Morgunblaðið - 21.12.2018, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 2018
Veður víða um heim 20.12., kl. 18.00
Reykjavík 1 léttskýjað
Hólar í Dýrafirði 2 súld
Akureyri -1 skýjað
Egilsstaðir 1 alskýjað
Vatnsskarðshólar 6 skýjað
Nuuk -1 alskýjað
Þórshöfn 6 alskýjað
Ósló 0 snjókoma
Kaupmannahöfn 3 þoka
Stokkhólmur 0 skýjað
Helsinki -4 þoka
Lúxemborg 5 skúrir
Brussel 8 skúrir
Dublin 7 skúrir
Glasgow 6 rigning
London 8 skúrir
París 9 skýjað
Amsterdam 8 skýjað
Hamborg 6 rigning
Berlín 3 léttskýjað
Vín -1 þoka
Moskva -11 snjókoma
Algarve 16 léttskýjað
Madríd 10 skýjað
Barcelona 15 heiðskírt
Mallorca 15 léttskýjað
Róm 12 léttskýjað
Aþena 10 léttskýjað
Winnipeg -12 snjókoma
Montreal -2 skýjað
New York 3 heiðskírt
Chicago 7 þoka
Orlando 19 rigning
21. desember Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 11:23 15:30
ÍSAFJÖRÐUR 12:10 14:53
SIGLUFJÖRÐUR 11:55 14:34
DJÚPIVOGUR 11:01 14:50
VEÐUR KL. 12 Í DAG
Á laugardag Hæg suðlæg eða breytileg átt og víða
léttskýjað, en skýjað við A-ströndina og NV-til.
Á sunnudag (Þorláksmessa) Vaxandi suðvestlæg
átt og slydda eða rigning á V-verðu landinu.
Norðaustlæg átt 3-8 m/s og dálítil rigning eða þokusúld á A-verðu landinu, skýjað NV-til, annars
víða léttskýjað. Hiti 0 til 5 stig, en vægt frost inn til landsins. Bætir í úrkomu A-lands og kólnar.
THE FUTURE IS EVERYONE’S
Kynntu þérOpel atvinnubíla á opel.is
eða hafðu samband við sölumann
í síma eða á opel@opel.is og fáðu
nánari upplýsingar
Sýningarsalir:
Krókháls 9, Reykjavík, 590 2000
Njarðarbraut 9, Reykjanesbæ, 420 3330
OPEL ATVINNUBÍLAR
ÁRAMÓTA
SPRENGJA!
Nýttu þér skattalegt hagræði ársins
sem er að líða
Nokkrir sendi- oghópferðabílar
á dúndur afslætti
hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða,
bæði til skemmri og lengri tíma.
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðis-
ráðherra mun gera ríkisstjórninni
grein fyrir stöðu mála þegar emb-
ætti landlæknis hefur lokið úttekt
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Vandi Landspítalans vegna álags á
bráðamóttöku er af þeirri stærðar-
gráðu að ekki verður lengur við un-
að, segir í áliti Ölmu D. Möller land-
læknis. Ástandið geti leitt til
óvæntra atvika og hættu á frekara
brottfalli starfsfólks. Landlæknir
hefur ekki lokið athugun sinni en í
minnisblaði hvetur hún ráðherra til
að grípa til úrræða til að leysa út-
skriftar- og mönnunarvanda Land-
spítalans. Alvarlegt ástand skapaðist
á bráðamóttöku Landspítalans
snemma í þessum mánuði og töldu
stjórnendur spítalans sig ekki geta
tryggt öryggi sjúklinga við þær að-
stæður.
Of mikið álag á starfsfólk
Sá tími sem sjúklingar þurfa að
bíða á bráðamóttökunni eftir að
leggjast inn á spítalann eykst stöð-
ugt. Hann er nú 23,3 klukkustundir á
móti 16,6 klukkustundum fyrir ári og
dæmi eru um að sjúklingar hafi þurft
að bíða innlagnar í 66 klst. Erlend
viðmið gera ráð fyrir að sjúklingur
dvelji ekki meira en sex stundir á
bráðamóttöku.
Landlæknir kemst að þeirri niður-
stöðu að álag á starfsfólk Landspít-
alans sé of mikið. Hver hjúkrunar-
fræðingur sinni of mörgum
sjúklingum og það auki hættuna á að
eitthvað fari úrskeiðis. Skráðum
slíkum tilvikum hafi fjölgað veru-
lega. Þá sé augljóst að friðhelgi
einkalífs sé ekki tryggð þegar sjúk-
lingar eru vistaðir á gangi. Þessi
vandamál skerði getu deildarinnar
til að takast á við hópslys.
Vandamálin eru að mati landlækn-
is aðallega tilkomin vegna þess að
ekki er hægt að útskrifa sjúklinga
sem lokið hafa meðferð vegna þess
að spítalann skortir úrræði og að
loka hefur þurft legurýmum vegna
skorts á hjúkrunarfræðingum.
Opnun heimila verði flýtt
Landlæknir leggur til að öldrun-
arheimilið á Seltjarnarnesi og
sjúkrahótel Landspítalans verði
opnuð sem fyrst. Heimahjúkrun og
heimaþjónusta verði efld. Ráðist
verði í nákvæma greiningu á þörf
fyrir hjúkrunarrými til lengri tíma,
heimahjúkrun og heimaþjónustu.
Mönnun verði efld, sérstaklega
sinni að fullu. Hún tekur fram í til-
kynningu ráðuneytisins að leiðir til
að bregðast við mönnunarvanda séu
til umfjöllunar hjá ráðherranefnd og
aðrar aðgerðir sem landlæknir til-
greindi séu í farvegi.
Verður ekki lengur við unað
Alvarleg staða á bráðamóttöku
200 manns leita til bráða-
móttöku Landspítalans
á dag að meðaltali
20 sjúklingar að meðaltali þurfa
innlögn á degi hverjum
23,3 klst. þurfa sjúklingar
að bíða að meðaltali á
bráðamóttökunni eftir
innlögn en biðtíminn
var 16,6 klst. fyrir ári
53 aldraðir einstak-lingar biðu á
bráðadeildum og endur-
hæfingu 10. desember
eftir hjúkrunarrýmum
39 rúm á legu-deildum voru
lokuð 13. desmeber
vegna skorts á hjúkr-
unarfræðingum
Lokuð legurými Skortur á úrræðum
Heimild: Minnis-
blað landlæknis76 sjúklingar hafa mest verið á bráðamóttökunni samtímis en pláss er fyrir 56 sjúklinga
105% er oftast nýtingar-
hlutfall legurýma og hefur
farið í 117% en æskilegt
viðmið fyrir bráðsjúkra-
hús er 85%
BRÁÐAMÓTTAKA
Alma D.
Möller
Svandís
Svavarsdóttir
Biðtími allt að 66 tímar Landlæknir telur að mikið álag á starfsfólk bráðamóttöku Landspítalans
geti leitt til óvæntra atvika og frekara brottfalls starfsfólks Ráðherra segir ýmsar aðgerðir í farvegi
Magnús Heimir Jónasson
Hjörtur J. Guðmundsson
Freyr Bjarnason
Samþykkt var á stjórnarfundi VR í
gærkvöldi að félagið myndi fara fram
með Eflingu og Verkalýðsfélagi
Akraness í kom-
andi kjaraviðræð-
um. Þessi ákvörð-
un var tekin í
kjölfar þess að
síðarnefndu félög-
in tvö ákváðu að
afturkalla samn-
ingsumboð sitt frá
Starfsgreinasam-
bandinu. Félögin
munu vísa kjara-
deilum sínum sameiginlega til ríkis-
sáttasemjara í dag. Vilhjálmur Birg-
isson, formaður Verkalýðsfélags
Akraness, VLFA, segir að þetta sam-
starf félaganna þriggja hafi þegar
farið í gegnum formlegt ferli innan
félagsins og segist eiga von á því að
fleiri félög gangi inn í þetta samstarf.
„Já, ég á von á að það muni gerast,
en það tekur bara tíma. Þetta er að
gerast núna og stjórnir félaganna
eiga eftir að koma saman,“ sagði Vil-
hjálmur í samtali við Morgunblaðið í
gærkvöldi
Hann sagðist ekki geta gefið upp á
þessum tímapunkti um hvaða félög
væri að ræða.
Spurður hvaða áherslur þetta nýja
bandalag myndi setja á oddinn sagði
Vilhjálmur að kröfugerð VLFA og
VR væri í öllum meginatriðum með
sambærilegum hætti. „Aðalmálið hjá
okkur er fyrst og fremst að koma
með nýjar áherslur sem eru fólgnar í
því að fylgja kröfunum eftir. Það hef-
ur ekki gerst áður að kjaradeilum
hefur verið vísað fyrir áramót eins og
gerist núna. Yfirleitt hefur það dreg-
ist í alllangan tíma að tala saman áður
en menn hafa tekið ákvörðun um
slíkt, en það er rétt að minna á að ef
kjaraviðræður dragast í einn mánuð
getur það haft þær afleiðingar að
launafólk verður af allt að fjórum
milljörðum.“
Í gær var rætt við formenn eða
varaformenn allra félaga innan
Starfsgreinasambandsins. Aðal-
steinn Á. Baldursson, formaður
Framsýnar á Húsavík, sagði að í
skoðun væri hvort félagið myndi aft-
urkalla samningsumboð sitt frá SGS.
Arnar G. Hjaltalín, formaður Dríf-
anda í Vestmannaeyjum, sagði að
eitthvað mikið þyrfti að gerast til
þess að félagið afturkallaði samnings-
umboð sitt og Hjördís Þ. Sigurþórs-
dóttir, formaður AFL starfsgreina-
félags, sagði að félagið hefði ekki
annað í hyggju en að taka áfram þátt í
kjaraviðræðum í samfloti við SGS.
Sumir hafa ekki tekið afstöðu
Kolbeinn Gunnarsson, formaður
Verkalýðsfélagsins Hlífar í Hafnar-
firði, sagði að félagið hefði ekki áform
um að afturkalla samningsumboð sitt
og í sama streng tóku Guðmundur
Finnbogason, formaður Samstöðu í
Húnavatnssýslu, og Signý Jóhannes-
dóttir, formaður Stéttarfélags Vest-
urlands.
Hörður Guðbrandsson, formaður
Verkalýðsfélags Grindavíkur, sagði
að eftir væri að fara yfir málið. Þór-
arinn Sverrisson, formaður Öldunnar
í Skagafirði, sagði sitt félag ekki
hugsa sér til hreyfings. Örn Bragi
Tryggvason, varaformaður Bárunn-
ar, sagði að forysta félagsins ætlaði
að funda um stöðu mála í dag. Eining-
Iðja hefur ekki í hyggju að afturkalla
samningsumboð sitt en formaður fé-
lagsins, Björn Snæbjörnsson, er for-
maður Starfsgreinasambandsins.
Kristján Gunnarsson, formaður
Verkalýðs- og sjómannafélags Kefla-
víkur og nágrennis, segir að félagið
hafi fyrst verið á þeirri skoðun að vísa
deilunni strax til ríkissáttasemjara.
Formaður Verkalýðs- og sjó-
mannafélags Sandgerðis, Magnús S.
Magnússon, segir að ekki hafi verið
tekin afstaða til málsins. Formenn
Verkalýðsfélaga Snæfellinga, Suður-
lands og Vestfirðinga eru sammála
um að draga umboðið ekki til baka
frá SGS. Hvorki náðist í formenn
Verkalýðs- og sjómannafélags Bol-
ungarvíkur né Verkalýðsfélags Þórs-
hafnar.
VR, Efling og VLFA fara fram saman
Félögin þrjú hyggjast vísa kjaradeilum sínum sameiginlega til ríkissáttasemjara í dag Vilhjálmur
Birgisson, formaður VLFA, segir líklegt að fleiri aðildarfélög Starfsgreinasambandsins bætist í hópinn
Vilhjálmur
Birgisson
„Það staðfestir það sem við
höfum verið að segja lengi; of
mikið álag er á spítalanum og
brýnt að bregðast við,“ segir
Páll Matthíasson, forstjóri
Landspítalans.
Hann telur að ábendingar
Landlæknis séu réttar. Mikil-
vægt sé að finna hjúkrunar-
rými sem fyrst og styðja önnur
skref sem gætu fjölgað sjúkra-
rúmum og bætt heimaþjón-
ustu. Þá sé nauðsynlegt að
fjölga hjúkrunarfræðingum og
sjúkraliðum. „Við getum tekið
undir mikilvægi þessara atriða
og höfum verið í góðu samtali
við heilbrigðisráðuneytið um
þau,“ segir Páll og segist
skynja vilja ráðuneytis til að
bregðast við.
Hann segir það síðan lang-
tímaverkefni að bregðast við
auknu álagi vegna fjölgunar
þjóðarinnar og þess að fleiri
þurfi að nýta þjónustu spít-
alans.
Brýnt að
bregðast við
FORSTJÓRI LANDSPÍTALA