Morgunblaðið - 21.12.2018, Qupperneq 38
38 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 2018
Tilvísunum er sleppt.
Engjar
Engjar tóku víða við er túni
sleppti. Á öðru stöðum voru þær
fjærri bæ og langur heybandsvegur
var óskostur á jörð. Fjöldi örnefna
tengist orðinu engi og tengjast mörg
fyrstu byggð landsins. Engidalur
heitir sunnan við
Þórsmörk. Á
brúninni ofan
hans eru bæjar-
rústir. Þar hefur
byggð lagst af á
11. öld, ef ekki
fyrr. Engey við
Reykjavík hefur
væntanlega verið
engi fyrstu
byggðar þar. Dæmi hitlust þess að
meginengi landjarðar hafi verið á
eyju langt frá landi. Svo var um
Brjánslæk á Barðaströnd. Í Barð-
strendingabók, 1942 segir: „Engja-
slægjur eru litlar að Brjánslæk
nema í Engey. Hún er í fjarðarminn-
inu, fjórðung viku frá landi. Hefur
hún löngum verið talin fóturinn und-
ir jörðinni. Var það gamalt mál að
eyjan skilaði átta kýrfóðrum af töð-
ugæfu heyi í meðalári.“
Engjar voru með ýmsum hætti.
Þær skiptust í mýrar og valllendi.
Gróður á mótum þeirra gróðurlenda
hét á milli mýrar og valllendis. Yfir-
borð engis gat verið rennislétt, þýft,
greiðfært, kargi, óberja, þjátta,
ritta, rittumýri, hrakengi. Að rak-
lendi lúta orðin áveituengi, flæður,
flæðiengi, svæður, blá, ósengi,
vatnsengi, bleytudammur. Óvæginn
beinir þjóðskáldið orðum að hrak-
engi í frægu aldamótaljóði:
Sinumýrar, rotnar, rýrar,
reyta svörul hjú.
Gjöful engi voru hér og þar í öllum
landshlutum. Oft var á orði haft
starengið mikla sem verið hafði í
Töglunum á Syðri-Steinsmýri í Með-
allandi. Þar var störin svo hávaxin
að hægt var að hnýta saman star-
artoppana yfir herðakamb á hesti.
Kýr hurfu ef þær leituðu inn í gróð-
urbreiðuna. Það þýddi ekki að leggja
frá sér orf og ljá öðruvísi en svo að í
leit þurfti að leggja eða týndust með
öllu.
Stórbýlið Skúmsstaðir í Vestur-
Landeyjum varð undirorpið vatns-
flæði ofan frá Þverá undir lok 19.
aldar og gerbreytti öllum aðstæðum
við heyskap: „Það var farið á bát út í
engjarnar og skorið á, sem kallað
var. Ljánum var beint langt niður í
vatnið og grasið skorið niður við rót
eða neðarlega. Svo flaut grasið upp
og flaut undan vindi. Þá var það flutt
upp á tún til þurrkunar.“
Engjar hins forna stórbýlis Odda
á Rangárvöllum voru á Oddaeyrum,
miklum grashólma í farvegi Þverár.
Þær gáfu af sér um 1000 hestburði
ár hvert. Oddaflóð voru nafnkunn.
Um þau segir Vigfús Guðmundsson
fræðimaður frá Keldum í sögu Odd-
astaðar sem út kom 1931: „Spölkorn
frá túni, til útnorðurs, eru Oddaflóð,
stararflóð býsna mikil, sem lítt verða
notuð vegna foræðis og botnleysu.
Hafa þó orðið bjargvættur margra
bæja í verstu grasleysisárum, sér-
staklega 1881, með því líka að þar
var þá enn um sláttinn klaki í botni
svo víða mátti hestum við koma.“
Kristín Skúladóttir frá Keldum,
bróðurdóttir Vigfúsar lýsir heyskap
í Oddaflóðum af eigin reynslu: „Það
var erfitt að heyja í Oddaflóðum,
vatnið var sumstaðar í hné og þurfti
þá að slá í skára og draga heyið svo
með reiðingshesti upp á þurrt. Hest-
urinn gat ekki stigið út í flóðin og
ekki var hægt að þurrka heyið í flóð-
inu. Langur vaður var settur fyrir
endann á skáranum, hesturinn dró
hann síðan upp og það var afar erf-
itt. Svo breiddum við Aldís heyið út
á bakkann til Ytri-Rangá … það var
erfitt að breiða út þessar hrúgur og
vorum við oft eins og leirstykki á eft-
ir.“
Mest og víðfrægast engi í Rangár-
vallasýslu á 19. öld og fram undir
1920 var Safarmýri vestan Ytri-
Rangár, neðan Vetleifsholtshverfis í
Holtum og ofan Þykkvabæjar. Nafn-
ið er dregið af orðinu söf, stararheiti,
óvíst hvaða tegund. Þrjár uxu í mýr-
inni, mýrastör, gulstör og blástör,
sem einnig nefndist blágufa. Gulstör
náði mestum þroska. Sæmundur
Eyjólfsson, starfsmaður Búnaðar-
félags Suðuramtsins, gerði ítarlega
grein fyrir Safarmýri í Skýrslu þess
1896. Mýrin átti vatnsflæði sitt og
frjósemi að sækja til Ytri-Rangár og
Þverár eftir að megin hluti Markar-
fljóts féll í farveg hennar. Vatns-
flaumurinn féll vestur í Þjórsá ofan
við byggðarhverfið Þykkvabæ.
Sæmundur segir um Safarmýri:
„Hún er hjer um bil 4233 vallardags-
sláttur að stærð. Vetleifsholtið á
hjer um bil 2032 dagsláttur, Þykkvi-
bærinn 1464 dagsláttur, en Bjólan
ásamt Hrafntóftum 737 dag-
sláttur … Alstaðar er grasið mikið í
Safarmýri, en þó er það mjög mis-
jafnt. Mest er grasið við suðurjað-
arinn, enda hef ég hvergi séð slíkan
grasvöxt. Það er líkara kornakri en
óræktuðu engi. Sumstaðar er grasið
axlarhátt ef rétt er úr blöðunum og
að sama skapi er það þjett. Þá er rið-
ið er um þessi svæði, er sem verið
sje að ríða þungan straum á miðjar
síður. Grasið fellur aftur með síð-
unum og brautin sjest langar leiðir.
Þannig má fara um stór svæði, al-
staðar blasir við þessi geysimikli
grasvöxtur svo langt sem augað eyg-
ir. Eftir því sem norðar kemur í
mýrina, verður grasvöxturinn minni
og norðan til er hann eigi líkur því
sem er við suðurjaðarinn, þótt hann
sje alstaðar mikill. Þessi mismunur
kemur af því að vatnið úr ánni flæðir
jafnar og stöðugar yfir mýrina sunn-
antil en norðantil.“
Sæmundur segir að Safarmýri
hafi verið slegin að mestu leyti árin
1877 og 1881. Hann ber Þórð Guð-
mundsson bónda og alþingismann í
Hala fyrir því að þá hafi verið fluttir
úr mýrinni hvort sumarið vart
minna en 40 þúsund hestburðir.
Þetta voru neyðarár í búskap og
fjöldi bænda úr Holtum, ofan úr
Landsveit og af Rangárvöllum sóttu
þá heyskap í Safarmýri.
Hafliði Guðmundsson bóndi í Búð
í Þykkvabæ (f. 1886) fræddi mig um
heyskap á Safarmýri:
[...] Engjaleiðin okkar, inn í þessa
víðfrægu Safarmýri, grasgefnasta
engi landsins, var enginn sældar-
vegur. Það þurfti sérstakt lag að
vera á því að binda heyið þegar stað-
ið var að hirðingu af Safarmýri eða
innan af engjum, því alltaf voru á
leiðinni álar með meira eða minna
millibili. Þeir voru yfirleitt alltaf á
bóghnútu, oft og tíðum í taglmark.
Heyið var bundið svo upp að silinn
var alltaf í miðjum bagga. Bagginn
náði því lítið niður fyrir meljuna.
Ekki blotnaði heyið til muna væri
vatnið ekki dýpra en í bóghnútu, en
allt hvað vatnið gekk hærra þá
skemmdist bagginn meira eða
minna.
Á heimari engjum var það alltaf
að einhver bakki var við álana og
hægt að draga heyið þar upp á eða
bera það upp á í sætið. Þá var hver
sátan hjá annari á bakkareimunum.
Ekki bar mikið á því að hestarnir
lægju í undir böggunum. Það var nú
það góða við botninn, þegar búið var
að troða brautina. Á einstaka stykki
varð vart við ófæru og eitthvað var
gert við því, helsta ráðið var þó að
bera hey í fúakeldurnar.
Heybaggar voru kringum 80 pund
á þyngd. Nokkuð var það, að þegar
fram kom á tímann, þá var það vigt-
að og voru það baggar eins og vana-
legt var að hafa og þeir vigtuðu í
kringum 80 pund.
Það fór ekki hjá því að mikið dó
úti af stör ár hvert í Safarmýri. Á
ísnum að verti gat þar oft að líta
breiður af ísastör. Mörg voru dæmi
þess þar og víðar að hún væri slegin
til fóðurs og nýttist vel. Hafliði í Búð
sagði mér frá notkun Þykkbæinga.
Þeir bjuggu venjulega fremur vel að
heyjum og hirtu ekki um ísastör til
fóður sem höfðu hennar nokkur not.
Eftir Hafliða skráði ég: „Það var far-
ið að Kálfalæk og inn í Safarmýri í
þá slægju sem ekki náðist að sumr-
inu, ef það greip í báli vötnin fyrst.
Sagt var, ef það gerði snarpt frost og
hægt var að komast inn á mýri áður
en fór að hlaupa og allt fór í kaf af
ísi, að það gripi í báli. Við seinni frost
fóru álarnir að spýta og allt fór undir
ís. Um þessar aðstæður var sælst til
þess að ná í ísastör í rúmin. Hún var
fyrirtak í rúm og reynt að skipta um
hana á hverju hausti og sæta þurfti
lagi áður en fór að kreppa að vötn-
unum og álar að hlaupa upp.“
Ísastör var vel kunn víða um land.
Þorbergur Bjarnason bóndi í Álfta-
veri, Meðallendingur, f. 1902, mundi
vel til hennar: „Ísastör var slegin í
stararflóðum eftir að ísa lagði. Hún
var notuð til fóðurs, einnig í rúm
undir sængur og fyrir kom í vor-
harðindum að gripið var til rúm-
hroðans, enda allt hey í harðindum.
Fló þótti sækja í ísastör í rúmum.“
Svæður, blá,
ósengi, vatnsengi,
bleytudammur
Heyannir heitir ný bók eftir Þórð Tómason
fyrrverandi safnvörð í Skógum undir Eyjafjöll-
um. Í bókinni fjallar Þórður um heyskap fyrri
alda og fléttar þar saman þjóðfræði og atvinnu-
sögu, lýsir verkfærum og vinnubrögðum, hey-
torfi, reipum og reiðingum, engjaheyskap, veður-
boðum og margvíslegum siðum og orðfæri.
Ljósmynd/Helgi Arason.
Engjasláttur Hér er fjölmenni við heyskap á Fagurhólsmýri árið 1914. Frá vinstri eru þau Ingunn Aradóttir, Ingi-
björg Pálsdóttir, Sigurður Finnbogason, Ari Hálfdanarson, Sigurður og Hálfdan Arasynir.
Ljósmynd/Helgi Arason
Heyjað Slóðað á engjum, þ.e. blautt heyið dregið upp á bakka úr svæðum til
að þurrka. Hér eru Sigurður Björnsson og Ari Björnsson á Kvískerjum.
SAMSTARFSAÐILI
HVAR SEM ÞÚ ERT
Hringdu í 580 7000
eða farðu á heimavorn.is