Morgunblaðið - 22.12.2018, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 22.12.2018, Blaðsíða 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 2018 ✝ Kristján Vífillfæddist á Eski- firði 16. ágúst 1948. Hann lést 10. desember 2018 á Landspítalanum í Fossvogi eftir stutt veikindi. Foreldrar hans voru Karl Guðni Kristjánsson, f. 5. júlí 1915 frá Eski- firði, d. 27. desem- ber 1985, og Álfhildur Sig- urbjörnsdóttir, f. 31. júlí 1920 frá Stöðvarfirði, d. 11. maí 1978. Börn þeirra eru Bragi Bjarn- ar, Heið rún Helga, Kristján Vífill, Sigurbjörg og Karen Gígja. Sigurbjörg lést 5. júní 2017. Kristján Vífill kvæntist Önnu Eyrúnu Halldórsdóttur frá Stórabóli, f. 20.2. 1954, hinn 6.8. 1976. Börn þeirra eru Svala Björk, f. 30. mars 1974, Halldór Stein- ar, f. 8. janúar 1981, og Karl Guðni, f. 30. ágúst 1988. Svala Björk er búsett á Höfn. Maki er Héðinn Sigurðsson, þau eiga saman soninn Kristján Bjarka, f. 4. október 2001. Dótt- ir Svölu Bjarkar er Anna Mekkín, f. 7. ágúst 1994, faðir hennar er Reynir Hilmarsson. Héð- inn á tvo syni frá fyrra hjónabandi, Hlyn og Sigurð. Halldór Steinar er búsettur á Höfn. Maki er Erla Þór- hallsdóttir, dóttir hennar er Arna Lind Kristinsdóttir, f. 20. mars 2006. Þau eiga saman Hildi Köru, f. 20. janúar 2011, og Kol- bein Darra, f. 13. janúar 2014. Karl Guðni er búsettur í Reykjavík. Anna Mekkín er gift Alex Frey Hilmarssyni og þau eiga dótturina Aríu Rós, f. 16. mars 2018. Þau eru búsett í Kópa- vogi. Kristján Vífill ólst upp á Eski- firði fyrstu bernskuárin og flutti með foreldrum sínum til Stöðvarfjarðar og síðan til Hornafjarðar þar sem hann bjó ásamt fjölskyldu sinni. Minningarathöfn verður haldin í Hafnarkirkju í dag, 22. desember 2018, klukkan 13. Pabbi minn var yndislegur maður. Hann var hjálpsamur, góður vinur vina sinna, þoldi illa óréttlæti og kom jafnt fram við alla. Pabbi var mikill áhugamað- ur um íþróttir. Hann lagði stund á knattspyrnu á sínum yngri ár- um, renndi sér á skíðum og spil- aði golf. Áhugi sem ég hef smit- ast af. Það eru ófá páskafríin sem við nutum á skíðum í Odds- skarði og er mér minnisstætt stoltið sem skein af pabba þegar hann horfði á krakkana mína stíga sín fyrstu skref á skíð- unum síðastliðinn vetur. Önnur minning sem verður mér alltaf kær er ferðin til Liv- erpool í haust sem við stórfjöl- skyldan fórum saman í tilefni sjötugsafmælis pabba. Pabbi studdi alltaf vel við bakið á mér. Hann keyrði okkur vinina landshorna á milli til að spila fótbolta langt fram á full- orðinsárin. Þegar ég flutti með fjölskylduna mína austur á Höfn hjálpaði hann mikið til. Hann var duglegur að heimsækja okk- ur í Hagatúnið, þá oft með blá- ber eða jarðarber handa krökk- unum. Hann var frábær afi. Naut þess að leika við börnin og þau að fara í heimsókn til afa og ömmu. Mikið á ég eftir sakna þess að heyra útidyrahurðinni skellt og pabba kalla: „Halló, er ein- hver heima?“ Takk fyrir allt, elsku pabbi, hvíldu í friði. Halldór Steinar Kristjánsson. Elsku pabbi minn. Lífið er óútreiknanlegt. Það er svo stutt síðan ég fagnaði með þér 70 ára afmælinu þínu og eyddi yndislegum dögum með þér og fjölskyldunni í Liv- erpool. Mig óraði ekki fyrir því að þú færir frá okkur skömmu síðar. Þú sem varst svo kraftmikill, lífsglaður og hlakkaðir svo til að gera meira, njóta meira, lifa líf- inu og halda áfram að gefa af þér. Nú í aðdraganda jólanna streyma fram tilfinningar. Sorg, söknuður og kvíði því þig vantar í hópinn. Það umlykja mig minningar um góðar samveru- stundir. Þær eru ljós í myrkrinu sem ylja og hugga í sorginni. Þú varst einstakur maður. Góðhjartaður, heiðarlegur og með sterkar skoðanir á mönnum og málefnum. Við vorum ekki alltaf sammála en samt svo lík og þegar um var að ræða okkar sameiginlega áhugamál fótbolta vorum við alltaf einhuga. YNWA. Ein af mínum kærustu minningum er þegar við fórum tvö saman á leik Bayer Uerdin- gen og Stuttgart í Þýskalandi. Ég var svo spennt að sjá minn uppáhaldsleikmann, Ásgeir Sig- urvinsson, spila og þú fórst og fékkst eiginhandaráritun fyrir mig. Ég á hana enn og geymi ásamt hjartfólginni minningu um yndislegan dag sem við átt- um saman. Elsku pabbi. Þú fórst alltof fljótt og ég vildi að við gætum eytt fleiri stundum saman. Ég er þakklát fyrir allt sem þú hef- ur gert fyrir mig og mína. Ég sakna þín meira en orð fá lýst. Hvíl í friði. Þín dóttir, Svala Björk. Með nokkrum fátæklegum orðum langar mig að minnast tengdaföður míns hans Vífils, sem nú er látinn langt um aldur fram, aðallega fyrir hversu flott- ur einstaklingur hann var, og votta virðingu mína. Þennan áhugaverða karl hitti ég fyrst á Silfurnesvelli, golf- velli okkar Hornfirðinga, og fannst hann strax skemmtilega bremsulaus í tilsvörum, hreinn og beinn og þó nokkuð góður í sportinu. Við nánari kynni og ótal golf- hringi saman fór ekkert á milli mála hversu góðan og vel gerð- an mann Vífill hafði að geyma. Þessa mannkosti faldi hann reyndar stundum með kjarn- yrtri íslensku ef þannig viðraði til á vellinum, en alltaf var þó stutt í grínið. Tengdafaðir minn var með eindæmum stórt og hlýtt hjarta. Hann tók sonum mínum tveim- ur strax með opnum faðmi sem væru hans eigin afabörn. Í fyllingu tímans fjölgaði barnabörnum Vífils og stoltari og umhyggjusamari afi var vandfundinn, sem gaf sér alltaf tíma fyrir grislingana. Þeirra missir er mikill. Ekki var hann síður montinn af nafnbótinni langafi. Vífill var ósérhlífinn maður og alltaf boðinn og búinn til góðverka, sama hvert litið var. Honum fannst t.d. sjálfsagt að keyra Sindrarútuna í keppnis- ferðir landshorna á milli í sínum frítíma á milli þess sem hann var lestrarvinur þeirra yngstu í skólanum. Þetta gerði hann aukalega meðfram hlutastarfi við leikskólann – sjötugur ung- lingurinn. Frá Mánabrautinni höfum við Svala gott útsýni að golfvell- inum og yfir Hornafjörðinn til jökla. Ég á eftir að sakna þess að vita ekki af tengdapabba á vell- inum því eftir hringinn droppaði hann oft inn í kaffi með Önnu. Mér þykir ómetanlegt að hafa kynnst þér, elsku Vífill. Átt margar góðar stundir með þér og hlegið að öllum uppátækj- unum. Fagnað sjötugsafmælinu með þér og náð ykkur pabba og bróður mínum saman í golfferð til Spánar þar sem eftirfarandi rifjast upp. Á öllum betri golfvöllum er salernisaðstaða eftir u.þ.b. níu holur. Að góðra manna sið ákvaðstu að stökkva þar inn, í staðinn fyrir á næsta tré. Við hinir biðum á teig. Óvænt og rétt á eftir kemur virðuleg dama inn á eftir þér, sem rekur upp þessi skaðræðisöskur og kemur hljóðandi út aftur á hlaupum … og þú stuttu seinna pollrólegur og glott- andi … bauðst bara til að fara yfir gripið með henni og skildir ekkert í þessum hávaða! Lokaði Vífill alltaf að sér? Ekki endilega. Takk fyrir allt sem þú gafst. Héðinn Sigurðsson. Í dag, 22. desember, kveðjum við systkinin hann Vífil bróður okkar. Í annað sinn á einu og hálfu ári er stórt skarð höggvið í systkinahópinn og eftir stönd- um við með sorg í hjarta. Vífill, sem var miðjubarnið í hópnum, var fáum líkur. Eng- ilfagur krakkinn með sakleys- issvip og dökka lokka var mjög fljótt eftirminnilegur og uppá- tækjasamur, stríðinn og snögg- ur í tilsvörum. Eru til ótal skemmtilegar sögur af uppátækjum hans og hafði hann sjálfur mjög gaman af að segja frá sínum bernsku- brekum og allir nutu að hlusta á því hann hafði mjög góða frá- sagnargáfu. Við systkinin hittumst reglu- lega í gegnum árin, ýmist með öllum afkomendum okkar eða eingöngu við og makar. Fórum við saman í veiðiferðir og köll- uðum hópinn „Með öngulinn í rassinum“ þar sem ekki var allt- af mikill afli eftir ferðirnar held- ur skemmtileg samvera og góð- Kristján Vífill Karlsson Við önnumst alla þætti undirbúnings og fram- kvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin. Við þjónum með virðingu og umhyggju að leiðarljósi og af faglegum metnaði. Jón G. Bjarnason, umsjón útfara Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda Útfararþjónusta & lögfræðiþjónusta Vesturhlíð 9, Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is Með kærleik og virðingu Útfararstofa Kirkjugarðanna Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÞÓRÐUR J.Ó. KRISTÓFERSSON, úrsmiður, Ljárskógum 14, Reykjavík, lést á Hjúkrunarheimilinu Sóltúni 17. desember. Útförin fer fram frá Laugarneskirkju fimmtudaginn 27. desember klukkan 15. Hulda Sigurbjörnsdóttir Emilía Helga Þórðardóttir Jón Jósef Bjarnason Matthías Þórðarson Rakel Daðadóttir Þórdís Huld Þórðardóttir Alex Montazeri Jóhanna S. Huldudóttir Jóhann Pálsson Skúli Eyfeld Harðarson Bryndís Hauksdóttir afa- og langafabörn Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HALLDÓRA SNORRADÓTTIR frá Syðri-Bægisá, Öxnadal, húsfreyja í Stóra-Dunhaga, Hörgárdal, er látin. Útförin verður auglýst síðar. Þórlaug Arnsteinsdóttir Jóhann Þór Halldórsson Sigrún Arnsteinsdóttir Jóhannes Axelsson Árni Arnsteinsson Borghildur Freysdóttir Hulda Steinunn Arnsteinsd. G. Ingibjörg Arnsteinsdóttir Þórður Ragnar Þórðarson Unnur Arnsteinsdóttir Friðrik Sæmundur Sigfússon Heiðrún Arnsteinsdóttir Friðjón Ásgeir Daníelsson og fjölskyldur Frímann & hálfdán Útfararþjónusta Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Sími: 565 9775 www.uth.is uth@uth.is Cadillac 2017 Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann Okkar yndislegi, heittelskaði sonur, bróðir, barnabarn og barnabarnabarn, EYÞÓR MÁNI STEFÁNSSON, Strandvegi 2, 210 Garðabæ, lést á Landspítalanum við Hringbraut laugardaginn 15. desember. Útförin fer fram frá Garðakirkju föstudaginn 28. desember klukkan 13. Stefán Pálmason Hjördís Ýr Bessadóttir Þórður Halldór Stefánsson Bessi Skírnisson Eiríksína Þorsteinsdóttir Pálmi Þór Stefánsson Guðrún Björg Víkingsdóttir Stefán Pálmason Hallbjörg Eyþórsdóttir Hjördís Sigurbjörnsdóttir Ástkær eiginkona mín, dóttir, systir og frænka, ERLA SIGRÚN VIGGOSDÓTTIR Garðhúsum 3, lést á Landspítalanum, Hringbraut, fimmtudagin 20. desember. Bragi Valgeirsson Sandra Björk Bragadóttir Brynhildur Íris Bragadóttir Anna Eir Bragadóttir Viggo Mortensen Bergþóra Þórðardóttir Gerða Jenný Viggosdóttir Halldór Garðarsson Magni Þór Mortensen Hrefna Arnardóttir Auður, Elín, Baldur Örn, Kári Hrafn Ástkæra, yndislega móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, HREFNA SVAVA GUÐMUNDSDÓTTIR, lést á dvalarheimilinu Grund mánudaginn 17. desember. Útför hennar fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði fimmtudaginn 3. janúar klukkan 15. Kolbrún Sveinsdóttir Erla Sveinsdóttir Pétur J. Eiríksson G. Ágúst Pétursson Sesselja Auður Eyjólfsdóttir Ingibjörg Pétursdóttir Hartwig Müller Pétur Pétursson Dóra Kristín Björnsdóttir Guðrún Pétursdóttir barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.