Morgunblaðið - 22.12.2018, Page 1

Morgunblaðið - 22.12.2018, Page 1
Lífið er alvegóútreiknanlegt Geri þaðsem mérer sagt Svanhildur Jakobsdóttirreiknaði aldrei með að verða söngkona, ætlaði að kennaleikfimi, en er afar þakklátfyrir að hafa fengið tækifæri til að syngja fyrir þjóðina íöll þessi ár. Og hún erhvergi nærri hætt endaheldur nýkreistur ávaxta-safi henni síungri 16 23. DESEMBER 2018SUNNUDAGUR Á suður-skautinuum áramót MeistariChaplinEinræðisherrann eftir Charlie Chapliner jólasýning Þjóðleikhússins 12 Hafdís HannaÆgisdóttir hittir 80vísindakonur umborð í skipi. 18 Jón Gnarr erekki mikiðjólabarn ogóskar þesshelst aðfólk fari aðhugsa umloftslags-málin. Hannlofar góðuskaupi í ár 2 L A U G A R D A G U R 2 2. D E S E M B E R 2 0 1 8 Stofnað 1913  301. tölublað  106. árgangur  ALLT Í LÍFINU FJALLAR ÓBEINT UM ÁSTINA HUNDAR Á HUNDAHÓTELUM UM JÓLIN FULLBÓKAÐ 12GUÐRÚN EVA 42 Ketkrókur kemur í kvöld 2 jolamjolk.is dagar til jóla  „Við áttum fund með Sorpu í vik- unni og erum að skoða alla mögu- leika. Við vonum það besta en búum okkur undir það versta,“ segir Jón G. Valgeirsson, sveitarstjóri í Hrunamannahreppi og formaður stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands (SOS). Sorpa hefur tilkynnt að um ára- mótin verði lokað fyrir frekari mót- töku sorps til urðunar frá sveitar- félögum á starfssvæði Sorpstöðvar Suðurlands. Stefnt var að því að urðuninni yrði fundinn framtíðar- staður á Nessandi í Ölfusi en þær hugmyndir hafa verið slegnar af. Meðal þeirra hugmynda sem hafa verið viðraðar fari svo að Sorpa standi við áform sín er að flytja sorp út til Danmerkur og Svíþjóðar til brennslu. »6 Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Sorphirða Pattstaða á Suðurlandi. Gætu þurft að flytja sorpið til Svíþjóðar  Fundað verður með VR, Eflingu og Verkalýðsfélagi Akraness í húsakynnum ríkissáttasemjara milli jóla og nýárs. Þetta staðfestir Bryndís Hlöðversdóttir ríkis- sáttasemjari við Morgunblaðið. „Nánar tiltekið 28. desember. Það verður þá alla vega stöðu- fundur þar sem hægt verður að kalla eftir gögnum,“ segir hún, en forsvarsmenn verkalýðsfélaganna segja viðræður síðustu vikna við Samtök atvinnulífsins hafa verið árangurslausar og því fór deilan til ríkissáttasemjara. »2 Munu hittast á fundi fyrir áramót Þeir eru líklega ekki margir Ís- lendingarnir sem skírðir hafa verið í höfuðið á álfum. Sæþór Mildinberg Þórðarson í Kópavogi er þó einn þeirra en seinna nafn- ið sem hann ber er eftir álfi sem gömul kona, sem stundum drakk kaffi hjá móður hans á Ísafirði þegar hann var barn, hafði leikið sér við í bernsku og vildi ólm að hann yrði skírður eftir. Móður Sæþórs var ekkert um nafnið gef- ið en lét þetta þó eftir gömlu konunni enda var hún sannfærð um að það myndi gera drengnum gott. Þess utan var Mildinberg hagur í höndunum og það er svo merkilegt að Sæþór varð húsa- smiður en ekki sjómaður eins og bræður hans. Sæþór hefur borið nafnið stolt- ur í 76 ár, ekki síst eftir að hon- um bættist liðsauki, dóttursonur hans, Ásgeir Mildinberg Jóhanns- son, sjö ára. Hvorugur þeirra hefur séð hinn upprunalega Mild- inberg en til stendur að fara á hans slóðir, jafnvel næsta sumar, en álfurinn ku búa í klettum á milli Ísafjarðar og Hnífsdals. Ás- geir missir ekki af þeirri ferð enda hefur hann mun meiri áhuga á álfum en afi hans. Rætt er við þá í Sunnudagsblaðinu. Eru báðir skírðir í höfuðið á álfamanni Morgunblaðið/Kristinn Nafnar Ásgeir Mildinberg Jóhanns- son og Sæþór Mildinberg Þórðarson.  Langfeðgarnir Sæþór og Ásgeir Mildinberg eru stoltir af nafninu Jólablót ásatrúarmanna fór í gær fram við minnisvarða Sveinbjörns Beinteinssonar, fyrsta allsherjargoða félagsins, við hofið í Öskjuhlíð í Reykjavík. Blót þetta er stærsta hátíð ásatrúar- manna, hin forna hátíð ljóssins þegar sólin fer hækkandi á lofti og dag tekur að lengja. Morgunblaðið/Eggert Ásatrúarmenn héldu upp á hina fornu hátíð ljóssins Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Sala á Ísey skyri í Bretlandi eykst í ár um 60% frá síðasta ári og nam tæpum 1.000 tonnum. Varan er kom- in í 1.100 verslanir Waitrose, Aldi og Costco og í upphafi nýs árs bætast 500 verslanir Marks og Spencer við. Skyrið var flutt út frá Íslandi framan af ári en var framleitt í mjólkurbúi í Danmörku þegar fyllt hafði verið upp í kvóta Íslands hjá Evrópusam- bandinu. Þegar tollasamningur Íslands og ESB verður kominn að fullu til fram- kvæmda, á árinu 2021, verður toll- frjáls kvóti Íslands til útflutnings mjólkurafurða til ESB orðinn 4.000 tonn. Jón Axel Pétursson, fram- kvæmdastjóri Ísey útflutnings ehf. sem er dótturfélag Mjólkursamsöl- unnar, segir að auðvelt yrði að nýta hann allan í Bretlandi. Útganga Breta úr ESB hefur hins vegar sett strik í reikninginn. „Við teljum nokk- uð víst að ESB-kvótinn muni ekki nýtast í Bretlandi og markaðsstarfið getur ekki beðið eftir pólitískum ákvörðunum um Brexit,“ segir Jón Axel. Þess vegna hefur verið samið við mjólkursamlag í Swansea í Wales um framleiðslu fyrir Bretland. Á seinni hluta næsta árs hefst nýr kafli í sögu útflutnings á skyri. Þá verður hafin framleiðsla og sala á fjarlægum mörkuðum, í Japan, Ástr- alíu og Nýja-Sjálandi. Bundnar eru vonir við góðan árangur á þessu stóra markaðssvæði. 60% aukning í Bretlandi  500 verslanir Marks og Spencer bjóða Ísey skyr og verður varan þá í 1.600 búð- um  Framleiðsla á skyri hefst í Wales  Nýir risamarkaðir í Japan og Eyjaálfu Aukning » Ísey skyr er selt í nærri 15 þúsund verslunum í 21 landi Evrópu og Norður-Ameríku og í ár eru seldar um 110 milljón dósir fyrir 13 milljarða kr. » Áætlað er að á næsta ári auk- ist salan í 130 milljón dósir og heildarveltan aukist umtalsvert. MSpennandi ár í skyrinu »14

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.