Morgunblaðið - 22.12.2018, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 22.12.2018, Qupperneq 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 2018 Það voru erfiðar fréttir að heyra að Þorsteinn Hjalte- sted væri látinn. Við erum búnir að vera vinir og nágrannar í 25 ár. Þorsteinn var einstakur vinur, trúfastur og hlýr. Hann var höfðingi heim að sækja og minnist ég með hlýju allra þeirra stunda sem við höf- um áttum saman. Ferðalagið í Loðmund sl. sumar var einkar ánægjulegt, þar sem Þorsteinn fór á kostum við eldavélina og í söguflutningi sínum af liðnum atburðum í lífi sínu. Við fjölskyldan í Kríunesi kveðjum frábæran einstakling með söknuði og biðjum hugg- unar Guðs fjölskyldu hans til handa. Björn Ingi Stefánsson. Fyrstu kynni okkar Steina voru haustið 1977. Þá vorum við að hefja skólagöngu við Mennta- skólann á Laugarvatni í fyrsta bekk. Eftirminnilegt var þegar Steini var spurður hvaðan hann væri. Hann sagðist vera frá Vatnsenda sem við vissum ekki hvar var. Þá stóð ekki á svari hjá Steina. Veistu hvar Kópa- Þorsteinn Hjaltested ✝ ÞorsteinnHjaltested fæddist 22. júlí 1960. Hann lést 12. desember 2018. Útför Þorsteins fór fram 21. desem- ber 2018. vogur er, spurði hann? Við játtum því. Kópavogur er á Vatnsenda, svaraði þá Steini að bragði. Við vorum aðeins 15 og 16 ára og það var risastökk að vera kominn á heimavist, fjarri foreldrum og fjöl- skyldu. Við urðum að sjá um okkur sjálf og vera sjálfum okkur næg. Og samlagast stórum hópi jafn- aldra. Þá skipti miklu að geta gefið sig að græskulausri gleði og samkennd. Í fyrstu var Steini hlédrægur og alvörugefinn en það rjátlaðist fljótt af honum. Hann féll vel inn í hópinn og var okkur öllum kær. Honum var í blóð borinn leiftrandi húmor og stríðni sem braust oft út í saklausum en samt úthugsuðum og óvæntum hrekkjum. En einnig höfðings- skapur og góðmennska í okkar garð. Hann var einstakur vinur vina sinna. Við eigum margar góðar minningar um Steina sem munu fylgja okkur inn í eilífðina. Við kveðjum hér góðan vin og félaga með virðingu og þakklæti. Vott- um fjölskyldunni okkar dýpstu samúð og sérstaklega þeim Magnúsi Pétri og Birni Arnari, strákunum hans sem hann var gríðarlega stoltur af. Fyrir hönd bekkjarfélaga á Laugarvatni. Guðni B. Guðnason. Minningar og andlát Vefur þar sem er sameinað efni sem snýr að andlátum og útförum. Þar eru birtar andláts-, útfarar- og þakkar- tilkynningar sem eru aðgengilegar öllum en auk þess geta áskrifendur lesið minningargreinar á vefnum. Á vefnum er að finna upplýsingar um þjónustuaðila sem aðstoða þegar andlát ber að höndum og aðrar gagnlegar upplýsingar ætlaðar aðstandendum við fráfall ástvina. www.mbl.is/andlát Minningargreinar Hægt er að lesa minningar- greinar, skrifa minningargrein ogæviágrip. Þjónustuskrá Listi yfir aðila og fyrirtæki sem aðstoða þegar andlár ber að höndum. Gagnlegar upplýsingar Upplýsingar og gátlisti fyrir aðstandendum við fráfall ástvina Nýr minningarvefur á mbl.is Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Auðbrekku 1, Kópavogi síðan 1996 ALÚÐ •VIRÐING • TRAUST • REYNSLA Símar allan sólarhringinn: 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is Komum heim til aðstandenda og ræðum skipulag útfarar ef óskað er. Margrét Ásta GuðjónsdóttirSverrir EinarssonKristín Ingólfsdóttir Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morg- unblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dög- um fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu að- standendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einn- ig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Undirskrift | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Myndir | Hafi mynd birst í tilkynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal senda hana með æviágripi í innsendikerfinu. Hafi æviágrip þegar verið sent er ráðlegt að senda myndina á net- fangið minning@mbl.is og láta umsjónarmenn minningargreina vita. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.