Morgunblaðið - 21.12.2018, Page 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 2018
✝ Hulda HeiðurSigfúsdóttir
fæddist í Reykjavík
24. júlí 1929. Hún
lést á heimili sínu
10. desember 2018.
Foreldrar henn-
ar voru Sigfús Sig-
urhjartarson al-
þingismaður, borg-
arfulltrúi og rit-
stjóri frá Urðum í
Svarfaðardal, f. 6.2.
1902, d. 15.3. 1952, og Sigríður
Stefánsdóttir húsmóðir frá
Brettingsstöðum í Laxárdal, f.
6.8. 1900, d. 23.12. 1974. Systk-
ini Huldu eru Adda Bára, f.
30.12. 1926, og Stefán Hilmar, f.
20.8. 1934, d. 24.2. 2002.
ir íslensk bókasöfn (1970).
Hulda giftist Flosa Hrafni
Sigurðssyni veðurfræðingi, f.
10.7. 1928, d. 30.6. 2017 hinn
23.12. 1953. Foreldrar Flosa
voru Sigurður Jóhannesson
fulltrúi, f. 15.3. 1892, d. 20.11.
1988, og Ágústína Eiríksdóttir,
húsmóðir, f. 21.8. 1893, d. 3.8.
1989. Börn Huldu og Flosa eru
Ágústa Hjördís, haffræðingur
og skjalaþýðandi, f. 13.7. 1958,
og Sigurður Hjörtur, tónlistar-
maður, f. 22.1. 1964. Sonur
Ágústu og John T. Lyons, f.
25.10. 1947, er Flosi Thomas
Lyons, menntaskólanemi, f.
18.3. 2002. Börn Sigurðar og
Vilborgar Önnu Björnsdóttur, f.
23.8. 1963, eru Sigríður Hulda,
grafískur hönnuður, f. 2.7. 1990,
Anna Gréta, tónlistarmaður, f.
23.8. 1994, og Sólveig Erla, há-
skólanemi, f. 1.5. 1996.
Útför Huldu fer fram frá Frí-
kirkjunni í Reykjavík í dag, 21.
desember 2018, klukkan 15.
Hulda lauk stúd-
entsprófi frá mála-
deild Menntaskól-
ans í Reykjavík
1950 og lokaprófi
frá Statens Biblio-
teksskole í Ósló
1953. Bókasafns-
fræðingur á Borg-
arbókasafni
Reykjavíkur 1953-4
og á Deichmanske
Bibliotek í Ósló
1956. Deildarstjóri flokkunar-
og skráningardeildar Borgar-
bókasafns Reykjavíkur 1956-
1999. Sat í stjórn Bókavarða-
félags Íslands 1964-68 og í
flokkunarnefnd 1961-70. Einn af
höfundum Flokkunarkerfis fyr-
Það var skrýtið að ganga inn í
Drápuhlíð 39 tæpri viku eftir að
amma lést. Þessi hæð sem hefur
verið aðalsamkomustaður fjöl-
skyldunnar í yfir fimmtíu ár er nú
mannlaus. Það er nú sem maður
finnur enn sterkara fyrir því að afi
er líka farinn og að við erum ekki
bara að kveðja ömmu, heldur líka
heimili þeirra sem hefur verið fast-
ur punktur í tilveru fjölskyldu
minnar.
Við komu mína í Drápuhlíðina
fann ég fyrir afa og ömmu í öllu,
heyrði afa þramma um ganginn og
ömmu að hella upp á kaffi og
hvetja okkur til að láta greipar
sópa um ísskápinn, alveg sama
hvort hungrið kallaði eða ekki.
Maður gekk að þeim vísum í
Drápuhlíðinni og það er skrýtið að
hugsa til þess að svo sé ekki leng-
ur.
Ég er svo heppin að hafa fengið
að búa í ættaróðalinu í Drápuhlíð
39. Á meðan á Drápuhlíðarárum
mínum stóð var ég heldur upptek-
in af skemmtanalífinu og hélt ég þá
ófá partí í kjallaranum þar sem ég
bjó. En ekki fékk ég skammir fyrir
að hafa of hátt eða að djamma of
mikið. Amma hafði bara gaman af
skemmtanahaldi mínu, og þá sér-
staklega ef partíið var úti í garði,
þá gat hún nefnilega fylgst með
okkur. Hún elskaði að fylgjast með
öllu og fá að vita allt. Ósjaldan stóð
hún úti í glugga þegar einhver var
að koma eða fara og fylgdist með
framgangi mála. Hún var sú
manneskja í fjölskyldunni sem
vissi allt um alla.
Það hefur til dæmis oft verið
erfitt að henda reiður á staðsetn-
ingu föður míns, og oft er maður
ekki viss um hvort hann sé heima, í
Kaupmannahöfn eða á Akureyri,
en þá var hægt að stóla á ömmu.
En það var ekki bara staðsetning-
ar pabba sem hún vissi allt um.
Amma var nefnilega ekki bara
amma okkar systra, heldur líka
trúnaðarvinkona sem við gátum
leitað til sama hvert tilefnið var og
er ég viss um að hún hafi vitað
meira um ástamál okkar systra en
flestar ömmur.
Hún amma hafði áhyggjur af
því að hún myndi skemma jólin
fyrir okkur með því að vera fárveik
eða deyja á óheppilegum tíma. Það
hefði aldrei orðið. Auðvitað verður
skrýtið að halda jólin án hennar, en
þetta er einmitt tíminn þar sem
fjölskyldan ver sem mestum tíma
saman, og í samverunni er fólgin
ákveðin huggun. Nú hljóma ég
eins og einhverskonar sáluhjálp-
ari, en ég er fegin að ég þurfi ekki
að drífa mig til Svíþjóðar og að ég
fái tíma með fjölskyldunni til að
venjast lífinu án ömmu.
Ég varð þeirrar gæfu aðnjót-
andi að eiga ömmu sem ég er alveg
í molum yfir að missa. Mér líður
eins og andlát hennar hafi verið
ótímabært þrátt fyrir háan aldur.
Ég held að við flest og hún sjálf
hafi verið sannfærð um að hún
myndi ná vel inn á tíræðisaldurinn.
En í sorginni er gott að finna
hversu mikið maður elskaði ömmu
og hversu mikið hún elskaði okkur.
Hún vissi ekkert betra en að vera í
faðmi fjölskyldunnar og það var
fátt betra en að vera í nærveru
hennar.
Ég veit ekki hvort ég trúi á
sumarlandið og að ég muni hitta
þau fyrir aftur, en á ég feiknin öll
af minningum um heimili og fjöl-
skyldu sem hefur verið kjölfesta í
gleði og sorg. Í minningunum finn
ég ró og hlýju, því það er þar sem
ég hitti fyrir afa og ömmu á ný.
Sigríður Hulda
Sigurðardóttir.
Þó að ég hafi á uppvaxtarárun-
um alltaf verið búsett hjá foreldr-
um mínum, hef ég orðið þeirrar
gæfu aðnjótandi að eiga líka ann-
að heimili í Drápuhlíðinni hjá
ömmu og afa.
Í Drápuhlíðinni eyddum við
systur miklum tíma sem börn og
mikið fannst okkur skemmtilegt
að vera hjá þeim. Þar opnaði
amma spilavítið og við spiluðum
rommí og kasínu tímunum saman,
fórum á kaffihús í bænum eða í
heimsókn til afa á veðurstofuna.
Þegar við systurnar gengum í
Menntaskólann við Hamrahlíð
vorum við alltaf velkomnar til afa
og ömmu og nýttum það óspart að
geta lagt okkur á sófanum hjá
þeim eða fengið hádegismat í
eyðu.
Amma var ótrúlega skilnings-
rík og góðhjörtuð kona. Hún tók
mér alltaf eins og ég var og sýndi
mér stuðning í öllu. Hvort sem það
var með því að mæta á tónleika,
klippa út blaðagreinar eða gefa
mér egg og beikon þegar ég lá á
sófanum hjá henni, örlítið timbruð
eftir ævintýri gærkvöldsins. Hún
dæmdi aldrei og var alltaf til stað-
ar. Þegar ég var lítil vildi ég helst
ekki sofna, en þá sat amma pollró-
leg við rúmið og hélt í höndina á
mér þangað til ég sofnaði. Í seinni
tíð gátum við systurnar blaðrað
við ömmu um allt, hvort sem það
var vinnan, skólinn, fjölskyldan
eða strákamál – henni fannst svo
gaman að fá að vita hvað við vor-
um að gera og okkur fannst gam-
an að geta deilt því með henni.
Fyrir nokkrum árum fór ég á
fyrsta stefnumót með fyrrverandi
kærastanum mínum. Ég var að
spila á staðnum sem við sátum á
sama kvöld og um það bil hálftíma
áður en ég átti að byrja að spila
labbar mér að óvörum amma inn
og sest niður hjá mér og deitinu
mínu, haldandi að þetta væri bara
einhver vinur minn. Ég fékk hálf-
gert panikk og hugsaði um að
þarna sæti maður sem ætlaði á
saklaust lítið stefnumót með mér
en fengi svo að sitja með mér og
ömmu minni í staðinn.
En hann plumaði sig vel og
kvöldið var skemmtilegt, svo segir
hann við mig eftir á: „mikið áttu
frábæra og skemmtilega ömmu“.
Síðar, þegar ég sagði ömmu frá
því hvað hefði verið í gangi þarna
lágum við báðar í hláturskasti yfir
þessum sprenghlægilegu aðstæð-
um. Þó svo að það hafi ekki verið
ætlunin að blanda ömmu minni
inn í stefnumótið þótti mér ótrú-
lega vænt um að hún hefði verið
þarna með mér því ég vissi líka að
ef hann hefði ekki heillast upp úr
skónum – alla vega yfir ömmu
minni, þá væri ekkert varið í hann!
Ég er þakklát fyrir að amma
þurfti ekki að berjast við þessi
veikindi lengi og að við höfðum öll
tækifæri á því að kveðja hana.
Síðasta skiptið sem ég hitti
ömmu sat ég við rúmið hennar og
hélt í höndina á henni og ég held
við höfum báðar vitað að þetta
væri í síðasta skiptið sem við hitt-
umst. Hún talaði um hversu ótrú-
lega vænt henni þótti um mömmu
mína, en hún hafði oft orð á því
hversu heppin hún var með
tengdadóttur.
Það er ómetanlegt að hafa átt
svona góða konu að og mikið ótrú-
lega á ég eftir að sakna elsku
ömmu Huldu og að heimsækja
hana í Drápuhlíðina. Ég finn
huggun í því að hugsa að kærleik-
urinn hennar ömmu lifi áfram hjá
mér og öllum sem þekktu hana –
núna er amma alltaf hjá okkur.
Anna Gréta Sigurðardóttir.
Það er ekki hver sem er sem á
ömmu sína fyrir bestu vinkonu.
Vonandi áttar sú hin sama sig á
hversu ótrúlega heppin hún er.
Þannig var allavega tilfellið með
mig og ömmu mína, Huldu Heiði
Sigfúsdóttur. Síðustu árin í lífi
hennar mynduðust sérstök tengsl
og einstök vinátta milli okkar
tveggja. Amma var ekki bara
amma, heldur mín trúnaðarvin-
kona með einstaka sýn og alltaf
með ráð við hverskyns vanda-
málum. Frá því að gefa öndunum
brauð í barnæsku, spila Rommí
sem krakki, egg og beikon í
þynnkunni, kaffi þegar ég byrjaði
að drekka kaffi, sherrítár, leggja
mig á sófanum hennar, hvítvín,
tala um stefnumótalíf mitt, loks
búa í kjallaranum hennar; þá var
amma alltaf til staðar og dæmdi
aldrei.
Yndislegasta manneskja sem
fyrirfannst í lífi mínu er nú komin
á betri stað og skilur eftir sig stórt
skarð sem verður erfitt að fylla.
Takk, elsku amma mín, fyrir góðu
stundirnar, ljúflingslundina og
ógleymanlegar minningar.
Þú heldur heim á leið.
Dagur fyrir bí,
kvöldar á ný
og þegar sólin sest
þú til hvílu leggst.
Það gerðist allt svo fljótt
mitt um bjartan dag
kom sólarlag
og sólin rís á ný
þú færð loksins frí.
(...)
Og við kveðjumst nú.
Þinn tími runninn er
á enda hér.
Nú ferð þú á nýjan stað
finnur friðinn þar
Og þótt það reynist sárt
að skilja við þig hér.
Ég þakka vil þér
ljúflingslundina,
gleðistundirnar.
(Valdimar)
Sólveig Erla Sigurðardóttir.
Hulda Heiður
Sigfúsdóttir
✝ Kristinn Kjart-ansson fæddist
á Hjálmsstöðum í
Eyjafjarðarsveit
24. mars 1922.
Hann lést á hjúkr-
unarheimilinu Lög-
mannshlíð á Akur-
eyri 12. desember
2018.
Foreldrar hans
voru Kjartan Ólafs-
son, f. 1892, d.
1974, og Sigríður Jónsdóttir, f.
1887, d. 1969.
Systkini Kristins voru: Jón
Andrés, f. 1913, d. 1977, Ólafur,
f. 1920, d. 1988, Guðrún Helga,
f. 1925, d. 2018, Tryggvi Ingi-
mar, f. 1927, d. 2005, og Magni,
f. 1930, d. 2005.
Kristinn kvæntist Kristbjörgu
Magnúsdóttur, f. 16. nóvember
fyrra hjónabandi. Bryngeir á
tvær dætur frá fyrra hjónabandi
og barnabörnin eru sex.
5) Ingvar, f. 1953, maki Vil-
borg Elva Gunnlaugsdóttir, f.
1959. Börn þeirra eru tvö og
barnabörnin einnig. 6) Lena Sæ-
dís, f. 1962, maki Halldór Jón
Einarsson, f. 1960. Þau eiga tvö
börn. Áður á Lena eina dóttur
og barnabörnin eru fimm.
Kristinn flutti ungur í Mikla-
garð í Saurbæjarhreppi í Eyja-
firði með foreldrum sínum og
ólst þar upp og hlaut hefð-
bundna skólagöngu þess tíma.
Hann hóf síðar búskap í Mikla-
garði ásamt konu sinni Krist-
björgu Magnúsdóttur og bjuggu
þau þar til ársins 1978.
Kristinn sinnti ýmsum trún-
aðarstörfum fyrir hreppinn. Úr
sveitinni fluttu hjónin til Akur-
eyrar þar sem Kristinn hóf störf
hjá Kaupfélagi Eyfirðinga og
lauk hann starfsferli sínum þar.
Útför Kristins fer fram frá
Akureyrarkirkju í dag, 21. des-
ember 2018, klukkan 13.30.
1922, d. 3. mars
2017, hinn 24. mars
1945. Börn þeirra
eru: 1) Magnús, f.
1945, maki Inga
Guðmundsdóttir, f.
1947. Eiga þau
tvær dætur, þrjú
barnabörn og eitt
barnabarnabarn. 2)
Bjarki, f. 1947,
maki Unnur
Snorradóttir, f.
1955. Börn þeirra eru þrjú en
einnig á Bjarki son frá fyrra
hjónabandi. Barnabörnin eru
ellefu. 3) Ævar, f. 1948, maki
Heiðbjört Hallgrímsdóttir, f.
1950. Þau eiga tvö börn, fimm
barnabörn og fimm barnabarna-
börn. 4) Bryngeir, f. 1951, maki
Ásdís Annika Gunnlaugsdóttir,
f. 1955, en hún á tvö börn frá
Elsku afi minn
Mikið er erfitt að kveðja, en
nú ertu kominn til ömmu. Þar er
þinn staður og það er gott að
vita af ykkur saman.
Við tvö vorum sérstakir vinir
og höfum verið alla mína ævi.
Höfum brallað ýmislegt og alltaf
mátti ég skottast með þér. Þú
hafðir endalausa þolinmæði og
svaraðir öllum mínum spurning-
um af þinni einstöku hógværð.
Ferðirnar í hesthúsið voru
margar og fannst mér mesta
sportið að fara á gamla jeppan-
um þínum. Eitt skiptið losnaði
rúðuþurrkan og þeyttist út í
móa.
Þá leituðum við hlæjandi að
henni og héldum svo áfram upp í
hesthús. Hestarnir voru þér svo
kærir.
Ferðirnar í berjamó voru nú
nokkrar, ég var ekki alltaf að
nenna að tína eins mikið af berj-
um og amma. Þá fundum við
okkur laut og lögðum okkur
meðan amma tíndi bláber og
krækiber í heilu föturnar.
Minningarnar úr Hrísalundi
eru margar, sem og af öllum
ferðalögunum sem ég fór í með
ykkur ömmu. Okkur fannst nú
ekkert leiðinlegt að sitja saman í
stofunni í Hrísó með snakk-
hringi í skál og horfa á þættina
um Nonna og Manna.
Við vorum búin að flakka
mikið með hjólhýsið, og þegar
þurfti að festa það aftan í bílinn
eða skrúfa niður lappirnar þá
fékk ég að hjálpa þér.
Að koma til þín í Lögmanns-
hlíðina hefur verið fastur liður
þegar ég kem norður og verður
skrítið að koma norður næst. En
í hjarta mér veit ég að elsku
amma hefur tekið vel á móti þér.
Hvíldu í friði, ég man þig allt-
af.
Þín afastelpa,
Freydís.
Í bænum okkar, besti afi
biðjum fyrir þér
að Guð sem yfir öllu ræður,
allt sem veit og sér
leiði þig að ljóssins vegi
lát’ þig finna að,
engin sorg og enginn kvilli
á þar samastað.
Við biðjum þess í bænum okkar
bakvið lítil tár,
að Guð sem lífið gaf og slökkti
græði sorgarsár.
Við þökkum Guði gjafir allar
gleði og vinarfund
og hve mörg var ávallt með þér
ánægjunnar stund.
(Sigurður Hansen)
Elsku afi og langafi
Takk fyrir allar stundirnar
sem við áttum saman.
Ísak Atli fær að heyra sögur
af þér eftir því sem hann verður
eldri og getur þá skoðað myndir
af ykkur saman.
Við erum viss um að amma
beið spennt eftir þér og nú hald-
ið þið jólin saman á ný.
Hvíl í friði, elsku afi.
Heiðdís Dröfn,
Bjarki Hólm og Ísak Atli.
Elsku afi minn, ég var búin að
þakka þér fyrir allar stundirnar
sem við áttum saman. Við vorum
búin að skoða myndir uppá síð-
kastið og rifja upp gamla tíma
úr hesthúsinu. Þið amma Krist-
björg gáfuð mér svo yndislegar
stundir bara með því að leyfa
mér að vera hjá ykkur. Fyrsta
minningin mín er þegar afi sat
með mig og Freydísi Dögg
frænku í Kringlumýrinni og
kallaði okkur litlu dúfurnar sín-
ar. Í kringum hestana og kind-
urnar áttum við ógleymanlegar
stundir saman. Þú komst í hvaða
veðrum sem var á gamla Willys
og sóttir mig því húsunum
þurftum við auðvitað að sinna.
Eitt sinn fór amma til Reykja-
víkur og þá fannst mér ég auð-
vitað þurfa að passa þig, svo ég
fór og leigði Dalalíf á videoleigu
og keypti kjúkling og franskar
handa okkur að borða. Þú borð-
aðir nú matinn en lést mig svo
vita eftir á að þú værir eiginlega
ekkert hrifinn af þesslags mat.
Afi minn, nú ertu kominn til
elsku ömmu Kristbjargar og ég
ætla að geyma allar minning-
arnar á góðum stað í hjarta
mínu. Takk fyrir allar samveru-
stundirnar, afi minn, ég ætla að
vera amma eins og þú og amma
Kristbjörg.
Bryndís Lind
Bryngeirsdóttir.
Elsku afi.
Núna ertu búinn að fá hvíld-
ina þína, ég vil þakka þér fyrir
öll árin og megir þú og amma
eiga gleðileg jól saman á ný.
Megir þú hvíla í friði, elsku
afi.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(Valdimar Briem)
Sigrún Björk Bjarkadóttir
og fjölskylda.
Elsku afi minn. Nú kveð ég
þig í hinsta sinn. Ég er þakklát
fyrir allar stundirnar sem við
áttum og allar minningarnar
sem ylja mér um hjartarætur.
Þið amma áttuð yndislegt heim-
ili í Hrísalundi þar sem alltaf
voru hlýjar og góðar móttökur
og þaðan á maður margar minn-
ingar. Ég minnist þeirra ófáu
skipta sem þú fórst með okkur
systkinin í hesthúsið að kíkja á
hestana þína, okkur fannst það
svo skemmtilegt. Þú leyfðir okk-
ur að hjálpa til við þau verk sem
þar þurfti að vinna og skoða allt
dótið sem þarna var geymt.
Stundum fórum við á Willys en
það þótti okkur mikið sport.
Þegar við fórum suður eftir frí
hjá ykkur laumaðir þú oft að
okkur einum fjólubláum, til að
kaupa okkur eitthvað á leiðinni.
Síðustu árin dvaldir þú á Lög-
mannshlíð og eins og þú sagðir
sjálfur fór afar vel um þig þar.
Tómasi mínum þótti alltaf svo
gaman að heimsækja langafa og
var farinn að þekkja hvar kon-
fektmolarnir voru geymdir.
Hann talar oft um hvað afi hafi
alltaf átt gott súkkulaði. Síðast
þegar við hittumst spiluðuð þið
saman bingó, og fenguð vinning!
Þessi stund mun seint gleymast.
Ég kveð þig með söknuði, elsku
afi, en er viss um að amma hafi
tekið vel á móti þér á nýjum
stað.
Á litlum skóm ég læðist inn
og leita að þér, afi minn.
Ég vildi að þú værir hér
og vært þú kúrðir hjá mér.
Ég veit að þú hjá englum ert
og ekkert getur að því gert.
Í anda ert mér alltaf hjá
og ekki ferð mér frá.
Ég veit þú lýsir mína leið
svo leiðin verði björt og greið.
Á sorgarstund í sérhvert sinn
ég strauminn frá þér finn.
Ég Guð nú bið að gæta þín
og græða djúpu sárin mín.
Í bæn ég bið þig sofa rótt
og býð þér góða nótt.
(SPÞ)
Hvíldu í friði.
Linda Björg.
Elsku langafi.
Það var alltaf svo gaman að
koma til þín í heimsókn og við
eigum eftir að sakna þín mikið.
Þú áttir alltaf konfekt í skúff-
unni þinni og sendir okkur svo
heim með pening. Því þú sagðir
að við þyrftum að eiga aur fyrir
nesti á leiðinni heim.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni.
Sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sigurður Jónsson.)
Takk fyrir allt og hvíldu í friði
Katrín Sara, Mikael
Kristinn og Tinna Karen.
Kristinn
Kjartansson