Morgunblaðið - 22.12.2018, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 22.12.2018, Blaðsíða 24
24 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 2018 Einar Páll Kjærnested, löggiltur fasteignasali Þverholti 2 // Mosfellsbæ // Sími 586 8080 fastmos.is // fastmos@fastmos.is Svanþór Einarsson Löggiltur fasteignasali S. 698 8555 Sigurður Gunnarsson Löggiltur fasteignasali S. 899 1987 Hringdu og bókaðu skoðun Mjög fallegt 200 m2 einbýlishús á einni hæð innst í botn­ langa á fallegum útsýnisstað. Eignin skiptist í hjóna­ herbergi með fataherbergi, svefnherbergi, forstofu, bað­ herbergi, sjónvarpshol, eldhús, stofu, borðstofu og bílskúr. Stórir gluggar með glæsilegu útsýni og mikil lofthæð sem gerir eignina bjarta og skemmtilega. Fallegar innréttingar og gólfefni. Stórt steypt og hellulagt bílastæði og viðhaldslítil lóð með hellulagðri verönd. V. 94,9 m. Leirvogstunga 17 - 270 Mosfellsbær Gleðileg jól og farsælt komandi ár Málvöndun eroft tengd viðað forðast„málvillur“ með því að nota ekki orð í öðrum föllum né beygja á annan hátt en tíðkast í málsamfélaginu. Á gjafa- miðum jólapakkanna sést t.d.: „Til Ingibjörgu Sif frá Nínu Björg“ sem er leið- rétt í: „Til Ingibjargar Sifjar frá Nínu Björgu“. Áhersla á gamalkunnu fallaóreiðuna „ég/mig/mér hlakkar“ og „mig/mér langar“ í samræmdum prófum grunnskóla bendir til að „rétt“ fallanotkun með sögnunum „hlakka“ og „langa“ sé talin skera úr um hæfni barna í móðurmáli sínu. Í gagnrýni á prófin hefur komið fram að málþjálfun í skóla mætti beinast að öðrum þáttum – enda er undir hælinn lagt hvort kennarar og skólastjórn- endur noti fallbeygð orð með þeim hætti sem telst rétt samkvæmt próf- unum. Hægt væri að málþjálfa börn með því að örva sköpunarmátt tungunnar og kenna þeim að málvöndun snúist um fjölbreytni og inni- haldsríkt orðfæri. Benda þeim á að „hérna, eh, sko, þveist, þú skilur notla“ sé ekki að hjálpa viðmælandanum að skilja neitt – því ekkert hafi verið sagt með þessum hikorðum. Ólíkar aðstæður bjóði upp á ólíkt orðfæri; ritmál lúti öðrum lögmálum en talmál í formlegu samhengi eða óformlegu spjalli vina og kunningja. Það sem sé óviðeigandi í útvarpsviðtali geti átt við í símahjali við vin (án hátal- ara). Ekki sé sama hvort fólk tísti eða skrifi jólakort, stöðuuppfærslu, bók- arhandrit eða nýársávarp. Hið svokallaða málsnið sé síbreytilegt. Frá sjónarhorni málvöndunar gildir sú regla að velja orð í samræmi við aðstæður; líkt og tíðkast um hegðun, klæðaburð og framkomu alla. Frjáls- legt fas og orðfæri í eigin svefnherbergi hentar ekki á almannafæri innan um ókunnuga. Í uppvextinum læra börn að þekkja hin ósögðu mörk, hvað megi segja við hvern, hvenær og hvar; hvernig sé best að segja það sem okkur býr í brjósti án þess að móðga eða særa þau sem til manns heyra nær og fjær. Sigfús Daðason orti um orðin: „tign mannsins segja þeir / þó þeir geri sér ekki ljóst að orð eru dýr / né með hverju þeir geti borgað.“ Og í Einræðum Starkaðar orti Einar Benediktsson: „Þel getur snúizt við atorð eitt. / Aðgát skal höfð í nærveru sálar.“ Hvert samfélag lýtur siðaboðum um hvað sé við hæfi – hér er talað um kristið eða borgaralegt siðgæði sem frjálslyndir og opnir fjölmiðlar á borð við Morgunblaðið hafa miðað við í sínum fréttaflutningi, án þess að það teljist atlaga að tjáningarfrelsi. Það kom mér því í opna skjöldu þegar ég las hér í blaðinu á mánudaginn að varasaksóknari íslenska ríkisins teldi að þessi almennu siðaboð um mannleg samskipti væru bundin við lítinn hóp „af vinstri mönnum“ – og valdi slíkum „gapuxum“ síðan hin hæðilegustu orð sem gætu fallið vel að málsniði Bandaríkjaforseta. Ég gerði mér ekki grein fyrir að afsiðun íslenska málsamfélagsins væri jafn langt gengin og orð þessa hátt setta gæslumanns réttvísinnar eru til vitnis um. Málvöndun á öllum sviðum Tungutak Gísli Sigurðsson gislisi@hi.is Málsnið Ólíkar aðstæður bjóða upp á ólíkt orð- færi; ritmál lýtur öðrum lögmálum en talmál í formlegu samhengi eða óformlegu spjalli. Fyrir sex áratugum var Jón Gunnarsson, sembyggði upp Coldwater Seafood Corporation,fisksölufyrirtæki Sölumiðstöðvar hraðfrysti-húsanna í Bandaríkjunum, eins konar goð- sögn í röðum ungra sjálfstæðismanna þeirra tíma. Í okkar röðum gengu sögur um að hann hefði byggt upp nánast af eigin rammleik mikilvægan markað fyrir ís- lenzkan fisk í Bandaríkjunum. Við höfum áreiðanlega í pólitískri baráttu þeirra tíma við sósíalismann verið að leita að fyrirmyndum til þess að sanna kenningar okkar um yfirburði einka- reksturs gagnvart þeim opinbera rekstri, sem sósíal- istar boðuðu. Við fundum þær fyrirmyndir fyrst og fremst í sjávarútvegi og Jón Gunnarsson var ein þeirra. Raunar varð Jón „goðsögn“ í augum fleiri en ungra sjálfstæðismanna. Guðmundur H. Garðarsson, fyrrver- andi alþingismaður og áður upplýsingafulltrúi SH, seg- ir að hið sama hafi átt við um miðlara Coldwater vest- an hafs. Latneskt orðatiltæki: „esse quam videri“, að vilja vera frekar en að sjást, hefur oft verið notað um Wallenbergana sænsku, sem lengi voru mestu iðju- höldar í Svíþjóð og eru kannski enn. En það má líka nota um Jón Gunn- arsson. Það fór af honum orð en hann sást varla og lét sjaldan í sér heyra á opinberum vettvangi. Okkur varð ljóst, að þar fór maður, sem vildi láta verk sín tala, og það fannst okkur líka til fyrirmyndar. Nú hefur Jakob F. Ásgeirsson skrifað ævisögu Jóns Gunnarssonar, sem staðfestir þá tilfinningu Heimdell- inga þeirra tíma að þar hafi farið einn af ármönnum Íslands. Þau ævintýri, sem urðu á Íslandi á síðustu öld, heimastjórn, fullveldi, lýðveldi og að lokum full yf- irráð yfir fiskimiðunum við landið, gerðust ekki af sjálfsdáðum. Til að þau yrðu að veruleika þurfti þessi fámenna eyþjóð norður í höfum að eignast pólitíska leiðtoga, forystumenn í atvinnulífi og menningarfröm- uði. Jón Gunnarsson varð einn þessara forystumanna í íslenzku atvinnulífi. Í upphafi var hann einn starfs- maður Coldwater Seafood í Bandaríkjunum ásamt rit- ara. Það sem gerðist næstu árin og áratugi á eftir var ævintýri líkast. Hans kynslóð Íslendinga þurfti að berjast til mennta. Þar naut hann, eins og margir aðrir, liðsinnis Jónasar frá Hriflu. Skólagöngu þessa fátæka sveita- pilts frá Íslandi lauk með verkfræðiprófi frá MIT, ein- um fremsta háskóla Bandaríkjanna, með viðkomu í Noregi. En á þeirri vegferð kynntist hann því lokaða og þrönga samfélagi, sem Ísland var á fyrri hluta 20. ald- ar – og er kannski að einhverju leyti enn. Eitt af verk- efnum stjórnmálamanna hér á þeim tíma var að útvega efnilegum námsmönnum námsstyrki á fjárlögum. Jón- as frá Hriflu stóð í því fyrir hönd Jóns Gunnarssonar. Greinarhöfundur hefur séð gögn um að í sama hlut- verki var Benedikt Sveinsson, afi Halldórs Blöndals, fyrrverandi ráðherra og forseta Alþingis, og þeirra frændsystkina, fyrir Finnboga Rút Valdemarsson, síð- ar ritstjóra Alþýðublaðsins og þingmann á vegum Sameiningarflokks alþýðu – Sósíalistaflokks í tæpan einn og hálfan áratug. Jakob F. Ásgeirsson segir að í þeirri viðleitni hafi Jónas frá Hriflu mætt mótspyrnu úr óvæntri átt, frá embættismanni, sem sagði við fjárlaganefnd að Jón hefði getað valið sér betri skóla! Hann fór í Samvinnu- skólann en ekki í Menntaskólann í Reykjavík og hann fór fyrst í framhaldsnám til Noregs en ekki Danmerk- ur eða Þýzkalands. Og af sömu ástæðum þótti ekki sjálfsagt að hann fengi inngöngu í Verkfræðinga- félagið. Tímabilið milli 1920 og 1940 er enn svolítið óplægður akur í sögurit- un hér. Þeir kaflar í bók Jakobs um ár Jóns Gunnarssonar í Siglufirði eru mjög áhugaverðir en hann gegndi tvisvar sinnum starfi fram- kvæmdastjóra Síldarverksmiðja rík- isins. Þar kynntist hann þá þegar þeim innbyrðis átökum í pólitíkinni hér, sem geta orðið mjög persónu- leg. Frásögn Jakobs bendir til þess að yngri kynslóðir hafi aldrei gert sér fulla grein fyrir mikilvægi Síldar- verksmiðja ríkisins í íslenzku atvinnulífi á fjórða tug síðustu aldar. En þótt ár Jóns Gunnarssonar í Siglufirði séu fróð- leg lesning sem og kaflinn um hænsnaræktarbóndann Jón eru það þó afrek hans í Bandaríkjunum, sem standa upp úr. Sjálfstæði Íslands snerist ekki bara um að losna úr sambandinu við Dani. Við þurftum að sýna að við gæt- um staðið á eigin fótum og séð um okkur sjálf. Við þurftum að byggja upp atvinnulíf og finna markaði fyr- ir afurðir okkar í öðrum löndum. Þar höfðu áður verið á ferð við Miðjarðarhaf saltfisksölumenn. Sennilega er Þórður Albertsson þeirra þekktastur en hann var ná- frændi Thorsaranna. En Bandaríkin voru að langmestu leyti ónumið land og augljóst af frásögn Jakobs að Einar ríki Sigurðsson úr Vestmannaeyjum hefur verið lykilmaður í því að fá Jón til starfa við að byggja upp sölukerfi fyrir íslenzkan fisk í Bandaríkjunum. Þegar horft er yfir farinn veg er ljóst að slíkt mark- aðsstarf í öðrum löndum hefur verið hluti af sjálfstæð- isbaráttu þessarar þjóðar og þeir sem þar komu við sögu hafa gegnt mikilvægu hlutverki i þeirri baráttu. Afkomendur Jóns Gunnarssonar og konu hans koma enn við sögu íslenzkra þjóðmála. Hann er móðurafi Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokks og fjármálaráðherra. Bók Jakobs F. Ásgeirssonar um Jón Gunnarsson er veigamikið framlag til íslenzkrar atvinnusögu. Að vera frekar en að sjást Uppbygging fiskmark- aða í öðrum löndum var hluti af sjálfstæðis- baráttu þjóðarinnar. Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is Rómverski mælskugarpurinn Cicero sagði: „Cum tacent clamant.“ Með þögninni er hrópað. Og fræg eru þau ummæli dr. Björns Sigfússonar háskólabókavarðar í formála Ljósvetninga sögu, að þögn- in væri fróðleg, þó að henni mætti ekki treysta um hvert einstakt at- riði. Ýmis dæmi eru til á Íslandi um þögn, sem er í senn hrópleg og fróð- leg. Eitt er af íslenskum marxistum. Einhverjir þeirra hljóta að hafa vit- að, að Marx og Engels minntust nokkrum sinnum á Íslendinga. Marx segir frá því í bréfi til Engels 1855, þegar hann gerði gys að hreintungu- stefnu Íslendinga í samtali við Bruno Bauer. Og Engels fer hinum verstu orðum um Íslendinga í bréfi til Marx 1846: Þeir „tala alveg sömu tungu og þessir subbulegu víkingar frá anno 900, súpa lýsi, búa í jarðhýsum og þrífast ekki nema loftið lykti af úldn- um fiski.“ Hvorugt bréfið er birt í Úrvalsritum Marx og Engels, sem komu út hjá Heimskringlu í tveimur bindum 1968. Höfðu bæði bréfin þó birst í heildarútgáfu verka Marx og Engels hjá Dietz í Austur-Berlín. Annað dæmi er af Hermanni Jón- assyni og Bandaríkjamönnum. Í skeyti frá ræðismanni Bandaríkj- anna á Íslandi 23. júní 1941 segir: „Forsætisráðherra óskar eftir því, að engir negrar verði í hersveitinni, sem send verður hingað.“ Þessar setningar voru felldar niður úr út- gáfu Bandaríkjastjórnar 1959 á skjölum um utanríkismál, en án úr- fellingarmerkis, og komst prófessor Þór Whitehead að þessu með því að skoða frumskjalið. Skiljanlegt var, að Bandaríkjastjórn skyldi ekki end- urprenta orð Hermanns, en óneitan- lega hefði mátt sýna það með úrfell- ingarmerki. Þriðja dæmið er af Halldóri K. Laxness. Þegar Stalín gerði griða- sáttmála við Hitler 1939, snerist Laxness á svipstundu frá fyrri and- stöðu við nasismann og sagði, að nú væri Hitler orðinn „spakur seppi“. Hann snerist aftur 1941, eftir að Hit- ler rauf sáttmálann og réðst á Rúss- land, og skrifaði greinina „Vopnið í Ráðstjórnarríkjunum“ í ritið 25 ára ráðstjórn 1942. Þar lofaði hann víg- búnað Stalíns: „Ríki sem hefur þá lífsköllun að bera fram til sigurs dýr- mætustu hugsjón mannkynsins, er aldrei ofvel vopnum búið gegn óvin- um mannkynsins.“ Laxness endur- prentaði aldrei þessa grein ólíkt flestum öðrum skrifum sínum. Sennilega hefur honum fundist hún rekast á friðarhjal það, sem hann og aðrir stalínistar iðkuðu eftir stríð. Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Hrópleg þögn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.