Morgunblaðið - 22.12.2018, Page 12

Morgunblaðið - 22.12.2018, Page 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 2018 Seljavegur 2 | Sími: 511-3340 | Fax: 511-3341 | www.reyap.is | reyap@reyap.is Apótekið þitt í gamla Héðinshúsinu við Seljaveg 2 Afgreiðslutími: 9-18:30 virka daga 10-16:00 laugardaga Reykjavíkur Apótek býður upp á allar tegundir lyfja. Mikið og fjölbreytt úrval af heilsuvörum, bað- og ilmvörum, gjafavörum auk ýmissa annarra góðra kosta. Reykjavíkur Apótek er sjálfstætt starfandi apótek sem leggur áherslu á persónulega þjónustu og hagstætt verð. • Öryrkjar og eldri borgarar njóta sérkjara hjá okkur • Frí heimsendingarþjónusta Söfnum í neyðarmatar- sjóð fyrir jólin til matarkaupa hjá Fjölskylduhjálp Íslands fyrir þá fjölmörgu sem lægstu framfærsluna hafa. Þeim sem geta lagt okkur lið er bent á bankareikning 0546-26-6609, kt. 660903-2590. Fjölskylduhjálp Íslands, Iðufelli 14 Breiðholti og Baldursgötu 14 í Reykjanesbæ. Neyðarsöfnun í matarsjóðinn fyrir jólin Guð blessi ykkur öll Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is Áþremur af fjórum hundahótelum sem Morg-unblaðið hafið samband við var allt orðiðlöngu fullt fyrir jól og áramót. Alls eru 98búr til umráða á þeim hundahótelunum, en í sumum tilvikum geta tveir hundar frá sama heimili gist í einu búri. Hundarnir gista allt frá einum degi og upp í tvo mánuði. Eintil tvær vikur eru meðal gistitími hunda á hótelunum. Kelað við hundana „Það er alltaf nóg að gera um jól og áramót og raunar allt árið. Það er margt sem spilar inn í og utan- landsferðir um jól og áramót hafa aukist mikið. Eig- endur hundanna fara í jólaboð og ýmislegt annað sem kallar á gæslu fyrir hundana,“ segir Hreiðar Karlsson, hótelstjóri á hundahótelinu Leirum. Hann segir að hundarnir fái nógan mat og mikið sé kelað við þá um hátíðarnar. Á gamlárskvöld sé passað að hafa gott ljós í húsinu og jólamúsík til þess að koma í veg fyrir að hræðslu við flugelda hjá hundum. Hreiðar segir lítið skotið upp í kringum hótelið og hundarnir hræðist meira blossana frá flugeldum heldur en hljóðið frá þeim. Á hunda- og kattahóteli Suðurnesja er einnig nóg að gera yfir hátíðarnar. Vel er gert við hundana sem þar dvelja. Þeir fá klapp og kjass, blautmat, nammi og nagbein. Gestir á Hundagæsluheimilinu á Arnarstöðum við Selfoss fá pínulitla aukabita eða nammi meðan þeir gista þar og sumir eigendur skilja eftir sparibein til há- tíðabrigða. „Hundum er enginn greiði gerður með breytingu á mataræði sem eykur álag á meltinguna hjá þeim,“ seg- ir Guðríður Þorbjörg Valgeirsdóttir. Hún segir að hundarnir fái óvenjumikið spjall og klapp yfir hátíð- irnar. Dekur, göngur og hlaup Á hundahóteli Norðurlands á Jórunnarstöðum, eru ennþá tvö til þrjú laus pláss að sögn Elmars þór Magn- ússonar. „Við dekrum mikið við hundana, förum með þá í göngur og út í gerði þar sem þeir geta hlaupið. Ef um smáhunda er að ræða sem eru litir í sér þá tökum við þá inn í hús til okkar. Það má segja að hver hundur fái einstaklingsmiðaða þjónustu,“ segir Elmar og bendir á að um áramótin sé ekkert sprengt í sveitinni og hundar sem hræddir séu við flugelda komi því aftur og aftur um áramót. Sumir komi á gamlársdag en aðrir fyrr. Morgunblaðið/Árni Sæberg Leikur Hótelgestir á hundahótelinu á Jórunnarstöðum fá að leika sér og hreyfa sig vel yfir jól og áramót. Hundar dekraðir á hundahótelum um jólin Nær fullbókað er á hundahótelum landsins yfir jól og áramót. Ýmislegt er gert til þess að gera dvöl hundanna sem besta og tryggja að þeim líði vel á með- an eigendur þeirra eru í burtu. Morgunblaðið/Ásdís Jólafín Hundahótel taka vel á móti hundum sem dvelja þurfa fjarri heimilum sínum yfir hátíðarnar. Hallgrímsöfnuður afhenti 8.000.000 kr. við messu í Hallgrímskirkju 16. des- ember. Styrkurinn er ætlaður til þriggja verkefna sem öll snúa sér- staklega að málefnum í þágu barna og unglinga og er ætlunin að tengja verk- efnin Hallgrímssöfnuði með fræðslu og kynningu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hallgrímssókn. Þar kemur einnig fram að styrkirnir þrír fari til Framtíðar- sjóðs Hjálparstarfs kirkjunnar sem styður sjálfráða íslensk ungmenni til þess að rjúfa vítahring stuttrar skóla- göngu, lágra launa og fátæktar. Hjálp- arstarfsemi sem styður við börn og ungmenni sem hafast við á götum Kampala, höfuðborgar Úganda, fékk styrk. Markmiðið með því verkefni er að götubörn öðlist verkkunnáttu og taki þátt í verkefnum sem styrkja sjálfsmynd þeirra til þess að gæta réttar síns. Þriðja framlagið fékk Samband ís- lenskra kristniboðsfélaga en það framlag er ætlað til þess að byggja fyrsta hluta nýs framhaldsskóla fyrir stúlkur í Kamununo sem staðsett er í fjalllendi Pókothéraðs í Kenía. Verk- efnið er unnið í samvinnu við utanrík- isráðuneytið. Í Hallgrímskirku er safnað til góðra málefna með samskotum í messum á sunnudögum og árdegismessum á miðvikudögum. Alls söfnuðust með samskotum 1.500.000 kr. Auk sam- skotanna samþykkti sóknarnefnd Hall- grímssóknar að leggja fram 6.500.000 kr. framlag úr Líknarsjóði en fram kemur í tilkynningu frá Hall- grímskirkju að ávallt sé þess gætt að nægir fjármunir séu til þess að bregð- ast við neyðartilfellum. Í nær tvo áratugi hafa messusamkot verið tekin í Hallgrímskirkju. Á þessu ári hefur verið safnað til hjálparstarfs, kristniboðs, fyrir Samhjálp og lands- söfnun vegna missis barna. Auk þess sem safnað hefur verið fyrir við- gerðum í Skálholti, fyrir Listvinafélag kirkjunnar, fyrir barna og unglingakór- inn og til skógræktar á Íslandi. Hjálparstarf Hallgrímssafnaðar Messusamskot tekin tvisvar í viku til hjálpar- og kirkjustarfs Hallgrímskirkja Ungmenni afhenda styrki til hjálpar- og kristniboðsstarfs.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.