Morgunblaðið - 21.12.2018, Page 44

Morgunblaðið - 21.12.2018, Page 44
WOWXMAS TIL ALLRA ÁFANGASTAÐA MEÐ KÓÐANUM FERÐATÍMABIL: 7.1 - 10.6, 2019 Það er í góðu lagi því nú getur þú fengið 50% afslátt af flugi til allra áfangastaða okkar með kóðanum WOWXMAS. Ekki klikka á þessu, tilboðið gildir út sunnudag. Komdu þér í jólagírinn og fljúgðu á vit ævintýranna með WOW air. FÉKKSTU KARTÖFLU ÍSKÓINN? *Til að nýta afsláttinn þarf að bóka flug fram og tilbaka fyrir kl 23:59 sunnudaginn 23. desember, 2018. Skilmálar gilda: wowair.is/smattletur „Alveg eins og Jólagestir Bó! Nema enginn er frægur,“ segir um jóla- sýningu Svansins sem fram fer í kvöld kl. 20.30 í Tjarnarbíói. Svan- urinn er spunahópur skipaður reyndum spunaleikurum sem eru einnig meðlimir í Improv Ísland. Þeir eru mikil jólabörn og munu gera sitt allra besta til að koma gestum í jólaskap. Svanurinn reynir að koma fólki í jólaskap FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 355. DAGUR ÁRSINS 2018 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 641 kr. Áskrift 6.960 kr. Helgaráskrift 4.346 kr. PDF á mbl.is 6.173 kr. iPad-áskrift 6.173 kr. ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is „Það er heldur lágt risið á mann- skapnum en menn halda ótrauðir áfram þrátt fyrir þreytu. Við erum þegar búnir að ná tveimur mark- miðum og komnir í eina milljón,“ sagði Ágúst Guðmundsson, slökkvi- liðs- og sjúkraflutningamaður hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, í samtali við Morgunblaðið um há- degi í gær en þá áttu þeir slökkvi- liðs- og sjúkraflutningamenn sem róa eftir að mæta í fjóra til fimm róðra hver. Markmiðið með stans- lausum róðri í heila viku á Con- cept2-róðrarvél er að safna fé til stuðnings verkefninu Frú Ragn- heiði, sem er sérinnréttaður bíll á vegum Rauða krossins í Reykjavík sem þjónustar heimilislaust fólk og einstaklinga sem glíma við vímu- efnavanda. Þjónustan er veitt sex kvöld í viku frá klukkan 18 til 22. „Næsta mark- mið okkar er að safna einni og hálfri milljón fyrir lok róðursins kl. 17.00 á föstudag [í dag]. Það er brýnt verkefni að styðja við bakið á Frú Ragnheiði, við þekkjum það í okkar störfum,“ segir Ágúst, sem telur vanda heim- ilislausra og þeirra sem glíma við erf- iðan fíknivanda viðvarandi. Hann segir að þátttaka þeirra sem komi og rói með hvetji þreytta róðrarmenn áfram, ásamt framlög- unum sem safnast hafa. Ágúst segir að kveikjan að Lífróðrinum eins og verkefnið kallast hafi orðið til í spjalli við Helgu Sif Friðjónsdóttur, formann Frú Laufeyjar, sem eru samtök um mannréttindi jað- arsettra og skaðaminnkun. Svala Jóhannesdóttir, verkefna- stýra Frú Ragnheiðar, segir að fyrsta markmiðið með Lífróðrinum hafi verið að safna fyrir kaupum á æðaskanna þar sem hægt sé að skoða æðar á skjólstæðingum, hvort þær séu skemmdar eða kominn mikill örvefur. Því marki hafi róðrarmenn náð með ótrúlegum dugnaði. Allt sem safnist umfram það fari til kaupa á sýklalyfjum og hjúkrunarvörum. Svala segir að Frú Ragnheiður sé á ferðinni öll kvöld nema laugar- dagskvöld og engin breyting verði á því um jól og áramót. „Við erum með einn starfsmann í fullu starfi og hjúkrunarfræðing í 30% starfi auk þess sem 80 sjálfboðaliðar koma að verkefninu; læknar, hjúkr- unarfræðingar, bílstjórar og svo fjölbreyttur hópur af ótrúlega flottu fólki,“ segir Svala, þakklát fyrir framlag sjúkraflutninga- og slökkvi- liðsmannanna. Morgunblaðið/Eggert Stuðningur Ágúst Guðmundsson, einn af sjö slökkviliðs- og sjúkraflutningamönnum sem róið hafa í heila viku. Lokametrar lífróðurs fyrir Frú Ragnheiði Svala Jóhannesdóttir  Vikuróður klárast kl. 17 í dag  Vonast til að safna 1,5 milljónum Hin vinsæla tónlistarhátíð Secret sol- stice, sem haldin er árlega í Laugar- dalnum í Reykjavík og dregur að gesti hvaðanæva úr heiminum, verð- ur haldin næsta sumar 21.-23. júní; á sumarsólstöðum eins og venja er, þegar nóttin er lengst. Nú hafa verið tilkynnt nokkur stór nöfn sem verða meðal þess tónlistarfólks sem fram kemur á hátíðinni og eru ekki minni kanónur þar á ferð en hinar rússnesku Pussy Riot, Martin Garrix, Rita Ora, Morcheeba, Nitin og Boy Pablo. Sannar- lega eitthvað til að hlakka til fyrir tónlistarunn- endur. Stjörnufans á Secret solstice næsta sumar „Í Sviss er meira um bombur en í Slóvakíu snýst blakið meira um varnarleik og varnarkerfi. Mikil áhersla er á þau. Fyrir vikið er spilið eða sóknirnar lengri. Leikmenn eru lágvaxnari en í Sviss en um leið eru þeir líkamlega sterkari og stökkva oft mjög hátt,“ segir Thelma Dögg Grétarsdóttir, blakkona ársins, m.a. í spjalli um atvinnumennskuna. »1 Mikill munur á blaki í Sviss og Slóvakíu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.