Morgunblaðið - 21.12.2018, Side 35

Morgunblaðið - 21.12.2018, Side 35
heitir Airhaven í myndinni og er uppi í skýjunum og það var bara byggður lítill bær sem hékk uppi í loftinu í einu stúdíóinu,“ segir Hera og nefnir annað dæmi, að eftirlíking hafi verið byggð af innanverðri St. Paul’s- dómkirkjunni í Lundúnum. Margt hafi svo auðvitað þurft að teikna í tölvu, eins og gefur að skilja. Skemmtilegt og krefjandi – Hvernig var að leika í myndinni, var þetta gaman? „Þetta var mjög gaman, erfitt en mjög gaman. Ég var úti í sex mánuði, á Nýja-Sjálandi og það er æðislegt að vera þar. Fólkið þar er svo yndis- legt og það er svo gaman að geta unnið í svona verkefni þarna, rosa- lega margt hæfileikafólk sem hefur unnið saman í áratugi og er eins og maskína,“ svarar Hera. Verkefnið hafi verið skemmtilegt og krefjandi. Mortal Engines er framleidd af leikstjóranum Peter Jackson, sem þekktastur er fyrir að leikstýra þrí- leiknum Hringadróttinssögu, og eig- inkonu hans, Fran Walsh. Leikstjóri kvikmyndarinnar er Christian Riv- ers sem hefur starfað sem story- bord-teiknari og við tæknibrellur og tölvuteiknun í kvikmyndum Jackson, allt frá árinu 1992. Rivers hlaut Ósk- arsverðlaun fyrir sjónbrellur í King Kong, kvikmynd Jackson, en Mortal Engines er fyrsta kvikmynd hans í fullri lengd. Einn af mótleikurum Heru í myndinni er Hugo Weaving sem hlaut heimsfrægð fyrir leik sinn í Matrix-þríleiknum, lék þar illmenni mikið. Hefur hann upp frá því nær eingöngu leikið illmenni en Hera segir hann þó ljúfan sem lamb. „Hugo er frábær, virkilega skemmti- legur og góður,“ segir hún. Blint mannkyn – Hvað er næst á dagskrá hjá þér? „Ég er að leika í seríu fyrir Apple sem heitir See. Þetta er fyrsta svona serían sem Apple gerir og verður í streymisþjónustu,“ segir Hera. Höf- undur þáttanna er Steven Knight sem skrifaði m.a. sjónvarpsþættina Peaky Blinders og handrit kvik- myndarinnar Eastern Promises. „Francis Lawrence sem leikstýrði t.d. Hungurleikunum er að leik- stýra,“ segir Hera, „og þetta er alveg klikkað konsept og rosaleg undir- búningsvinna búin að vera fyrir þættina. Í þeim er mannkynið orðið blint og það er bara allt annað kons- ept að vera í veröld þar sem enginn sér.“ Af öðrum leikurum sem leika í þáttunum má nefna Jason Momoa og Alfre Woodard og af umfjöllun á net- inu má sjá að mikið er lagt í þættina sem verða átta talsins. Tökur á þeim hófust í ágúst og segist Hera hafa verið að leika í þeim milli þess sem hún hefur flakkað um heiminn að kynna Mortal Engines. „Á endanum skiptir meira máli að vinna en að tala um vinnuna,“ segir Hera og hlær, vísar í hinn mikla fjölda viðtala sem hún hefur farið í að undanförnu, þar með talið það sem hér er á enda runnið. Frumsýningargleði Mortal Engines var frumsýnd í Los Angeles 5. desember. Frá vinstri leikarinn Hugo Weaving, leikstjórinn Christian Rivers og leikararnir Robert Sheehan, Jihae, Hera, Leila George og Stephen Lang. AFP MENNING 35 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 2018 Siggi sítróna er fjórða og síð-asta bók Gunnars Helga-sonar um Stellu Erlings-dóttur og litríku fjölskyld- una hennar: mömmu klikk, pabba prófessor, Sigga sætabrauð, sem síðar verður Siggi sítróna, Palla bróður, ömmu Köben og ömmu snobb. Rýnir hefur ekki lesið fyrstu þrjár bækurnar í röð- inni, en það sak- ar ekki við lest- ur Sigga sítrónu. Það er aldrei lognmolla í kring um Stellu, jafnvel þó hún eyði fjórum vikum í rúminu á meðan hún jafnar sig eftir aðgerð á mænu. Það er nefnilega nóg að gera hjá fjöl- skyldunni við að undirbúa brúðkaup og fæðingu tvíburanna sem mamma klikk gengur með. Textinn er afar líflegur og bókin skemmtileg. Gunn- ar lætur ekki sitt eftir liggja í því að draga úr fordómum með því að skrifa um fatlaða og mismunandi trúarbrögð á eðlilegan hátt, en aðal- sögupersónan er unglingsstúlka í hjólastól sem tekur skapsveiflur og lendir í ástarsorg rétt eins og flestar stúlkur á hennar aldri. Foreldrar Stellu veigra sér heldur ekki við því að láta imam gifta sig þegar ekki fæst prestur í verkið, eftir fallegt boð frá Fatímu, vinkonu Stellu. Sagan er virkilega skemmtilega skrifuð og ská- og feitletranir skila sínu í mismunandi áherslum og til- finningum sem fylgja hverju orði og setningu fyrir sig. Það er vissulega synd að Siggi sítróna skuli vera síð- asta bókin í flokknum um Stellu og furðulegu fjölskylduna hennar, en miðað við afrakstur Gunnars við barnabókaskriftir undanfarin ár er ekki að örvænta, hann er líklegur til að skapa fleiri sögur og persónur til þess ætlaðar að auka samfélags- skilning barna með einstökum og skemmtilegum hætti. Morgunblaðið/Kristinn Magnúss Lokasagan „ ... synd að Siggi sítróna skuli vera síðasta bókin í flokknum um Stellu og furðulegu fjölskylduna hennar,“ segir m.a. um bók Gunnars. Síðasta sagan um Stellu Skáldsaga Siggi sítróna bbbbn Eftir Gunnar Helgason Mál og menning, 2018. Innb., 186 bls. ÞORGERÐUR ANNA GUNNARSDÓTTIR BÆKUR Enska leikkonan Olivia Colman þyk- ir líkleg til að hreppa fjölda verð- launa fyrir leik sinn í kvikmyndinni The Favorite en hún lætur þá at- hygli ekki stíga sér til höfuðs og seg- ir að sér bjóði hreinlega við öllu verðlaunatali. Colman leikur í myndinni Önnu Stuart Englandsdrottningu sem ríkti á árunum 1665-1714 og á móti henni leika Rachel Weisz og Emma Stone. Þykir líklegt að Colman verði tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn en hún hefur verið tilnefnd til Golden Globe-verðlauna. Í viðtali í dagblaðinu Guardian er Colman spurð að því hvort hún telji að notkun á tilteknu dónalegu orði í myndinni muni minnka líkur á því að hún verði tilnefnd og svaraði Colm- an: „Hverjum er ekki skítsama?“ og bætti við að verðlaunatal undan- farnar vikur, tengt myndinni, ylli henni ógleði. Verðlaunatal veldur Colman ógleði AFP Verðlaunatal Olivia Colman hefur lítinn áhuga á kvikmyndaverðlaunaspám. Elly (Stóra sviðið) Sun 30/12 kl. 15:00 aukas. Lau 5/1 kl. 20:00 187. s Fös 18/1 kl. 20:00 190. s Sun 30/12 kl. 20:00 aukas. Lau 12/1 kl. 20:00 188. s Lau 19/1 kl. 20:00 191. s Fös 4/1 kl. 20:00 186. s Sun 13/1 kl. 20:00 189. s Sun 20/1 kl. 20:00 192. s Stjarna er fædd. Ríkharður III (Stóra sviðið) Lau 29/12 kl. 20:00 Frums. Sun 6/1 kl. 20:00 3. s Fös 11/1 kl. 20:00 5. s Fim 3/1 kl. 20:00 2. s Fim 10/1 kl. 20:00 4. s Mið 16/1 kl. 20:00 6. s Ég, tveggja stafa heimsveldi Allt sem er frábært (Litla sviðið) Sun 30/12 kl. 20:00 25. s Fös 4/1 kl. 20:00 26. s Fös 18/1 kl. 20:00 27. s Gleðileikur um depurð. Kvenfólk (Nýja sviðið) Fös 21/12 kl. 20:00 aukas. Lau 5/1 kl. 20:00 aukas. Lau 19/1 kl. 20:00 20. s Fös 28/12 kl. 20:00 12. s Sun 6/1 kl. 20:00 15. s Fös 25/1 kl. 20:00 24. s Lau 29/12 kl. 20:00 13. s Fös 11/1 kl. 20:00 16. s Lau 26/1 kl. 20:00 25. s Sun 30/12 kl. 20:00 14. s Lau 12/1 kl. 20:00 17. s Fös 1/2 kl. 20:00 26. s Fös 4/1 kl. 20:00 aukas. Fös 18/1 kl. 20:00 aukas. Lau 2/2 kl. 20:00 27. s Drepfyndin sagnfræði með söngvum. Núna 2019 (Litla sviðið) Fös 11/1 kl. 20:00 Frums. Lau 12/1 kl. 20:00 2. s Sun 13/1 kl. 20:00 3. s Núna er ekki á morgun, það er NÚNA Jólaflækja (Litla sviðið) Lau 22/12 kl. 13:00 9. s Lau 22/12 kl. 15:00 aukas. Aðeins sýnt á aðventunni. Kvöldvaka með Jóni Gnarr (Litla sviðið) Lau 5/1 kl. 20:00 1. s Fim 17/1 kl. 20:00 3. s Sun 6/1 kl. 20:00 2. s Lau 19/1 kl. 20:00 4. s Sannar en lygilegar sögur! Ég dey (Nýja sviðið) Fim 10/1 kl. 20:00 Frums. Mið 16/1 kl. 20:00 3. s Fim 24/1 kl. 20:00 5. s Sun 13/1 kl. 20:00 2. s Fim 17/1 kl. 20:00 4. s Sun 27/1 kl. 20:00 6. s Trúir þú á líf fyrir dauðann? Fólk, staðir og hlutir (Litla sviðið) Mið 13/2 kl. 20:00 33. s Mið 20/2 kl. 20:00 37. s Mið 27/2 kl. 20:00 41. s Fim 14/2 kl. 20:00 34. s Fös 22/2 kl. 20:00 38. s Fim 28/2 kl. 20:00 42. s Fös 15/2 kl. 20:00 35. s Lau 23/2 kl. 20:00 39. s Fös 1/3 kl. 20:00 43. s Lau 16/2 kl. 20:00 36. s Sun 24/2 kl. 20:00 40. s Lau 2/3 kl. 20:00 44. s Lífið er ekki nógu ávanabindandi BORGARLEIKHÚSIÐ Kynntu þér nýjan tapas-matseðil Leikhúsbarsins á borgarleikhus.is Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is Ronja Ræningjadóttir (Stóra sviðið) Lau 29/12 kl. 13:00 Auka Lau 26/1 kl. 13:00 Auka Sun 3/3 kl. 13:00 44.sýn Lau 29/12 kl. 16:00 Auka Lau 26/1 kl. 16:00 Auka Sun 3/3 kl. 16:00 45.sýn Sun 30/12 kl. 13:00 26. s Sun 27/1 kl. 13:00 34.sýn Sun 10/3 kl. 13:00 46.sýn Sun 30/12 kl. 16:00 27. s Sun 27/1 kl. 16:00 35.sýn Sun 10/3 kl. 16:00 47.sýn Sun 6/1 kl. 13:00 28.sýn Sun 3/2 kl. 13:00 36.sýn Sun 17/3 kl. 13:00 Aukas. Sun 6/1 kl. 16:00 29.sýn Sun 3/2 kl. 16:00 37.sýn Sun 17/3 kl. 16:00 48.sýn Sun 13/1 kl. 13:00 30.sýn Sun 10/2 kl. 13:00 38.sýn Sun 24/3 kl. 13:00 Auka Sun 13/1 kl. 16:00 31.sýn Sun 10/2 kl. 16:00 39.sýn Sun 24/3 kl. 16:00 Auka Lau 19/1 kl. 13:00 Aukas. Sun 17/2 kl. 13:00 40.sýn Sun 31/3 kl. 13:00 Auka Lau 19/1 kl. 16:00 Aukas. Sun 17/2 kl. 16:00 41.sýn Sun 31/3 kl. 16:00 49.sýn Sun 20/1 kl. 13:00 32.sýn Sun 24/2 kl. 13:00 42.sýn Sun 20/1 kl. 16:00 33.sýn Sun 24/2 kl. 16:00 43.sýn Stórskemmtilegur og æsispennandi söngleikur fyrir alla fjölskylduna! Einræðisherrann (Stóra Sviðið) Fös 21/12 kl. 19:30 Fors. Lau 5/1 kl. 19:30 4.sýn Fös 18/1 kl. 19:30 8.sýn Mið 26/12 kl. 19:30 Frums Fös 11/1 kl. 19:30 5.sýn Fim 24/1 kl. 19:30 9.sýn Fim 27/12 kl. 19:30 2.sýn Lau 12/1 kl. 19:30 6.sýn Fös 25/1 kl. 19:30 10.sýn Fös 28/12 kl. 19:30 3.sýn Fim 17/1 kl. 19:30 7.sýn Lau 2/2 kl. 19:30 11.sýn Siggi Sigurjóns mætir Charlie Chaplin! Fly Me To The Moon (Kassinn) Lau 19/1 kl. 19:30 23.sýn Nýtt verk eftir höfund hins geysivinsæla leikrits Með fulla vasa af grjóti Þitt eigið leikrit (Kúlan) Fös 25/1 kl. 18:00 Frums. Fim 14/2 kl. 18:00 6.sýn Lau 2/3 kl. 15:00 12.sýn Fim 31/1 kl. 18:00 2.sýn Fös 15/2 kl. 18:00 7.sýn Fös 8/3 kl. 18:00 13.sýn Lau 2/2 kl. 15:00 3.sýn Lau 16/2 kl. 15:00 8.sýn Lau 9/3 kl. 15:00 14.sýn Fim 7/2 kl. 18:00 Aukas. Fim 21/2 kl. 18:00 9.sýn Lau 16/3 kl. 15:00 15.sýn Fös 8/2 kl. 18:00 4.sýn Lau 23/2 kl. 15:00 10.sýn Lau 9/2 kl. 15:00 5.sýn Fös 1/3 kl. 18:00 11.sýn Það er þitt að ákveða hvað gerist næst! Leitin að jólunum (Leikhúsloft) Lau 22/12 kl. 11:00 337.s Lau 22/12 kl. 14:30 339.s Sun 23/12 kl. 13:00 341.s Lau 22/12 kl. 13:00 338.s Sun 23/12 kl. 11:00 340.s Sun 23/12 kl. 14:30 342.s Grímuverðlaunasýningin Leitin að jólunum. Insomnia (Kassinn) Lau 12/1 kl. 19:30 7.sýn Fim 17/1 kl. 19:30 8.sýn Fös 18/1 kl. 19:30 9.sýn Brandarinn sem aldrei deyr Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari) Sun 6/1 kl. 20:00 Mið 23/1 kl. 20:00 Mið 6/2 kl. 20:00 Mið 16/1 kl. 20:00 Mið 30/1 kl. 20:00 Mið 13/3 kl. 20:00 Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins! leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200 ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.