Morgunblaðið - 22.12.2018, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 22.12.2018, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 2018 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Skýrsla innriendurskoð-unar Reykja- víkurborgar um framúrkeyrsluna við braggann í Naut- hólsvík er raunaleg lesning. Í skýrslunni kemur fram að ekki stóð steinn yfir steini í framkvæmdinni. Verk- lagsreglur voru ítrekað brotnar alveg frá upphafi og kostnaður hlóðst eftirlitslaust upp. Aðeins þröngur hópur innan borgar- innar fylgdist með framvindunni og sá ekki ástæðu til að upplýsa borgarráð um stöðuna þótt ærin ástæða hefði verið til. Í skýrslunni er spjótum beint að skrifstofu eigna og atvinnu- þróunar hjá borginni. Segir þar að á árinu 2015 hafi innri endur- skoðun gert úttekt á skrifstof- unni og sett fram ábendingar um atriði sem betur mættu fara. Ekki hefðu verið gerðar full- nægjandi úrbætur vegna ábend- inganna, en ætla mætti að hefði það verið gert hefði vinnan bið braggann í Nauthólsvík ekki far- ið í þann farveg sem hún gerði. Það er einnig ástæða til að velta fyrir sér hvernig skilgreina eigi útkomuna og að hve miklu leyti var um minjavernd að ræða. Augljóst er að gamli bragginn var ekki gerður upp. Í skýrslunni er talað um misvís- andi upplýsingar: „Talað hefur verið um verndunarsjónarmið og að það þurfi að byggja upp eins og byggingarnar voru áður, en samt sem áður voru gerðar ýms- ar breytingar á þeim,“ segir í skýrslunni. Síðan eru raktar ýmsar breytingar, en um leið að farnar hafi verið óþarflega dýrar leiðir annars staðar undir merkj- um verndar. Þá hafi margum- talað náðhús, sem brann á sínum tíma og var því ónýtt, verið endurbyggt með ærnum til- kostnaði, en telja skýrsluhöfund- ar að ugglaust hefði fengist leyfi til að rífa það. Á það hefði hins vegar aldrei reynt því ekki var sótt um leyfi til að rífa það. Þá er rakið í skýrslunni hversu erfitt er að draga upp mynd af framkvæmdinni vegna þess að heimildir eru einfaldlega ekki fyrir hendi. Kemur í ljós að skjöl um framkvæmdir, hönnun og hugmyndavinnu hafa ekki verið varðveitt í skjalasafni. Þetta nær meðal annars til tölvupósta, sem ekki voru afrit- aðir í skjalavistunarkerfi og hurfu því einfaldlega. Í skýrsl- unni er talað um brot á lögum um opinber skjalasöfn. Það get- ur ekki talist viðunandi að borg- in stundi rassvasabókhald af þessu tagi. Í skýrslunni segir að upplýs- ingagjöf hafi verið ófullnæjandi á allflestum stigum. Ágreiningur sé milli þeirra sem áttu að fylgj- ast með verkinu, skrifstofustjóra og verkefnastjóra skrifstofu eigna og atvinnuþróunar hjá borginni beri ekki saman um hvað sá síðarnefndi hafi upplýst hinn um og engin gögn finnist sem varpi ljósi á það mis- ræmi. Þá hafi vill- andi og jafnvel rang- ar upplýsingar verið lagðar fyrir borg- arráð um verkefnið. Til dæmis sé fram- úrkeyrsla skýrð með því að bragginn hafi verið frið- aður, en það er alls ekki rétt. Þá segir að samskipti skrif- stofustjóra skrifstofu eigna og atvinnuþróunar og borgarstjóra hafi ávallt verið mikil, því beri þeir báðir vitni, en þeim beri hins vegar saman um að borgarstjóra hafi ekki verið kunnugt um fram- vindu verkefnisins að Nauthóls- vegi 100 og engin gögn fundist um samskipti milli þeirra vegna verkefnisins. Í skýrslunni er fundið að því að innkaupareglum borgarinnar hafi ekki verið fylgt við gerð samninga vegna framkvæmd- anna. Innkauparáð borgarinnar fann að þessu, óskaði eftir skýr- ingum og í kjölfarið eftir áliti borgarlögmanns. Það álit kom ekki fyrr en fjórtán mánuðum eftir að beðið var um það. Var það skýrt með því að tafir hefðu verið á upplýsingagjöf. Það er vita- skuld ólíðandi að kerfið dragi að veita svör svo lengi og er einnig fundið að því að innkauparáð skuli ekki hafa ítrekað málið við borgarlögmann. Skýrslan er mikill áfellis- dómur. Hún gefur innsýn í það hvernig ráðist er í verkefni með bundið fyrir augu. Mikið hefur verið fundið að framúrkeyrsl- unni, en það var nógu dýrt fyrir og furðulegt að enginn skyldi spyrja hvort það væri yfirhöfuð skynsamlegt að ráðast í þennan austur á almannafé. Þessi lausatök eiga líka stóran þátt í að kostnaður við verkefnið fer úr böndum og það er full ástæða til að spyrja hvort ekki megi yfirfæra það á önnur verk- efni hjá borginni. Borgin hefur margar skyldur við borgarbúa og á fullt í fangi með að uppfylla þær, svo ekki sé meira sagt. Borgarstjóri segist ætla að axla ábyrgð. Það verði gert með því að laga til þannig að svona nokkuð gerist ekki aftur. Af hverju var ekki lagað til þegar innri endurskoðun setti fram sín- ar ábendingar fyrir þremur ár- um? Þarf fjölmiðlafár til að meirihlutinn ranki við sér? Meirihlutinn reynir að láta eins og bragginn sé undantekn- ing. Ástæða er til að óttast að það sé öðru nær. Nýlega kom fram að opinber verkefni fara að meðal- tali 60% fram úr áætlun. Mun það breytast? Má búast við að allt í einu verði farið að bera virðingu fyrir peningum, sem koma úr vösum borgaranna? Hver verða svörin þegar næsta framúr- keyrsla kemst í hámæli? Vissi þá enginn neitt heldur? Verður þá engin gögn að finna um eitt eða neitt? Þessu máli er hvergi nærri lokið. Skýrslan um bragg- ann í Nauthólsvík er dapurleg lesning um verkefni sem fór gjörsamlega úr böndum} Áfellisdómur Þ ó það eigi eftir að kaupa seinustu gjafirnar, þrífa eldhússkápana og það hafi farist fyrir að senda jóla- kortin í ár þá er engin ástæða til að örvænta. Jólin koma alltaf á sama tíma, sama hvort okkur finnst við vera tilbúin til að taka á móti þeim eða ekki. Stressið og álagið er óþarfi, stundum er best að geta horft i gegn- um fingur sér og enn mikilvægara er nýta tím- ann til að sinna þeim sem standa manni næst. Stærstu pakkarnir, tandurhrein gólf eða nýjasti jólakjóllinn er ekki mælikvarði á vellíðan yfir há- tíðarnar. Það er hægt að segja margt um jólin og þann tíma sem nú fer í hönd. Burtséð frá aðstæðum hvers og eins eigum við það flest sameiginlegt að nýta tímann í þessari síðustu viku ársins til að horfa yfir árið. Við reynum að meta það sem vel var gert, allar minningarnar með okkar nánustu, hvaða áföngum við náðum og síðast en ekki síst reynum við að meta hvað við getum gert betur á næsta ári. Allt er þetta persónubundið, markmiðið mismunandi og þannig mætti áfram telja. Við eigum það þó flest sameiginlegt að vilja búa í frið- samlegu og vingjarnlegu samfélagi. Við viljum hafa góðan anda í samfélaginu, eins og stundum er sagt. Það er eitthvað sem við getum öll unnið að. Við getum við ósammála um ým- islegt en á sama tíma virt rétt allra til að hafa ólíkar skoð- anir, við höfum ólík markmið en óskum þess samt að náung- inn nái sínum markmiðum og þrátt fyrir að það skyggi stundum á í lífum okkar vonum við að aðrir sjái birtuna í sínu lífi. Ég hef á þessu ári haft mikil tækifæri til að ferðast víða um landið. Fyrir utan það að njóta náttúrufegurðar landsins er mér dýrmætast að eiga samfélag við annað fólk, alls staðar að af landinu. Burtséð frá öllum þeim málum sem rædd eru á vettvangi stjórnmálanna þá eiga flestir það sameiginlegt að vilja eiga þess kost að sjá fyrir sér og sínum, að búa börnum sínum vel í haginn, að búa við öryggi og fyrst og fremst í samfélagi þar sem fólki er mætt af hlýju og kærleika. Þetta er vissulega einföld mynd af flóknum veruleika, en engu að síður ágætis áminning fyrir okkur stjórnmálamenn að vita að stjórnmál eru ekki alltaf efst í huga almennings. Við munum áfram hafa ólíkar skoðanir og áfram verða einhverjir sem njóta sín best í því að ala á sundrung og óánægju. En við getum tekist á með málefnalegum hætti, af virðingu fyrir náung- anum og þannig lagt okkar af mörkum til að búa til góðan anda í samfélaginu. Það getur ýmislegt komið upp á lífinu, við förum í gegnum alls konar hindranir og áskoranir – en með gleði, jákvæðni og bjartsýni leggjum við öll okkar af mörkum við að búa til gott samfélag. Ég óska ykkur öllum gleðilegra jóla og vona að nýja árið verði ykkur gæfuríkt. Áslaug Arna Sigurbjörns- dóttir Pistill Góður andi á nýju ári Höfundur er formaður utanríkismálanefndar og ritari Sjálfstæðisflokksins. aslaugs@althingi.is STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Innheimta skatta og gjalda áfiskeldi verður aukin frá þvísem nú er og lagt var til í til-lögum starfshóps um stefnu- mótun í fiskeldi sem skilaði tillögum á síðasta ári, verði ný frumvörp sjáv- arútvegs- og landbúnaðarráðherra að lögum. Frumvörpin eru tvö. Ann- ars vegar um álagningu auðlinda- gjalds á fiskeldi og hinsvegar breytt frumvarp um breytingar á ýmsum lögum um fiskeldi. „Það vekur athygli að í báðum frumvörpunum er boðuð aukin gjald- taka. Greinilega er verið að bæta talsvert í,“ segir Einar K. Guðfinns- son, formaður Landssambands fisk- eldisstöðva. Hálft gjald í lokuðum kvíum Í drögum að frumvarpi um nýt- ingu eldissvæða í sjó er gert ráð fyrir greiðslu 15 króna gjalds af hverju kílói fisks sem fyrirtækin hafa leyfi til að ala. Fyrirtækin greiða í dag ekki sérstaklega fyrir þessi afnot. Gjaldið er fyrirhugað að leggja á árið 2020. Það verði lægra fyrstu árin en fullt gjald verði sett á árið 2023. Í skýrslu starfshóps um stefnu- mótun í fiskeldi sem fulltrúar fisk- eldis og veiðréttarhafa áttu sæti í var samkomulag um slíkt gjald, 15 krón- ur á kíló. Það átti hins vegar að leggjast á hvert framleitt kíló, ekki ónotaðan lífmassa í leyfum, og gefa átti sex ára umþóttunartíma frá því að slátrun hefst til að gefa fiskeldinu kost á að fjárfesta og byggja sig upp. Í nýju tillögunum er reynt að stuðla að notkun á ófrjóum laxi og lokuðum eldiskvíum til þess að draga úr hættu á erfðamengun náttúru- legra laxastofna með því að veita helmingsafslátt af auðlindagjaldi þannig eldis. „Ég persónulega geri ekki athugasemdir við að reynt sé með efnahagslegum hvötum að stýra eldinu einnig inn á þessar brautir. Í því felst aukinn kostnaður og áhætta fyrir fyrirtækin því aðferðirnar eru enn á tilraunastigi,“ segir Einar. Gert er ráð fyrir að gjaldið skili milljarði í tekjur árið 2023 og rennur fjárhæðin óskipt í ríkissjóð. Í fiskeldislagafrumvarpinu er lagt til að árlegt gjald í Umhverfis- sjóð sjókvíaeldis verði hækkað úr 12 SDR í 20 SDR á hvert tonn af laxi sem leyfi er fyrir. Þeir sem ala ófrjó- an lax eða lax í lokuðum eldisbúnaði fái helmingsafslátt. Tillit til mótvægisaðgerða Með fiskeldislagafrumvarpinu er verið að skapa lagalegan grund- völl fyrir því að nota áhættumat Haf- rannsóknastofnunar til að takmarka enn frekar en nú er laxeldi í ná- grenni við laxveiðiár, í þeim tilgangi að draga úr hættu á erfðablöndun eldislax og náttúrulegra stofna. Það fyrirkomulag var niðurstaða um- rædds starfshóps. Aðferðir Hafró hafa hinsvegar sætt mikilli gagnrýni nokkurra fiskeldismanna sem telja þær ekki eiga neitt skylt við vísindi. Ákvæði frumvarps sem lagt var fram á síðasta þingi um áhættumat hefur verið breytt nokkuð. Nú verð- ur allt eldi í sjó tekið með í reikning- inn, líka í lokuðum eldiskvíum. Þá tekur skilgreiningin einnig til mót- vægisaðgerða, ef um þær er að ræða. Einnig eru skýrari reglur um það hvernig fiskeldisfyrirtæki á að draga úr eldismagni, ef end- urskoðað áhættumat gefur tilefni til. Einar segir að það hljóti að vera skref í rétta átt ef tekið verður tillit til mót- vægisaðgerða. Hann treystir sér þó ekki til að segja hvort það nægi til að lægja óánægjuöldur. Fiskeldið greiði millj- arð í auðlindagjald „Það jákvæða við þessi frum- vörp er að útgangspunktur þeirra er að hér verði stundað öflugt fiskeldi. Áform stjórn- valda um verulega tekjuöflun ríkissjóðs af fiskeldi staðfestir það,“ segir Einar K. Guðfinns- son, formaður Landssambands fiskeldisstöðva. Hann segir að frumvörpin feli í sér breytingar sem fiskeldis- menn þurfi að fara vandlega yfir. „Við teljum að lögin þurfi að vera skýr og fela í sér fyrir- sjáanleika sem okkur hefur fundist mikið skorta á. Regluverkið þarf að vera strangt en án óþarfa flækjustiga. Sumt í frumvarpinu um fiskeldi er í þá áttina en annað ekki.“ Nefnir Einar að ekki sé gert ráð fyrir sameiningu rekstr- ar- og starfsleyfa sem minnkað hefði flækjustigið. Verði án flækjustiga EINAR K. GUÐFINNSSON Einar K. Guðfinnsson Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Unnið á kvíum Tilgangur fiskeldisfrumvarps er að skapa íslensku fiskeldi bestu skilyrði til uppbyggingar en jafnframt að stuðla að ábyrgu fiskeldi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.