Morgunblaðið - 19.12.2018, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 2018
Ekki hvarflaði
það að mér þegar ég
reit minningargrein
um tengdamóður
mína um jólin fyrir tveimur árum
að ég sæti hér nú þegar hátíð
ljóss og friðar er að renna upp að
skrifa minningarorð um elsta son
hennar og mág minn, Ásgeir Pál.
En svona er lífið hverfult.
Kallið kom skyndilega og
óvænt föstudaginn 7. desember.
Við hjónin erum nýkomin úr
þriggja vikna ferðalagi með þeim
Heiðu og Ásgeiri. Þar stóðum við
fjögur á toppi hæstu byggingar
heims í Dubai og leið eins og við
ættum heiminn. Ekki bar á nein-
um veikindum hjá Ásgeiri í ferð-
inni og ekki annað að sjá en að
hann skemmti sér vel.
Í dag erum við afar þakklát
fyrir þessa ferð og verður hún
sem glitrandi perla á bandi minn-
inganna. Við Ásgeir höfum verið
tengdir fjölskylduböndum í 45 ár,
eða allt frá því að ég kynntist
systur hans 1972.
Ásgeir kvæntist fyrri konu
sinni, Sigrúnu Benediktsdóttur,
1977 og við Didda giftum okkur
þá einnig, svo úr varð systkina-
brúðkaup. Ásgeir Páll var mikill
fjölskyldumaður, barngóður með
afbrigðum og átti föngulegan hóp
fimm dætra. Hann hafði stundum
á orði að hann hefði engan at-
kvæðarétt á heimilinu, því meira
Ásgeir Páll
Sigtryggsson
✝ Ásgeir PállSigtryggsson
fæddist 15. febrúar
1946. Hann lést 7.
desember 2018.
Útför Ásgeirs
fór fram 17. desem-
ber 2018.
að segja þegar
hundur bættist í
fjölskylduna þá var
það tík.
Fjölskyldur okk-
ar Ásgeirs héldu ár-
um saman jól og
áramót sameigin-
lega með tengdafor-
eldrum mínum þeg-
ar þeirra naut við.
Þá var oft glatt á
hjalla og börnum
okkar fannst ómissandi að hafa
jólahaldið svona.
Ásgeir var fæddur á Akureyri
1946 og ólst upp á Húsavík. Þeg-
ar ég kynnist Ásgeiri var hann á
leið til náms í rafmagnstækni-
fræði í Danmörku. Eftir það vann
hann hjá Landsvirkjun og síðar
Landsneti. Það var mikið gæfu-
spor þegar Ásgeir kynntist
Heiðu sinni en þau gengu í hjóna-
band 2006 eftir margra ára sam-
búð. Með henni átti hann þrjár
dætur. Frá Heiðu fékk hann
væntanlega hestabakteríuna sem
mótaði líf þeirra að hluta til sein-
ustu ár.
Þar var ekkert skorið við nögl
og reistu þau veglegt heilsárshús
með stóru landrými austur í
sveitum, þar sem fjölskyldan átti
samastað.
Ásgeir gekk í Oddfellowregl-
una 2002 og tók þar þátt í ýmsum
störfum. Ásgeir var natinn að
halda við fjölskyldutengslum.
Hann kom mjög oft í heimsókn til
okkar að spjalla við litlu systur og
við ræddum svo um landsmálin
og rökræddum fleira áhugavert
yfir kaffibolla.
En nú er komið að leiðarlok-
um. Kallið kom óvænt og er mikið
högg fyrir fjölskylduna. Þú varst
ávallt hennar stoð og stytta. Góð-
ur drengur er fallinn frá. Þú
varst alltaf góður félagi, frábær
mágur og yndislegur bróðir.
Hjartans þakkir fyrir trygglyndi
þitt, hlýjan kærleikann og alla
þína gæsku. Við Didda þökkum
fyrir allt, blessuð sé minning þín.
Drýpur sorg á dáins vinar rann,
Drottinn, huggaðu alla er syrgja hann,
börnin ung sem brennheit fella tár,
besti faðir, græddu þeirra sár.
Þú ert einn sem leggur líkn með þraut
á lífsins örðugustu þyrnibraut.
(Guðrún Jóhannsdóttir.)
Elsku Heiða, dætur og fjöl-
skyldur, okkar innilegustu sam-
úðarkveðjur. Megi algóður guð
styrkja ykkur á þessum erfiðu
tímum.
Pétur og Sigurveig.
Það er komið að kveðjustund,
elsku frændi. Án fyrirvara, horf-
inn á braut. Kletturinn sem átti
að geta staðið óhaggaður um
ókomin ár, allt sem var fram und-
an gaf fyrirheit um áframhald-
andi gæfu og gleði í faðmi ynd-
islegrar fjölskyldu og vina. En
lífið er hverfult og allt breyttist á
einum degi. Hans er nú sárt
saknað en minningin lifir um ein-
stakan öðling sem umvafði ást-
vini sína kærleika og ástúð alla
daga. Við vorum sannarlega
gæfusöm sem fengum að njóta
samverustundanna og stórt
skarð er nú höggvið í samheldinn
fjölskylduhóp.
Klettur rís úr hafi, haldreipi, líf og ljós.
Hve leiðin hans var mörkuð góðum
vonum.
Dafnar vel og blómstrar hver hin rauða
rós
sem ræktuð var í garðinum hjá honum.
Kærleikur og ástúð, lýst fékk langa
daga
og lítil hönd fann styrk í hendi þinni.
Hve falleg er og gæfurík, lífsins sanna
saga,
nú söknuður og tóm í allri tilverunni.
Þó kletturinn sé fallinn, þá munu rísa
rætur
og rósir áfram dafna í fjölskyldunni
hans.
Þær yndislegu góðu, Ásgeirs okkar
dætur
áfram munu streyma kærleik þessa
manns.
(AKV)
Elsku Heiða, Valgerður, Snæ-
dís, Bryndís, Bjarney Sigrún,
Berglind, Didda, Binni og fjöl-
skyldan öll.
Innilegar samúðarkveðjur.
Anna Karólína
Vilhjálmsdóttir.
Það voru okkur miklar harma-
fréttir sem okkur bárust að Ás-
geir hefði orðið bráðkvaddur.
Í okkar huga var Ásgeir
hraustur maður sem hugsaði vel
um heilsuna, léttur í lund og gam-
ansamur. Náin kynni milli okkar
og Heiðu og Ásgeirs urðu er við
hófum að stunda hestamennsku,
við höfum alla tíð verið saman í
hesthúsi og farið í ótal hestaferð-
ir á sumrin þar sem oft var glatt á
hjalla.
Fyrir nokkrum árum keyptu
þau hjónin landspildu úr landi
Stóru-Valla í Landsveit, var strax
hafist handa við að girða og fékk
Ásgeir góðar leiðbeiningar frá
seljanda sínum sem var Óðinn
Pálsson en hann var annálaður
girðingarmaður þar í sveit. Á
þessu landi reistu þau sér mynd-
arhús, síðar meir keyptum við
okkur spildu í nágrenni við þau,
þar vissum við að við værum að
velja trausta og góða nágranna
með sömu áhugamál og gildi.
Þau hjónin hafa alltaf verið
okkur afar hjálpsöm og fengum
við oft húsaskjól hjá þeim þegar
við vorum að koma okkar húsi
upp.
Ásgeir var hörkuduglegur og
hafði óbilandi áhuga á skógrækt
og landgræðslu og hann hafði oft
á orði „daufur er dellulaus mað-
ur“. Þau hjónin hafa verið óþreyt-
andi við landbætur og gróðursett
tugþúsundir trjáplantna í landi
sínu, þannig hafa þau örugglega
lagt sinn skerf til kolefnisjöfnun-
ar sem er jú efst á baugi nú til
dags, voru þau hjónin oft auð-
fundin í sínum regngöllum við
gróðursetningar og áburðargjöf
á landi sínu.
Þeir sem til þekkja vita að
Landsveitin er með fallegri sveit-
um landsins með sérlega fallegri
fjallasýn og góðum útreiðarleið-
um og eru þeir ófáir reiðtúrarnir
sem við höfum farið saman ásamt
sveitungum okkar.
Eins og áður hefur komið fram
var Ásgeir afar hjálpsamur og
hafði oft frumkvæði að sameig-
inlegum verkefnum og var yfir-
leitt í forsvari fyrir þau, þetta
voru t.d. skipulagsmál, áburðar-
kaup, heykaup, lagfæringar á
girðingum o.fl. og lagði hann
ómælda vinnu í þessi verkefni en
það er oft vanmetið, verður hans
sárt saknað á þeim vettvangi sem
og öðrum.
Fyrir okkur var Ásgeir stór
hluti af sveitinni okkar og var
alltaf gott og gaman að hitta þau
hjón sem voru sérlega samhent í
einu og öllu, oft á tíðum voru fjör-
ugar umræður um hin ýmsu mál,
Ásgeir var maður sem velti upp
mörgum sjónarmiðum en alltaf
enduðu þessar umræður vel og
allir voru sáttir í lokin.
Elsku Heiða okkar og dætur,
tengdasynir og barnabörn, ykkar
missir er mikill og sérlega vegna
þess Ásgeir var mikill fjölskyldu-
maður og var vakinn og sofinn yf-
ir velferð ykkar.
Megi góðir vættir vaka yfir
ykkur.
Þórdís og Unnsteinn
(Dísa og Steini).
Vinur minn Ásgeir Páll Sig-
tryggsson (Geiri) varð bráð-
kvaddur 7. þessa mánaðar. Hann
var mér afar kær vinur og félagi
enda vinur vina sinna. Okkar
kynni eru frá því við byrjuðum
nám við Tækniskóla Íslands 1968
í undirbúningsdeild og útskrifuð-
umst þaðan 1971 og héldum þá
báðir til Danmerkur. Við unnum
um sumarið hjá Burmeister &
Wain í Kaupmannahöfn og
bjuggum í skipi við höfnina með
Finnum, Tyrkjum og kakkalökk-
um.
Um haustið fórum við til Óð-
insvéa þar sem við hófum fram-
haldsnám við Odense Teknikum.
Við vorum mikið saman á þessum
árum ásamt Sigga Ásgeirs og
nutum þess að vera í Danmörku.
Fórum m.a. í ógleymanlega ferð
til Hamborgar sem var oft
minnst á.
Eftir að við lukum námi og
fluttum heim stofnuðum við fjöl-
skyldur en héldum góðu sam-
bandi. Um tíma bjuggum við í
sama hverfi og fórum þá í göngu-
ferðir um nágrennið og áttum þá
gott spjall. Geiri passaði alltaf
upp á að hafa samband. Við hitt-
umst minnst einu sinni á ári og
borðuðum saman og síðustu ár
höfum við hist í bústað hvor ann-
ars og átt helgi saman.
Nú í nóvember hringdi Geiri
og var alveg ákveðinn í að við
hittumst í bústaðnum hjá mér 1.
des.
Við hjónin erum þakklát fyrir
frábæra helgi með Geira, Heiðu,
Sigga og Gunnu, góðan mat,
spjall og góða göngu. Geiri mætti
á hádegisfund með nokkrum
skólafélögum frá Danmörku hinn
6. desember í Bragganum. Hann
var kátur og hress að vanda. Ég á
eftir að sakna símtalanna okkar.
Ég votta Heiðu, dætrum og
öðrum ættingjum innilega sam-
úð.
Sæþór Líndal Jónsson.
Nú í byrjun aðventunnar vor-
um við hjá Landsneti með kaffi-
boð fyrir stafsfólk sem látið hefur
af störfum hjá okkur vegna ald-
urs. Það var góður hópur sem
kom saman og var mikið spjallað
um líðandi stund, gamla tíma,
uppbygginu og rekstur raforku-
kerfisins. Við söknuðum þess þó
að Ásgeir hafði ekki séð sér fært
að koma í þetta skiptið. Það vant-
aði sögurnar hans og röddina
sem hljómaði yfirleitt hærra en
allar aðrar.
Ásgeir var hrókur alls fagnað-
ar hvar sem hann kom, talaði hátt
og sagði sögur af mönnum og
málefnum. Aldrei var komið að
tómum kofanum þar sem Ásgeir
var, sama hvort það var um dags-
ins önn, málefni tengd raforku
eða pólitík.
Við stofnun Landsnets hafði
Ásgeir umsjón með orkuuppgjöri
fyrirtækisins og var jafnframt
tengdur kerfisstjórn. Það var
mikilvægt fyrir Landsnet að hafa
mann eins og Ásgeir í liðinu.
Hann var nákvæmur í öllum sín-
um verkum sem kom sér vel í
störfum hans og byggði upp
traust hjá viðskiptavinum fyrir-
tækisins.
Hann var úrræðagóður þegar
mikið reyndi á í óveðrum eða við
alvarlegar bilanir raforkukerf-
inu. Löng reynsla hans í stjórn-
stöð Landsvirkjunar og mikil
þekking á raforkukerfinu reynd-
ist vel við þessar aðstæður.
Ásgeir var naskur þegar kom
að því að spá fyrir um orkunotk-
un á Íslandi. Hann var það ná-
kvæmur að skekkjumörk hjá
honum í árslok voru innan við 1%.
Þessi góða niðurstaða
endurspeglaðist í áætlanagerð
fyrirtækisins.
Ásgeir var mikill fjölskyldu-
maður og naut þess að vera með
sínu fólki. Við hjá Landsneti
sendum Heiðu og dætrunum
fimm og fjölskyldunni allri okkar
innilegustu samúðarkveðjur.
Minning um góðan mann lifir.
Fyrir hönd Landsnets,
Guðmundur Ingi
Ásmundsson.
Það var með sorg í hjarta að ég
móttók skilaboðin um að Ásgeir
Sigtryggsson hefði fallið frá.
Ásgeir Sigtryggsson var gegn-
heill heiðursmaður sem lagði allt-
af gott til málanna, sama hvað
var til umræðu.
Hann var einstaklega hjarta-
hlýr maður sem bar mikla um-
hyggju fyrir fjölskyldu sinni og
þeim sem hann umgekkst. Hann
lét mann aldrei gleyma því að
hann var Húsvíkingur í húð og
hár þó svo hann byggi á höfuð-
borgarsvæðinu.
Ég átti samleið með Ásgeiri í
tæp 40 ár, fyrst sem samstarfs-
maður og svo um 30 ára skeið
sem yfirmaður hans. Kynni okk-
ar hófust er hann var starfsmað-
ur álagsstjórnar Landsvirkjunar
með aðsetur í gufustöðinni við
Elliðaár, en í þá daga var engin
eiginleg stjórnstöð raforkukerf-
isins til staðar. Samskipti við afl-
stöðvarnar voru á þeim tíma
gegnum síma. Hann tók þátt í
uppbyggingu fyrstu stjórnstöðv-
ar Landsvirkjunar á Geithálsi ut-
an Reykjavíkur og þeirrar sem
síðar var byggð við Bústaðaveg.
Eftir stofnun Landsnets kom
hann að stofnun stjórnstöðvar
flutningskerfisins á Gylfaflöt.
Þar miðlaði hann af reynslu sinni
og kunnáttu sem var mikill á
þessu sviði.
Það tók ekki langan tíma að
átta sig á því hvaða mann hann
hafði að geyma. Í umfangsmikl-
um truflunum í raforkukerfinu,
þar sem víðtæk straumleysi löm-
uðu samfélagið, var mikilvægt að
sýna fumlaus viðbrögð við að
koma rafmagni á að nýju. Í slík-
um aðstæðum hélt hann allaf ró
sinni sama hver staðan var og
hafði þannig jákvæð áhrif á það
ferli að koma rafmagni aftur á til
viðskiptavina.
Nær alla starfsævina bar hann
ábyrgð á að gera upp alla orku-
sölu Landsvirkjunar og frá stofn-
un Landsnets bar hann ábyrgð á
uppgjöri orkuflutnings um raf-
orkukerfið. Eftir því var tekið
hve nákvæmur hann var og
treystu allir hagsmunaaðilar
þeim uppgjörum sem frá honum
komu.
Hann kom að ýmsum málum
er vörðuðu starfmannafélag og
samningamál starfsmanna og þar
eins og í öðru hafði hann alltaf
eitthvað gott fram að færa, já-
kvæður og yfirvegaður.
Hér er genginn á vit feðranna
mikill heiðursmaður sem lagði
eitthvað gott til allra málefna
sem hann tók þátt í. Megi hann
hvíla í friði og hafi hann þökk fyr-
ir allt það góða sem hann lagði til
í sínu lífi.
Konu hans, börnum og öðrum
ættingjum færi ég og kona mín
samúðarkveðjur.
Þórður G. Guðmundsson.
Fallin er frá föð-
ursystir mín, Ebba
Magnúsdóttir. Ég
vil minnast hennar
með nokkrum orðum. Ebba var
mér svo miklu meira en föður-
systir. Hún var mér sem móðir,
sem vinkona og átti stóran þátt í
mínu uppeldi einkum á unglings-
árum mínum. Ég var svo lánsöm
að þau systkinin, pabbi og Ebba,
bjuggu í sama húsi, æskuheimili
okkar. Það var alltaf gott og nota-
legt að fara upp til Ebbu frænku.
Til Ebbu gat ég leitað með allt og
man ég eftir ófáum skylduverk-
efnum í handavinnu sem ég skil-
aði með stolti í skólann (rétt eins
og ég hefði gert þetta sjálf) og
fékk að launum tortryggilegt
augnaráð frá handavinnukennur-
um í Grunnskóla Akraness. Þeim
var vel kunnugt um hver var hinn
sanni hannyrðameistari.
Við áttum alltaf í góðu og
sterku sambandi þrátt fyrir að
við byggjum ekki lengur í sama
húsi.
Jafnvel þótt haf og hálfar
heimsálfur skildu okkur að vor-
Ebba Ingibjörg
Magnúsdóttir
✝ Ebba IngibjörgMagnúsdóttir
fæddist 8. mars
1938. Hún lést 8.
desember 2018.
Útför Ebbu Ingi-
bjargar fór fram
17. desember 2018.
um við alltaf í góðu
sambandi. Gott var
að leita til Ebbu,
hún studdi mig með
ráðum og dáð.
Hjálpsemin og góð-
mennskan var óend-
anleg. Við veikindi
pabba reyndist eng-
in betri en Ebba.
Umhyggja og kær-
leikur hennar var
takmarkalaus.
Ég minnist sunnudagskaffi-
boða, með ýmist vöfflum eða
pönnukökum. Stórglæsilegra
jólaboða sem engin gerði betur.
Veislur af gamla skólanum þar
sem borðin svignuðu undan
kræsingum. Öll stórfjölskyldan
samankomin, börn og barnabörn,
og síðar barnabarnabörn. Ekki
má heldur gleyma skötuveislun-
um á Þorláksmessu sem við í fjöl-
skyldunni eigum eftir að sakna.
Ebba reyndist börunum mín-
um afar góð og var alltaf kölluð
Ebba amma af öllum börnum í
stórfjölskyldunni. Hún fylgdist
vel með þeim, hvatti þau í námi
og starfi.
Minningar um heimsóknir á
Skagann og í sumarbústaðinn í
Borgarfirði ylja okkur nú í
skammdeginu. Hvunndagshetjan
mín hefur nú kvatt þessa tilveru,
hennar verður lengi minnst með
hlýju og söknuði.
Magnea.
Frímann & hálfdán
Útfararþjónusta
Frímann
897 2468
Hálfdán
898 5765
Ólöf
898 3075
Sími: 565 9775
www.uth.is
uth@uth.is
Cadillac 2017
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
ERLINGUR PÁLSSON,
lést á heimili sínu Sundabúð.
Hann verður jarðsunginn frá
Vopnafjarðarkirkju fimmtudaginn
20. desember klukkan 13. Blóm og kransar
afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hans er bent á
Hjúkrunarheimilið Sundabúð.
Anna S. Geirsdóttir
Sigríður Erlingsdóttir
Skarphéðinn K. Erlingsson Hildur Agnarsdóttir
Rannveig Erlingsdóttir Þórir Guðlaugsson
Ástkær móðir okkar, amma og
tengdamóðir,
ERNA ELÍSDÓTTIR,
varð bráðkvödd á heimili sínu mánudaginn
10. desember. Útförin hefur farið fram í
kyrrþey að hennar ósk.
Lísa Björk Óskarsdóttir Ingþór Karl Eiríksson
Heiða Óskarsdóttir Jón Svavarsson
Hjördís Ósk Óskarsdóttir
Óskar, Harpa, Berglind Björk og Sigmar Karl