Morgunblaðið - 21.12.2018, Side 31
leitt göngur frá Bæ í Skálholt og tekið
þátt í að leiða ferðir um Jakobsveginn
á Spáni á vegum Mundo. Hún hefur
tekið þátt í norrænu samstarfi píla-
grímapresta og sótt ráðstefnur og
fundi á þeirra vegum.
„Pílagrímahreyfingin er orðin út-
breidd í Evrópu. Innan hennar hafa
menn sett það á oddinn að sameina
það að rækta líkamann um leið og
menn rækta trú og tileinka sér
ákveðna lífsafstöðu. Við finnum það
vel hvað gönguferðir og útivist gera
okkur gott og þegar við gefum henni
enn dýpri merkingu með að hugleiða
efni sem geta bætt líf okkar, þá er
þetta sannkölluð mannrækt. Kristnar
dygðir eins og hófsemi, æðruleysi, ein-
faldleiki, samkennd og virðing fyrir
umhverfinu eru hafðar í hávegum á
pílagrímagöngu og innan pílagríma-
fræðanna. Það hefur aldrei verið
mikilvægara en einmitt nú að við íhug-
um, hvert og eitt, stöðu okkar í sköp-
unarverkinu og ábyrgð okkar sem ein-
staklinga gagnvart umhverfinu. Þess
vegna fer ég á hverjum miðvikudegi
klukkan 18.00 í pílagrímagöngu um
nágrenni Dómkirkjunnar.“
Og ganga margir með þér?
„Ekki alltaf. Hópurinn sem hefur
komið saman í kirkjunni hefur verið
frá þremur og upp í næstum 30, en sí-
fellt fleiri sýna þessum göngum áhuga
og vonandi bætast fleiri í hópinn á
nýju ári!“
Fjölskylda
Eiginmaður Elínborgar er Jón
Ásgeir Sigurvinsson, f. 21.12. 1970,
settur sóknarprestur í Borgar- og
Stafholtsprestakalli. Foreldrar hans:
Aðalheiður Halldóra Guðbjörnsdóttir,
f. 9.11. 1938, d. 20.6. 2003, verslunar-
maður í Reykjavík, og Sigurvin Jóns-
son, f. 13.8. 1937, d. 25.12. 2012, mat-
sveinn.
Börn Elínborgar og Jóns Ásgeirs
eru 1) Hallgerður Kolbrún, f. 17.11.
1997, stúdent og nemi í HÍ; 2) Sturla, f.
7.1. 2003, og 3) Kolbeinn Högni, f. 30.3.
2007.
Systkini Elínborgar eru Gunnar, f.
17.7. 1967, lögmaður í Reykjavík; Ást-
hildur, f. 10.6. 1974, bæjarstjóri á
Akureyri; Böðvar, f. 12.6. 1983, fram-
kvæmdastjóri í Stykkishólmi, og Sig-
ríður Erla, f. 8.7. 1992, meistaranemi í
lögfræði við HÍ, búsett í Stykkishólmi
og Reykjavík.
Foreldrar Elínborgar eru hjónin
Hallgerður Gunnarsdóttir, f. 13.12.
1948, lögfræðingur, og Sturla Böðv-
arsson, f. 23.11. 1945, fv. bæjarstjóri,
alþingismaður, ráðherra og forseti
Alþingis. Þau búa í Stykkishólmi.
Elínborg
Sturludóttir
Sigríður Jónsdóttir
húsfr. í Eyvindartungu í Laugardal
Teitur Eyjólfsson
b. í Eyvindartungu, Laugardal, síðar oddviti í Hveragerði
Ásthildur Teitsdóttir
húsfr. á Hjarðarfelli
Hallgerður Gunnarsdóttir
lögfr. og fulltr.
sýslumannsins á Vesturlandi
Gunnar Guðbjartsson
b. á Hjarðarfelli, form. Stéttarsambands
bænda og framkvstj. Framleiðsluráðs
Guðbranda Þorbjörg Guðbrandsdóttir
húsfr. á Hjarðarfelli
Guðbjartur Kristjánsson
hreppstj. á Hjarðarfelli í Miklaholtshr.
Þorleifur
Kristófersson
arkitekt í Róm
Auður Böðvars-
dóttir handavinnu-
kennari í Ólafsvík
Elín Snorradóttir
bókari í
Mosfellsbæ
Snorri Böðvarsson
fv. rafveitustj. í
Ólafsvík
Teitur Gunnarsson
efnaverkfræð-
ingur í Rvík
Björn Teitsson
MSc-nemi
í Weimar í
Þýskalandi
Áslaug Helgadóttir
gæðastjóri HÍ
Guðbjörg Guðbjartsdóttir húsfr. í RvíkÞorbjörg Daphne
Hall lektor við LHÍ
Alexander
Guðbjartsson búfr.
á Stakkhamriuður Alexandersdóttir
skrifstofum. á Rifi
AHildigunnur Smáradóttir
textílhönnuður í Rvík
Guðrún Alexandersdóttir
húsfr. í Ólafsvík
Magnús Stefánsson fv. alþm.
og ráðherra, nú bæjarstj.
Guðbrandur Guð-
bjartsson hrepp-
stjóri í Ólafsvík
Sigþór Guðbrandsson
rafvirki í Ólafsvík
Stefán Máni Sigþórsson
rithöfundur
Hulda Hjálmsdóttir
húsfr. í Rvík
Sindri Freysson
rithöfundur
Ragnheiður Guðbjartsdóttir
kirkjuvörður á Akranesi
Óli Jónsson b.
á Stakkhamri í
Miklaholtshreppi
órunn Sigurðardóttir
leikstjóri
ÞUnnur Ösp
Stefánsdóttir
leikkona í Rvík
Jón Sigurðsson fv. alþm., ráðherra
og bankastj. Seðlabankans
Sigurður E.
Ólason hrl. í Rvík
Þuríður Þorsteinsdóttir
húsfr. í Mávahlíð
Ágúst Ólason
b. og póstur í Mávahlíð í Fróðárhreppi
Elínborg Ágústsdóttir
starfsm. á leikskóla í Ólafsvík
Ólöf Bjarnadóttir húsfr. á Selalæk
Böðvar Bjarnason
byggingam. í Ólafsvík
Bjarnveig Vigfúsdóttir
húsfr. í Böðvarsholti
Þórir Kr. Þórðarson
guðfræðiprófessor við HÍ
Þórður Nikulásson
vélstj. í Rvík
Fjóla Bláfeld
Víglundsdóttir
úsfr. og verkak.
í Ólafsfirði
h
Guðmundur
Ólafsson
leikari og
rithöfundur
Víglundur Nikulásson
farkennari og verkam.
í Ólafsfirði
Bjarni Nikulásson
b. í Böðvarsholti í Staðarsveit, systursonur Vigdísar,
móður Edgar Holger Cahill listfrömuðar í New York
Úr frændgarði Elínborgar Sturludóttur
Sturla Böðvarsson
fv. bæjarstjóri í Stykkishólmi,
alþm. og ráðherra
ÍSLENDINGAR 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 2018
Hringur Jóhannesson fæddistí Haga í Aðaldal 21.12. 1932,sonur Jóhannesar Frið-
laugssonar, kennara og rithöfundar,
og Jónu Jakobsdóttur húsfreyju.
Jóhannes var bróðir Kristínar
Sigurlaugar, móður Indriða Indr-
iðasonar, ættfræðings frá Fjalli. Jó-
hannes var sonur Friðlaugs, bónda á
Hafralæk, bróður Friðjóns, föður
skáldanna Guðmundar á Sandi og
Sigurjóns á Litlulaugum. Friðlaugur
var sonur Jóns, bónda á Hafralæk,
bróður Péturs á Stóruvöllum, föður
Baldvins, skálds í Nesi. Móðir
Jóhannesar var Sigurlaug Jósefs-
dóttir, bónda á Jarlsstöðum í Bárð-
ardal, og Helgu, systur Ásmundar,
bónda í Hvarfi, föður Valdimars rit-
stjóra, föður Héðins forstjóra og
Laufeyjar.
Jóna var systir Jónasar veður-
fræðings. Hún var dóttir Jakobs,
bónda í Haga Þorgrímssonar, og
Sesselju Jónasdóttur.
Hringur var í hópi þekktari mynd-
listarmanna þjóðarinnar á seinni
helmingi síðustu aldar og var oft tal-
inn helsti fulltrúi ljóðræns nýraun-
sæis í íslenskri myndlist á 7. og 8.
áratugnum. Hann vakti gjarnan at-
hygli með nýjum og frumlegum
sjónarhornum.
Hringur útskrifaðist úr Handíða-
og myndlistaskóla Íslands árið 1952
og hélt sína fyrstu einkasýningu tíu
árum síðar. Hann hélt fjölda einka-
sýninga um dagana og tók þátt í um
70 samsýningum, hér á landi og er-
lendis. Þá var hann kennari við
Handíða- og myndlistaskóla Íslands
1959-62 og við Myndlistaskólann í
Reykjavík frá 1962.
Hringur myndskreytti einnig
mikinn fjölda blaða og tímarita og
hannaði minnismerki, bókamerki og
auglýsingar auk þess sem verk hans
prýða margar byggingar Verk eftir
Hring má finna á öllum helstu lista-
söfnum landsins, í opinberum stofn-
unum og á einkasöfnum.
Hann hlaut starfslaun listmanns
1982 og listamannalaun í 25 ár.
Hringur lést 17.7. 1996.
Merkir Íslendingar
Hringur Jóhannesson
90 ára
Jónas Sigurður
Steinþórsson
Ragnheiður Jónsdóttir
85 ára
Gunnar Gunnarsson
Ingvar Einar Valdimarsson
Ragnhildur G.
Guðmundsdóttir
Sigrún S. Waage
Þórunn Jónsdóttir
80 ára
Brynjar S. Antonsson
Guðmundur Karl
Ásbjörnsson
Valgerður Fríður
Guðmundsdóttir
75 ára
Eiríkur Kristinn
Kristófersson
Erla Sverrisdóttir
Kateryna Lifanova
Valdimar Karlsson
70 ára
Ásmundur Jónasson
Guðmundur Birkir
Þorkelsson
Guðrún Anna
Antonsdóttir
Helga H. Magnúsdóttir
Hulda B. Þorkelsdóttir
Jökull Veigar Kjartansson
Ragnheiður Ágústsdóttir
Þórður Þórðarson
60 ára
Ingi Rúnar
Eðvarðsson
Ona Rimsiene
Pétur Grétarsson
Sigrún Hafdís
Ólafsdóttir
50 ára
Anna María Clausen
Anna Sofia Wahlström
Brynjar Skúlason
Elínborg Sturludóttir
Gunnhildur Eyborg
Reynisdóttir
Gunnlaugur K.
Guðmundsson
Hildur Halldórsdóttir
Hilmar Örn Jónasson
Jón Hjalti Ásmundsson
Kristján Sigurður
Guðnason
Ólafur Jóhannsson
40 ára
Arngrímur Ketilsson
Árni Sigurjónsson
Benoný Benónýsson
Björg Vigfúsdóttir
Ebba Schram
Edda Ólafsdóttir
Elsa Björg Magnúsdóttir
Erla Björk Eiríksdóttir
Karen Ósk Úlfarsdóttir
Sigríður Guðný
Matthíasdóttir
30 ára
Andrés Már
Jóhannesson
Embla Ýr Teitsdóttir
Ewa Swiderek
Hólmsteinn Haraldsson
Hrefna Harðardóttir
Jóhann Valur Sævarsson
Kamile Burcikauskiene
Karitas Róbertsdóttir
Kristín Gunnarsdóttir
Kristján Jóel Kristjánsson
Magnús Magnússon
Roberto Cracolici
Sebastian Szymaniak
Stefán Karl Björnsson
Þorri Jarl Jónasson
Til hamingju með daginn
30 ára Kristín ólst upp á
Seltjarnarnesi, býr í
Reykjavík, lauk meistara-
prófi í grafískri hönnun og
starfar hjá Eflu – verk-
fræðistofu.
Maki: Kristján Finnsson,
f. 1990, kerfisfræðingur
hjá Eflu.
Dóttir: Helga, f. 2015.
Foreldrar: Gunnar Þórð-
arson, f. 1952, efnaverk-
fræðingur og Sunneva
Hafsteinsdóttir, f. 1956,
framkvæmdastjóri.
Kristín
Gunnarsdóttir
30 ára Andrés ólst upp í
Reykjavík, býr þar, stund-
ar nám í viðskiptafræði
við HR og leikur knatt-
spyrnu með meistara-
flokki Fylkis.
Maki: Björk Björnsdóttir,
f. 1989, leikskólakennari.,
Foreldrar: Jóhannes Sig-
urðsson, f. 1960, dómari í
Landsrétti, búsettur í
Garðabæ, og Valgerður
Andrésdóttir, f. 1962,
lyfjatæknir, búsett í
Kópavogi.
Andrés Már
Jóhannesson
40 ára Elsa lauk MA-prófi
í heimspeki frá King’s
College í London og er
formaður Félags áhuga-
manna um heimspeki.
Maki: Auðun Freyr Ingv-
arsson, f. 1972, verkfræð-
ingur:
Börn: Kolbrún Anna, f.
2014, og Kjartan Ólafur, f.
2016.
Foreldrar: Kolbrún Björg-
ólfsdóttir, f. 1952, og
Magnús Kjartansson, f.
1949, d. 2006.
Elsa Björg
Magnúsdóttir