Morgunblaðið - 22.12.2018, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 22.12.2018, Qupperneq 48
48 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 2018 Trú og siðir kringum íslensku jólin í aldanna rás eru til umfjöllunar í erindi Terrys Gunn- ells, prófessors í þjóðfræði við Háskóla Ís- lands, kl. 12 í dag, laugardag. Fyrirlesturinn fer fram á ensku og mun Gunnell meðal ann- ars ræða um allt frá heiðnum goðum til gár- unga og hrekkjóttra íslenskra jólasveina. Enginn ætti að koma að tómum kofunum hjá Gunnell því hann hefur í rannsóknum sín- um einkum fengist við þjóðsagnir, þjóðtrú, hátíðir og dulbúningasiði á Norðurlöndum fyrr og nú; norræna trú og sviðslist. Þótt jólin séu jafnan tengd fæðingu Krists í nútímanum eiga þau sér ævafornar rætur og teygja sig langt aftur fyrir tíma kristni. Gunnell seilist aftur til goða og norrænnar trúar í erindi sínu og skoðar jólin í fornsögum og þjóðsögum þar sem drauga-, álfa- og tröllatrú fléttast inn í, enda nátengd jólunum í gamla daga á Íslandi. Grýla og hinir hrekkjóttu synir hennar koma vita- skuld við sögu og hyggst Gunnell fræða gesti um athyglisverða ættingja þeirra í nágrannalöndunum. Að lokum beinir hann athyglinni að ýmsum siðum í tengslum við jól og áramót í nútímanum. Heiðin goð og hrekkjóttir jólasveinar Þjóðfræðingur Terry Gunnell. Sögurnar um Fíusól eiga ekkisíður erindi við börn í dagen þegar Kristín HelgaGunnarsdóttir skrifaði fyrstu bókina um þessa ráðríku stúlku fyrir fjórtán árum, þegar rýn- ir var einmitt á sama aldri og Fíasól. Fíasól er ráðrík, skemmtileg, uppá- tækjasöm, góðhjörtuð og algjör grallari. Hún er raunar svo hvat- vís að þegar hún ákveður að læra eins og hestur fyrir stærðfræði- próf gleymir hún að skila prófinu. Hún veigrar sér ekki við að slá á þráðinn til um- boðsmanns barna þegar henni þykir á sér brotið og suðar og suðar um að fá að fara í jarðarför með ömmu sinni og afa. Fíasól gefst vissulega aldrei upp, rétt eins og heiti bókarinnar segir til um, en í þetta sinn eru viðfangsefni Kristínar Helgu meðal annars rétt- indi barna, gæludýr og dauðinn. Fíu- sól finnst nefnilega ekki sanngjarnt að foreldrar hennar meini henni að eyða 80 þúsund krónunum sem hún vann sér inn í skógræktinni hjá ömmu og afa til þess að kaupa sér gúmmíbát, hjólabretti, poppvél og allt hitt sem hana vantar þegar í stað. Því grípur hún til þess ráðs að hafa samband við umboðsmann barna. Sá bolti vindur upp á sig og Fíasól tekur að sér að hjálpa hinum börnunum í skólanum að komast í samband við umboðsmanninn vegna hinna ýmsu vandræða. Fíasól og fjölskylda eignast tvö ný gæludýr í sögunni, sem hvort fyrir sig skapa vandræði en fjölskyldan leysir úr þeim eins og hverju öðru. Fíasól fær það verkefni í skólanum að segja frá því þegar amma hennar og afi voru tíu ára. Hún fer því í heimsókn til þeirra og þau segja henni tvær sögur sem báðar tengj- ast dauðanum, en Fíasól er hrifin. Í sömu heimsókn ákveður hún að heimsækja ömmu sína og afa oftar og þau ákveða fastan tíma á föstu- dögum eftir skóla. Amma og afi eru hins vegar nánast aldrei heima vegna jarðarfara, en á endanum fær Fíasól ósk sína uppfyllta og fær að fara með þeim í eina slíka. Sögurnar eru ekki sérlega djúpar, enda ætlaðar yngri lesendum, en með eindæmum skemmtilegar og lærdómsríkar. Kristín Helga gefur ekkert eftir í nýjustu bókinni um Fíusól, eftir áralangt hlé frá skrifum um þessa framhleypnu stúlku, og það væri óskandi að íslensk börn fengju að lesa meira um Fíusól í nánustu framtíð. Vinsælar Sögurnar um Fíusól eiga ekki síður erindi í dag en þegar Kristín Helga skrifaði fyrstu bókina um þessa ráðríku stúlku fyrir fjórtán árum. Fíasól upp- götvar umboðs- mann barna Skáldsaga Fíasól gefst aldrei upp bbbbb Eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur. Mál og menning, 2018. Innb., 208 bls. ÞORGERÐUR ANNA GUNNARSDÓTTIR BÆKUR Anna and the Apocalypse Metacritic 72/100 IMDb 6,6/10 Bíó Paradís 22.00 Bird Box Metacritic 60/100 IMDb 6,7/10 Bíó Paradís 20.00 Suspiria Morgunblaðið bbbbm Metacritic 64/100 IMDb 7,3/10 Bíó Paradís 21.00 Roma Morgunblaðið bbbbb Metacritic 95/100 IMDb 8,6/10 Bíó Paradís 18.00 Love is all IMDb 4,5/10 Bíó Paradís 19.30 Cold War Metacritic 90/100 IMDb 7,9/10 Bíó Paradís 22.20 Erfingjarnir Metacritic 82/100 IMDb 7,3/10 Bíó Paradís 17.30 7 Emotions IMDb 6,6/10 Bíó Paradís 17.30 Aquaman 12 Metacritic 53/100 IMDb 7,9/10 Sambíóin Álfabakka 13.20, 13.40, 16.20, 16.40, 19.20, 19.40, 20.30, 22.20, 22.40 Sambíóin Egilshöll 14.00, 17.00, 20.00, 22.00, 23.00 Sambíóin Kringlunni 13.30, 16.20, 19.20, 22.20 Sambíóin Akureyri 16.40, 19.40, 22.40 Sambíóin Keflavík 19.30, 22.20 Smárabíó 13.10, 13.20, 16.20, 16.30, 19.40, 22.10, 22.20 Creed II 12 Metacritic 67/100 IMDb 8,0/10 Sambíóin Álfabakka 22.20 Sambíóin Egilshöll 22.40 Sambíóin Kringlunni 22.15 Sambíóin Akureyri 22.40 The Old Man and the Gun 12 Metacritic 80/100 IMDb 7,3/10 Háskólabíó 16.00, 18.3 Bohemian Rhapsody 12 Morgunblaðið bbbbn Metacritic 49/100 IMDb 8,4/10 Laugarásbíó 19.50, 22.30 Smárabíó 13.00, 16.20, 22.20 Háskólabíó 15.30, 17.40, 20.40 Borgarbíó Akureyri 19.30 Bumblebee 12 Breyti-vélmennið Bumble- bee leitar skjóls í ruslahaug í litlum strandbæ í Kaliforníu. Charlie, sem er að verða 18 ára gömul, finnur hinn bar- áttulúna og bilaða Bumble- bee. Metacritic 35/100 IMDb 7,0/10 Sambíóin Egilshöll 19.30 Smárabíó 19.30 The Sisters Brothers 16 Metacritic 78/100 IMDb 7,2/10 Laugarásbíó 22.30 Borgarbíó Akureyri 22.00 A Star Is Born 12 Morgunblaðið bbbbm Metacritic 88/100 IMDb 8,3/10 Sambíóin Kringlunni 16.45, 19.30 Lof mér að falla 14 Morgunblaðið bbbbn IMDb 8,8/10 Háskólabíó 20.40 Venom 16 Morgunblaðið bbnnn Metacritic 35/100 IMDb 7,0/10 Smárabíó 22.40 Once Upon a Deadpool 12 Metacritic 66/100 IMDb 7,8/10 Háskólabíó 20.50 Ralf rústar internetinu Metacritic 71/100 IMDb 7,6/10 Laugarásbíó 14.00, 17.00 Sambíóin Álfabakka 13.00, 13.50, 15.30, 17.30, 18.00, 20.00, 22.30 Sambíóin Egilshöll 14.00, 16.30, 17.30 Sambíóin Kringlunni 14.30, 17.00 Sambíóin Akureyri 14.10, 15.00, 17.30, 20.00 Sambíóin Keflavík 14.30, 17.00 The Grinch Laugarásbíó 13.50, 15.50, 17.50 Sambíóin Keflavík 15.20, 17.20 Smárabíó 12.40, 15.00, 17.20 Háskólabíó 15.40, 18.10 Borgarbíó Akureyri 15.30, 17.30 The Nutcracker and the Four Realms Metacritic 39/100 IMDb 5,6/10 Sambíóin Álfabakka 15.20 Sambíóin Kringlunni 14.20 Smáfótur Metacritic 60/100 IMDb 6,8/10 Sambíóin Álfabakka 13.00 Eftir Sextíu mínútna stríðið lifir borgarbúar á eyðilegri jörðinni, með því að færa sig á mili staða á risastórum farartækjum, og ráðast á smærri þorp. Metacritic 48/100 IMDb 6,6/10 Laugarásbíó 14.00, 17.00, 19.50, 22.20 Sambíóin Álfabakka 14.30, 17.00, 19.40, 22.20 Sambíóin Egilshöll 14.00, 17.20, 20.00, 22.40 Sambíóin Keflavík 19.30, 22.10 Smárabíó 13.30, 16.40, 19.30, 22.40 Háskólabíó 15.20, 18.00, 20.20 Borgarbíó Akureyri 17.00, 19.30, 22.00 Mortal Engines 12 Fantastic Beasts: The Crimes of Grindelwald Önnur myndin um ævintýri töfrafræðingsins Newt Scamander. Bönnuð börnum yngri en 9 ára. Morgunblaðið bbbbn Metacritic 57/100 IMDb 7,7/10 Sambíóin Álfabakka 16.20, 19.40 Sambíóin Egilshöll 14.00, 20.00 Sambíóin Kringlunni 19.30, 22.15 Widows 16 Fjórar konur taka á sig skuldir sem orðið hafa til vegna glæpaverka eig- inmanna þeirra, taka síð- an málin í sínar hendur og byggja upp nýja framtíð. Morgunblaðið bbbnn Metacritic 84/100 IMDb 7,5/10 Smárabíó 19.50 Nánari upplýsingar um sýningar og sali má finna á heimasíðu kvikmyndahúsanna Kvikmyndir bíóhúsanna mbl.is/bio

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.