Morgunblaðið - 22.12.2018, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 2018
Gs import ehf | S. 892 6975 | www.gsimport.is
Mikið úrval
Borðbúnaður
fyrir veitingahús og hótel
Guðrún Erlingsdóttir
ge@mbl.is
„Við finnum fyrir okkar samfélags-
legu ábyrgð og bygging meðferðar-
heimilis fyrir börn sem glíma við
hegðunar- og vímuefnavanda rímar
við hugsun okkar um að búa börnum
og ungmennum góð uppeldisskil-
yrði,“ segir Gunnar Einarsson,
bæjarstjóri Garðabæjar. Hann skrif-
aði í gær undir viljayfirlýsingu um
uppbyggingu 1.000 fm húsnæðis á
Vífilsstaðahálsi fyrir meðferðarheim-
ili fyrir börn sem glíma við hegðunar-
og vímuefnavanda. Ásmundur Einar
Daðason, félags- og jafnréttismála-
ráðherra, og Heiða Björk Pálmadótt-
ir, forstjóri Barnaverndarstofu,
skrifuðu einnig undir viljayfirlýs-
inguna og fór athöfnin fram við Víf-
ilsstaðavatn.
„Lóðin er 10.000 fermetrar og
staðsetningin gefur möguleika á því
að börn sem þar dvelja verði ekki
fyrir truflun en séu samt ekki of
langt í burtu,“ segir Gunnar.
Garðabær úthlutar lóð undir með-
ferðarheimilið og velferðarráðu-
neytið tryggir Barnaverndarstofu
fjármagn til framkvæmda vegna
byggingar heimilisins og síðar rekst-
urs þess.
Nýtt úrræði á Vífilsstaðahálsi
Í tilkynningu frá velferðarráðu-
neytinu er haft eftir Ásmundi Einari
Daðasyni velferðarráðherra að
ánægjulegt sé að búið sé að finna
heimilinu stað. Nú sé spennandi upp-
bygging framundan með jákvæðni og
sameiginlegum vilja allra aðila sem
að málinu standa.
Að sögn Halldórs Haukssonar,
sviðsstjóra á meðferðar- og fóstur-
sviði Barnavendarstofu, er áætlað að
taka heimilið í notkun eigi síðar en
árið 2022 ef ekkert óvænt kemur upp
í byggingarferlinu. Halldór segir að
meðferðarheimilið á Vífilsstaðahálsi
tengist á engan hátt fyrirhuguðu
stuðningsheimili með eftirmeðferð
sem til stóð að opna í Grafarholti.
„Meðferðarheimilið á Vífilsstaða-
hálsi er sérhæft meðferðarúrræði
sem hefur verið í undirbúningi í lang-
an tíma. Það má segja að það verði
viðbót og blanda af starfsemi sem
fram fer á Stuðlum, Lækjarbakka og
Laugalandi. Eftirspurn hefur aukist
eftir meðferð í nærumhverfi og stað-
setning heimilisins á höfuðborgar-
svæðinu tekur mið af því,“ segir
Halldór og bætir við að fyrirhugað sé
að bjóða átta pláss á þremur að-
skildum deildum auk öflugrar eftir-
meðferðar fyrir átta til tíu unglinga í
senn sem komnir eru heim eftir vist-
un á meðferðarheimilinu.
„Það er gert ráð fyrir sérstöku
rými fyrir börn og ungmenni sem
þurfa tímabundna öryggisvistun og
þau sem sæta gæsluvarðhaldi.
Halldór segir að nýja meðferðar-
heimilið muni auka fjölbreytni í þjón-
ustu við börn með hegðunar- og
vímuefnavanda og hafa jákvæð áhrif
á þróun annarra úrræða í meðferðar-
kerfi Barnaverndarstofu.
Ljósmynd/Velferðarráðuneytið
Samstarf Sólin skein þegar viljayfirlýsing um uppbyggingu meðferðar-
heimilis við Vífilsstaðaháls og rekstur þess var undirrituð í Garðabæ.
Viljayfirlýsing um
nýtt meðferðarheimili
Garðabær leggur til lóð við Vífilsstaðaháls Nýtt úrræði
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Þetta er vissulega áhyggjuefni og
alls ekki nein óskastaða sem við er-
um í,“ segir Jón G. Valgeirsson,
sveitarstjóri í Hrunamannahreppi
og formaður stjórnar Sorpstöðvar
Suðurlands (SOS).
Sorpa hefur tilkynnt að um ára-
mótin verði lokað fyrir frekari mót-
töku sorps til urðunar frá sveitar-
félögum á starfssvæði Sorpstöðvar
Suðurlands. Málið var rætt á stjórn-
arfundi Sorpu um miðjan mánuðinn.
Þar var framkvæmdastjóra falið að
loka fyrir frekari viðskipti við SOS
nema einhverjar breytingar hefðu
orðið sem breyttu stöðunni. Sveitar-
félögin hafa urðað hjá Sorpu um ára-
bil en undanfarið eitt og hálft ár hef-
ur samningur þar um verið
framlengdur um mánuð og mánuð í
senn. Ekki hefur fundist viðunandi
lausn á sorpmálum þarna um slóðir
síðan urðunarstað við Kirkjuferju-
hjáleigu í Ölfusi var lokað árið 2009.
Stefnt var að því að urðuninni yrði
fundinn framtíðarstaður á Nessandi
í Ölfusi en þær hugmyndir hafa verið
slegnar af.
„Þá fórum við aftur af stað með
staðarvalsgreiningu en það er ekki
komin nein niðurstaða enn. Við höf-
um því óskað eftir framlengingu hjá
Sorpu,“ segir Anton Kári Halldórs-
son, sveitarstjóri Rangárþings
eystra og stjórnarmaður í Sorpstöð
Suðurlands.
Jón Valgeirsson segir að hann
vænti svara frá Sorpu milli jóla og
nýárs. „Við áttum fund með Sorpu í
vikunni og erum að skoða alla mögu-
leika. Við vonum það besta en búum
okkur undir það versta,“ segir hann.
Ef viðræður sigla í strand hyggst
Sorpstöð Suðurlands „kanna mögu-
leika í Fíflholti og Stekkjarvík“ eins
og það er orðað, eða leita leiða sem
fengjust með undanþágu. Meðal
þeirra hugmynda sem hafa verið
viðraðar fari svo að Sorpa standi við
áform sín er að flytja sorp út til Dan-
merkur og Svíþjóðar til brennslu.
„Það yrði kannski engin óska-
niðurstaða en það vill enginn eiga
sorpið. Urðun er alltaf síðasti val-
kostur og það væri reyndar margt
gott sem hlytist af sorpútflutningi.
Þá myndum við þurfa að stórauka
flokkun og sorpið sem yrði brennt
ytra myndi nýtast til dæmis til raf-
magnskyndingar,“ segir Anton Kári.
Sunnlendingar búa sig
undir útflutning á sorpi
Sorpa lokar fyrir móttöku sorps þaðan um áramótin
Morgunblaðið/Eggert
Sorp Pattstaða er í urðunarmálum á Suðurlandi fyrir vestan Markarfljót, en brátt verður lokað fyrir móttöku.
Reimar Pétursson lögmaður hefur
kært til Landsréttar úrskurð Hér-
aðsdóms Reykjavíkur þess efnis að
hafna vitnaleiðslum og öflun sýni-
legra sönnunargagna í máli fjög-
urra þingmanna Miðflokksins
vegna upptökunnar á veitingastof-
unni Klaustri í miðbæ Reykjavík-
ur.
Í kærunni, sem Morgunblaðið
hefur undir höndum, segir Reimar
að það veki athygli að ein mynd-
anna sem birtust í fjölmiðlum og
virðist hafa verið tekin sem liður í
aðgerðum Báru Halldórsdóttur,
sem tók samtal þingmannanna upp
og sendi fjölmiðlum undir dulnefn-
inu „Marvin“, hafi að því er virðist
verið tekin utan af götu áður en
hún tók upp samtal þingmannanna,
nema einhver annar hafi tekið
myndina.
„Allt þetta gefur til kynna að
þegar varnaraðili kom á Klaustur
hafi hún komið þangað með það
fyrirframgefna markmið að njósna
um og taka upp samtöl sóknaraðila.
Hún hafi gengið fumlaust til verka.
Hún hafi haft meðferðis bæklinga
sem hún notaði sem yfirvarp og
búnað sem hentaði til verksins. Þá
hafi hún dvalið á staðnum svo lengi
sem í fjórar klukkustundir,“ segir í
kæru Reimars.
Segir þar enn fremur að fjór-
menningarnir úr Miðflokknum telji
þetta gefa þeim ríka ástæðu til að
kanna hvort einhver annar hafi
komið að framkvæmd aðgerðar
Báru, eða fylgt henni á Klaustur.
Persónuvernd hefur sent lög-
mönnum Báru gögn vegna athug-
unar á Klausturmálinu og er málið
í hefðbundnum farvegi innan stofn-
unarinnar. Á fundi á fimmtudag
ákvað stjórn Persónuverndar að
óska eftir hljóðupptökunni af sam-
tölum þingmannanna sem og upp-
tökum úr eftirlitsmyndavélum á
Klaustri frá þeim tíma sem sam-
tölin voru tekin upp. Eftir að úr-
skurður héraðsdóms féll þar sem
hafnað var kröfu lögmanns þing-
mannanna um sönnunarfærslu fyr-
ir dómi vegna málsins, þ. á m. með
öflun upptakna úr öryggismynda-
vélum verður beðið með að óska
eftir umræddum upptökum uns
niðurstaða Landsréttar liggur fyr-
ir. ash@mbl.is
Kæra til
Landsréttar
Vilja leiða til lykta hvort Bára Hall-
dórsdóttir hafi verið ein að verki