Morgunblaðið - 18.12.2018, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 18.12.2018, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 2018 Verslun – Snorrabraut 56, 105 Reykjavík Sími 588 0488 | feldur.is KUL mokka hanskar 9.200 TINNA blárefsvesti 72.900 Jólagjafir sem ylja JANA mokkajakki 248.000 ÞOKA ennisband 12.900 ÞYTUR prjónahúfa 9.200 Harpa mokkaskinn 285.000 SKJÓL leðurhúfa 35.800 Opið til kl. 22 fram að jólum Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Minjastofnun segir að Víkurgarður sé einn merkasti minjastaður Reykjavíkur og Íslands alls. Þetta kemur fram í bréfi forstöðumanns stofnunarinnar, Kristínar Huldar Sigurðardóttur, til Lilju Alfreðs- dóttur, mennta- og menningar- málaráðherra, þar sem óskað er eft- ir sérstakri friðlýsingu garðsins á grundvelli ákvæða í lögum um menningarminjar. Erindið er nú til vinnslu í ráðuneytinu. Morgunblaðið fékk bréfið og önn- ur gögn málsins afhent af ráðuneyt- inu á grundvelli upplýsingalaga. Áð- ur hafði ráðuneytið haldið því fram að um „vinnugögn“ væri að ræða, en slík gögn eru undanþegin afhending- arskyldu samkvæmt sömu lögum. Fram hefur komið hér í blaðinu að Reykjavíkurborg er andvíg friðlýs- ingunni. Í gögnunum kemur fram að Lindarvatn ehf., sem er byggja hótel á Landssímareit við hlið Víkurgarðs, mótmælir einnig tillögunni. Hótelið sem verið er að byggja verður að hluta til innan hins forna Víkur- kirkjugarðs. Áður en tillaga Minjastofnunar var send ráðherra var hún kynnt fornminjanefnd í samræmi við ákvæði minjalaga. Samþykkti nefnd- in, sem skipuð er fimm fulltrúum, á fundi 31. október að styðja erindið. Einn nefndarmanna, fulltrúi Sam- bands íslenskra sveitarfélaga, lagði þó fram bókun þar sem hann vísaði til andstöðu Reykjavíkurborgar við tillöguna og kvaðst ekki geta stutt hana. Aldursfriðun svæðisins virtist á þessu stigi vera nægileg. Margþætt minjagildi Í friðlýsingarskjali sem fylgir bréfi Minjastofnunar til ráðherra er að finna rökstuðning fyrir tillögunni. Þar segir: „Víkurgarður er einn merkasti minjastaður Reykjavíkur og Íslands alls. Þar er jarðsett fólk sem lagði grunninn að höfuðstað Ís- lands og þar eru minjar um fyrstu kirkjur Reykvíkinga. Í kirkjuskrám Dómkirkjunnar á tímabilinu 1760- 1838 eru skráð nöfn um 1.700 ein- staklinga, á öllum aldri, sem, jarð- settir voru í garðinum. Áætla má að einhverjar þúsundir manna hafi ver- ið jarðsettar í Víkurgarði þær aldir sem hann var í notkun.“ Síðan segir að fátt minni nú á að Víkurgarður sé gamall kirkjustaður og þar séu enn grafir fjölda Reyk- víkinga. Staðurinn hafi margþætt gildi sem menningarminjar. Hann sé ekki einungis minjastaður með forn- leifum heldur tengist hann einnig siðum og venjum. Hann hafi andlegt og trúarlegt gildi fyrir þær kyn- slóðir sem sóttu þar guðsþjónustur og voru jarðsungnar þar. Menning- arsögulegt gildi hafi hann vegna þess að um er að ræða elstu kirkju og kirkjugarð Reykvíkinga. Hann hefur ennfremur kirkjusögulegt og pólitískt gildi og sé þjóðfélagslega mikilvægur vegna hlutverks síns. Auk þess að hafa mjög mikið minja- gildi fyrir höfuðstaðinn og Ísland allt hafi Víkurgarður tilfinningalegt gildi fyrir fjölda Íslendinga. Vík- urgarður sé því að mati Minjastofn- unar þjóðminjar í skilningi 2. gr. minjalaga. Saga 1.100 ára búsetu Í friðlýsingarskjalinu er saga Vík- urgarðs rakin í stórum dráttum. „Undir hellulögðu yfirborði Vík- urgarðs liggur saga rúmlega 1.100 ára búsetu í Reykjavík,“ segir þar. „Ætla má að kirkja hafi risið á þess- um stað fljótlega eftir kristnitöku en fyrstu rituðu heimildir um kirkju í Reykjavík eru í kirknatali Páls Jóns- sonar biskups frá því um 1200. Graf- reitur var gerður við kirkjuna og mun hann hafa verið notaður að lág- marki um 600 ára skeið. Nokkuð hefur verið gengið á garðinn vegna gatna, lagna og bygginga sem að honum liggja. Síðasta kirkjan sem í garðinum stóð var rifin árið 1799 og var þá sléttað yfir grunninn. Líklegt er að undirstöður þeirrar kirkju og eldri kirkna sé að finna undir yfirborði. Víkurgarður þjónaði sem kirkju- garður Reykvíkinga fram til ársins 1838 er kirkjugarðurinn við Suð- urgötu (Hólavallagarður) var tekinn í notkun. Eftir það var lítið grafið garðinum en ætla má að jarðneskar leifar um 30 kynslóða Reykvíkinga hvíli þar.“ Fram kemur að árið 1883 fékk H.J.G. Schierbeck landlæknir um- ráð yfir kirkjugarðinum til að rækta þar aldingarð. „Enn stendur eitt tré, silfurreynir, af þeim sem hann gróð- ursetti í garðinum sumarið 1884. Er það elsta, lifandi innflutta garð- plantan í landinu og minnismerki um upphaft ræktunarmenningar.“ Þá segir að núverandi yfirbragð garðs- ins sé fremur fábrotið og fátt í um- hverfinu minni á fyrri tíðar sögu þessa elsta kirkjustæðis og kirkju- garðs Reykjavíkur. Var lengi vel við haldið „Langt fram á 20. öld var garð- inum haldið við sem kirkjugarði og síðar skrúðgarði. Upp úr 1970 þegar Reykjavíkurborg hafði tekið við um- sjón kirkjugarðsins var hann smám saman rúinn flestu sem tengdi hann við upprunalegt hlutverk sitt. Garð- urinn var þá hellulagður, flest minn- ingarmörk og grindur utan um graf- ir fjarlægðar og minnir hann nú helst á torg. Í tengslum við bygging- arframkvæmdir og þróun byggðar í miðbænum á undanförnum áratug- um hefur verið þrengt mjög að kirkjugarðinum og hlutverk hans og saga er hulin flestum yngri borgar- búum. Á síðustu árum hefur orðið breyting á nýtingu garðsins, hann er orðinn að útisvæði fyrir veitingahús í nágrenninu og þar fer nú fram mat- sala úr vögnum sem ekið er inn í garðinn.“ Minjastofnun segir að með tillögu sinni að friðlýsingu Víkurgarðs vilji hún auk þess sem áður er nefnt stað- festa gildi garðsins sem þjóðminja, vernda og afstýra frekari spjöllum á merkum menningarminjum og leg- stöðum innan garðsins og tryggja að framtíðarnýting hans og yfirbragð endurspegli helgi staðarins og gildi hans fyrir sögu Reykjavíkur. „Þetta þýðir m.a. að sú kvöð fylgir friðlýs- ingunni að ekki megi ráðast í neinar framkvæmdir eða skipulagsaðgerðir á hinni friðlýstu eign nema í samráði við Minjastofnun og að fengnu sam- þykki stofnunarinnar.“ Loks segir í greinargerðinni að það sé vilji Minjastofnunar að í kjöl- far friðlýsingar verði miðlun um sögu staðarins bætt þannig að skiln- ingur á gildi hans aukist og að þann- ig fái hann fræðslugildi fyrir núlif- andi og komandi kynslóðir. Inngangur hótels fluttur Í bréfi Minjastofnunar til ráð- herra um friðlýsingu Víkurgarðs er greint frá því að vegna athugasemda Minjastofnunar hafi verið fallið frá því að skilgreina hluta Víkurgarðs sem björgunarsvæði slökkviliðs með sérstyrktu undirlagi, en það hefði kallað á rask í garðinum. Þá hafi arkitektar hótelsins tilkynnt að inn- gangur hótelsins, sem vera átti um Víkurgarð, verði fluttur norðar á vesturhlið hússins þannig að inn- gangur og aðkoma sé innan lóð- arræmu hótelsins sem nær að Að- alstræti. Einn merkasti minjastaður á Íslandi  Minjastofnun vill að Víkurgarður njóti sérstakrar friðlýsingar  Hefur margvíslegt minjagildi  Elsta kirkja og kirkjugarður í Reykjavík  Grafir mörg þúsund Reykvíkinga enn í garðinum Í bréfi Minjastofnunar til ráð- herra um friðlýsingu Víkur- garðs er upplýst að í nóv- ember á þessu ári hafi gólfplata viðbyggingar Lands- símahússins frá 1967 verið fjarlægð undir eftirliti forn- leifafræðinga. Í ljós hafi kom- ið að engar minjar voru varð- veittar þar og svæðið hafi á sínum tíma verið að fullu grafið upp, steyptur sökkull undir húsið og fyllt í með möl þrátt fyrir skriflegt loforð Póst- og símamálastjórnar- innar í lok desember 1966 um að grafir undir húsinu yrðu varðveittar að undanskildu tveggja metra breiðu svæði undir sökklinum. Stóðu ekki við loforðið VIÐBYGGING LANDSÍMANS Ljósmynd/Úr safni Víkurgarður Núverandi yfirbragð garðsins er „fremur fábrotið og fátt í umhverfinu minnir á fyrri tíðar sögu þessa elsta kirkjustæðis og kirkjugarðs Reykjavíkur“, segir Minjastofnun í tillögu sinni um friðlýsingu Víkurgarðs. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Grænt svæði Vikurgarður um miðja síðustu öld. Þar var þá skrúðgarður sem setti snotran svip á miðbæinn. Garðurinn var hellulagður upp úr 1970.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.