Morgunblaðið - 22.12.2018, Síða 43

Morgunblaðið - 22.12.2018, Síða 43
meina er að við vörpum svo miklu á hvort annað í ástarsamböndum að enginn er í raun og veru í sama ástarsambandi. Við erum með tvo einstaklinga í sambandi en þeir eru samt í sitt hvoru sambandinu. Svo fannst mér líka stórkostlegt að segja það að ástarsambönd séu ekki til en samt erum við að þessu endalaust, úti um allan bæ, það er hinn stórkostlegi sigur ástarinn- ar.“ – Hvert sækirðu helst inn- blástur fyrir sögurnar? „Enginn veit nákvæmlega hvað- an innblástur kemur. Hann er eitt af því sem er dularfullt í lífinu. Þegar ég les í bókinni eða fletti í henni til þess að reyna að finna kafla til að lesa upp á ég til að hugsa: Einmitt, hvernig datt mér þetta í hug? Hvaðan kemur þetta? Ég hugsa að margir höfundar geti skrifað undir það, að við vitum það ekkert alveg. Við getum talið eitthvað upp sem við teljum að hafi haft mest áhrif á okkur en ég held að allt sem við komumst í snertingu við og tökum jafnvel ekki eftir geti haft áhrif.“ Guðrún gaf sína fyrstu bók út árið 1998, fyrir 20 árum en þegar hún var 18 ára fékk hún fyrstu hugmyndina að skáldsögu sem kom þó aldrei út formlega. Síðan þá hefur hún nánast verið að skrifa á hverjum degi. „Ég fór til Þýskalands og þá voru allir svo hneykslaðir á því að ég væri ólétt þegar ég hélt opn- unarræðuna á bókamessu í Frank- furt. Ég fékk alveg að heyra svona tíu sinnum: „Á þessum tímapunkti í þínum ferli?“. Og ég kom af fjöllum og hugsaði: Hvað á fólkið við? Ég er bara að lifa líf- inu, hvernig á ég að geta verið höfundur ef ég sleppi því að taka þátt í lífinu?“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Áhrifavaldar „Við getum talið eitthvað upp sem við teljum að hafi haft mest áhrif á okkur en ég held að allt sem við komumst í snertingu við og tökum jafnvel ekki eftir geti haft áhrif,“ segir Guðrún Eva Mínervudóttir. því dularfulla í lífinu“ MENNING 43 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 2018 Ofurhetjuvíddin eftir ÆvarÞór Benediktsson erfjórða bókin á jafn-mörgum árum sem út kemur í bókaflokki sem nefnist Bernskubrek Ævars vísindamanns. Í fyrstu bókinni ól Ævar upp risaeðl- ur í garðinum sínum, því næst glímdi hann við stórhættulega gervigreind og í þriðju bók var hann heimsóttur af góðlátlegum geimverum. Að þessu sinni flakkar Ævar milli vídda og þarf óvænt að glíma við sjálfan sig. Bækurnar hafa allar verið hluti af lestrarátaki Ævars Þórs, en frá því það hófst hafa grunnskólabörn landsins lesið samtals 230 þúsund bækur. Það er því óhætt að segja að Ævar Þór hafi lagt sitt lóð á vogar- skálarnar í því að efla læsi barna og ungmenna. Á hverju ári hafa fimm heppnir þátttakendur í átakinu verið dregnir út og fengið persónu nefnda í höfuðið á sér. Þetta hefur leitt til þess að persónugallerí bókanna hef- ur verið mjög fjölskrúðugt og gaman að sjá hvernig Ævar Þór leysir það á trú- verðugan hátt milli bóka að hans yngra sjálf skuli sífellt vera að kynnast nýjum krökkum. Ofurhetjuvíddin hefst á flutningum milli hverfa og af þeim sökum neyðist hinn 12 ára gamli Ævar til að skipta um skóla. Þrátt fyrir jákvæðni foreldra hans gengur erfið- lega að kynnast nýjum krökkum í skólanum og ekki bætir úr skák þeg- ar bekkjarsystkinin Styrmir og Hall- veig ákveða að leggja hann í einelti og gera sér meðal annars mat úr gleraugnanotkun hans. Í depurð sinni leitar Ævar skjóls í fræðibók um samhliða alheima og daginn eftir gerist hið ótrúlega, Ævar dettur óvænt yfir í aðra vídd þar sem allir íbúar hafa þróað með sér ofurmann- lega hæfileika í kjölfar náttúru- hamfara. Þar kynnist hann Flug- Freyju, Eld-Einari, Geisla-Guðjóni, Svaka-Stefáni og Karenu Líf sem skipa Sveitina sem berst gegn skúrkum Ofurhetjuvíddarinnar, en hættulegasti skúrkurinn er hinn skrítni Einherji sem ruglar fólk og ber að öllum líkindum ábyrgð á dul- arfullu hvarfi ofurhetja. Til að skera sig ekki úr hópnum og spilla ekki nýjum vinskap leyfir Ævar með- limum Sveitarinnar að halda að hann búi líka yfir ofurkröftum, en einn af mikilvægum lær- dómum bókarinnar er að alltaf er farsælast að koma hreint fram. Hugmyndaauðgi Ævars Þórs sem höfundar er með ólíkindum. Frásögnin er æsispennandi og krydduð góðum húmor sem fellur vel í kramið hjá yngri les- endum. Leturbreytingar sem notaðar eru til áhersluauka hjálpa lesendum að lesa textann með tilþrifum og höfundur fær sérstakt hrós fyrir að nota í bókum sínum letrið Dislexie sem sérstaklega er hannað til að auðvelda lesblindum að komast í gegnum textann. Eins og höfundar er von og vísa er bókin stútfull af skemmtilegum fróð- leik. Að þessu sinni leikur höfundur sér með vangaveltur um svarthol og flakk milli hliðarheima sem reynir töluvert á heila lesenda. Samhliða skrifar hann af góðu innsæi um ein- elti sem hann í eftirmála líkir við svarthol enda hvoru tveggja „stór- hættuleg og best að láta vita um leið og maður verður var við þau“ (bls. 218). Styrkur bókarinnar felst ekki síst í því hvernig Ævar Þór tekst á við dekkri hliðar eigin æskusjálfs og miðlar af djúpu innsæi hvert niður- bæld reiði, vonbrigði og sárindi geta leitt okkur ef við erum ófær um að ræða tilfinningar okkar við þá sem við treystum. Skemmtilegar og tjáningarríkar teikningar Ránar Flygenring bæta miklu við lestrarupplifunina eins og þegar Ævar hrapar á blaðsíðum 49- 53 eða Eld-Einar hleypur alelda eftir blaðsíðum 67-73. Í anda síkvikra ofurhetja læðast oft á tíðum aðeins brot af þeim inn á blaðsíður. Rán á einnig hrós skilið fyrir sérdeilis flotta og hugvitssamlega kápu sem vísar með skemmtilegum hætti bæði í ofurhetjuheiminn og víddarflakk. Bækurnar fjórar sem gefnar hafa verið út í Bernskubreka-seríu Ævars hafa verið lesnar upp til agna á heim- ili rýnis og þar ríkir mikil eftir- vænting eftir fimmtu og síðustu bók- inni. Vissulega fylgja því blendnar tilfinningar að þurfa senn að kveðja stórskemmtilegan æskuheim Ævars, en af eftirmála Ofurhetjuvíddarinnar er ljóst að höfundur hyggst kveðja með stæl. Frásögn sem fer á flug Skáldsaga Ofurhetjuvíddin bbbbm Eftir Ævar Þór Benediktsson. Rán Flygenring myndskreytti. Mál og menning, 2018. Kilja, 221 bls. SILJA BJÖRK HULDUDÓTTIR BÆKUR Morgunblaðið/Hari Húmor „Hugmyndaauðgi Ævars Þórs sem höfundar er með ólíkindum.“ Elly (Stóra sviðið) Sun 30/12 kl. 15:00 aukas. Lau 5/1 kl. 20:00 187. s Fös 18/1 kl. 20:00 190. s Sun 30/12 kl. 20:00 aukas. Lau 12/1 kl. 20:00 188. s Lau 19/1 kl. 20:00 191. s Fös 4/1 kl. 20:00 186. s Sun 13/1 kl. 20:00 189. s Sun 20/1 kl. 20:00 192. s Stjarna er fædd. Ríkharður III (Stóra sviðið) Lau 29/12 kl. 20:00 Frums. Sun 6/1 kl. 20:00 3. s Fös 11/1 kl. 20:00 5. s Fim 3/1 kl. 20:00 2. s Fim 10/1 kl. 20:00 4. s Mið 16/1 kl. 20:00 6. s Ég, tveggja stafa heimsveldi Allt sem er frábært (Litla sviðið) Sun 30/12 kl. 20:00 25. s Fös 4/1 kl. 20:00 26. s Fös 18/1 kl. 20:00 27. s Gleðileikur um depurð. Kvenfólk (Nýja sviðið) Fös 28/12 kl. 20:00 12. s Sun 6/1 kl. 20:00 15. s Fös 25/1 kl. 20:00 24. s Lau 29/12 kl. 20:00 13. s Fös 11/1 kl. 20:00 16. s Lau 26/1 kl. 20:00 25. s Sun 30/12 kl. 20:00 14. s Lau 12/1 kl. 20:00 17. s Fös 1/2 kl. 20:00 26. s Fös 4/1 kl. 20:00 aukas. Fös 18/1 kl. 20:00 aukas. Lau 2/2 kl. 20:00 27. s Lau 5/1 kl. 20:00 aukas. Lau 19/1 kl. 20:00 20. s Drepfyndin sagnfræði með söngvum. Núna 2019 (Litla sviðið) Fös 11/1 kl. 20:00 Frums. Lau 12/1 kl. 20:00 2. s Sun 13/1 kl. 20:00 3. s Núna er ekki á morgun, það er NÚNA Jólaflækja (Litla sviðið) Lau 22/12 kl. 13:00 9. s Lau 22/12 kl. 15:00 aukas. Aðeins sýnt á aðventunni. Kvöldvaka með Jóni Gnarr (Litla sviðið) Lau 5/1 kl. 20:00 1. s Fim 17/1 kl. 20:00 3. s Sun 6/1 kl. 20:00 2. s Lau 19/1 kl. 20:00 4. s Sannar en lygilegar sögur! Ég dey (Nýja sviðið) Fim 10/1 kl. 20:00 Frums. Mið 16/1 kl. 20:00 3. s Fim 24/1 kl. 20:00 5. s Sun 13/1 kl. 20:00 2. s Fim 17/1 kl. 20:00 4. s Sun 27/1 kl. 20:00 6. s Trúir þú á líf fyrir dauðann? Fólk, staðir og hlutir (Litla sviðið) Mið 13/2 kl. 20:00 33. s Mið 20/2 kl. 20:00 37. s Mið 27/2 kl. 20:00 41. s Fim 14/2 kl. 20:00 34. s Fös 22/2 kl. 20:00 38. s Fim 28/2 kl. 20:00 42. s Fös 15/2 kl. 20:00 35. s Lau 23/2 kl. 20:00 39. s Fös 1/3 kl. 20:00 43. s Lau 16/2 kl. 20:00 36. s Sun 24/2 kl. 20:00 40. s Lau 2/3 kl. 20:00 44. s Lífið er ekki nógu ávanabindandi BORGARLEIKHÚSIÐ Kynntu þér nýjan tapas-matseðil Leikhúsbarsins á borgarleikhus.is Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is Ronja Ræningjadóttir (Stóra sviðið) Lau 29/12 kl. 13:00 Auka Lau 26/1 kl. 13:00 Auka Sun 3/3 kl. 13:00 44.sýn Lau 29/12 kl. 16:00 Auka Lau 26/1 kl. 16:00 Auka Sun 3/3 kl. 16:00 45.sýn Sun 30/12 kl. 13:00 26. s Sun 27/1 kl. 13:00 34.sýn Sun 10/3 kl. 13:00 46.sýn Sun 30/12 kl. 16:00 27. s Sun 27/1 kl. 16:00 35.sýn Sun 10/3 kl. 16:00 47.sýn Sun 6/1 kl. 13:00 28.sýn Sun 3/2 kl. 13:00 36.sýn Sun 17/3 kl. 13:00 Aukas. Sun 6/1 kl. 16:00 29.sýn Sun 3/2 kl. 16:00 37.sýn Sun 17/3 kl. 16:00 48.sýn Sun 13/1 kl. 13:00 30.sýn Sun 10/2 kl. 13:00 38.sýn Sun 24/3 kl. 13:00 Auka Sun 13/1 kl. 16:00 31.sýn Sun 10/2 kl. 16:00 39.sýn Sun 24/3 kl. 16:00 Auka Lau 19/1 kl. 13:00 Aukas. Sun 17/2 kl. 13:00 40.sýn Sun 31/3 kl. 13:00 Auka Lau 19/1 kl. 16:00 Aukas. Sun 17/2 kl. 16:00 41.sýn Sun 31/3 kl. 16:00 49.sýn Sun 20/1 kl. 13:00 32.sýn Sun 24/2 kl. 13:00 42.sýn Sun 20/1 kl. 16:00 33.sýn Sun 24/2 kl. 16:00 43.sýn Stórskemmtilegur og æsispennandi söngleikur fyrir alla fjölskylduna! Einræðisherrann (Stóra Sviðið) Mið 26/12 kl. 19:30 Frums Fös 11/1 kl. 19:30 5.sýn Fim 24/1 kl. 19:30 9.sýn Fim 27/12 kl. 19:30 2.sýn Lau 12/1 kl. 19:30 6.sýn Fös 25/1 kl. 19:30 10.sýn Fös 28/12 kl. 19:30 3.sýn Fim 17/1 kl. 19:30 7.sýn Lau 2/2 kl. 19:30 11.sýn Lau 5/1 kl. 19:30 4.sýn Fös 18/1 kl. 19:30 8.sýn Siggi Sigurjóns mætir Charlie Chaplin! Fly Me To The Moon (Kassinn) Lau 19/1 kl. 19:30 23.sýn Nýtt verk eftir höfund hins geysivinsæla leikrits Með fulla vasa af grjóti Þitt eigið leikrit (Kúlan) Fös 25/1 kl. 18:00 Frums. Fim 14/2 kl. 18:00 6.sýn Lau 2/3 kl. 15:00 12.sýn Fim 31/1 kl. 18:00 2.sýn Fös 15/2 kl. 18:00 7.sýn Fös 8/3 kl. 18:00 13.sýn Lau 2/2 kl. 15:00 3.sýn Lau 16/2 kl. 15:00 8.sýn Lau 9/3 kl. 15:00 14.sýn Fim 7/2 kl. 18:00 Aukas. Fim 21/2 kl. 18:00 9.sýn Lau 16/3 kl. 15:00 15.sýn Fös 8/2 kl. 18:00 4.sýn Lau 23/2 kl. 15:00 10.sýn Lau 9/2 kl. 15:00 5.sýn Fös 1/3 kl. 18:00 11.sýn Það er þitt að ákveða hvað gerist næst! Leitin að jólunum (Leikhúsloft) Lau 22/12 kl. 11:00 337.s Lau 22/12 kl. 14:30 339.s Sun 23/12 kl. 13:00 341.s Lau 22/12 kl. 13:00 338.s Sun 23/12 kl. 11:00 340.s Sun 23/12 kl. 14:30 342.s Grímuverðlaunasýningin Leitin að jólunum. Insomnia (Kassinn) Lau 12/1 kl. 19:30 7.sýn Fim 17/1 kl. 19:30 8.sýn Fös 18/1 kl. 19:30 9.sýn Brandarinn sem aldrei deyr Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari) Sun 6/1 kl. 20:00 Mið 23/1 kl. 20:00 Mið 6/2 kl. 20:00 Mið 16/1 kl. 20:00 Mið 30/1 kl. 20:00 Mið 13/3 kl. 20:00 Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins! leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200 Allt um sjávarútveg

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.