Morgunblaðið - 21.12.2018, Blaðsíða 1
F Ö S T U D A G U R 2 1. D E S E M B E R 2 0 1 8
Stofnað 1913 300. tölublað 106. árgangur
LÆRÐI AÐ KLIFRA
Í KLETTUM OG
NOTA HNÍFA
FEÐGAR
OPNA
VEÐURVEF
FORDÓMARNIR
MESTIR HJÁ
MANNI SJÁLFUM
BLIKA.IS 12 MANÍURAUNIR KRISTINS 41HERA Í MORTAL ENGINES 34
Gáttaþefur kemur í kvöld
3
jolamjolk.is
dagar
til jóla
Bláu húsin v/Faxafen • Sími 553 7355 • www.selena.is • Selena undirfataverslun • Næg bílastæði
Glæsilegar jólagjafir
Opið til kl. 20 alla daga til Jóla. Þorláksmessu kl. 11-21 og aðfangadag kl. 10-13.
Gjafakort
Vetrarsólstöður eru í dag, 21. desember. Þær verða kl. 22:23 í
kvöld. Strax á morgun fer hún hænufeti hærra á himni, nú
þegar norðurhvelið sveigir til birtunnar. Í dag kemur sólin
upp í Reykjavík kl. 11:21 og sest kl. 15:30. Á morgun, 22. des-
ember, kemur sólin upp kl. 11:22 og verður svo næstu sjö
daga, en fer að koma fyrr upp þaðan í frá. Síðdegis fer daginn
að lengja strax á morgun, þá um örfáar sekúndur og svo hrað-
ar eftir það. Norðanlands er birtutími um klukkustund
skemmri en syðra og í Grímsey, á heimskautsbaug, er sólar-
upprás í dag kl. 12:03. Hvað sem tímasetningum líður er boð-
skapurinn samt sá að daginn fer nú að lengja og senn kemur
vor.
Vetrarsólstöður eru í dag og nú fer daginn að lengja
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Magnús Heimir Jónasson
Hallur Már Hallsson
Jón Pétur Jónsson
Skýrsla innri endurskoðunar
Reykjavíkurborgar um endurgerð
bragga og samliggjandi húsa við
Nauthólsveg sýnir fram á að kostn-
aðareftirliti hafi verið ábótavant og
brjóti í bága við lög, innkauparegl-
ur, starfslýsingar og verkferla.
Ábyrgð og forsvar hafi ekki verið
nægjanleg. Skýrslan var kynnt í
borgarráði í gær en í henni kemur
einnig fram að farið hafi verið fram
úr samþykktum fjárheimildum og
þess hafi ekki verið gætt að sækja
um viðbótarfjármagn áður en stofn-
að var til kostnaðar. Tekið er fram
að „það er brot á sveitarstjórn-
arlögum og reglum borgarinnar“.
„Skýrslan er skýr og ábyrgð
borgarstjóra er staðfest. Lög voru
brotin bæði varðandi ólöglegar
greiðslur og sönnunargögnum eytt
ólöglega,“ segir Eyþór Arnalds,
oddviti Sjálfstæðisflokksins í
Reykjavík, um skýrsluna. „Þetta er
allavega áfellisdómur yfir utanum-
haldi um þetta verkefni,“ segir
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri,
spurður hvort skýrsla innri endur-
skoðunar sé á einhvern hátt áfell-
isdómur yfir störfum hans sem
borgarstjóra.
Vigdís Hauksdóttir, borgarfull-
trúi Miðflokksins, segir enn þörf á
því að óháðir aðilar rannsaki málið
auk þess að kalla eftir afsögn borg-
arstjóra í kjölfar skýrslunnar.
„Pólitíska ábyrgðin er sú að hann á
segja af sér eftir þessa skýrslu,“
segir Vigdís.
Sveitarstjórnarlög
brotin og eftirlit skorti
Úttekt innri endurskoðunar á bragganum er áfellisdómur
MKallar eftir afsögn »2
VR, Efling og Verkalýðsfélag
Akraness, VLFA, munu fara fram
saman í komandi kjaraviðræðum.
Félögin þrjú ætla að vísa kjaradeil-
um sínum sameiginlega til ríkis-
sáttasemjara í dag.Þessi ákvörðun
var tekin í kjölfar þess að síðar-
nefndu félögin tvö ákváðu að aftur-
kalla samningsumboð sitt frá Starfs-
greinasambandinu, SGS.
Vilhjálmur Birgisson, formaður
VLFA, segist eiga von á því að fleiri
félög innan SGS gangi inn í þetta
samstarf en geti ekki gefið upp á
þessum tímapunkti hvaða félög gæti
verið um að ræða.
Hann segir kröfugerð félaganna
sambærilega og að komið verði fram
með nýjar áherslur í viðræðunum.
Í gær var rætt við formenn eða
varaformenn allflestra félaga innan
SGS og sögðu þeir flestir að samn-
ingsumboð þeirra stéttarfélaga yrði
áfram hjá sambandinu. »4
Þriggja félaga
bandalag stofnað