Morgunblaðið - 21.12.2018, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 21.12.2018, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 2018 Andrés Magnússon, fjölmiðlarýn-ir Viðskiptablaðsins, gagn- rýnir fúsk fréttastofu Ríkisútvarps- ins í pistli í gær. Hann víkur að meðferð Rúv. á veitingastaðnum Sjanghæ á Akureyri, en sá staður hefur farið fram á bætur og afsök- unarbeiðni frá Rúv. vegna rangrar og skaðlegrar umfjöll- unar um staðinn í fyrra.    Um þetta segirAndrés meðal annars: „Þrátt fyrir að sæta miklu ámæli fyrir fréttaflutninginn, sem bakaði Rositu og veitingastaðnum mikið tjón og álitshnekki, baðst fréttastofan ekki afsökunar á frétt- inni, hvað þá að hún væri leiðrétt, eins og þó er áskilið í siðareglum fréttastofunnar.“    Og hann lýkur umfjölluninni áþessum orðum: „Það kæmi því ekki á óvart ef Ríkisútvarpið greiddi bæturnar frekar en að eyða tíma og fjármunum við vonlausa vörn í réttarsölum. En gagnvart áhorfendum er fréttin enn óleið- rétt, sem er verra, hvað sem líður mögulegri afsökunarbeiðni. Og fari það þannig, rétt eins og í máli Spartakusar í fyrrahaust, þá virð- ast það vera orðin viðtekin vinnu- brögð hjá RÚV að segja rangar fréttir og borga bætur fyrir, án þess þó að leiðrétta þær fyrir áhorf- endum, sem í þokkabót eru þeir sömu og þurfa á endanum að borga fyrir þetta fúsk.“    Ríkisútvarpið sýnir ítrekað aðþað nálgast fréttaflutning af miklum hroka. Ekki síst þegar því verður á.    Hvernig er hægt að réttlæta aðneyða skattgreiðendur til að borga fyrir slík vinnubrögð? Andrés Magnússon Aftur bætur án leiðréttingar? STAKSTEINAR Vegagerðin hefur boðið út viðbót- ardýpkun í Landeyjahöfn í febrúar næstkomandi. Tilgangurinn er að reyna að fá annan verktaka til að dýpka með Björgun hf. í vetur þannig að hægt sé að flýta opnun hafnarinnar. Vegagerðin samdi við Björgun um dýpkun í og við Landeyjahöfn næstu þrjú árin. Ætlunin er að dæla upp 300 þúsund rúmmetrum á ári, aðallega á vorin. Er það minni dýpkun en þurft hefur að ráðast í undanfarin ár. Ástæðan er sú að gert er ráð fyrir því að hægt verði að halda dýpi hafnarinnar sjálfrar nægjanlegu fyrir nýju ferj- una, með dýpkunarbúnaði í landi. Vegagerðin hefur nú boðið út 100 þúsund rúmmetra dýpkun til við- bótar sem ætlunin er að verið unn- ið að í febrúar. Samkvæmt upplýsingum G. Pét- urs Matthíassonar, upplýsingafull- trúa Vegagerðarinnar, þarf að auka afkastagetuna við upphaf vordýpk- unar. Með því að vera með fleiri dýpkunarskip en Björgun ræður yfir náist nægjanlegt dýpi fyrr, það er að segja ef aðstæður leyfa. Eftir að dýpið er komið minnkar þörfin verulega fyrir afkastagetu skip- anna og auðveldara fyrir Björgun að viðhalda nægu dýpi. Áður hefur verið unnið að dýpkun með þessum hætti, samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar. helgi@mbl.is Reynt að hraða opnun Landeyjahafnar  Vegagerðin býður út viðbótardýpk- un í vetur  Vilja bæta við verktaka Morgunblaðið/Styrmir Kári Landeyjahöfn Unnið að dýpkun. Færeyska lögþingið hefur veitt utan- ríkisráðherra landsins heimild til þess að segja upp Hoyvíkursamningnum, fríverslunarsamningi milli Íslands og Færeyja. Í upphafi þessa árs tóku gildi ný fiskveiðilög í Færeyjum þar sem lagt er bann við erlendri eignaraðild í færeyskum sjávarútvegsfyrirtækjum en áður máttu erlendir aðilar fara með allt að þriðjung hlutafjár. Samherji á 30% hlut í Framherja í Fuglafirði. „Það kemur okkur á óvart að þeir skuli segja upp þessu samkomulagi,“ segir Kristján Vilhelmsson, útgerðar- stjóri Samherja. „Við erum vonsviknir með þessa niðurstöðu, en það eru sex ár til stefnu,“ segir Kristján en að óbreyttu mun Samherji þurfa að selja hlut sinn í Framherja fyrir 1. janúar 2025 þegar bannið verður að fullu gengið í gildi. Þá gerir hann ráð fyrir að selja þurfi hlut Samherja í frysti- geymslunni Bergfrosti gangi áform Færeyinga eftir. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- ráðherra segir skýrt af hálfu íslenskra stjórnvalda að Færeyingar eigi rétt á að haga fiskveiðilöggjöf sinni eins og hentar þeim best. „En við verðum líka að líta til þess að þarna hafa íslenskir aðilar fjárfest og starfað í góðri trú í langan tíma. Við þurfum að gæta hags- muna Íslendinga þarna sem og annars staðar,“ segir Guðlaugur. „Samningur- inn fellur að öðru óbreyttu úr gildi í ársbyrjun 2020. Ég tel mikilvægt að nýta þann tíma sem við höfum þangað til til að leysa úr málum.“ ash@mbl.is Hoyvíkursamn- ingnum sagt upp  Lokað á íslenskt eignarhald í sjávarútvegi PFAFF • Grensásvegi 13 • Sími: 414 0400 • www.pfaff.is HeIlSa ÍJÓLaPaKkAnN HITAPÚÐAR, HITATEPPI OG NUDDTÆKI Í MIKLU ÚRVALI Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Kristján Andri Stefánsson, sendi- herra og fastafulltrúi Íslands gagn- vart UNESCO, tók í gær, fyrstur Ís- lendinga, við sem formaður hins svokallaða vestræna ríkjahóps hjá UNESCO (ríkjahóps 1). Ísland tók við formennskunni af Bretum. Í ríkjahópnum eru ríki Vestur- Evrópu og Norður-Ameríku. Í for- mennskunni felst auk fundarstjórn- ar að samhæfa afstöðu hópsins, miðla málum og koma fram fyrir hönd hans út á við, bæði gagnvart öðrum ríkjahópum og UNESCO. Formennskan er liður í virkari þátttöku Íslands í starfsemi stofnun- arinnar í aðdraganda framkvæmda- stjórnarkjörs UNESCO árið 2021, þegar Ísland verður í framboði. Einnig er unnið að því að auka sam- starf við stofnunina á sviði þróunar- samvinnu. Kristján Andri í formennsku hjá UNESCO

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.