Morgunblaðið - 18.12.2018, Qupperneq 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 2018
Verð 13.900
Str. 40/42-56/58 • 3 litir
Bæjarlind 6 | sími 554 7030
Við erum á facebook
Síðar
blúnduskyrtur
Fallega jólaskeiðin
frá ERNU
Bakhlið
Hönnuður
Ragnhildur Sif Reynisdóttir
Verð kr. 21.500
Silfurmunir og skartgripir síðan 1924
ERNA
Skipholti 3 – Sími 552 0775 – erna.is
GULL- OG SILFURSMIÐJA
Söfnum í neyðarmatar-
sjóð fyrir jólin til matarkaupa
hjá Fjölskylduhjálp Íslands
fyrir þá fjölmörgu sem lægstu
framfærsluna hafa.
Þeim sem geta lagt okkur lið
er bent á bankareikning
0546-26-6609,
kt. 660903-2590.
Fjölskylduhjálp Íslands, Iðufelli 14 Breiðholti
og Baldursgötu 14 í Reykjanesbæ.
Neyðarsöfnun í matarsjóðinn
fyrir jólin
Guð blessi ykkur öll
Jólagjöfin hennar
Tryggvagötu 18 - Sími 552 0160 - Opið alla virka daga kl. 13.00-18.00
Fold fasteignasala kynnir:
Ca 330 fm frábært verslunar-
húsnæði á horni Frakkastígs
og Laugavegar. Húsnæðið
er á þremur hæðum með
lyftu. Húsið lítur vel út og
getur nýst bæði til verslunar
og ýmsa þjónustu. Mögu-
leiki á fleiri inngöngum. Þrjú
bílastæði fylgja.
Allar nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Foldar.
Vinsamlegast hafið samband í síma 552 1400 og 694 1401
eða vidar@fold.is.
Viðar Böðvarsson viðskiptafræðingur, lögg. fasteignasali
Sóltúni 20, 105 Reykjavík, s. 552 1400 og 694 1401
Til leigu: Verslunarhúsnæði á
horni Laugavegar og Frakkastígs
Eyþór Þorláksson,
gítarleikari, lést 14.
desember sl. á öldr-
unarlækningadeild
K-1 á Landakotsspít-
ala, 88 ára að aldri.
Eyþór fæddist í
Hafnarfirði 22. mars
1930, sonur hjónanna
Maríu Jakobsdóttur
og Þorláks Guðlaugs-
sonar. Eyþór starfaði
við tónlist alla starfs-
ævina sem gítarleik-
ari, útsetjari og kenn-
ari.
Fyrstu starfsárin
lék hann í danshljómsveitum og var
brautryðjandi í leik á rafmagnsgítar.
1953 og aftur 1958 fór hann til Spán-
ar til náms í klassískum gítarleik,
fyrstur Íslendinga og nam hjá
þekktum kennara, Graciano Tar-
ragó. Heimkominn árið 1961 hóf
hann að kenna klass-
ískan gítarleik og
kenndi í áratugi fjölda
nemenda. Hann
dvaldi langdvölum á
Spáni af og til alla
ævi.
Eyþór útsetti mikið
fyrir gítar og var
frumkvöðull í nótna-
setningu með tölvu-
tækni. Eftir hann
liggur á netinu fjöldi
gítar-útsetninga öll-
um heiminum til af-
nota.
Eyþór lætur eftir
sig tvo syni, Atla og Svein, og sam-
býliskonu til áratuga, Maríu Teresu
Belles. Eyþór var tvíkvæntur. Fyrri
kona hans var Eldey (Ellý) Vil-
hjálmsdóttir (1935–1995) en seinni
kona hans var Sigurbjörg Sveins-
dóttir (1941–1978).
Andlát
Eyþór Þorláksson
TVG-Zimsen hefur fjárfest á þriðja
tug milljóna króna í sérhæfðum og
vottuðum lyfjaflutningabíl sem jafn-
framt er sá fyrsti sinnar tegundar
hér á landi. Um er að ræða Scania-
flutningabíl með sérhönnuðum
flutningakassa og hitastýringar-
búnaði til þess að tryggja jafnt hita-
stig.
„Þetta er fyrsti bíllinn sem er sér-
hannaður fyrir íslenskar aðstæður,“
segir Andrés Björnsson, faglegur
forstöðumaður PharmaHealth hjá
TVG-Zimsen, og vísar til þess að
bíllinn er frábrugðinn hefðbundnum
flutningabílum á þann máta að hann
er með einangruðum hurðum að aft-
an.
„Það er gerð krafa um hitastig í
flutningi og kröfurnar eru alltaf að
verða meiri. Jafnramt þurfa menn
að sýna fram á rekjanleika, sýna að
hitastigið hafi staðist alla leið frá því
að lyf eru sótt erlendis þangað til
þau eru afhent hérna heima,“ út-
skýrir Andrés. Hann segir að um
90% lyfja þurfi að flytja við 15-25
stiga hita og að við íslenskar að-
stæður þurfi að tryggja að hægt sé
að uppfylla þá kröfu. Þá bendir hann
á að á heimsvísu sé talið að allt að
20% lyfjasendinga komist ekki heil á
leiðarenda vegna frávika á hitastigi.
Strangar kröfur
Hingað til hafa þeir sem hafa
sinnt inn- og útflutningi lyfja notað
hefðbundna vöruflutningabíla sem
ekki eru sérstaklega einangraðir og
bætt við olíuhitunarkerfi. Erfitt er
að hafa stjórn á hitastiginu við þær
aðstæður, að sögn Andrésar, sem
segir að verkferlar verði nú betri en
áður. „Við afhendingu er einfaldlega
prentað út hvert hitastigið var með-
an á flutningum stóð.“
Hann segir Evrópulöggjöf frá
2013 gera strangar kröfur til hita-
stigs við lyfjaflutninga frá framleið-
anda til móttakanda. „Lyfjageirinn
sjálfur er síðan oft með enn strang-
ari skilyrði en yfirvöld.“ gso@mbl.is
Lyfjaflutningar Bíllinn er útbúinn búnaði til þess að halda jöfnu hitastigi.
Sérhæfður fyrir lyf
Fyrstur sinnar tegundar á Íslandi
Atvinna
Bílar Allt um sjávarútveg