Morgunblaðið - 22.12.2018, Blaðsíða 25
UMRÆÐAN 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 2018
Bláu húsin v/Faxafen
Sími 553 7355 • www.selena.is
Selena undirfataverslun • Næg bílastæði
Opið í dag
til kl. 20,
Þorláksmessu
kl. 11-21 og
aðfangadag
kl. 10-13.
Glæsilegar
jólagjafir
Undirföt
Náttföt
Náttkjólar
Sloppar
Gjafakort
Eins og oft áður um jólinleggur skákpistlahöf-undur blaðsins nokkrarskákþrautir fyrir les-
endur sína en lausnir munu birtast í
blaðinu eftir viku. Dæmin eru úr
ýmsum áttum og höfundar flestir lítt
þekktir með þeim undantekningum
þó að dæmi nr. 2 er eftir skákdæma-
höfundinn fræga Leonid Kubbel og
dæmi nr. 4 er eftir bandaríska skák-
dæmahöfundinn Sam Lloyd.
1. Hvítur leikur og mátar í 2. leik.
2. Hvítur leikur og mátar í 2. leik
3. Hvítur leikur og mátar í 3. leik
4. Hvítur leikur og mátar í 3. leik
Skák
Helgi Ólafsson
helol@simnet.is
5. Hvítur leikur og vinnur.
6. Hvítur leikur og vinnur.
Heimsmeistaramótin
í hraðskák og atskák
hefjast á annan dag jóla
Sankti-Pétursborg í Rússlandi er
vettvangur einnar vinsælustu
keppni ársins, heimsmeistaramót-
anna í hraðskák og atskák, sem hefj-
ast í Sankti-Pétursborg á annan í
jólum, 26. desember, kl. 12 að ís-
lenskum tíma. Atskákmótið er fyrr á
dagskrá og stendur í þrjá daga, 26.-
28. desember, samtals 15 umferðir.
Tímamörk eru 15 10.
Hraðskákkeppnin fer fram dag-
ana 29. og 30. desember, 21 umferð,
og tímamörk eru 3 2. Hægt verður
að fylgjast með mótinu á fjölmörg-
um vefsvæðum, t.d. Chess24.com.
Jóla-
skák-
þrautir Margra hæða blokk
er nú risin þvert á neyð-
arbrautina á Reykjavík-
urflugvelli, eins og risa-
stór steinsteyptur
vegartálmi, svo öruggt
sé að hún verði aldrei
notuð framar sem flug-
braut til að koma fár-
veiku fólki utan af landi
á hátæknisjúkrahús. Þessi stórfurðu-
ega ákvörðun var endanlega tekin af
vinstri mönnum í borgarstjórn
Reykjavíkur. Þessi nauðsynlega neyð-
arbraut var einfaldlega fyrir skipulagi
borgarstjórnar.
Álíka hegðun var viðhöfð af komm-
únistum í Austur-Evrópu á tímum
kalda stríðsins. Í Bratislava, sem þá
var næststærsta borg Tékkóslóvakíu
en er nú höfuðborg Slóvakíu síðan
1993, var tekin sú ákvörðun að byggja
nýja brú (Nový Most, sem tekin var í
notkun 1972) og hraðbraut yfir Dóná í
gegnum gamla miðbæinn við ána. Til
þess þurfti að brjóta niður stórt bæna-
hús gyðinga og stóran hluta gyðinga-
hverfis. Auk þess var hin nýja hrað-
braut lögð beint fyrir framan aðaldyr
kaþólsku dómkirkjunnar í Bratislava
(Dóm Svatä Martina),
þannig að ekki var leng-
ur hægt að nota aðal-
innganginn inn í helgi-
dóminn.
Það má til sanns vegar
færa, að fátt sé komm-
únistum heilagt, nema
þá slíkur forkastanlegur
yfirgangur þeirra eigin
ógnarstjórnar.
Það undarlega við
þessa yfirgangssemi
vinstri vængs í stjórnmálum er eyði-
legging eigna og hið algera virðing-
arleysi og skortur á umburðarlyndi við
aðrar skoðanir, en hans eigin.
Í Austur-Evrópu var fólk til dæmis
fangelsað undir stjórn kommúnista
eða sett á geðveikrahæli fyrir kristið
trúboð. Vinstri menn í borgarstjórn
eru komnir vel á veg í þá áttina með
því að banna kristið trúboð í skólum í
Reykjavík vorra daga. Þeir hafa nú
þegar komið á fót skoðanalögreglu,
sem einnig var að verki í Bratislava
eins og annars staðar í austur blokk-
inni á tímum kalda stríðsins.
Svona vinnubrögð tekur langan
tíma að laga, ef það er þá nokkurn
tíma hægt. Á meðan bera þau merki
um stjórnarfarslegar hörmungar sem
næstu kynslóðir munu ekki hreykja
sér af, né vilja kannast við að hafa
stuðlað að. Mál er að linni og að Reyk-
víkingar og landsbyggðarmenn allir
sleppi undan ógnarstjórn vinstri
manna og komist fagnandi inn í nýja
tímann, líkt og Tékkóslóvakar og aðrir
þjáningarbræður þeirra upplifðu fyrir
þremur áratugum.
Ógnarstjórn
kommúnista
Eftir Einar Ingva
Magnússon
Einar Ingvi Magnússon
»Þessi nauðsynlega
neyðarbraut var fyrir
skipulagi borgarstjórn-
ar. Álíka hegðun var við-
höfð af kommúnistum í
Austur-Evrópu á tímum
kalda stríðsins.
Höfundur er áhugamaður
um samfélagsmál.