Morgunblaðið - 18.12.2018, Side 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 2018
Smáratorgi 1, 201 Kóp., s. 588 6090, vl@verkfaeralagerinn.is
Verkfæralagerinn
!"
#$%-
" #&% "'%
Kolibri penslar
()#'% *+ /'
:$ #$%; :# $% "'%
<'%
=&
#=
> ?
Strigar frá kr. 195
18. desember 2018
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 123.98 124.58 124.28
Sterlingspund 156.07 156.83 156.45
Kanadadalur 92.57 93.11 92.84
Dönsk króna 18.751 18.861 18.806
Norsk króna 14.376 14.46 14.418
Sænsk króna 13.616 13.696 13.656
Svissn. franki 124.37 125.07 124.72
Japanskt jen 1.0915 1.0979 1.0947
SDR 170.98 172.0 171.49
Evra 140.01 140.79 140.4
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 169.9909
Hrávöruverð
Gull 1239.15 ($/únsa)
Ál 1907.0 ($/tonn) LME
Hráolía 61.53 ($/fatið) Brent
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
BAKSVIÐ
Pétur Hreinsson
peturhreins@mbl.is
Bjartara virðist vera yfir þeim
skuldabréfaeigendum sem lögðu fé í
flugfélagið WOW air í haust en sam-
tals nam skuldabréfaútgáfan á end-
anum 50 milljónum evra. Að sögn við-
mælenda sem Morgunblaðið ræddi
við var fjárhagsstaða WOW air
þrengri en menn höfðu búist við áður
en farið var í skuldabréfaútgáfuna og
þá hafi gjaldþrot Primera Air leitt til
þess að þolinmæði kröfuhafa hafi
minnkað töluvert. „Það var margt
slæmt sem lagðist á eina sveif,“ segir
heimildarmaður Morgunblaðsins sem
ekki vill láta nafn síns getið. Því hafi
staðan alls ekki litið vel út. Líkt og
fram hefur komið er bandaríska flug-
félagið Indigo Partners í samninga-
viðræðum við íslenska flugfélagið um
fjárfestingu í WOW air. Á föstudag-
inn birtust fréttir þess efnis að fyr-
irtækið hygðist setja allt að 9,3 millj-
arða íslenskra króna í félagið. Er það
þó háð ýmsum skilyrðum, m.a. nið-
urstöðu áreiðanleikakönnunar. Fjár-
festingin er þó einnig háð samþykki
skuldabréfaeigenda WOW air á ýms-
um skilmálabreytingum bréfanna.
Töluvert betri staða
Að sögn heimildarmanna Morgun-
blaðsins eru skilmálabreytingarnar
sem farið er fram á töluvert betri en
margir vildu meina að þær yrðu. Þar
skiptir miklu máli að ekki er farið
fram á neina lækkun á höfuðstól bréf-
anna. Allt útlit er fyrir að Skúli Mo-
gensen, stofnandi og forstjóri WOW
air, verði áfram í brúnni hjá flugfélag-
inu og í ljósi þess að Indigo Partners
er ekki að kaupa félagið að fullu meta
heimildamenn Morgunblaðsins sem
svo að því hafi ekki þurft að koma til
afskrifta.
Auk þess verða vaxtakjör skulda-
bréfaflokksins óbreytt, eða um 9% og
teljast slíkir vextir verulega góðir í
evrum og samsvarar það um 14%
krónuvöxtum vegna vaxtamunar.
„Kjörin voru góð til þess að byrja með
sem endurspeglaði áhættuna á útgef-
andanum.“
Vilja falla frá greiðslu álags
Þá séu skuldabréfaeigendur komn-
ir með fjárhagslega sterkari mótaðila
í viðskiptunum sem gerir stöðuna
ennþá álitlegri. Á móti kemur þurfi
skuldabréfaeigendur að aflétta þeim
veðum sem þeir áttu í WOW air. Þá er
sú hagnaðarvon sem tengdist áform-
um Skúla um að setja WOW air á
markað ekki lengur til staðar því nú
er farið fram á að fallið verði frá öllum
kauprétti sem samið var um í
skuldabréfaútboðinu í september.
Hann hefði mögulega getað tryggt
skuldabréfaeigendunum ávinning
hefði félagið hækkað í virði eftir
skráningu á markað. Þá er þess einn-
ig krafist að fallið verði frá upphaf-
legum skilmálum skuldabréfaútgáf-
unnar sem kváðu á um að útgefandi
skuldabréfsins þyrfti að greiða 20%
álag ofan á höfuðstól bréfsins yrði það
ekki að veruleika að WOW air yrði
skráð á markað.
Bjartara yfir skulda-
bréfaeigendum WOW air
Morgunblaðið/Hari
Skuldabréf Þeir sem settu fjármagn í skuldabréfaútgáfu WOW air í haust virðast vera í betri stöðu en á horfðist.
WOW air
» Vaxtakjör skuldabréfa-
flokksins verða óbreytt, 9%.
Ekki er farið fram á lækkun
höfuðstóls.
» Skuldabréfaeigendur þurfa
að aflétta þeim veðum sem
þeir áttu í WOW.
» Sú hagnaðarvon sem
skuldabréfaeigendur höfðu er
tengist áformum um að skrá
WOW air á markað er ekki
lengur fyrir hendi.
Óbreyttir vextir og höfuðstóll veigamikil atriði Falla þarf frá ýmsum kvöðum
Japanska lyfjafyrirtækið Fuji
Pharma fjárfesti í gær í alþjóðlega
líftæknifyrirtækinu Alvotech en fyr-
irtækið er með höfuðstöðvar hér á
landi. Fjárfestingin nemur 50 millj-
ónum bandaríkjadala, eða um 6,2
milljörðum króna en um er að ræða
4,2% eignarhlut í fyrirtækinu.
Alvotech og Fuji Pharma til-
kynntu nýlega um samstarf þar sem
Alvotech þróar og framleiðir tækni-
lyf fyrir Japansmarkað, sem er
þriðja stærsta markaðssvæði heims.
Fuji Pharma er skráð í kauphöll-
ina í Tókýó og sérhæfir sig í fram-
leiðslu og sölu lyfseðilsskyldra lyfja
fyrir Japansmarkað en markaðsvirði
fyrirtækisins er 60 milljarðar króna.
„Fjárfesting Fuji Pharma nú styð-
ur við okkar framtíðarplön, en er
ekki síður til marks um þá trú sem
erlendir fjárfestar hafa á fyrirtæk-
inu. Framundan eru spennandi tímar
hjá Alvotech. Klínískar rannsóknir
Alvotech eru að hefjast og fyrirtækið
er vel fjármagnað til frekari vaxtar
og bakland fyrirtækisins er traust,“
er haft eftir Róbert Wessman, stofn-
anda Alvotech í fréttatilkynningu.
Stærstu hluthafar Alvotech eru
Aztiq Pharma AB, Alvogen og Fuji
Pharma. Róbert Wessman, forstjóri
Alvogen og stofnandi Alvotech, leiðir
hóp fjárfesta í gegnum fjárfesting-
arfélagið Aztiq AB sem er meiri-
hlutaeigandi í Alvotech. Stærstu eig-
endur Alvogen eru tveir af stærstu
fjárfestingasjóðum í heiminum í dag,
CVC Capital Partners og Temasek,
ásamt Astiq Pharma undir forystu
Róberts.
Lyf Markaðsvirði Fuji Pharma er
metið á um 60 milljarða króna.
Milljarða fjárfest-
ing í Alvotech
Styður við
framtíðaráætlanir
fyrirtækisins