Morgunblaðið - 19.12.2018, Síða 1

Morgunblaðið - 19.12.2018, Síða 1
M I Ð V I K U D A G U R 1 9. D E S E M B E R 2 0 1 8 Stofnað 1913  298. tölublað  106. árgangur  Bjúgnakrækir kemur í kvöld 5 jolamjolk.is dagar til jóla TELUR SÖGUR GETA BREYTT HEIMINUM EITTHVAÐ STÆRRA EN MAÐUR SJÁLFUR MARKVERÐIR SEM SKORA MÖRKIN LIFANDILÍFSLÆKUR 12 HANDBOLTI ÍÞRÓTTIRHALLDÓRA 30 Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is „Við höfum engin önnur úrræði en að halda okkur innandyra og loka gluggum,“ segir Kjartan Mogen- sen, formaður Samtaka lungna- sjúklinga, um mengun frá flug- eldum um hver áramót. Hann segir að lungnasjúklingar kvíði þessum árstíma, en mengunin get- ur verið þeim mjög skaðleg og leitt þá í andnauð. Ekkert hefur verið aðhafst til að stemma stigu við þeirri miklu loftmengun sem jafnan leggst yfir þegar flugeldum er skot- ið upp um áramót. Innflutningur og sala flugelda er með sama hætti og áður. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra sagði að Um- hverfisstofnun (UST) muni auka mælingar á svifryki í kringum ára- mótin. Þá á UST að miðla upplýs- ingum um skaðsemi flugelda til al- mennings og hagsmunaaðila. Þrjú ráðuneyti munu skipa starfshóp til að safna upplýsingum um mengun af flugeldum og gera tillögur um aðgerðir til lengri tíma. »14 Starfshópur um flugeldamengun  Lungnasjúklingar halda sig innandyra um áramótin Morgunblaðið/Hari Áramót Mengun af völdum flugelda langt yfir heilsuverndarmörkum í fyrra. Fyrra skipið af tveimur, sem eru í smíðum fyrir Eimskipafélagið í Kína, var sjósett nýlega. Vinna við skipið heldur áfram og má búast við því að það komi til Íslands eftir mitt ár 2019. Þetta eru stærstu kaupskip sem smíðuð hafa verið fyrir Íslendinga, 26.500 brúttótonn að stærð. »11 Stærsta kaupskip íslenska flotans sjósett í Kína Ljósmynd/Eimskip Baldur Arnarson baldura@mbl.is Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir áform ríkis- stjórnarinnar um lækkun tekju- skatts verða endurmetin ef samið verði um óábyrgar launahækkanir í komandi kjarasamningum. „Við höfum boðað skattalækkanir í þágu þeirra sem eru í neðra þrep- inu, lægri og millitekjuhópunum, en það er óskynsamlegt að fylgja því eftir ef kjarasamningar fara úr böndunum og menn eru að taka út meira en innistæða er fyrir. Þá þarf að huga mjög vel að tímasetningu slíkra aðgerða. Þær eru hugsaðar til að greiða fyrir samningum en ekki til að greiða fyrir óábyrgum samning- um,“ segir Bjarni. Gæti þýtt minni tekjur Tilefnið er óvissa um hagvöxt vegna óróa í ferðaþjónustunni. Með því gætu tekjur ríkissjóðs á næsta ári reynst minni en áætlað var. Mið- að við núverandi afkomumarkmið má ekki mikið út af bera til að af- koma fari undir gólf fjármálastefn- unnar á næstunni. Því er svigrúm til launahækkana hjá ríkinu lítið. Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands, segir augljóst að svigrúm ríkissjóðs til launahækk- ana verði minna á næstu misserum en verið hefur undanfarin ár. Horft verður til hækkana  Fjármálaráðherra segir skatta ekki lækkaða ofan á óábyrga kjarasamninga Mögulega sótt í varasjóð » Fjármálaráðherra segir að mögulega gæti þurft að láta reyna á varasjóð vegna launa- breytinga hjá ríkinu. » Meta þurfi betur áhrif launa- hækkana á lífeyrisgreiðslur en gert hafi verið til þessa. MLítið borð fyrir báru ... »10  Reykjavíkurborg og Fjarðabyggð eru einu sveitarfélögin á landinu sem ekki ætla að lækka álagning- arhlutfall fasteignaskatta til að milda þau áhrif sem hækkun á fast- eignamati um áramótin mun hafa. Með því eykur borgin tekjur sínar um 270 milljónir króna. Tólf fjölmennustu sveitarfélög landsins halda útsvari sínu óbreyttu á næsta ári, helmingur þeirra er með hámarksútsvar, 14,52%. Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að það sé alltaf ákvörðun hvers sveitarfé- lags hversu háir fasteignaskattar og útsvar eigi að vera. »18 Útsvar verður víða óbreytt á næsta ári  Störfum gæti fækkað um 1.400 á næstu sex mánuðum samkvæmt niðurstöðum nýrrar Gallupkönn- unar á meðal stjórnenda 400 stærstu fyrirtækja landsins. Þau hafa samtals 24 þúsund starfsmenn. Könnunin var gerð fyrir Samtök at- vinnulífsins. Þetta er í fyrsta sinn síðan 2009 að fram koma áform um fækkun starfsfólk í könnuninni. Um 10% fyrirtækjanna búast við að fjölga starfsmönnum en 30% bú- ast við að þeim fækki á næstu sex mánuðum. Út frá stærðardreifingu fyrirtækjanna má áætla að starfs- mönnum þeirra fækki um 1,2% á næstu sex mánuðum. Störfum gæti fækkað um 2.000 hjá þeim sem áforma fækkun en á móti koma 600 störf hjá þeim sem hyggja á fjölgun starfsfólks. Niðurstaðan er sú að störfum gæti fækkað um 1.400. »16 Morgunblaðið/Ómar Vinna Um 30% fyrirtækja búast við að fækka störfum á næstunni. Mynd úr safni. Störfum gæti fækkað um 1.400

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.