Morgunblaðið - 22.12.2018, Page 20

Morgunblaðið - 22.12.2018, Page 20
20 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 2018 Fagleg og persónuleg húsfélagaþjónusta Eignarekstur leggur áherslu á að einfalda og hagræða málin fyrir húsfélög Traust - Samstaða - Hagkvæmni eignarekstur@eignarekstur.is • www.eignarekstur.is • Sími 566 5005 Ráðgjöf Veitum faglega ráðgjöf til húsfélaga Bókhald Höfum umsjón með bókhaldi fyrir húsfélög Þjónusta Veitum persónulega þjónustu sem er sérsniðin að hverju og einu húsfélagi STUTT ● Heildarfjöldi gistinátta í nóvember síðastliðnum stóð nánast í stað frá fyrra ári, samkvæmt upplýsingum á vef Hagstofu Íslands. Þar segir einnig að fjöldi gistinátta á hótelum hafi aukist um 1% meðan herbergjanýting á hótel- um hafi verið 58% og dregist saman um fimm prósentustig frá nóvember 2017. Á sama tíma hafi framboð á hót- elherbergjum aukist um tæp tíu pró- sent. „Gistinætur ferðamanna á öllum gististöðum í nóvember síðastliðnum voru 542.000, en þær voru 544.000 í sama mánuði fyrra árs. Gistinætur á hótelum og gistiheimilum voru 351.200. Gistinætur í íbúðagistingu, farfuglaheimilum, tjaldsvæðum o.þ.h. voru 107.800 og um 83.000 í gegnum vefsíður á borð við Airbnb. Heildarfjöldi gistinátta stendur í stað milli ára ● WOW air hefur skrifað undir samning um sölu á fjórum Airbus A321 vélum til Air Can- ada, en WOW hefur haft vélarnar á kaupleigu síðan árið 2014. Þetta kemur fram á vef- síðu WOW air. Þar segir jafn- framt að salan sé hluti af endurskipu- lagningu félagsins. Vélarnar verða afhentar í janúar 2019, og mun salan bæta sjóðsstöðu WOW air um meira en 12 milljónir bandaríkjadala, eða rúma 1,4 milljarða króna. tobj@mbl.is WOW air selur fjórar flugvélar til Air Canada Sala Floti WOW endurskipulagður. BAKSVIÐ Pétur Hreinsson peturhreins@mbl.is Þorsteinn Baldur Friðriksson, for- stjóri tölvuleikjafyrirtækisins Tea- time, vinnur þessa dagana hörðum höndum ásamt 20 starfsmönnum fyr- irtækisins við að gefa út nýjan tölvu- leik. Áætlaður útgáfudagur er í febr- úar á næsta ári en nú þegar hafa erlendir fjárfestingarsjóðir fjárfest fyrir um 9,1 milljón bandaríkjadala í fyrirtækinu sem nemur rúmum millj- arði króna. Í samtali við Morgunblað- ið segir Þorsteinn að fyrirtækið sé þó ekki aðeins að stefna að útgáfu eins nýs leik heldur fleiri leikja sem allir byggja á nýrri og áður óþekktri hug- myndafræði í símaleikjageiranum. Í ljósi þess að um marga leiki verður að ræða býður það upp á mun meiri tekjumöguleika fyrir fyrirtækið en fyrri leikur stofnenda Teatime, QuizUp strandaði á vissan hátt á því hversu erfitt það var að skapa tekjur í leiknum sem náði til yfir 100 milljón notenda. 20 brúðkaup Teatime Games var stofnað í fyrra en hingað til hefur starfsemi þess far- ið nokkuð huldu höfðu ef frá er talin fjármögnun fyrirtækisins en aðalfjár- festir í Teatime Games er fjárfest- ingasjóðurinn Index Ventures. Í sam- tali við blaðamann segir Þorsteinn að hugmyndin að leiknum hafi sprottið upp út frá nokkuð óvæntri stefnu sem fyrri leikur Þorsteins, QuizUp, tók. Segja má að kjarni hugmyndafræði fyrirtækisins séu mannleg samskipti sem óhætt er að segja að hafi breyst töluvert með tilkomu þeirra öflugu snjallsíma sem nánast allir eiga nú til dags. Í spurningaleiknum QuizUp spilaði fólk spurningaleik saman í rauntíma. Þar var boðið upp á möguleika til að spjalla. Til að gera langa sögu stutta segir Þorsteinn að rúmlega 20 brúð- kaup hafi verið haldin þar sem fólk kynntist upphaflega í gegnum spurn- ingaleikinn. Þorsteinn sjálfur var raunar viðstaddur eitt þeirra í gegn- um Skype. „Það má segja að þetta hafi verið kveikjan að ákveðinni hugmynd sem við fengum, sem er Teatime,“ segir Þorsteinn. Þorsteinn lagði höfuðið í bleyti ásamt meðstofnendum sínum, Ými Erni Finnbogasyni, Jóhanni Þorvaldi Bergþórssyni og Gunnar Hólmsteini Guðmundssyni næstsíðasta sumar. „Fólk hefur spilað alls konar spil, ekki tölvuleiki, alls konar spil saman, í mörg þúsund ár. Við fórum að pæla í því hvar mestu verðmætin eru fólgin í því að spila við fólk einhver spil. Við komust að þeirri niðurstöðu, að þegar fólk safnast saman, hvort sem það er borðspil, eða ólsen ólsen, þá eru að- alverðmætin ekki endilega í spilinu sjálfu, heldur í samskiptum sem þú átt við fólkið sem þú ert að spila við,“ segir Þorsteinn. Aðspurður segir Þorsteinn að það dragi að vissu leyti úr mikilvægi leiks- ins sjálfs. „Á vissan hátt gerir það það. Við höfum pælt í því að þegar þú ert að spila t.d. bara ólsen ólsen með börnunum þínum. Það er mjög gaman en ólsen ólsen er ekki góður leikur. Það myndi enginn leikjahönnuður segja: Þetta er mjög sniðugt! En það er samt gaman þegar þú nærð ólsen ólsen og sérð viðbrögð annarra og vinnur þá,“ segir Þorsteinn. Þorsteinn segir að um nýja tegund símaleikja sé að ræða og að mikil tækifæri séu fyrir hendi. Hann segir símatölvuleiki velta meira en allur kvikmyndaiðnaðurinn í Hollywood gerir og orðinn langstærstur í tölvu- leikjaheiminum. „Miklu stærri en Playstation, PC, eða nokkuð annað í veltu,“ segir Þorsteinn. „En í símatölvuleikjum er fólk ein- hvern veginn alltaf svo eitt og þú ert eiginlega aldrei að spila með einhverj- um öðrum. Þótt það séu símatölvu- leikir til sem eru „multiplayer“ og þú ert að spila með öðrum þá sérðu oftar en ekki bara eitthvert notendanafn og getur ekki beint haft góð samskipti við manneskjuna,“ segir Þorsteinn og heldur áfram. „Ekkert sem er í lík- ingu við það að eiga í mannlegum samskiptum við aðra manneskju.“ Bæta mannleg samskipti Þorsteinn bendir á að fjölmargar kannanir hafi sýnt að einmanaleiki hefur aukist gríðarlega mikið með til- komu snjalltækja. Þrátt fyrir að fólk eigi í raun í meiri samskiptum, í gegn- um samskiptaforrit á borð við Mes- senger eða WhatsApp. „Sem er ótrú- lega mikil þversögn því í raun og veru erum við að núna að eiga meiri sam- skipti heldur en nokkru sinni áður,“ segir Þorsteinn. Þorsteinn bendir á að yngra fólk sé í meiri mæli farið að nýta sér öðruvísi tækni. Það sendi frekar skilaboð til sinna vina með Snapchat, noti mynda- vélina þar sem samskiptin verða dýpri, með svipbrigðum sem illa er hægt að tjá í svarthvítum texta. Teatime hyggst því nýta þá öflugu tækni sem snjallsímarnir búa yfir og blanda henni við svokallaða AR-tækni (e. augmented reality) sem margir kannast við úr filterum sem boðið er upp á á Snapchat, eða í Pokémon Go leiknum þar sem tölvutækni er notuð til þess að auðga eða breyta veru- leikanum. „Við hugsuðum með okkur að blanda þessari nýju tækni sem sím- arnir eru, við aðra tækni. Við viljum því bjóða upp á leik við rauntímaví- deósímtal. Ofan á það ætlum við að nota AR-tæknina, til að skjóta fólki inn í einhver leikjaheim. Gera það raunverulegt, þar sem þú átt í raun- verulegum samskiptum við vini þína á meðan þú ert að spila leiki, þó að þeir séu einhvers staðar allt annars stað- ar. Til að bæta og auka gæði sam- skipta hjá fólki sem er að spila saman tölvuleik,“ segir Þorsteinn og bætir því við að slík tækni hafi ekki verið notuð áður til að búa til símaleik. Eggin í mörgum körfum „Við erum að gera þessa tækni til þess að verða góðir í því að búa til leiki þar sem fólk er annaðhvort að keppa á móti einhverjum í rauntíma, eða með einhverjum í rauntíma. T.d. við að leysa þrautir,“segir Þorsteinn. Eins og áður segir er stefnt að út- gáfu fyrsta leiksins í febrúar á næsta ári en von er á fleiri leikjum eftir það sem styrkir tekjugrunn fyrirtækisins. Í því ljósi stendur ekki allt og fellur með þessum eina leik líkt og var raun- in með QuizUp. Þorsteinn segir teym- ið hafa lært mikið af QuizUp og að tekjugrunnurinn hafi verið það fyrsta sem hugsað var út í. „Með QuizUp settum við öll eggin í sömu körfu. Spurningaleikir, ekki bara QuizUp, heldur allir spurninga- leikir sem hafa komið út á símum, hafa allir átt erfitt með það að skapa tekjur. Það er bara af því að módelið er erfitt,“ segir Þorsteinn. „Kosturinn við það sem við erum að gera núna er að við erum ekki að búa til einn leik heldur margar tegundir af leikjum. Allir leikirnir eru með mis- munandi leið til þess að skapa tekjur. En tekjurnar verða í gegnum auglýs- ingar og svo með kaupum á vörum í leiknum sjálfum. Eins og allar tekjur verða til í þessum símaheimi,“ segir Þorsteinn. Þorsteinn segir þó að tækifærin séu ekki aðeins fólgin í þeim leikjum sem fyrirtækið býr til. „Mér líður eins og möguleikinn á þessu tækifæri sé miklu stærri en QuizUp. Hérna erum við að búa til tækni. Við erum ekki bara að búa til leiki sjálf heldur sjáum við fyrir okkur að vinna með þessa nýju tegund leikja með stúdíóum úti um allan heim. Þetta er í raun alveg nýtt „genre“ af leikjum sem ég spái að verði mjög fyrirferðamiklir í náinni framtíð.“ Ný tegund af leikjum  Þorsteinn Baldur Friðriksson og félagar í Teatime Games vinna að nýjum leik sem býður upp á áður óþekkta möguleika í einmana veruleika snjallsímanna Morgunblaðið/Árni Sæberg Tölvuleikir Þorsteinn segir tekjumöguleika Teatime Games vera mikla í ljósi þess að ekki er aðeins um einn tölvuleik að ræða heldur marga. 22. desember 2018 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 119.04 119.6 119.32 Sterlingspund 151.09 151.83 151.46 Kanadadalur 88.39 88.91 88.65 Dönsk króna 18.28 18.386 18.333 Norsk króna 13.779 13.861 13.82 Sænsk króna 13.286 13.364 13.325 Svissn. franki 120.52 121.2 120.86 Japanskt jen 1.0648 1.071 1.0679 SDR 165.31 166.29 165.8 Evra 136.52 137.28 136.9 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 169.3184 Hrávöruverð Gull 1255.0 ($/únsa) Ál 1922.5 ($/tonn) LME Hráolía 56.49 ($/fatið) Brent Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.