Morgunblaðið - 21.12.2018, Page 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 2018
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Gróska er í byggingariðnaði á
Hellu og í öllu sveitarfélaginu
Rangárþingi ytra. Þannig eru 49
íbúðir í byggingu í sveitarfélaginu,
þar af um 30 á Hellu. Ágúst Sig-
urðsson sveitarstjóri segir að veðr-
áttan í vetur hafi hjálpað til og enn
sé unnið á fullu í gatnagerð og við
húsbyggingar.
Rangárþing ytra seldi gamalt
fjölbýlishús með 8 félagslegum
íbúðum sem innréttaðar höfðu ver-
ið í húsi Kaupfélagsins Þórs og er í
staðinn að kaupa nýjar íbúðir í rað-
húsum. Þar eru minni íbúðir en al-
gengast hefur verið á Hellu. Keypt
er ein íbúð í sex raðhúsum. Hluti
íbúðanna verður leigður út sem fé-
lagslegar íbúðir.
„Hér var orðin uppsöfnuð þörf
fyrir nýjar íbúðir, hrein húsnæðis-
ekla síðasta árið. Okkur hefur
fjölgað um 100 manns á rúmu ári,“
segir Ágúst. Hann segir að aukin
umsvif í ferðaþjónustunni og upp-
bygging í kringum hana hafi mikil
áhrif en einnig sé mikil atvinna hjá
fyrirtækjum í matvælavinnslu.
„Það var kominn tími á fram-
kvæmdir, sérstaklega vantaði
minni íbúðir. Við höfum flest búið í
einbýlishúsum en lítið verið um fjöl-
býlishús. Núna eru að bætast við
raðhús með minni einingum,“ segir
Ágúst.
Hann segir gott að sveitarfélagið
hafi getað stuðlað að því með þess-
um hætti að koma framkvæmdum
af stað. Auk þess eru einstaklingar
að byggja einbýlishús.
Flest húsanna eru í nýju íbúða-
hverfi, Ölduhverfi, sem er austast á
Hellu, rétt við flugvöllinn. Þar átti
sveitarfélagið lóðir með tilbúnum
götum en hefur einnig þurft að
undirbúa nýjar götur með tilheyr-
andi lögnum og gatnagerð. Ágúst
segir að veðráttan í vetur hafi
hjálpað mikið til og séu fram-
kvæmdir á undan áætlun af þeim
sökum.
Ljósmynd/Ágúst Sigurðsson
Hella Unnið að gatnagerð og húsbyggingum. Veðrið hjálpar mjög til.
Kaupa eina íbúð
í sex raðhúsum
30 íbúðir eru í byggingu á Hellu
Laugavegi 178 | 105 Reykjavík | Sími 551 3366 | Opið virka daga kl. 10-18, laugardaga kl. 10-14
Misty
Dekraðu
við línurnar
BH 10.90
Buxur 3.9
Opið lau. 22. des. kl. 10-20
og sun. 23. des kl. 13-18
Bláu húsin Faxafeni ◊ S. 588 4499 ◊ Opið mán.-fös. 11-18, lau. 11-16 ◊ www.mostc.is
Mikið úrval af íslenskri
hönnun á frábæru verði!
Ponsjo
Verð 8.990
Kjóll - íslensk hönnun
Verð 9.990
Gleðilegjól
Tryggvagötu 18 - 552 0160
Gjöfin
sem vermir
Söfnum í neyðarmatar-
sjóð fyrir jólin til matarkaupa
hjá Fjölskylduhjálp Íslands
fyrir þá fjölmörgu sem lægstu
framfærsluna hafa.
Þeim sem geta lagt okkur lið
er bent á bankareikning
0546-26-6609,
kt. 660903-2590.
Fjölskylduhjálp Íslands, Iðufelli 14 Breiðholti
og Baldursgötu 14 í Reykjanesbæ.
Neyðarsöfnun í matarsjóðinn
fyrir jólin
Guð blessi ykkur öll
Samningaviðræðum EFTA-ríkjanna
innan EES; Íslands, Noregs og Liech-
tenstein, við Bretland vegna útgöngu
Bretlands úr Evrópusambandinu og
Evrópska efnahagssvæðinu er lokið og
voru drög að samningnum birt í gær. Í
samningnum er leyst úr útgöngumál-
um sem við eiga með sambærilegum
hætti og á milli Bretlands og Evrópu-
sambandsins. Þar sem samningurinn
byggist á útgöngusamningi Bretlands
úr ESB verður hann eingöngu undir-
ritaður ef útgöngusamningurinn nær
endanlega fram að ganga.
„Eins og allir vita hefur þetta mál
verið í forgangi hjá okkur frá því að
niðurstaðan lá fyrir,“ segir Guðlaugur
Þór Þórðarson ut-
anríkisráðherra.
„Gangi útgöngu-
samningurinn eftir
munu borgarar og
fyrirtæki okkar
ekki hafa lakari
stöðu en þeir sem
koma frá ESB-
ríkjum varðandi
þá útgönguskil-
mála sem tengjast
okkur og skipta máli,“ segir Guðlaug-
ur.
Hann nefnir meðal annars að Ís-
lendingar sem búa í Bretlandi eða
flytja þangað fyrir lok bráðabirgða-
tímabilsins geti verið þar áfram og
réttindi þeirra verði í öllum grundvall-
aratriðum óbreytt.
Utanríkisráðherra segir að Íslend-
ingar búi sig þó áfram undir fleiri
sviðsmyndir, t.a.m. ef Bretland gangi
úr Evrópusambandinu án samnings.
„Við leggjum okkur fram við að
tryggja réttindi borgara, vöruviðskipti,
flug og ýmsa aðra þætti sem tengjast
íslenskum hagsmunum,“ segir Guð-
laugur en hann segir pólitískt sam-
komulag ríkja milli Íslands og Bret-
lands um réttindi borgara til
áframhaldandi búsetu eftir útgöngu,
þótt Brexit verði án samnings.
ash@mbl.is
Drög að samningi við Breta kynnt
Guðlaugur Þór
Þórðarson
Starfshópur endur-
skoðar kosningalög
Forseti Alþingis hefur skipað
starfshóp um endurskoðun kosn-
ingalaga. Á hópurinn m.a. að skoða
breytingar með tilliti til hag-
kvæmni og skilvirkni og skoða
kosti þess að setja heildarlöggjöf
um framkvæmd allra almennra
kosninga. Þá á hópurinn einnig að
skoða kosti rafrænnar kjörskrár.
Bryndís Hlöðversdóttir ríkis-
sáttasemjari er formaður hópsins,
sem á að skila af sér 1. des. 2019.