Morgunblaðið - 21.12.2018, Qupperneq 34
VIÐTAL
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Hera Hilmarsdóttir hlýtur að vera
orðin þekktasta leikkona Íslands eft-
ir að hafa leikið á móti stórleikar-
anum Ben Kingsley í An Ordinary
Man og nú síðast í ævintýramynd-
inni Mortal Engines þar sem hún fer
með aðalhlutverkið. Kvikmyndin var
frumsýnd fyrir viku hér á landi og
fellur í flokk með „big budget“ kvik-
myndum á mælikvarða Hollywood,
framleiðslukostnaður við hana talinn
á bilinu 100 til 150 milljónir dollara.
Annríkið er mikið hjá Heru en hún
gefur sér þó tíma til að spjalla við
blaðamann um Mortal Engines og
önnur verkefni. Hún er fyrst spurð
að því hvort brjálað hafi verið að
gera hjá henni undanfarið. „Já, þetta
er búið að vera svolítið brjálað síð-
ustu vikur en það er bara ákveðin
upplifun,“ segir Hera létt í bragði.
– Endalaus viðtöl, frumsýningar
og kynningar út af myndinni, þá?
,,Já og líka ferðalög milli heims-
álfa. En þetta er gaman,“ svarar
hún.
– Finnurðu mun á havaríinu í
kringum þessa mynd og myndina
sem þú lékst í á móti Ben Kingsley?
„Já, já, þetta er allt öðruvísi. Sú
mynd var meira indímynd, sjálfstæð
og minni en þetta er miklu meira
batterí,“ svarar Hera.
– Og það er meira undir núna?
„Já, og af því það er stúdíó á bak
við þig og þetta er þannig mynd þá
fer maður á miklu fleiri „junket“ þar
sem maður situr fyrir svörum og það
koma kannski 50 blaðamenn, röð eft-
ir röð,“ segir Hera. Slík hópviðtöl
hafi verið haldin víða undanfarið og
gaman líka að heyra hvað fólki finnst
um myndina. „Maður er alltaf að
segja það sama, aftur og aftur,“ segir
Hera sposk um þessi viðtöl og að
spurningarnar séu líka oft þær
sömu.
Borgir á hjólum
– Þetta er rosalega skrítin saga,
sú sem rakin er í Mortal Engines.
Þarna eru borgir á hjólum, eða
hvað? Þú ert örugglega búin að
segja hundrað sinnum frá henni en
ertu til í að rekja söguna í stuttu
máli einu sinni enn?
,,Já. Það er spurning hversu mik-
ið ég á að einfalda hana en hún ger-
ist í heimi þar sem Jörðin hefur ver-
ið eyðilögð í stríði og flestir búa í
borgum sem hreyfast, eru á hjólum,
svo þeir geti veitt aðrar borgir og
haldið sér á lífi, komist yfir auðlind-
ir þeirra og fólk og þess háttar. Í
þessari veröld er stelpa sem ætlar
að drepa mann sem myrti móður
hennar þegar hún var barn,“ segir
Hera en hún leikur umrædda
stelpu, Hester. Á ferðum sínum
kynnist Hester sjálfri sér betur og
nýju fólki, segir Hera og að Hester
sogist inn í mun stærra verkefni, að
bjarga Jörðinni.
– Þessi mynd er eins ólík An Ordi-
nary Man og hugsast getur!
Hera hlær að athugasemdinni og
segir það rétt athugað en fyrir þá
sem ekki vita segir An Ordinary Man
af fyrrverandi hershöfðingja sem
eftirlýstur er fyrir stríðsglæpi. Hera
leikur þernu sem hann ræður til sín
og mætti segja að kvikmyndin sé að
miklu leyti stofudrama. „En Mortal
Engines er mikill hasar og sjónrænt
er hún alveg klikkuð, algjör and-
stæða,“ bætir Hera við.
Undirbúningur mest andlegur
Hera segir Hester ekki hasarhetju
af þeirri gerð sem hlotið hafi mikla
þjálfun, hún sé ekki þjálfaður morð-
ingi eða bardagakvendi. „Það var
mjög mikilvægt fyrir mér að tilfinn-
ingin fyrir henni væri sú að hún væri
ótrúlega reið, venjuleg ung kona með
markmið. Hún er ekki týpan sem er
búin að vera að þjálfa sig upp rosa-
lega lengi,“ segir Hera. Nóg sé af
slíkum hetjum í kvikmyndum sem
krefjist þess að leikarar fari í
stranga líkams- og hreyfiþjálfun.
„Minn undirbúningur var meira and-
legur en líkamlegur og ég var í ágæt-
isformi, þannig séð, til að hlaupa en
ég þurfti aðallega að læra að klifra í
klettum og nota hnífa,“ segir Hera
kímin.
– Hversu stór hluti myndarinnar
er leikinn fyrir framan grænskjá,
„green screen“?
„Miklu minna en þú heldur. Mér
finnst svo geggjað við þessa mynd að
við vorum með yfir 120 sett og þá
meina ég ekki bara einhverjar smáar
leikmyndir. Til dæmis er borg sem
Dystópískir heimar Heru
Hera Hilmarsdóttir er stjarna Mort-
al Engines Leikur í See, væntanlegri
sjónvarpsþáttaröð streymisveitu Apple
Rísandi stjarna Hera fer með aðalhlutverkið í Mortal Engines og hefur
leikið á móti mörgum heimskunnum leikurum, m.a. Ben Kingsley.
34 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 2018
Norræna húsið
Sæmundargötu 11
Aðgangur ókeypis
Sýnd til 30. apríl 2019
Ferðalag um furðuheim
barnabókmenntanna
Ævintýraleiðangur fyrir allskonar krakka
Barnabókaflóðið
Rafstilling ehf
Dugguvogi 23, 104 Reykjavík, sími 581 4991, rafstilling@rafstilling.is
Opið mán.-fim. 8-12 og 13-18, fös. 8-14
Hröð og góð þjónusta um allt land
Áratuga
reynsla
Startar bíllinn ekki?
Við hjá Rafstillingu leysum málið
Gjöfult samstarf HjörleifsHjartarsonar og RánarFlygenring hófst í fyrraþegar þau sendu frá sér
bókina Fugla þar sem lesendur voru
fræddir með stórskemmtilegum hætti
í máli og myndum um helstu sérkenni
íslenskra fugla.
Í ár senda þau frá sér Söguna um
Skarphéðin Dungal sem setti fram
nýjar kenningar um eðli alheimsins.
Líkt og í Fuglum semur Hjörleifur
textann, en að þessu sinni er ekki um
spaugilega fræðslubók að ræða heldur
sögu í bundnu máli með stuðlum, höf-
uðstöfum og rími sem gerir bókina af-
ar heppilega til upplestrar,
enda heillar bundið mál
undantekningarlítið unga
lesendur. Þegar við bætist
sérdeilis skemmtilegur
húmor textahöfundar og
heillandi myndheimur Rán-
ar er ljóst að hér er á ferð-
inni sannkallaður gimsteinn
sem enginn ætti að láta
framhjá sér fara.
Líkt og titillinn gefur til kynna
fjallar bókin um Skarphéðin Dungal,
sem er hrossataðsfluga. Hann býr
ásamt fleiri sínum líkum á Sléttunni
miklu í svonefndri Háborg, sem höf-
undur upplýsir snemma bókar að sé
hrossaskítshrúga úr hryssunni Skellu.
Allar flugur Háborgarinnar eru sáttar
við að „láta alla hugsun um heimspeki í
friði“ – allar nema Skarphéðinn sem
skoðar málin með gagnrýnum huga,
forðast kreddur og leyfir sér að efast.
Ólíkt hinum flugunum er hann ekki
sannfærður um að Sléttan sé miðja al-
heimsins og telur að eitthvað meira
leynist bak við sjóndeildarhringinn.
Flugur Háborgarinnar hafa jafnlitla
þolinmæði fyrir veraldarkenningum
Skarphéðins og menn höfðu gagnvart
sólmiðjukenningartali Galíleós Galíleí
á sínum tíma. Til að fá vinnufrið til að
grafa eftir vatni í Háborginni sem er
að skrælna upp í sólinni henda flug-
urnar Skarphéðni fram af
háum tindi svo hann berist
burt með vindinum. Þetta veit-
ir Skarphéðni kærkomið tæki-
færi til að kanna heiminn áður
en hann snýr reynslunni ríkari
aftur til Háborgarinnar. Þar
talar hann enn fyrir daufum
eyrum og reitir flugurnar, sem
enn vilja stinga höfðinu í
„sandinn“ til reiði þegar hann
upplýsir um raunverulegt eðli Háborg-
arinnar. En óvænt innkoma Skellu
verður Skarphéðni til happs.
Dellutal bókarinnar vekur eðlilega
mikla kátínu ungra lesenda, en í skítn-
um leynist óvæntur fjársjóður því höf-
undur virkjar bæði hugmyndaflug og
heimspekilega hugsun í anda sögu-
hetjunnar fleygu. Á sama tíma eflir
hann orðaforða lesenda með notkun
sjaldséðra orða sem þjóna iðulega rím-
inu.
Sjónræn útfærsla bókarinnar er
bæði djörf og spennandi. Myndefni
Ránar samanstendur af fallega teikn-
uðum flugum og áhrifaríkum klippi-
myndum. Aðeins eru notaðir litirnir
svartur, grár og appelsínugulur og
textinn ýmist svartur eða grár eftir því
hver meginbakgrunnslitur hverrar
síðu er. Litanotkunin er augljóslega
útpæld. Sem dæmi er Háborgin app-
elsínugul fram að útlegð Skarphéðsins,
sem kallast aftur á við hrossataðið
undir lok bókar sem kemur úr svartri
skepnunni.
Klippimyndirnar fanga vel þær ógn-
vænlegu skepnur sem Skarphéðinn
kynnist á ferð sinni um heiminn og
nýtast einnig vel til að gefa aukna dýpt
í landslagið. Lítið er um letur-
breytingar, en hástafir og minna letur
innan sviga er hugvitsamlega nýtt til
ýmist áhersluauka eða að læða inn
upplýsingum í framhjáhlaupi. Þeim
mun áhrifaríkara verður þegar textinn
fer í hringi þegar vindurinn feykir
Skarphéðni burt frá Háborginni. Skýr
hreyfing í myndefninu hvetur lesendur
til að elta Skarphéðin milli blaðsíðna.
Sagan um Skarphéðin Dungal er
bók fyrir alla fjölskylduna sem gaman
er að lesa upphátt en einnig má njóta í
einrúmi. Hér er hvatt til gagnrýninnar
hugsunar um heiminn sem veitir ekki
af nú um stundir.
Með gagnrýnum huga
Fjölskyldubók
Sagan um Skarphéðin Dungal sem
setti fram nýjar kenningar um eðli
alheimsins bbbbb
Eftir Hjörleif Hjartarson og
Rán Flygenring.
Angústúra, 2018. Innbundin, 72 bls.
SILJA BJÖRK
HULDUDÓTTIR
BÆKUR
Samspil Samstarf Hjörleifs Hjartarsonar og Ránar Flygenring hefur reynst
sérdeilis gjöfult. Samspil texta og myndefnis gengur fullkomlega upp.
Morgunblaðið/Hari Morgunblaðið/Ómar