Morgunblaðið - 21.12.2018, Page 19

Morgunblaðið - 21.12.2018, Page 19
19 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 2018 Jólaklipping Mótorhjólakapparnir sem tilheyra Víkingunum fóru í sína árlega jólaklippingu hjá Ævari Österby sem fékk sér smók á meðan hann töfraði fram mjög svo frumlega klippingu. Árni Sæberg Það bar svo við á ár- unum 1998-2008 að haldið var eitt dýrasta og áhrifamesta nám- skeið í veröldinni á sviði reksturs fjár- málafyrirtækja. Fram- an af var námskeiðið fremur lágstemmt, fyrst og fremst voru æfingar í uppbyggingu kaupaukakerfa en síð- an yrðu markmið mun mælanlegri. Það voru hin mælanlegu markmið um stærð og vöxt. Umbúðirnar snerust einnig um óskeikulleika for- stjóra fjármálafyrirtækja. Forstjór- arnir voru almáttugir og ósnertan- legir. Þeir höfðu jafnframt vald til að ákvaða hvaða skoðanir voru þóknanlegar í samfélaginu. Með því að úthluta gæðum til sérvalinna, til að gera þá sér háða, hvort heldur um var að ræða stofnanir, skólar eða kirkjudeildir, úthlutuðu for- stjórarnir gæðum, ekki úr sínum vasa, heldur úr sameign hluthaf- anna. Snilldin var slík að æðstu menn þjóðarinnar töldu að hin nýja snilli yrði kennsluefni í viðskiptaháskól- um framtíðarinnar. Vissulega varð hin nýja „snilld“ kennsluefni. Ekki aðeins í viðskipta- háskólum heldur í lagadeildum há- skóla, þar er fjallað um á hvern hátt rekstur fjármálafyrirtækja á ekki að vera. Kerfishrun og umbætur Frá því fjármálakerfi á Íslandi, að undanskildu kerfi lífeyrissjóða, hrundi hafa verið gerðar 37 breyt- ingar og viðaukar á lögum um fjár- málafyrirtæki. Þær breytingar, sem mestum deilum hafa valdið eru breytingar á ákvæðum um kaup- auka. Af þeim deilum mætti ætla að fjármálafyrirtæki væru til fyrir starfs- fólk en ekki fyrir við- skiptavini, það er fyrir þjóðina. Á flestan veg er það svo að regluverk fjár- málafyrirtækja á Ís- landi er ekki lakara en í öðrum Evrópu- löndum. Það er al- gengur misskilningur að íslenskur fjármála- markaður hafi verið af- regluvæddur á einka- væðingarárunum. Svo var alls ekki. Regluverkið var mun meira en á þeim árum þegar íslenska ríkið átti mestallt fjármálakerfið, að lífeyris- sjóðum undanskildum. Lífeyris- sjóðir eru sameign sjóðsfélaga. Þá eign skal umgangast af virðingu. Hvít bók Auðvitað er gagnlegt og gott að rannsaka gaumgæfilega hvert skuli stefna. Grundvallarspurningin hlýt- ur ávallt að vera hvers konar fjár- málaþjónustu þurfa þegnar og fyrirtæki þessa lands. Fyrsta forsendan er sú að ráða- menn geri sér grein fyrir því að fjármálaþjónusta er ekki ein og sér uppspretta efnislegra gæða. Þannig er skattur á skuldir fjármálafyrir- tækja, eins og núverandi banka- skattur, tilfinnanlegur, en ekki fyrir fjármálafyrirtækin, því fjármála- fyrirtæki greiða ekki sértæka skatta. Það eru viðskiptavinir fjár- málafyrirtækja, sem greiða skatta á fjármálafyrirtæki. Þannig er 0, 376% skattur á fjár- málafyrirtæki skattur á lántak- endur. Það sést vel á lánskjörum banka en lífeyrissjóðir eru und- anþegnir þessum skatti og skekkir það samkeppnisstöðuna milli banka og lífeyrissjóða. Önnur forsenda er sú að fjár- málafyrirtæki skulu rekin á siðræn- um grunni. Fólk og fyrirtæki þurfa fjármálastofnanir, sem miðla greiðslum og fjármunum í nútíma og á milli tímabila með skilvirkum, öruggum og hagkvæmum hætti. Umbreyting fjármuna úr einu formi í annað, að gerð eða formi, skal vera gert með skilvirkni og öryggi. Hver á að eiga fjármála- fyrirtæki á Íslandi? Eitt sinn þótti eðlilegt að ríkis- sjóður ræki verslun með einkarétti á sölu útvarpstækja, Viðtækjaversl- un ríkisins. Svo kom í ljós að slík verslun var gagnslaus ef ekki skað- leg. Á sama veg þótti eðlilegt að ríkissjóður seldi eign sína í fjár- málafyrirtækjum. Hinir stórir kaupendur í þeirri sölu reyndust áhættusæknir glæframenn, voru ógæfufólk og misindisfólk. Þeir voru kallaðir „kjölfestufjárfestar“. Hinir minni spámenn í þeim við- skiptum áttu að tryggja „dreift“ eignarhald. Það kemur skilmerki- lega fram í viðauka með hvítbók, að réttarstaða í „dreifðu“ eignarhaldi er algerlega óljós, ef undan eru skilin ákvæði hlutafélagalaga um jafnræði hluthafa. Vernd „dreifðrar eignaraðildar“ Hin „dreifða eignaraðild“ hefur enga vernd fyrir hinum stóru. Það hefur verið staðfest með dómi Hæstaréttar að hluthafinn á aðeins hlutabréfið sitt en ekki hlutdeild í óskiptri sameign hlutafélagsins, sbr. dóm nr. 228/2009. Ef í nauðir rekur, við þrot fjármálafyrirtækja, starfa skilanefndir fjármálafyrir- tækja eingöngu fyrir kröfuhafa en ekki fyrir þá hluthafa, sem tældir voru að borðum með glæsimyndum. Hinir stóru „kjölfestufjárfestar“, sem í mörgum tilfellum greiddu ekki fyrir „eign“ sína náðu að hirða út úr sameign hlutfélagsins tugi milljarða með æfingum í markaðs- misnotkun. Lífeyrissjóðir hafa enga tilraun gert til að endurheimta það sem frá þeim var tekið. Hin „dreifða eignaraðild“ þarf að sækja upplýsingar með töngum og ærnum tilkostnaði til slitastjórna, með aðkomu dómstóla. Þegar upp- lýsingar eru loksins komnar fram segja svo dómstólar: „nei því miður, málið er of seint fram komið, allar kröfur í málinu eru fyrndar“ og málum vísað frá dómi. Misindis- mennirnir hlæja að öllu saman og komast verndaðir frá glæpum sín- um. Hví vilja engir eiga og reka fjármálafyrirtæki á Íslandi? Greinarhöfundur hefur nokkrum sinnum spurt þessarar spurningar. Bæði með beinum hætti og ekki síð- ur óbeinum hætti, með því að spyrja erlenda bankastjóra. Svörin eru alltaf á sömu lund: Við höfum þau viðskipti sem við viljum hafa. Viðskipti við einstaklinga á Íslandi eru ekki eftirsóknarverð. Viðskipti við fyrirtæki er auðvelt að eiga þvert á landamæri. Starfstöð er dýrari heldur en heimsóknir banka- manna. Haft var eftir kunnum ís- lenskum bankamanni fyrir nokkr- um árum að það væri sérstakur smekkur erlendra banka ef þeir hefðu áhuga á kaupum á íslenskum banka. Ekki bætir úr skák hug- myndaflug löggjafans í skattlagn- ingu, sem er aflaðandi og fráhrind- andi en ekki aðlaðandi og eftir- sóknarvert fyrir eignarhald. Þannig er skattlagning rauntekna af fjár- eignatekjum hjá fjármálafyrir- tækjum vel yfir skattlagningu launatekna. Skattlagningin er í raun innbyggður hvati til eyðslu. Hver er vilji landsmanna? Svo virðist sem tortryggni gæti hjá landsmönnum gagnvart erlendu eignahaldi á bönkum og ekki sé til vinsælda fallið fyrir stjórnmála- menn að beita sér fyrir sölu á bönk- um. Þó er það svo að ekki er glæp- ur fyrir einstaklinga að eiga í bankaviðskiptum utanlands, jafnvel aflands, ef rétt er frá greint. Það getur jafnvel dregið úr áhættu að landsbúinn eigi eignir utanlands. Hvað um lífeyrissjóðina, eiga þeir að varðveita eftirlaun landsmanna í einni íslenskri kerfisáhættu? Þá kann að koma annað vandamál en það er fjármögnun íslenska íbúða- lánakerfisins. Það er að stærstum hluta fjármagnað af íslenskum líf- eyrissjóðum. Er það vilji landsbúans að líf- eyrissjóðir eigi mestan hluta hluta- félaga á verðbréfamarkaði? Því er þannig varið núna. Lífeyrissjóðir hafa takmarkaðan áhuga á að eiga íslensk fjármálafyrirtæki. Traust Ef lýsa á fjármálakerfi með einu orði, þá kemur fyrst í hug orðið traust. Traust verður ekki selt, auð- velt er að glata því en lengri tíma tekur að ávinna sér það á ný. Spurningin er hvort tillögur hvít- bókar um sölu íslenskra fjármála- fyrirtækja standa undir því stóra orði, sem traust er. Það er alveg morgunljóst að traust fjármálakerfi er forsenda velmegunar og menn- ingar. Og gleðileg jól! Eftir Vilhjálm Bjarnason »Ekki bætir úr skák hugmyndaflug lög- gjafans í skattlagningu, sem er aflaðandi og frá- hrindandi en ekki aðlað- andi og eftirsóknarvert fyrir eignarhald. Vilhjálmur Bjarnason Höfundur var alþingismaður. Enn er spurt: Hvers konar fjármálafyrirtæki?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.