Morgunblaðið - 22.12.2018, Síða 14
BAKSVIÐ
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Sala á Ísey skyri hefur aukist um
10-11% í ár. Skyr sem Ísey út-
flutningur ehf. og samstarfsfyrir-
tæki selja er nú í nærri 15 þúsund
verslunum í 21 landi Evrópu og
Norður-Ameríku, og í ár eru seld-
ar um 110 milljón skyrdósir hér
og erlendis að verðmæti um 13
milljarðar kr. Á seinni hluta næsta
árs hefst framleiðsla og sala á
fjarlægum mörkuðum, meðal ann-
ars í Japan, Ástralíu og Nýja-
Sjálandi. Áætlað er að þá verði
unnið á alls 33 mörkuðum og salan
nemi 130 milljónum dósa. Heildar-
veltan mun því aukast umtalsvert
frá því sem er nú, ef áætlanir
ganga eftir.
Ísey útflutningur ehf., dóttur-
félag Mjólkursamsölunnar, tók við
erlendri starfsemi MS um mitt
þetta ár. Ísey og MS eru með eig-
in sölu á skyri í tólf löndum í ár
og í samstarfi við önnur fyrirtæki
í níu löndum til viðbótar með
vörumerkjasamningum. Ísey legg-
ur til íslenska skyrkúltúrinn, að-
stoð við að koma framleiðslu af
stað og markaðssetningu og fær á
móti ákveðna hlutdeild af sölunni.
Skyrið sem Ísey selur sjálft er
ýmist framleitt á Íslandi eða í
mjólkurbúi Thise í Danmörku
enda hafa tollmúrar takmarkað
möguleika á útflutningi til Evrópu.
Jón Axel Pétursson, framkvæmda-
stjóri Ísey útflutnings, bendir á að
allt til þessa árs hafi Ísland aðeins
haft 380 tonna tollfrjálsan kvóta
til Evrópusambandsins en salan
hafi numið 5.000 tonnum. Nefnir
hann sem dæmi að skyr hafi verið
selt fyrir rúma 8 milljarða kr. til
Finnlands á síðustu fjórum árum.
Ef einungis hefði verið flutt út
héðan það magn sem tollkvótar
heimiluðu hefði söluandvirði
skyrsins takmarkast við 1,2 millj-
arða.
Ráðstafanir vegna Brexit
Þegar nýr tollasamningur við
ESB verður kominn að fullu til
framkvæmda á árinu 2021 verður
tollkvóti á mjólkurafurðum til
Evrópusambandslanda 4.000 tonn
á ári. Jón Axel segir að upphaf-
lega hafi verið áætlað að hann yrði
notaður til að flytja út skyr til
Bretlands þar sem vitað var um
vænlegan markað.
Ísey skyr hefur gengið vel í
Bretlandi. Söluaukningin í ár var
um 60%, frá síðasta ári. Það er nú
komið í um 1.100 verslanir Wait-
rose, Aldi og Costco. Í upphafi nýs
árs taka 500 verslanir Marks og
Spencer Ísey skyrið í sölu. „Við
erum komnir inn í fínar verslanir í
Bretlandi,“ segir Jón Axel. Salan
nemur um 950 tonnum í ár og tel-
ur hann að í framtíðinni verði eng-
in vandræði að selja 4.000 tonn á
ári í Bretlandi, en það er innan við
1% af jógúrtmarkaðnum þar.
Skyrið var flutt út frá Íslandi
fram eftir ári, á meðan tollkvótinn
entist, en síðustu mánuði ársins
var það framleitt í dönsku mjólk-
ursamlagi. „Við verðum að vera
með eigin framleiðslu í Evrópu-
sambandsríkjum til þess að geta
sinnt markaðnum,“ segir Jón Ax-
el.
Óvissan vegna útgöngu Bret-
lands úr ESB hefur sett strik í
reikninginn. „Við teljum nokkuð
víst að ESB-kvótinn muni ekki
nýtast í Bretlandi og markaðs-
starfið getur ekki beðið eftir póli-
tískum ákvörðunum um Brexit,“
segir Jón Axel. Þess vegna hefur
verið samið við mjólkursamlag í
Swansea í Wales um framleiðslu
fyrir Bretlandsmarkað.
Harðnandi samkeppni
Staðan á öðrum mörkuðum er
misjöfn. Finnland hefur verið mik-
ilvægasti skyrmarkaður Íslend-
inga. Þar hafa stórir framleið-
endur séð tækifæri vegna vel-
gengni Ísey skyrsins og sam-
keppni hefur harðnað. Samdráttur
verður í sölu þar í ár.
Sviss er einnig mikilvægur
markaður enda er skyr flutt þang-
að án tolla. Salan í ár eykst um
15%. Sala hófst í Hollandi, Belgíu,
Lúxemborg og Ítalíu á árinu og
þar fer salan rólega af stað. Sama
er að segja um Rússland og ná-
grannalönd en þar hóf samstarfs-
fyrirtæki Ísey útflutnings fram-
leiðslu fyrir HM í knattspyrnu.
Leyfishafar í Noregi og Dan-
mörku selja á þessu ári um 6.000
tonn af skyri. Góð aukning er í
Noregi en samdráttur í Dan-
mörku.
Stórir markaðir bætast við
Árið 2019 verður mikilvægt fyr-
ir Ísey útflutning. Framleiðsla á
skyri hefst í Japan og Nýja-
Sjálandi/Ástralíu seinnihluta árs-
ins, samkvæmt samningum sem
gerðir voru á árinu. „Við höfum
gert leyfissamninga fyrir litla
markaði, eins og Danmörk og
Noreg þar sem eru 10 milljón íbú-
ar og þeir hafa gefið okkur ágætis
tekjur. Nú erum við að fara inn á
150 milljón manna markað og
bindum miklar vonir við góðan ár-
angur þar,“ segir Jón Axel um
áskoranir á nýju ári en tekur fram
að árangurinn ráðist mikið af því
að samstarfsaðilarnir á þessum
mörkuðum reynist jafn öflugir og
reiknað var með þegar þeir voru
valdir.
Ekki er vitað hversu hröð þró-
unin verður á þessum mörkuðum.
Þannig er japanska samstarfsfyr-
irtækið Nippon Luna að stefna að
hámarki markaðssetningar fyrir
Ólympíuleikana í Tókýó árið 2020.
Ísey útflutningur setur sér há-
leit markmið í uppbyggingu vöru-
merkisins og sölu á afurðunum, að
sögn Jóns Axels. „Framtíðarsýn
okkar er að Ísey skyr verði verð-
mætasta alþjóðlega vörumerkið
fyrir skyr í heiminum eftir fimm
ár með 90 þúsund tonna sölu á ári
og heildarveltu Ísey útflutnings og
allra samstarfsaðila upp á 50 millj-
arða króna,“ segir Jón Axel. Hann
vonast jafnframt til að Ísey skyr
verði eitt verðmætasta og þekkt-
asta alþjóðlega vörumerkið fyrir
íslenskar matvörur.
Spennandi ár í skyrinu
Seldar eru 110 milljónir dósa af Ísey skyri í ár Á næsta ári bætist á landakort skyrsins 150 millj-
ón manna markaður í fjarlægum heimsálfum Samið við mjólkurbú um framleiðslu fyrir Bretland
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Skyr Ísey skyr er í harðri samkeppni
á jógúrtmarkaði í Evrópu og Banda-
ríkjunum. Í undirbúningi er að hefja
framleiðslu í Japan og Nýja-Sjálandi.
Starfsfólk Erna Erlendsdóttir, Hildur Hermannsdóttir, Jón Axel Péturs-
son, Íris Sigurðardóttir og Auðunn Hermannsson.
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 2018
Lesið vandlega upplýsingarnar á umbúðumog fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til
læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum umáhættuog aukaverkanir.
Sjá nánari upplýsingar um lyfið áwww.serlyfjaskra.is
Ibuprofen Bril
Reykjavíkurvegur 62 | Sími 527 0640 | 220Hafnarfjörður | www.wh.is
Á hreint brilliant verði!
Bólgueyðandi og verkjastillandi
400mg töflur - 30 stk og 50 stk
Auk þess að halda utan um
vörumerkið og annast útflutn-
ing á Ísey skyri er hlutverk
Ísey útflutnings ehf. að leita
að viðskiptatækifærum erlend-
is fyrir aðrar mjólkurafurðir.
Jón Axel Pétursson segir að
sú vinna sé hafin. Nú sé verið
að skoða möguleika kryd-
dosts, Hleðslu og smjörs í
neytendapakkningum. Hugs-
unin sé að reyna að fá hærra
verð fyrir tilbúnar vörur en
fæst við útflutning á und-
anrennudufti.
Fimm starfsmenn Mjólkur-
samsölunnar fluttust til hins
nýstofnaða dótturfélags sem
tók til starfa 1. júlí sl. Jón Ax-
el Pétursson framkvæmda-
stjóri var áður framkvæmda-
stjóri sölu- og markaðssviðs
MS. Aðrir starfsmenn eru Erna
Erlendsdóttir, sölu- og mark-
aðsstjóri, Auðunn Hermanns-
son, tækni- og vöruþróunar-
stjóri, Hildur Hermannsdóttir
og Íris Sigurðardóttir. Þau
voru öll áður starfsmenn MS.
Leitað að
tækifærum
AÐRAR MJÓLKURAFURÐIR