Morgunblaðið - 21.12.2018, Síða 16

Morgunblaðið - 21.12.2018, Síða 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 2018 FOSSBERG Dugguvogi 6 • 104 Reykjavík • www.fossberg.is • 5757600 SOUND LED S Ljóskastari og Bluetooth hátalari Vatnsheldur hátalari með segulfestingu Opið í dag kl. 8-17 Aðfangadag kl. 10-12 Opnum aftur 27. des. kl. 10 Verð 12.995 kr. 21. desember 2018 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 121.62 122.2 121.91 Sterlingspund 153.78 154.52 154.15 Kanadadalur 90.24 90.76 90.5 Dönsk króna 18.558 18.666 18.612 Norsk króna 13.96 14.042 14.001 Sænsk króna 13.417 13.495 13.456 Svissn. franki 122.46 123.14 122.8 Japanskt jen 1.0818 1.0882 1.085 SDR 168.41 169.41 168.91 Evra 138.61 139.39 139.0 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 169.3184 Hrávöruverð Gull 1248.6 ($/únsa) Ál 1939.0 ($/tonn) LME Hráolía 56.51 ($/fatið) Brent Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Ásdís Ýr Péturs- dóttir hefur verið ráðin upplýsinga- fulltrúi Icelandair Group. Ekki fékkst uppgefið hversu margir sóttu um starfið, þegar eftir því var leitað. Ásdís hefur 15 ára reynslu á sviði samskipta- og kynningarmála, bæði á Íslandi sem og á alþjóðavettvangi. Undanfarin misseri hefur hún starfað við ráðgjöf en hún var sviðsstjóri samskipta- sviðs Actavis á Íslandi á árunum 2013 til 2017. Þá var hún verkefnastjóri og síðar forstöðumaður samskiptasviðs Bakkavör Group frá 2005-2011. Áður starfaði Ásdís við markaðs- og kynningarmál hjá Há- skólanum í Reykjavík og alþjóðlegu tæknifyrirtæki í Bretlandi. Áslaug er með BA-próf í almannatengslafræðum frá Mount Vincent University í Kanada. peturhreins@mbl.is Ásdís Ýr ráðin upplýs- ingafulltrúi Icelandair Icelandair Ráðin upplýsingafulltrúi. STUTT BAKSVIÐ Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Vísitala neysluverðs í desember hækkaði um 0,74% frá fyrri mánuði samkvæmt nýjum tölum Hagstof- unnar. Tólf mánaða verðbólga mælist nú 3,7% og hefur ekki verið meiri í fimm ár, eða síðan í desember árið 2013 þegar hún mældist 4,2%. Gunnar Bjarni Viðarsson, sér- fræðingur í greiningardeild Arion banka, segir að hækkunin sé svipuð og bankinn hafi spáð. Enginn liður í mælingunni komi sérstaklega á óvart. „Fasteignaliðurinn er ívið sterkari en við gerðum ráð fyrir,“ segir Gunnar, en bætir við að tölurn- ar sem byggt er á séu aðeins „eftir á“ eins og hann orðar það. „Hagstofan notar meðaltal kaupsamninga síð- ustu þriggja mánaða í sínum útreikn- ingum. Eins og sést t.d. á lána- reiknivélum bankanna hafa kjörin á viðbótarhúsnæðislánum verið að herðast og tímalengdin að styttast. Þá lána sumir bankar bara viðbótar- lánin óverðtryggð, sem þýðir að greiðslubyrði verður meiri. Þá eru mörg vinsælustu lánin af þessari teg- und ekki lengur jafngreiðslulán, heldur er byrjað að bjóða í staðinn fastar afborganir höfuðstóls, sem enn herðir á og eykur greiðslubyrði,“ segir Gunnar. Hann bætir við að þetta gæti dregið úr hækkunum á fasteignamarkaði, þó að útlánatölur sem Seðlabankinn birtir séu ekki farnar að staðfesta þann grun. Flugfargjöld ganga til baka Jón Bjarki Bentsson, aðalhag- fræðingur Íslandsbanka, segir í sam- tali við Morgunblaðið að stærstu liðirnir í vísitölumælingunni, sem oft hafi mestu skammtímaáhrifin, hafi þróast í sama takti og Íslandsbanki vænti. „Það er vissulega veruleg hækkun á flugfargjöldum, en hún er árviss, og mestar líkur á að stærstur hluti hennar komi til baka í janúar og febrúar.“ Jón býst ekki við neinum stórkost- legum breytingum á vísitölu neyslu- verðs á næstu mánuðum eins og hann orðar það, eða svo lengi sem krónan veikist ekki aftur, en hún hafi verið að styrkjast síðustu daga. „Horfurn- ar næstu mánuði eru þokkalegar. Við erum með lækkandi eldsneytisverð, sem er farið að skila sér á dælurnar hér innanlands, og hækkun íbúðar- verðs er bara 0,2%, sem er mun hæg- ari hækkun en að jafnaði síðustu þrjá mánuði á undan,“ Hann bætir við að þegar fari að hægja á vextinum í hagkerfinu muni það segja til sín í minni verðbólgu- þrýstingi. „Helsta hækkunaróvissan næstu misserin snýr að því hvernig kjarasamningar lenda.“ Jón segir að ekki sé hægt að úti- loka vaxtahækkun hjá Seðlabankan- um í febrúar næstkomandi. „Það verður hægt að segja meira til um það þegar við sjáum fundargerð vaxtaákvörðunarnefndar í næstu viku. Þá sést á hvaða grundvelli um- ræðan var á vaxtaákvörðunarfundin- um.“ Tólf mánaða verðbólga mælist sú mesta í fimm ár Morgunblaðið/Árni Sæberg Verslun Matur og drykkjarvörur hækkuðu um 1% í nóvember og höfðu 0,11% áhrif á vísitölu neysluverðs. Verðbólga » Vísitala neysluverðs án hús- næðis hækkar um 0,94% milli mánaða. » Flugfargjöld til útlanda hækkuðu um 25,1% » Verð á bensíni og olíum lækkaði um 3,2% » Síðastliðna tólf mánuði hef- ur vísitala neysluverðs hækkað um 3,7% en vísitalan án hús- næðis hefur hækkað um 2,7%  Arion gerði ráð fyrir sterkari fasteignalið  Þokkalegar horfur næstu mánuði Í dag verða fyrstu grænu sjálfbæru skuldabréfin svokölluðu tekin til skráningar í Kauphöll Íslands, en það er Reykjavíkurborg sem það gerir. Í tilkynningu frá Kauphöllinni seg- ir að skuldabréfið sé verðtryggt til 30 ára. Það hafi verið gefið út hinn 17. desember sl. eftir að 4,1 milljarður að nafnvirði var seldur í lokuðu útboði með þátttöku 15 fagfjárfesta. Í tilkynningu Kauphallarinnar seg- ir að tilgangur með útgáfu skulda- bréfsins sé að fjármagna græn fjár- festingarverkefni Reykjavíkurborgar í samræmi við Grænan ramma borg- arinnar (e. Green Bond Framework). „Einungis má fjármagna með græn- um skuldabréfum borgarinnar þau verkefni sem uppfylla strangar kröf- ur Græna rammans,“ segir í tilkynn- ingunni. Sem dæmi um fjárfestingar sem gætu fallið undir Græna ramm- ann eru gerð göngu- og hjólastíga, innleiðing á led-ljósum fyrir götulýs- ingu og hleðslustöðvar fyrir raf- magnsbíla. „Þetta er mikilvægur áfangi fyrir Reykjavík,“ segir Dagur B. Eggerts- son, borgarstjóri Reykjavíkur, í til- kynningunni. „Markmið okkar er að styrkja sífellt stöðu okkar sem græn borg sem verður kolefnishlutlaus fyr- ir árið 2040. Við samþykktum Græna rammann sem fær hæstu einkunn samkvæmt mati CICERO (Center for International Climate Research), eða dökkgrænn (Dark Green), ásamt öllum verkefnum innan hans. Einnig er litið sérstaklega til stjórnsýslulegs fyrirkomulags sem fær einnig hæstu einkunn eða framúrskarandi (excel- lent). Að auki er ég ánægður með þann mikla áhuga sem við höfum fengið frá fjárfestum. Þetta er mjög góð byrjun á verkefninu og þeirri við- leitni okkar að verða sjálfbær borg,“ segir Dagur. tobj@mbl.is Kauphöll Grænu skuldabréfin fengu mikinn áhuga frá fjárfestum. Fyrstu grænu bréfin skráð í dag  Stígar og led- ljós mögulegar fjárfestingar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.