Morgunblaðið - 22.12.2018, Page 39
Indriði var í Kór Akraneskirkju
um árabil og formaður kórsins um
tíma. Hann gaf út blaðið UMBROT
um nokkurra ára skeið, ásamt vinnu-
félögum í Prentverki Akraness, sat í
stjórn Tónlistarskóla Akraness og er
félagi í Oddfellow-stúkunni Agli á
Akranesi. Þá var hann um nokkurra
ára skeið í stjórn Kirkjugarða-
sambands Íslands.
Indriði var lengi í Barnalúðrasveit
Barnaskóla Akraness og einnig um
tíma í Lúðrasveit Akraness.
Helstu áhugamál Indriða hafa
lengst af tengst félagsstörfum eins
og sjá má á upptalningunni hér að
framan.
Indriði og eiginkona hans, Sigur-
laug, eiga skemmtilegan sumar-
bústað í Norðurárdalnum, þar sem
fjölskyldan kemur oft saman.
Fjölskylda
Eiginkona Indriða er Sigurlaug
Guðmundsdóttir, f. 12.9. 1943,
handavinnukennari. Foreldrar henn-
ar voru Sigríður Stefánsdóttir, f.
27.10. 1922, d. 24.7. 2001, og Guð-
mundur Sverrisson, f. 30.9. 1918, d.
27.9. 2003, bændur í Hvammi í Norð-
urárdal.
Börn Indriða og Sigurlaugar eru
1) Sigríður, f. 14.3. 1972, fram-
kvæmdastjóri starfsmannasviðs hjá
Íslandspósti en hún á þrjár dætur,
Ingveldi Maríu f. 1994, tónlistar-
konu, Sigurlaugu Rún, f. 1997, há-
skólanema, og Mirru Björt, f. 2003,
nema; 2) Ingibjörg, f. 25.10 1977,
svæfingahjúkrunarfræðingur á Heil-
brigðisstofnun Vesturlands á Akra-
nesi en maður hennar er Ragnar
Fjalar Þrastarson, verslunarmaður
og eiga þau þrjú börn, Thelmu Rós,
f. 2003; Unni Ósk, f. 2005, og Stefán
Indriða, f. 2011, og 3) Valdimar f.
30.3. 1983, umsjónarmaður golfvall-
arins á Akranesi en kona hans er
Hrafnhildur Ómarsdóttir laganemi
og er dóttir þeirra Elísabet Eva, f.
2010.
Systur Indriða: Ása María Valdi-
marsdóttir, f. 6.7. 1950, kennari, leið-
sögumaður og fararstjóri, búsett í
Hafnarfirði, og Ingveldur Valdi-
marsdóttir, f. 4.2. 1954, d. 11.12.
1991, bankaútibússtjóri, var búsett á
Akranesi.
Foreldrar Indriða voru Valdimar
Indriðason, f. 9.9. 1925, d. 9.1. 1995,
alþingismaður og framkvæmdastjóri
Síldar- og fiskimjölsverksmiðju
Akraness, og k.h., Ingibjörg Ólafs-
dóttir, f. 19.7. 1925, d. 19.11. 2017,
húsmóðir og skrifstofumaður. Þau
bjuggu alla sína tíð á Akranesi.
Úr frændgarði Indriða Valdimarssonar
Indriði
Valdimarsson
Jóhanna Helgadóttir
húsfr. í Norðurkoti
Jón Helgason
húsm. í Norðurkoti á Akranesi
Indriði Jónsson
vélstj. á Akranesi. Stjúpfaðir: Kristján
Þorsteinsson verkam. á Akranesi
Valdimar Indriðason
framkv.stj. og alþm. á Akranesi
Vilborg Þjóðbjarnardóttir
húsfr. og verkak. á Akranesi
Guðríður Auðunsdóttur
húsfr. á Neðraskarði
Þjóðbjörn Björnsson
b. á Neðraskarði í Leirársveit
Óskar Indriðason
vélstj. í Rvík
Kristján Óskarsson
tónlistarmaður
Helgi Daníelsson
rannsóknarlögreglum.
og landsliðsmarkmaður
í knattspyrnu
FriðþjófurHelgason
ljósmyndari
Steinn Helgason
smíðakennari við FVA
Daníel Þjóðbjörnsson
múraram. á Akranesi
Guðmunda
Ólafsdóttir
skrifstofuk.
á Akranesi.
Ólafur Björn
Ólafsson
verslunarstj.
og framkvstj.
Prentverks
Akraness
Alda Þrastar-
dóttir sérfr. hjá
Ferðamálastofu
Sigurbjörg
Þrastardóttir
rithöfundur
ÁsaMaríaValdimarsdóttir
fararstjóri
Ingveldur
Valdimarsdóttir útibústj.
Íslandsbanka á Akranesi
Lárus Þjóðbjörnsson
byggingam. á Akranesi
Daníel Lárusson skrifstofustj. Morgunblaðsins
Björn S. Lárusson viðskipta-
og ferðamálafr. hjá Stracta
Svavar Þjóðbjörnsson
sjómaður og öku-
maður á Akranesi
Guðríður Svavarsdóttir
kennari á Akranesi
Guðfinna Svavarsdóttir
húsfr. á Akranesi
Svavar Sigurðsson
fv. bankaútibússtj.
á Seyðisfirði
Gunnar Sigurðsson
fv. bakari og forseti
bæjarstjórnar á Akranesi
Guðbjartur Hannesson bæjarfulltr.
á Akranesi, alþm. og ráðherra
Hannes Þjóðbjörnsson
verkam. á Akranesi
Katrín Oddsdóttir
húsfr. á Akranesi
Björn Hannesson
á Litlateigi á Akranesi
Ólafur B. Björnsson
ritstj. og blaðaútgefandi á Akranesi
Vilhjálmur Finsen stofnandi og
fyrsti ritstjóri Morgunblaðsins
Karitas Ólafsdóttir Finsen
símstöðvarstj. á Akranesi
Ása Ólafsdóttir Finsen
húsfr. á Akranesi
Ingibjörg Ísleifsdóttir
húsfr. á Akranesi, dóttir
Ísleifs Gíslasonar pr. og
alþm. í Arnarbæli í Ölfusi
Ólafur O. Finsen
héraðslæknir á Akranesi, sonur Ole Peter Finsen póstmeistara
í Rvík, bróður Hannesar Chr. Finsen, amtmanns í Færeyjum,
föður Niels R. Finsen Nóbelsverðlaunahafa í læknisfræði
Ingibjörg Ólafsdóttir
húsfr., verslunar- og skrifstofum. á Akranesi
ÍSLENDINGAR 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 2018
Árni Guðmundur Friðrikssonfiskifræðingur fæddist áKróki í Ketildalahreppi í
Barðastrandarsýslu 22.12. 1898.
Hann var sonur Friðriks Sveins-
sonar, bónda á Króki, og k.h., Sigríð-
ar Maríu Árnadóttur húsfreyju.
Friðrik var sonur Sveins, bónda í
Klúku Gíslasonar, bróður Kristínar,
ömmu Ólafs Magnússonar, trésmiðs
og kaupmanns í Reykjavík, stofn-
anda Fálkans, föður Haralds, Braga,
Sigurðar og Finnboga, forstjóra
Fálkans, og Ólafs, íslenskukennara
við MR. Sigríður var dóttir Árna,
bónda í Krossdal í Tálknafirði Ólafs-
sonar.
Árni og Bjarni Sæmundsson voru
helstu frumkvöðlar fiskifræðinnar á
Íslandi og unnu ómetanlegt braut-
ryðjandastarf í þágu hinnar ungu
fræðigreinar hér á landi, enda hafa
fiskirannsóknarskip Hafrannsókna-
stofnunar borið nöfn þeirra um ára-
bil.
Árni lauk stúdentsprófi í Reykja-
vík 1923, stundaði nám í Kaup-
mannahöfn og lauk magistersprófi í
dýrafræði við Kaupmannahafnarhá-
skóla 1929. Hann var aðstoðarmaður
hjá prófessor Schmidt við Carlsberg
Laboratorium 1929-30, var ráðu-
nautur Fiskifélags Íslands 1931-37,
forstöðumaður fiskideildarinnar í at-
vinnudeild HÍ 1937-53, og var síðan
framkvæmdastjóri Alþjóðahafrann-
sóknaráðsins 1954-65.
Árni hafði áhuga á að fræða al-
menning um hafrannsóknir og hélt
því fyrirlestra um greinina í Ríkis-
útvarpið, nýkominn heim, 1931. Þeir
vöktu mikla athygli. Hann stundaði
rannsóknir á síld og þorski hér við
land og beitti sér fyrir notkun berg-
málsmælis en slíkar fisksjár hafa
síðan valdið straumhvörfum við
veiðar og rannsóknir.
Eftir Árna liggja mikil skrif um
fiskrannsóknir, bæði bækur, greinar
og erindi í íslenskum og erlendum
fræðiritum. Þekktustu rit hans eru
Áta íslenzkrar síldar, útg. 1930, og
Aldahvörf í dýraríkinu, útg. 1932.
Árni lést 16.10. 1966.
Merkir Íslendingar
Árni
Friðriksson
Laugardagur
101 árs
Þórhildur Magnúsdóttir
95 ára
Oddgeir Pálsson
Sigríður Guðmundsdóttir
90 ára
Anna Jónsdóttir
Ingunn Kristjánsdóttir
85 ára
Grímur Davíðsson
Halldóra Áskelsdóttir
Inga Guðrún Vigfúsdóttir
80 ára
Guðjón Erlendsson
Ingibjörg Þorvaldsdóttir
Þuríður Lára Ottósdóttir
75 ára
Erla Óskarsdóttir
Ólafur Einir Einarsson
70 ára
Geir Hafsteinn
Sigurgeirsson
Guðrún Magnúsdóttir
Helga Björnsdóttir
Indriði Valdimarsson
Ragnheiður S. Harvey
Sigríður B.
Guðmundsdóttir
Sigríður Eymundsdóttir
Stefán J. Hjaltested
Þórgunnur Jónsdóttir
Ævar Kristinsson
Örn Steinar Sigurðsson
60 ára
Birgitta Lára Matthíasdóttir
Dagný Jeremíasdóttir
Ingibjörg Guðrún
Geirsdóttir
Kári Knútsson
Leifur Sigurvin Helgason
Maria Markiewicz
Sigríður Þórhallsdóttir
Sveinn Agnarsson
50 ára
Anna Marcinowska
Davíð Áskelsson
Eucharia Amaoge Igbo
Húbertsson
Guðmunda Ólafsdóttir
Halldóra Magnúsdóttir
Helga Björk Eiríksdóttir
María Sigurlaug Þórisdóttir
Sigurður Már Grétarsson
Srðan Mihailovic
Sævar Örn Sveinbjörnsson
Una Sigríður Gunnarsdóttir
Valdimar Grétar
Gunnarsson
Yngvi Daníel Óttarsson
Þór Austmar
40 ára
Eva Rós Guðmundsdóttir
Guðmundur Jóhann
Óskarsson
Ilona Gajda
Leszek Marek Golen
Magni Þór Harðarson
María Carmen
Magnúsdóttir
Róbert Páll Chiglinsky
Sangwan Jónsson
Snjólaug María Wium
Jónsdóttir
Thitiphong Daengchawna
Unnur Halla Arnarsdóttir
30 ára
Alexandra Ýr Sigurðardóttir
Aníta Rut Guðjónsdóttir
Dagur Egilsson
Hermann Óli Davíðsson
Jóna Birna Arnarsdóttir
Jón Ágúst Eggertsson
Kamil Madajczyk
Kári Geir Gunnarsson
Margrét Ósk Davíðsdóttir
Silja Hlín Magnúsdóttir
Þóra Margrét
Sigurðardóttir
Þorláksmessa
95 ára
Ingveldur Hafdís
Guðmundsdóttir
90 ára
Nanna Guðrún Jónsdóttir
85 ára
Flosi Gunnar Valdimarsson
Garðar Þór Garðarsson
Unnur Guðmundsdóttir
Unnur Jónsdóttir
80 ára
Guðmundur Ólafsson
Margrét Engilbertsdóttir
Þóra Gestsdóttir
75 ára
Anna Kristjánsdóttir
Edda Vilborg
Guðmundsdóttir
Guðrún Pálmadóttir
John Frederick Thompson
Kristín Lárusdóttir
Ólöf Gunnarsdóttir
Sigurjón Ingimarsson
70 ára
Ása Björk Sveinsdóttir
Ásdís Hjörleifsdóttir
Eva Örnólfsdóttir
Grétar I. Hannesson
Kristinn Bjartmar
Gunnlaugsson
Sigríður Baldursdóttir
Sæmundur Bjarni
Ingibjartsson
60 ára
Björg Jóna Sveinsdóttir
Eggert Ketilsson
Elínborg Bjarnadóttir
Eyþór Jónsson
Hanna Rósa Ragnarsdóttir
Katrín Pálsdóttir
Petrína Sæunn Úlfarsdóttir
Sigurður Harðarson
Vilhjálmur H. Vilhjálmsson
Þórhallur S. Steinarsson
Þórólfur Jónsson
Þuríður Jónasdóttir
50 ára
Anna Rún Einarsdóttir
Ásta Sólveig Stefánsdóttir
Eva Hjörtína Ólafsdóttir
Halldóra Jóhannesdóttir
Halldóra K. Þórarinsdóttir
Höskuldur Kristján
Guðmundsson
Kristrún Elfa Jónsdóttir
Lára Kemp
Magnús B. Guðjónsson
Nicholas Mark Sparkes
40 ára
Anna Lilja Gunnlaugsdóttir
Géza Várhegyi
Helgi Geir Arnarson
Inga Birna Baldursdóttir
Krzysztof Pawel Bil
Linda Ósk Ólafsdóttir
Piotr Marcin Krupa
Ronnel Dungog Silao
Signý V. Sigurþórsdóttir
Sigríður H. Valdimarsdóttir
Sigurbjörg Sæmundsdóttir
Xue Li
30 ára
Auður Halldórsdóttir
Eva Helgadóttir
Ingimar Einarsson
Karina A. Skibowska
Paulina Koltan-Janowska
Sabína Harsániová
Van Kristine M.C. Milo
Yousef Ingi Tamimi
Til hamingju með daginn