Morgunblaðið - 21.12.2018, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 21.12.2018, Blaðsíða 20
20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 2018 DRAUMAEIGN Á SPÁNI Nánar á www.spanareignir.is ÞÚ ERT Í ÖRUGGUMHÖNDUMHJÁ OKKUR Aðalheiður Karlsdóttir Löggiltur fasteignasali adalheidur@spanareignir.is Sími 893 2495 Ármúla 4-6, Reykjavík Karl Bernburg Viðskiptafræðingur karl@spanareignir.is Sími 777 4277 Ármúla 4-6, Reykjavík FLOTTAR EIGNIR - GÓÐAR STAÐSETNINGAR FJÖLBREYTT ÚRVAL - EITTHVAÐ FYRIR ALLA Flamenca Village, Playa Flamenca Arenales del Sol, Los Arenales Mare Nostrum, Guardamar Gala, Villamartin Muna, Los DolsesAllegra, Dona Pepa Í frumvarpi til laga, sem lagt var fram á Al- þingi 12.12. 2018, segir að starfrækja skuli sjóð í eigu íslenska ríkisins sem nefnist Þjóðar- sjóður. Hlutverk sjóðs- ins verði að varðveita og ávaxta fjármuni sem ríkissjóður leggur hon- um til. Fjármunirnir verði nýttir til að bæta ríkissjóði verulegt fjárhagstjón sem kann að verða við nánar tilgreindar aðstæður. Nokkurs konar varúðar- sjóður. Í greinargerð kemur fram að hvat- inn til stofnunar sjóðsins er vitneskja um fjárhagslegan styrk Landsvirkj- unar. Sem sagt Landsvirkjun á að borga. Samt voru það einkum þeir, sem á sínum tíma vöktu athygli á þessari hugmynd. Tekjur Þjóðarsjóðs Arðgreiðslur Landsvirkjunar til ríkissjóðs á undanförnum árum hafa verið 1,5 milljarðar kr. á ári. Í frumvarpi til laga um Þjóðarsjóð er rætt um að tekjur ríkissjóðs af rekstri Landsvirkjunar gætu orðið 10-20 milljarðar kr. á ári. Í Gamma-skýrslu Landsvirkjunar (2011) sviðsmynd 2a er gert ráð fyrir að mögulegar arðgreiðslur og tekju- skattsgreiðslur fyrir- tækisins verði 50 millj- arðar/ári á árunum 2025-2035. Þessi mikli breytileiki í áætlunum er athyglis- verður. Til að sjá hlutina í samhengi þá þýðir þetta að með tekjum upp á 15 milljarða á ári mundi það jafngilda breytingu á raforku- verði almenns markaðar um 30 USD/ MWh eða um 60% ef almennt raf- orkuverð er 50 USD/MWh. Þarna er gert ráð fyrir að almenni raforku- markaðurinn sé 4000 GWh/ári og gengið 125 ISK/USD. Ef þessum fjármunum væri ráð- stafað til að greiða niður verð á raf- orku til almennra nota mundi raf- orkuverð lækka úr 50 í 20 USD/MWh en hins vegar mundi það hækka úr 50 í 80 USD/MWh með þessari greiðslu til ríkissjóðs og ef krafa væri gerð um óbreytta arðsemi. Þetta er aðeins lagt fram til samanburðar, en hvorugt af þessu stendur til að gera. Þess má geta að almennt raforku- Um Þjóðarsjóð Eftir Skúla Jóhannsson Skúli Jóhannsson „Það eina sem getur veitt okkur vonir um bjartari og betri framtíð er að samgöngur muni batna á allra næstu árum,“ segir hún Eva okkar í Árneshreppi á Ströndum í Mogg- anum. Slík og þvílík neyð- arköll frá oddvitum byggðanna vítt og breitt um landið eru svo til daglegt brauð. Og hafa verið í ára- tugi. Einbreiðir vegir og brýr, vantar of- aníburð, heflun og bundið slitlag. Enda- lausar bænaskrár, skýrslur, fundir og ályktanir, uppákomur og málarekstur fyrir sunnan. Og ályktanir um það sem allir vita. Og allar nefndirnar? Enda- laus lobbíismi. Þrýstihópar og mála- fylgjumenn. En þetta er eins og að skvetta vatni á gæs. Smáskammta- lækningar skulu það vera með svo- kallaðri happa- og glappaaðferð. Allt landið ein heild Við félagarnir höfum tekið undir það með mörgum góðum mönnum, að það er löngu kominn tími til að við lítum á land okkar sem eina heild. Við höfum leyft okkur að leggja fram opinberlega ýmsar tillögur í svokölluðum byggðamálum. Ein þeirra hljóðar svo: Hlutur ríkisins í Íslandsbanka verði seldur nú þegar. Raunhæft verð, varlega áætlað af sérfræðingum, 140 milljarðar króna. Í nýrri hvítbók er tæpt á þessu máli. Og auðvitað slegið úr og í að vanda. Okkar tillaga er: Seljum bankann eins og skot. Og setjum þessa pen- inga í samgöngumál. Punktur og basta! Hver og einn bær er hlekkur í keðjunni Í landsfjórðung- unum verði svo starfandi verktakar allan ársins hring sem sjái um að koma samgöngum mark- visst í almennilegt horf á allra næstu árum. Ekkert væl, eða jaml, japl og fuð- ur, heldur sam- ræmdar aðgerðir þar sem grundvöllurinn verði að landið allt er ein heild. Hver og einn bær er hlekkur í þeirri keðju. Og vegatolla, með heppilegri gjaldskrá, teljum við sjálfsagða þar sem við á. Og formúla stjórnmálamanna Lof- orð fyrir kosningar = Svik eftir kosningar verður aðhlátursefni komandi kynslóða. Allir málaflokkar munu njóta góðs af. Og landið gjör- breytast. Endurtökum: Nánast allt breytist til batnaðar! Seljum Íslandsbanka og setjum 140 millj- arða í samgöngumál Eftir Hallgrím Sveinsson, Guðmund Ingvarsson og Bjarna G. Einarsson Hallgrímur Sveinsson » Loforð fyrir kosningar = Svik eftir kosn- ingar verður að- hlátursefni kom- andi kynslóða. Allir málaflokkar munu njóta góðs af. Og landið gjör- breytast. Hallgrímur er bókaútgefandi, Guð- mundur fv. stöðvarstjóri Pósts og síma á Þingeyri og Bjarni fv. útgerð- arstjóri KD á Þingeyri. Guðmundur Ingvarsson Bjarni Georg Einarsson Um daginn, þegar yfir stóð umræða um fjárlögin á Alþingi, leiddist sex þing- mönnum svo mikið, að þeir fóru yfir á Klausturbarinn og fengu sér einn gráan til þess að hressa upp á andann og gera til- veruna svolítið skemmtilegri. Í fram- haldinu gerðust þeir nokkuð há- værir og létu sitthvað ómaklegt falla um samstarfsmennina og því fleira, sem sjússunum fjölgaði. Það þótti ekki tiltökumál þótt þetta væri í vinnutímanum, sem á öðrum bæjum þykir ekki gott og líðst jafnvel ekki. Svo var allt tekið upp með leynd og efnið flutt í fjöl- miðlum. Brá þá mörgum við, því að þetta var alls ekki það sem þeir ætluðu að segja. Síðan þetta gerðist hefur þjóð- þingið verið með andlega andar- teppu og illa starfhæft. Ásakanir og afsakanir hafa gengið á báða bóga. Þingmenn eru reknir úr þingflokkum eða hafa tekið sér ótímabundið orlof frá þingstörfum. Gúrkutíð var hjá fréttamönnum, sem létu óspart í ljósi persónu- legar skoðanir sínar uppfullir af vandlætingu og át hver upp eftir öðrum. Þingforsetinn, sem á sím- um tíma kallaði samþingmann druslu og gungu og slæmdi jafnvel hendi til forsætisráðherrans, tók undir þetta. Rifjuð voru upp orð annars fyrrverandi þingmanns um skítlegt eðli þáverandi forsætisráð- herra. Svo bættist einn þingmaður í hópinn úr hinum vammlausa flokki Samfylkingunni, sem hafði orðið uppvís að einhverjum dóna- skap þannig að hann tók sér frí frá þingstörfum líka. Það væri fróðlegt að taka saman það, sem þingmenn Pírata hafa lát- ið sér um munn fara í ræðustóli Al- þingis. En ég held að ég sleppi því, það væri of mikið jafnvel fyrir mig. Á fyrri tíð, er aflahrota gafst á vertíðum, var hver sótraftur á sjó dreginn til að bjarga verðmætum. Það á hins vegar ekki við þegar valdir eru fulltrúar þjóðarinnar á Alþingi. Þar ætti að vera saman kominn blómi mannlífsins. Hæstvirtir kjósendur þurfa greinilega að vera vandlátari í vali sínu og hleypa aðeins þeim þarna inn sem þangað eiga raunveru- legt erindi og eru reiðubúnir að þjóna landi og þjóð af ábyrgð í stað þess að ganga í lið með andstæðing- unum. Kjaftaskarnir og meðaljón- arnir geta fengið sér starf við hæfi. Þingstörf eru ekki fyrir þá. En það þarf meira til. Á Alþingi eru átta flokkar eða kannski níu eftir að einn sprakk í kjölfar Klaustursmálsins. Einhverjir bíða á hliðarlínunni eftir að koma manni á þing. Þessum flokkum þyrfti að fækka að minnsta kosti um helm- ing ef ekki meir til þess að skapa stjórnmálalega festu. Einsmáls- flokkar eru einfaldlega til bölv- unar. Hæstvirtir kjósendur eiga betra skilið en glundroða og laus- ung. Þeir bera engu að síður ábyrgð á þessari óhóflegu fjöl- breytni og óþarfa flokkavali. Ágreining þarf að leysa innan flokka í stað þess að rjúka til og stofna nýjan flokk. Stjórnarsamstarf virðist vera nokkuð farsælt. Festa virðist ríkja í stjórn landsmála þar sem Sjálf- stæðisflokkur er kjölfestan sem stærsti flokkurinn. Fjármál þjóð- arbúsins eru í góðu jafnvægi undir hans forystu. Framsóknarflokkur er mikið hættur að vera sérhags- munagæsluflokkur og jafnvel far- inn að beita sér fyrir þjóðþrifa- málum. VG hefur sýnt lofsverða ábyrgð með að ganga til stjórn- arsamstarfs, gera stjórn landsins mögulega og leggja til fram- bærilegan forsætisráðherra. Um borð eru samt einhverjir villuráf- andi villikettir, sem eru þó ekki til vandræða sem betur fer. Stjórnarandstaðan virðist ótrú- lega sundruð og stefnulaus. Sam- fylking hefur glatað tengingu við verkalýð landsins og reiðir sig mikið á kreddusama háskólaelítu, sem glataði trúverðugleika sínum með vondri ráðgjöf í kjölfar hruns- ins. Einelti og persónulegar árásir eru flokksins ær og kýr, sem hann nærist á. Flokkurinn virðist illa hæfur til að hafa forystu um stjórn opinberra fjármála og eru fjármál höfuðborgarinnar eitt dæmi af fleirum til marks um það. Píratar eru óstjórntækur lýðskrums- flokkur, sem ekki verður tekinn al- varlega og enginn virðist geta unn- ið með. Viðreisn stýrir undanvillingur úr hruninu og Sjálf- stæðisflokknum með afleita fortíð og hefur flokkurinn jafnvel enn verri málefnastöðu. Minnast má orða formannsins í garð dansks hagfræðings, er sagði hrunið fyrir, um að sá þyrfti að fara í endur- menntun. Í þann danska vantaði nefnilega vitið að dómi formanns- ins og var talið að hér hefði verið sett nýtt met í glámskyggni. Mið- flokkur er í rúst vegna nýliðinna atvika og rúinn trausti. Sama má segja um Flokk fólksins, sem er dæmigerður einsmálsflokkur, laus við heildræna yfirsýn og laskaður eftir nýgengna atburðarás. Oft hefur sundrungin á vinstri væng stjórnmálanna verið mikil en líklega aldrei meiri en nú. Málefna- fátækt er nánast alger og einkenn- ist stjórnarandstaðan af ómerki- legu karpi, orðhengilshætti og þvargi um tittlingaskít til að hindra að góð mál fái framgang. Síðasta stjórnarmyndunartilraun vinstri flokkanna fór enda út um þúfur. Íslenzkir kjósendur eiga betra skilið en að sitja uppi með þjóð- þing, sem rúið er trausti sam- kvæmt flestum mælingum. Þeir bera þó mikla ábyrgð og þurfa því alvarlega að hugsa sinn gang, er þeir velja fulltrúa sína til setu á Alþingi. Sem betur fer er þó alltaf von. Eftir Sverri Ólafsson Sverrir Ólafsson » Íslenzkir kjósendur eiga betra skilið en að sitja uppi með þjóð- þing, sem rúið er trausti samkvæmt flestum mælingum. Höfundur er viðskiptafræðingur sverrirolafs@simnet.is Um virðingu Alþingis

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.