Morgunblaðið - 22.12.2018, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 22.12.2018, Blaðsíða 27
vandi, ekki síst fyrir öryrkjana sjálfa sem festast í fátæktargildru auk ein- manaleikans, kvíðans og þunglynd- isins – og að vera ekki eins og aðrir, á vinnumarkaði. Það hafa fáir sagt í mín eyru: „Ég er stoltur öryrki“ – flestir fara með veggjum eins og ég gerði lengi og skammast sín að vera þessi baggi á samfélaginu en nú heimta ég bara meira, já hagsmuna- hóparnir eru alls staðar. En ég er stolt manneskja og veit að hluti af fjölgun öryrkja er hraði og kröfur samfélagsins. Foreldrar vinna lengur og báðir úti, fara í félagsstarf, börnin eru í skólanum frameftir degi dauð- þreytt. Hinir fullorðnu fara að róa okkur, bæði heilsunnar vegna líkam- lega og andlega, börnin skynja streitu mæta vel og hún hefur áhrif á þau sem jafnvel birtist á fullorðins- árum og þá ef til vill framleiðum við fleiri öryrkja. Er það það sem við vilj- um? Hugum fyrst og fremst að börn- unum og uppeldi þeirra, frjálslegu en fróðlegu. Börnin eru ávöxtur framtíð- annar og aðeins með þeim getum við stöðvað fjölgun öryrkja, en ástæða flestra eru geðraskanir og stoðkerfis- sjúkdómar. Hér eru forvarnir geysi- lega mikilvægar og skipta í raun í öllu máli, en þá verðum við líka að vita hvað við erum að fyrirbyggja og á því þurfum við frekari rannsóknir, á því hvað orsakar örorku, ekki í dag, held- ur í gær – en í dag getum við notað þær upplýsingar sem eru til. Þá þarf að gera aðgerðaáætlun, ekki í dag, heldur í gær. Það er svo undarlegt að Tryggingastofnun ríkis- ins hafi ekki á takteinum betri út- skýringar á fjölgun öryrkja. Björgum fleiri frá örkumlum, ör-orku (lítil orka). Það er allra hagur. Breytum einnig viðhorfi okkar til öryrkja og þurrkum út fordómana. Höfundur er kennari, blaðamaður og diploma í fötlunarfræðum. og öryrki. uhj@simnet.is UMRÆÐAN 27 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 2018 HÁLSMEN ARMBÖND EYRNALOKKAR HRINGIR Demantsmen 4k hvítagull 29.000 kr. Demantslokkar 0,08 ct 38.900 kr. Demantsmen 14k gull 0,20 ct 87.000 kr. Demantslokkar 2 x 0,10 ct 84.000 kr. Demantsmen 14k gull 29.000 kr. Demantslokkar 0,08 ct 38.900 kr. Hálsmen 14k gullmoli 26.500 kr. Demantshringur 14k gull 0,22 ct 129.000 kr. Hátúni 6a | Sími 577 7740 | carat.is | acredo.is Gullsmiðir Gullhringur 14k 47.500 kr. Demantshringur 14k gull 0,22 ct 129.000 kr. Demantshringur 14k gull 0,20 ct 143.500 kr. Demantslokkar 2 x 0,10 ct 84.000 kr. Demantsmen 14k hvítagull 0,20 ct 87.000 kr. Demantsmen 14k gull stirni 47.500 kr. Demantslokkar 0,20 ct 84.000 kr. Demantsmen 14k hvítagull 0,25 ct 108.500 kr. Gulltryggðu jólagleðina í Carat Opið 10-22 í kvöld – Þorláksmessu 10-23 – Aðfangadag 10-13 Fátækt meðal barna á sér margar birting- armyndir. Þegar hug- takið „fátækt“ ber á góma dettur mörgum í hug svelti og jafnvel að viðkomandi búi á götunni. Hugtakið fá- tækt hefur hins vegar mun víðtækari merk- ingu en það. Í því felst m.a. að hafa ekki ráð á að veita börnum sín- um þau lífsgæði sem vilji stendur til eða eru talin nauðsynleg. Hópur þessara barna er ekki einsleitur. Börn einstæðra foreldra og inn- flytjenda eru þó líklegri til að vera hluti af þessum hópi. Foreldrar sem eru aðþrengdir fjárhagslega þurfa eðli málsins samkvæmt að forgangsraða ef endar eiga að ná saman. Efst á forgangslista eru grunnþarfir, húsaskjól og að fæða og klæða fjölskylduna. Aðrir hlutir verða að mæta afgangi. Ekki geta allir foreldrar tryggt fjölskyldu sinni öruggt húsaskjól til langs tíma eða mat á borðið á hverjum degi. Þessir foreldrar lifa ef til vill í óvissu um hver mánaðamót hvort tekst að greiða alla nauðsynlega reikninga og eiga líka svolítinn af- gang. Í starfi mínu gegnum árin sem sálfræðingur hef ég oft komið að málum barna fátækra foreldra. Þau fara sannarlega ekki varhluta af áhyggjum foreldra sinna, hvort sem það eru fjárhagsáhyggjur eða áhyggjur af öðrum ástæðum. Óstöðugleiki t.a.m. tíðir flutningar ásamt öðrum fylgifiskum viðvar- andi efnahagsþreng- inga hafa neikvæð og jafnvel skaðleg áhrif á þroska og tilfinningalíf barnanna. Sjálfsmatinu ógnað Að vera barn í fjöl- skyldu sem býr við knappan fjárhag til langs tíma er erfitt hlutskipti. Óhjákvæmi- lega bera börn sig saman við önnur börn. Þau bera heimilislíf sitt saman við heim- ilislíf vina sinna þar sem sambæri- legur vandi er ekki fyrir hendi. Skilningur barna á þessari erfiðu stöðu fjölskyldunnar byggist vissu- lega á þroska þess og aldri. Engu að síður spyrja unglingar sig allt eins og yngri börnin af hverju þeir geti ekki notið sömu hluta og önnur börn á þeirra aldri. Enda þótt þeir viti ef til vill ekki svarið eru margir eðlilega ósáttir við hlutskipti sitt og finnst það ósanngjarnt. Þeir finna oft mest fyrir mismunun ef þeir fá ekki tækifæri til að stunda kostn- aðarsamar tómstundir t.d. tónlist- arnám sem hugur og áhugi beinist að. Þessu er svipað farið með yngri börnin sem einnig leiða oft hugann að leikföngum sem þau sjá á heim- ilum vina sinna og þrá að eignast. Eldri börnin horfa hugsanlega til snjalltækja af ýmsu tagi, tölvu- leikja, ferðalaga eða tískufatnaðar sem foreldrar þeirra hafa ekki ráð á að veita þeim. Því meiri mismunun sem börn kynnast innbyrðis í félags- og efna- hagsstöðu sinni því meiri líkur eru á að tilfinningar eins og vanmáttur, minnimáttarkennd og öfund, geri vart við sig. Við slíkar aðstæður finna ung börn oft fyrir sorg og höfnun. Unglingar finna oft fyrir reiði, pirringi og biturð. Það hefur áhrif á sjálfsmat og sjálfsvirðingu barns ef það er stöðugt að finna og upplifa að það fær ekki sömu tæki- færi og önnur börn á sama reki. Þess vegna finnst börnum fátækra foreldra oft þau vera á jaðrinum meðal jafningja sinna og tekst jafn- vel ekki að samlagast nógu vel eða líða nógu vel með sjálfan sig í jafn- aldrahópnum. Þegar líður að hátíðum eins og jólum eru börn fátækra foreldra oft hnuggin og jafnvel kvíðin því þá verður slík mismunun jafnvel enn meira áberandi. Í aðdraganda jóla er algengt að tilhlökkun barna í fá- tækum fjölskyldum fái á sig gráan blæ. Þau spyrja sig „hvernig verð- ur þetta um þessi jól“. Verður til peningur fyrir jólagjöfum og öðru sem tilheyrir jólahátíðinni? Sé litið til Barnasáttmála Sam- einuðu þjóðanna ber samfélaginu að draga úr mismunun meðal barna og tryggja að öll börn hafi jafnan aðgang að tómstundastarfi, skóla- máltíðum, leikskóla og heilbrigðis- þjónustu. Þetta ákvæði sem og annað í Barnasáttmálanum ber okkur að hafa í heiðri í hvívetna. Eftir Kolbrúnu Baldursdóttur » Þeir finna oft mest fyrir mismunun ef þeir fá ekki tækifæri til að stunda kostnaðar- samar tómstundir t.d. tónlistarnám sem hugur og áhugi beinist að. Kolbrún Baldursdóttir Höfundur er sálfræðingur og borgar- fulltrúi Flokks fólksins. Fátækt merkir ekki alltaf svelti Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein- ar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam- skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólar- hringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.