. Hann lést á
Heilbrigðisstofnun
Vesturlands, Akra-
nesi, 6. desember
2018.
Foreldrar hans
voru Guðrún
Torfadóttir, f.
11.6. 1924, d. 20.7. 2005, og Jón
Magnús Valdimarsson, f. 4.8.
1916, d. 7.3. 1972, þau skildu.
Fósturfaðir Ingimars er Björg-
vin Sigurbjörnsson, f. 7.7. 1928.
Ingimar átti 7 systkini og var
hann elstur þeirra. Albróðir
Ingimars er Halldór, f. 8.3.
1945. Hálfbræður Ingimars,
sammæðra, eru Örn Sveinsson,
f. 6.5. 1948, og Sigurbjörn
Björgvinsson, f. 1.6. 1951. Hálf-
systkini Ingimars, samfeðra,
eru Jóna, f. 27.3. 1948, Erlend-
ur, f. 6.7. 1949, d. 10.1. 1970, og
Aðalheiður f. 14.11. 1950
Bjargmundsson, f. 25.3. 1966.
Einar á frá fyrri sambúð tvö
börn og tvö barnabörn.
Ingimar var sjómaður mest-
alla sína tíð og fór í sjómanna-
skólann á Ísafirði 1974 og í
framhaldi fór hann í Skip-
stjóra- og stýrimannaskólann í
Reykjavík. Hann var á hinum
ýmslu bátum frá Tálknafirði og
Patreksfirði þangað til fjöl-
skyldan flutti til Akraness árið
1979. Þar var hann á bátum frá
útgerð Haraldar Böðvarssonar
á Akranesi. Árið 1982 byrjaði
hann á sementsskipinu Skeið-
faxa sem silgdi milli Akranes
og Reykjavíkur og varð síðar
skipstjóri á því skipi, þar til því
var lagt. Ingimar lét talsvert
að sér kveða í félagsstarfi.
Hann var í kór Akraneskirkju í
meira en tvo áratugi, þar af
var hann tvisvar formaður kór-
stjórnar. Hann var í sóknar-
nefnd Akraneskirkju álíka
lengi. Hann var virkur í FEB-
AN, félagi eldri borgara á
Akranesi, og var formaður
FEBAN í 5 ár eða allt þar til
hann hafði ekki lengur heilsu
til.
Útför Ingimars fer fram frá
Akraneskirkju í dag, 18. des-
ember 2018, og hefst athöfnin
klukkan 13.
Ingimar kvænt-
ist Ásthildi Theo-
dórsdóttur, f. 8.4.
1942, hinn 6. októ-
ber 1963. Börn
Ingimars og Ást-
hildar eru:
1) Ágúst Grétar,
f. 10.8. 1963, maki
Guðríður Sigur-
jónsdóttir, f. 1.7.
1970, eiga þau 3
börn, a) Rúnar
Freyr, f. 8.1. 1992, maki Sigrún
Ágústa, f. 9.8. 1995, þau eiga
einn son, Hlyn Ágúst, f. 19.9.
2017. b) Ingimar Elfar, f. 5.1.
2003, og c) Hilmar Veigar, f.
7.9. 2007.
2) Brynjar Ingimarsson, f.
13.9. 1965, maki Unnur Eygló
Bjarnadóttir, f. 28.1. 1978.
Brynjar á frá fyrra hjónabandi
tvö börn, a) Valdimar Ingi, f.
14.5. 1994 og b) Selma Bríet, f.
25.3. 1999. Unnur á fjórar dæt-
ur frá fyrra hjónabandi.
3) Guðrún Ingimarsdóttir, f.
13.3. 1973, maki Einar Pétur
Kveðjustund
Ó vertu sæll ég kveð þig kæri vinur
klökk af þrá ég bið þig gleymdu mér.
Vertu sæll við sjáumst aldrei, aldrei á
ný
því ást mín er horfin með þér.
Ég aldrei framar elska mun neinn
annan
eilíf þrá í huga mínum er.
Ó vertu sæll um eilífð elsku vinur
og ást mín er horfin með þér.
Þegar sól er sest á bak við fjöllin
sérhvert kvöld þá hugsa ég til þín.
Minningin hún lifir þó að annað hverfi
mér allt
það eina er huggunin mín.
Kveðju mína kvöldsólin þér færi
krossinn minn í geislum hennar er.
Ó vertu sæll um eilífð elsku vinur
og ást mín er horfin með þér.
(Höf. ók)
kveðja frá eiginkonu,
Ásthildur Theódórsdóttir.
Nú hefur Ingimar fengið hvíld-
ina eftir erfiða baráttu við veik-
indi sín. Mig langar að leiðarlok-
um að þakka 30 ára vinskap og
einstaka tryggð.
Við Einar kynntumst Ingimar
og Ásthildi þegar við vorum ná-
grannar á Einigrundinni.
Margs er að minnast eftir öll
þessi ár, kaffispjall, ferðalög inn-
anlands og utan og ótal samveru-
stundir.
Þau hjónin reyndust mér og
fjölskyldu minni einstakleg vel í
veikindum Einars á sínum tíma
og fyrir það erum við ævinlega
þakklát.
Nú eru þeir félagarnir saman á
ný og hafa eflaust um margt að
spjalla.
Nú kveðja þig vinir með klökkva og þrá
því komin er skilnaðarstundin.
Hve indælt það verður þig aftur að sjá
í alsælu og fögnuði himnum á,
er sofnum vér síðasta blundinn.
(Hugrún.)
Ég votta Ásthildi og fjölskyldu
mína innilegustu samúð og sendi
góðar kveðjur frá Noregi.
Auður S. Óskarsdóttir.
Kveðja frá FEBAN
Við ferðalok vil ég fyrir hönd
Félags eldri borgara á Akranesi
og nágrenni (FEBAN) senda
þakkar- og samúðarkveðjur.
Ingimar, eins og hann var kall-
aður, var við formennsku í félag-
inu um fimm ára skeið. Hann tók
við stjórnartaumum skömmu eft-
ir efnahagshrun og stýrði félag-
inu allt til ársins 2016. Ég und-
irritaður átti ekki því láni að
fagna að sitja með Ingimar í
stjórn en við áttum hins vegar í
nánu samstarfi varðandi eitt
helsta baráttumál félagsins, þ.e.
húsnæðismál, betri aðstöðu. Þar
fékk ég að kynnast mannkostum
Ingimars og hve vel þeir nýttust
félaginu. Hann var vakinn og sof-
inn yfir öllu því sem verða mætti
því til eflingar. Hreinskilinn var
hann og ýtinn en um leið ljúfur í
öllu viðmóti. Málafylgjan var
honum svo eiginleg að eigi varð
undan vikist að bregðast við
henni.
Það var honum því mikið fagn-
aðarefni þegar hann sá nú á síð-
ustu árum hilla undir uppbygg-
ingu glæsilegrar félags- og
tómstundaaðstöðu fyrir aldraða
og öryrkja hér á Skaga.
Þakkarskuld okkar sem nú
kveðjum er því mikil, því starf
hans fyrir félag okkar var í reynd
einbeitt og árangursrík barátta
fyrir öflugra félagsstarfi og nýrri
og breyttri framtíð öldrunarþjón-
ustu á Akranesi, sem nú sér hilla
undir.
Ásthildi og afkomendum Ingi-
mars eru hér með sendar einlæg-
ar samúðarkveðjur. Blessuð sé
minningin um góðan dreng og
liðsmann.
F.h. Félags eldri borgara á
Akranesi og nágrenni,
Jóhannes Ingibjartsson
varaformaður.
Jón Ingimar
Magnússon
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsam-
lega beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Smellt á Morgunblaðs-
lógóið í hægra horninu efst og
viðeigandi liður, „Senda inn
minningargrein,“ valinn úr felli-
glugganum. Einnig er hægt að
slá inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar
en á hádegi tveimur virkum dög-
um fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað get-
ur birting dregist, enda þótt
grein berist áður en skilafrestur
rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem
birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt
að senda lengri grein. Lengri
greinar eru eingöngu birtar á
vefnum. Hægt er að senda ör-
stutta kveðju, HINSTU
KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er
unnt að tengja viðhengi við síð-
una.
Minningargreinar
Virðing,
reynsla
& þjónusta
Allan
sólarhringinn
571 8222
Svafar:
82o 3939
Hermann:
82o 3938
Ingibjörg:
82o 3937
www.kvedja.is
svafar & hermann