Morgunblaðið - 19.12.2018, Qupperneq 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 2018
Gylfaflöt 16-18 •112 Reykjavik • Sími 553 5200 • solo.is
Íslensk hönnun og framleiðsla
/solohusgogn
Kæru landsmenn,
við óskum ykkur gleðilegrar hátíðar
og farsældar á komandi ári.
við Fellsmúla | 108 Reykjavík | OPIÐ ALLA DAGA
GÓLFLAMPI MEÐ LESLJÓSI
Litir: króm, svart króm,bustað stál og antík
GÓLFLAMPAR
19.995kr.
Fýlssetrum hefur fækkað verulega
á milli ára utan Vestfjarða og
Grímseyjar þar sem varð smávegis
fjölgun. Fækkunin var mest í Ás-
byrgi (45%) og í Drangey (42%). Í
Ásbyrgi var fjöldi fýlssetra 2018
einungis 8% af hámarkinu 1997.
Viðkoma fýls var alls staðar lélegri
en 2017.
Þetta er á meðal niðurstaðna
bjargfuglavöktunar Náttúrustofu
Norðausturlands (nna.is). Hún nær
til fýls, ritu, langvíu, stuttnefju og
álku. Fylgst er með breytingum á
milli ára á fjölda bjargfuglateg-
unda og viðkoma þeirra metin, að
undanskilinni álku.
Rituhreiðrum fækkaði allnokkuð
um allt land, nema í Papey þar sem
greina mátti fjölgun. Rituhreiðrum
í Skoruvíkurbjargi hefur fækkað
um 86% frá 1994. Í Vestmanna-
eyjum komst enginn rituungi á
flug.
Langvíum fækkaði lítillega nema
í Hælavíkurbjargi, Grímsey og á
Suðausturlandi. Litlar breytingar
voru hjá stuttnefju en henni hefur
fækkað undanfarna þrjá áratugi.
Álku fækkaði milli ára í Skoru-
víkurbjargi og Krýsuvíkurbergi en
fjölgaði í Grímsey, Ingólfshöfða og
Látrabjargi.
gudni@mbl.is
Fýl og ritu fækkar
Guðmundur Magnússon
gudmundur@mbl.is
Lungnasjúklingar á Íslandi kvíða áramótunum
þegar þykk mengunarský frá flugeldum sem
skotið er upp til hátíðarbrigða leggjast yfir
þéttbýlisstaði. Þetta segir Kjartan Mogensen,
formaður Samtaka lungnasjúklinga, í samtali
við Morgunblaðið.
Mengun frá flugeldum hefur ítrekað mælst
langt yfir heilsuverndarmörkum. Umhverfis-
og auðlindaráðuneytið og Umhverfisstofnun
boða auknar mengungarmælingar og viðvar-
anir til almennings um skaðsemi flugelda nú
um áramótin. Þá hefur verið ákveðið að skipa
starfshóp sem taki til umfjöllunar mögulegar
aðgerðir til að draga úr neikvæðum áhrifum á
lýðheilsu og loftgæði vegna flugeldamengunar.
Ekkert hefur hins vegar verið gert til að draga
úr notkun flugelda nú um áramótin.
„Mikil raun að þessu“
„Við höfum engin úrræði önnur en að halda
okkur innan dyra og loka gluggum meðan
þetta gengur yfir,“ segir Kjartan Mogensen.
„Okkur er mikil raun að þessu.“ Hann segir að
margir lungnasjúklingar, sem að stórum hluta
eru eldra fólk, finni til streitu í aðdraganda ára-
móta. Streita sé eitt af því
sem leiði lungnasjúklinga í
andnauð sem er lífshættu-
legt ástand. Nær 600
manns eru félagar í Sam-
tökum lungnasjúklinga, en
heildartala sjúklinga á
landinu öllu er ekki kunn.
Gunnar Guðmundsson, pró-
fessor og lungnalæknir,
sagði í samtali við blaðið á
dögunum að allt að 5-10% landsmanna ættu við
lungnasjúkdóma að stríða, jafnt börn sem full-
orðnir.
Samtök lungnasjúklinga hafa ekki skorið
upp herör gegn flugeldum þrátt fyrir áhyggj-
urnar og óþægindin. Kjartan segir að fé-
lagsmenn hafi veigrað sér við að fara í átök
enda sé því sjónarmiði gert mjög hátt undir
höfði í opinberum umræðum að björgunar-
sveitirnar þurfi á ágóðanum af flugeldasölunni
að halda til að geta sinnt hinu mikilvæga starfi
sínu. Hann bendir á að í grein í nýjasta hefti
Læknablaðsins leggi þrír prófessorar við Há-
skólann fram tillögur um hvernig draga megi
úr notkun flugelda um áramót. M.a. er velt upp
hugmyndum um að innflutningur flugelda
verði takmarkaður og að sveitarfélög standi
fyrir skipulögðum flugeldasýningum í stað
þess að almenningur skjóti upp flugeldum.
Starfshópur skoði aðgerðir
Á fyrri hluta þessa árs var mjög fjallað um
þá miklu loftmengun sem lagðist yfir allt höf-
uðborgarsvæðið um síðastliðin áramót. Sýndu
niðurstöður rannsókna að svifryk hefði mælst
afar hátt og var stór hluti þess mjög fínn, það
var málmríkt, kolefnisríkt, brennisteinsríkt og
klórríkt. Slík mengun er afar varasöm fólki. Í
viðtali við Morgunblaðið í apríl sagði Guð-
mundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og
auðlindaráðherra, mengunina áhyggjuefni og
ekki ásættanlega. „Við verðum vitanlega að
bregðast við,“ sagði ráðherrann. Ekkert hefur
þó verið aðhafst til að takmarka útbreiðslu
flugelda. Innflutningur og sala flugelda er með
hefðbundnu sniði nú fyrir áramótin.
Samkvæmt heimildum úr umhverfis- og auð-
lindaráðuneytinu hafa ráðuneytið og Umhverf-
isstofnun gert með sér samning um mælingar á
efnasamsetningu svifryks nú um áramótin. Um
sérstakt átaksverkefni er að ræða til að bregð-
ast við mengun vegna flugelda. Markmiðið er
að greina efnasamsetningu svifryks, fá upplýs-
ingar svo hægt sé að móta aðgerðir til að
stemma stigu við neikvæðum áhrifum flugelda
á lýðheilsu og bæta loftgæði. Þá hefur Um-
hverfisstofnun verið falið að koma almennum
upplýsingum og viðvörunum til almennings um
skaðsemi flugelda, sem og upplýsingum tengd-
um veðurfari og væntanlegum loftgæðum á
þeim tíma sem heimilt er að skjóta upp flug-
eldum. Loks hafa umhverfis- og auðlindaráð-
herra, dómsmálaráðherra og heilbrigðisráð-
herra fundað vegna flugeldamengunar og
ákveðið að skipa starfshóp sem taki til umfjöll-
unar mögulegar aðgerðir til að draga úr nei-
kvæðum áhrifum á lýðheilsu og loftgæði vegna
flugeldamengunar.
Lungnasjúklingar kvíða áramótum
Halda sig innan dyra vegna loftmengunar frá flugeldum Um 5 til 10% landsmanna lungnaveik
Mengunarmælingar verða auknar og almenningi ráðlagt Starfshópur ráðuneyta kannar aðgerðir
Morgunblaðið/Hari
Loftmengun Þykkt ský svifryks af völdum
flugelda yfir Hlíðunum um síðustu áramót.
Kjartan Mogensen
Bensínverð á Íslandi mun hækka
um 3,30 krónur á lítra um áramót
vegna skattahækkana. Þetta kemur
fram í útreikningum Félag Ís-
lenskra bifreiðareiganda (FÍB).
Verð á dísilolíu mun hækka um 3,1
krónur á hvern lítra.
Þá hækka vörugjöld á bensín um
2,5% og fara úr 71,45 krónum í
73,25 krónur á lítra. Kolefnis-
gjaldið á bensín hækkar um 10% og
fer úr 9,10 í 9,95 krónur á lítra.
Olíugjaldið hækkar um 2,5% og fer
úr 61,30 krónum í 62,85 krónur á
lítra. Kolefnisgjaldið á dísilolíu
hækkar um 10% og fer úr 9,45 í
10,40 krónur á lítra. Virðis-
aukaskattur leggst ofan á þessi
gjöld.
Samkvæmt útreikningum FÍB
má gera ráð fyrir að bensínverðið,
miðað við núverandi útsöluverð og
álagningu, fari úr 221,80 krónum
(N1) í 225,10 krónur á lítra. Dísil-
olían mun fara úr 225,30 krónum í
228,40 krónur á lítra. mhj@mbl.is
Bensínverð hækkar um
3,30 krónur um áramót