Morgunblaðið - 18.12.2018, Qupperneq 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 2018
ir til viðbótar eru grunaðir í Hol-
landi og Póllandi. Spurður hvort
sami fjöldi hafi enn réttarstöðu í
málinu segir Karl Steinar svo vera.
„Staðan er í raun óbreytt. Þegar
rannsókn lýkur endanlega verður
tekin lokaákvörðun um hvernig
ákæran verður. Það hefur engin
breyting orðið á réttarstöðu manna
í málinu.“
Í ársskýrslu lögreglunnar kemur
fram að rannsókn í málinu sé mjög
umfangsmikil en lögreglan lagði
m.a. hald á þrjár íbúðir í fjölbýlis-
húsum, iðnaðarhúsnæði og fimm
ökutæki, auk peninga á bankareikn-
ingum sem og hlutabréf. 100 starfs-
menn lögreglu og tollgæslu tóku
þátt í aðgerðunum að meðtöldum
fulltrúum pólsku lögreglunnar og
Europol.
Magnús Heimir Jónasson
mhj@mbl.is
Rannsókn lögreglunnar á höfuð-
borgarsvæðinu á skipulagðri glæpa-
starfsemi sem tengdist m.a. versl-
unum Euro Market stendur enn
yfir. „Málið er ennþá bara á loka-
stigi,“ segir Karl Steinar Valsson,
yfirlögregluþjónn hjá miðlægri
rannsóknardeild lögreglunnar á höf-
uðborgarsvæðinu. „Það er einhver
tími eftir í rannsókn. Þetta átti að
vera búið.“ Hann býst við að málið
verði sent til saksóknara á nýju ári.
Fimm einstaklingar voru hand-
teknir hér á landi 12. desember
2017 í tengslum við málið og hefur
rannsókn því staðið yfir í meira en
ár. Um er að ræða viðamikla al-
þjóðlega rannsókn á skipulagðri
glæpastarfsemi sem teygði sig til
Íslands. Ætluð brot snúa að inn-
flutningi og framleiðslu á fíkniefn-
um, peningaþvætti og fjársvikum.
Tuttugu og átta einstaklingar og
fjórir lögaðilar hafa réttarstöðu
grunaðra hérlendis í málinu. Nokkr-
Framsalsferli enn í gangi
Pólsk yfirvöld óskuðu eftir því
að einn sakborninganna yrði
framseldur þangað til lands og í
september í ár var greint frá því
að íslensk yfirvöld hefðu sam-
þykkt að framselja meintan höf-
uðpaur málsins til Póllands. Mað-
urinn hefur barist gegn
framsalinu og fór málflutningur í
málinu fram í Héraðsdómi
Reykjavíkur í september. Karl
Steinar segir að framsalið standi
enn til. „Það varð að fara í ferli
upp á nýtt. Það er beiðni frá Pól-
landi um framsal. Það er bara
ferli sem tekur ákveðinn tíma.“
Euro Market-málið enn
á lokastigi rannsóknar
Rannsókn lýkur líklega á nýju ári Saksóknari tekur þá
við málinu Engin breyting á réttarstöðu og fjölda grunaðra
Morgunblaðið/Eggert
Blaðamannafundur Lögreglan, embætti tollstjóra og Europol héldu blaða-
mannafund í desember í fyrra þegar tilkynnt var um handtökurnar.
Euro Market-málið
» Fimm voru handteknir 12.
desember 2017.
» Málið er enn til rannsóknar
hjá lögreglu.
» Fer til saksóknara á nýju ári.
» Framsal meints höfuðpaurs
til Póllands er enn í ferli.
Suðurhrauni 4210 Garðabæ | Furuvellir 3 600 Akureyri | Sími 575 8000 | samhentir.is
Heildarlausnir
í umbúðum og öðrum rekstrarvörum
fyrir sjó- og landvinnslu
u KASSAR
u ÖSKJUR
u ARKIR
u POKAR
u FILMUR
u VETTLINGAR
u HANSKAR
u SKÓR
u STÍGVÉL
u HNÍFAR
u BRÝNI
u BAKKAR
u EINNOTA VÖRUR
u HREINGERNINGAVÖRUR
Allt á
einum
stað
kr. 119.920,-
AEG ÞVOTTAVÉL
L7FBM862E - 8 kg - 1600 sn
vrn. HT914 550 046
Jólaverð
(áður 149.900,-)
kr. 99.900,-
AEG ÞURRKARI
T6DEL821G - 8 kg. Barkarlaus
vrn. HT916 097 952
Jólaverð
(áður 119.900,-)
kr. 84.900,-Jólaverð
AEG UPPÞVOTTAVÉL
FB41600ZW - HVÍT
vrn. HT911 544 013
(áður 99.900,-)
Ný ryksuga
fyrir jól
Verð frá 14.900,- LÁGMÚLA 8 - SÍMI 530 2800
FYRIR HEIMILIN Í LANDINU
Stjórn Fasteigna Vesturbyggðar
ehf., sem fer með íbúðarhúsnæði í
eigu sveitarfélagsins Vestur-
byggðar, hefur sent bæjarráði
þess beiðni um að skoðað verði að
færa niður 23 milljón króna skuld
félagsins við sveitarfélagið, að því
er fram kemur í fundargerð
stjórnar.
Spurð hvort beiðni stjórn-
arinnar bendi til þess að félagið
standi undir skuldbindingum svar-
ar Rebekka Hilmarsdóttir, bæjar-
stjóri Vesturbyggðar: „Strangt til
tekið ekki, af því að viðhaldsþörfin
hefur verið meiri en leigutekj-
urnar sem koma inn til félagsins
hafa getað staðið undir og fram-
lög sveitarfélagsins ekki gríðar-
lega há.“
Félagið Fasteignir Vestur-
byggðar ehf. skuldar um 36 millj-
ónir króna, þar af 23 til sveitar-
félagsins, 17,1 milljón til Vestur-
Botns, sem einnig er í eigu sveit-
arfélagsins, og fimm milljónir í
yfirdrátt. Rebekka segir ekki
hættu á að félagið muni ekki
standa í skilum. „Ef staðan verður
metin þannig verður sveitarfélag-
ið að grípa inn í.
Eignir sveitarfélagsins voru
færðar inn í þetta félag sem er
einkahlutafélag og mikið af þeim
eignum sem fóru þangað inn er
búið að selja. Þá er töluvert af
eignum komið að miklu viðhaldi.
Það er skýringin á bak við þessa
skuld við sveitarfélagið, sem hefur
verið að greiða fyrir þetta viðhald
á eignum. Félagið sem slíkt er al-
farið í eigu sveitarfélagsins,“ út-
skýrir bæjarstjórinn. gso@mbl.is
Morgunblaðið/Guðlaugur Albert
Patreksfjörður Mikið viðhald á
eignum skapar rekstrarörðugleika.
Glímt við skuldir
í Vesturbyggð
Leigutekjur duga ekki fyrir viðhaldi