Morgunblaðið - 22.12.2018, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 22.12.2018, Blaðsíða 38
38 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 2018 BARNASKÓR Á JÓLATILBOÐI KRINGLU OG SMÁRALIND 5.995 VERÐ ÁÐUR 9.995 SKECHERS ENERGY LIGHTS BARNASKÓR MEÐ LJÓSUM STÆRÐIR 27-39,5 Ég er að fara norður ídag og verð á Dalvíkum jólin,“ segir Helga Björk Eiríksdóttir viðskipta- fræðingur, en hún á 50 ára af- mæli í dag. Helga Björk er frá Dalvík og þar á hún foreldra, en jafnframt á hún systkini, aðra ættingja og vini fyrir norðan. Helga Björk ákvað að snúa sér að gistirekstri á Akureyri fyrir fjórum árum og er með íbúðir og gistiheimili í mið- bænum, samtals 90 rúm í heild, undir nafninu Acco. „Að kaupa fyrirtæki á Akur- eyri var góð ástæða til að geta farið sem oftast norður. Við höfum staðið í miklum fram- kvæmdum og breytingum á rekstrinum svo það hefur verið töluverð viðvera fyrir norðan, en aðrir starfsmenn sjá um daglegan rekstur.“ Helga Björk er einnig for- maður bankaráðs Landsbank- ans, sem er umfangsmikið starf. Hún hefur setið í banka- ráði frá árinu 2013 en varð á aðalfundi árið 2016 fyrsta konan til að gegna formennsku í bankaráði Landsbankans. „Starfinu fylgja mörg skemmtileg en krefjandi verk- efni. Það er gaman að hafa tekið þátt í að endurreisa fjármálakerfið og þess vegna gaf ég kost á mér í bankaráðið. Það eru miklar breyt- ingar á umhverfi fjármálafyrirtækja þessi misserin og því spennandi áskoranir fram undan.“ Áhugamál Helgu Bjarkar eru útivist hvers konar, göngur og skíði, og svo hefur hún mikinn áhuga á fótbolta. „Ég er ennþá að spila bumbubolta með karlmönnum. Það er kannski ekki gott fyrir líkam- ann en þetta er bara svo gaman. Í tilefni afmælisins skellti ég mér til Moskvu og sá fyrsta leikinn á HM á móti Argentínu. Það var geggjað. Ég hef ekki enn komist á skíði í vetur en tek þau með mér norður núna og í febrúar verður haldið til Austurríkis á skíði.“ Eiginmaður Helgu Bjarkar er Guðjón Ólafur Jónsson hæstaréttar- lögmaður. Sonur þeirra er Egill Hlér 20 ára en fyrir átti Guðjón Ólaf- ur Hrafnkel Odda sem er 25 ára. Afmælisbarnið Helga Björk í heim- sókn í Edinborgarháskóla en hún var í MBA-námi þar. Tekur skíðin með sér til Dalvíkur Helga Björk Eiríksdóttir er fimmtug í dag I ndriði Valdimarsson fæddist að Miðteigi 2 á Akranesi 22.12. 1948: „Þá var ekki komið Sjúkrahús á Akra- nesi. Aðalleiksvæðið var á túninu við Háteiginn þar sem við strákarnir spörkuðum bolta frá morgni til kvölds. Leikfangabílar voru líka vinsælir og dregnir um garða við nálæg hús. Auk þess var að sjálfsögðu farið niður á bryggju að veiða marhnút og kola. Þetta voru yndisleg ár og æskuslóðir. Ég fór í sveit á sumrin frá átta ára aldri í Örnólfsdal í Þverárhlíð. Þar ég undi mér vel hjá sæmdarhjón- unum Guðrúnu Magnúsdóttur og Jó- mundi Einarssyni. Þar dvaldi ég í fimm sumur, sótti hesta á beit, rak þá heim og undirbjó til flutnings á veiðimönnum sem fluttir voru á hest- um fram á Víghól sem var veiðihús við Kjarrá.“ Indriði var í Barnaskóla Akraness, fór í Gagnfræðaskóla Akraness og lauk þaðan gagnfræðaprófi, stundaði síðan nám við Iðnskóla Akraness og Iðnskólann í Reykjavík, komst á samning í prentiðn hjá Prentverki Akraness og lauk prófi í setningu. Indriði vann hjá Prentverki Akra- ness í 35 ár, þar af í 10 ár sem fram- kvæmdastjóri. Árið 2001 hóf hann störf hjá Akraneskirkju og starfar þar enn sem skrifstofu- og útfarar- stjóri. Indriði Valdimarsson, framkvæmdastjóri á Akranesi – 70 ára Í sumarbústaðnum Sigurlaug með börnum sínum og barnabörnum á 75 ára afmæli hennar síðastliðið haust. Félagslyndur og gam- ansamur Skagamaður Með börnunum Fr.v. Indriði, Sigurlaug, Ingibjörg, Sigríður og Valdimar. Oddgeir Pálsson, athafnamaður frá Miðgarði í Vestmanna- eyjum, á 95 ára afmæli í dag, 22 desember. Lengst af bjó hann í Los Angeles í Bandaríkjunum. Nú býr hann á Hrafnistu í Hafnarfirði. Árnað heilla 95 ára Guðmundur Hallgrímsson og Oddný Sólveig Jónsdóttir eiga 45 ára brúðkaupsafmæli í dag, 22. desem- ber. Þau búa á Hvanneyri. Safírbrúðkaup Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.