Morgunblaðið - 22.12.2018, Page 49
MENNING 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 2018
TÓNLIST
Arnar Eggert Thoroddsen
arnareggert@arnareggert.is
Maður skimar eðlilega árhvert eftir viðbótum við ís-lenska jólatónlist. Hér á
skrifborðinu mínu er t.a.m. forláta
vínylplata sem nefnist Jól sko!, sem
er tillegg hinna austfirsku Dúkku-
lísna í þennan merka geira. Annar
hópur, skipaður kvenmönnum ein-
göngu, er og með framlag að þessu
leytinu til. Stofn-
að var til Umbru
árið 2014 og hef-
ur sveitin ein-
beitt sér að flutn-
ingi fornrar
tónlistar en einn-
ig nýrrar. Í hönd-
um meðlima leika því miðalda-
stemmur en einnig nútímatónlist, en
Umbra starfar reglubundið með
dans- og spunahópum og hefur flutt
ný verk, skrifuð sérstaklega fyrir
hópinn. Virkni hefur verið með
besta móti í ár en Sólhvörf er önnur
platan þetta árið, og er það hið
ágæta forlag Dimma sem stendur
að útgáfunum (Úr myrkri var fyrri
platan, dularfull og seiðandi mið-
aldatónlist frá Íslandi og megin-
landi Evrópu). Hópinn skipa þær
Alexandra Kjeld (kontrabassi og
söngur), Arngerður María Árna-
dóttir (keltnesk harpa, orgel og
söngur), Guðbjörg Hlín Guðmunds-
dóttir (barokkfiðla og söngur) og
Lilja Dögg Gunnarsdóttir (söngur
og slagverk).
Það sem hefur vakið athygli
mína hvað Umbru varðar er hversu
meðvitaðar þær stöllur eru um
heildaráferð. Orðið er „svalt“, hug-
tak sem flögrar venjulega nokkuð
langt utan við þann heim sem þær
tilheyra, það er hinn klassíska. Bara
þegar litið er til umslaga þaðan, svo
ég taki lítið dæmi, er íhaldssemi og
formfesta grunntónninn, hvort sem
Líður að tíðum
er í leturgerð eða ljósmyndum.
Umbra rokkar þetta hins vegar upp;
ljósmyndir af hópnum eru töff,
heimasíða flott og stíliseruð og allur
pakkinn því aðlaðandi. Umslag Sól-
hvarfa er t.a.m. með þeim betur
heppnuðu þetta árið, fjórar hendur
og snjór (eða er það salt?) sem sáldr-
ast á milli fingra. Bakgrunnur
svartur og stemningin á plötunni
sjálfri glæsilega undirstungin
(hönnuðir enda hinar hæfileikaríku
Inga og Lilja Birgisdætur).
Innihald plötunnar er fjölskr-
úðugt, þó allt sé það svo bundið í út-
setningar Umbru. Við erum með lítt
þekkt lög, eins og „Personent hod-
ie“ sem er að finna í finnsku söng-
bókinni Piae Cantiones og er rakið
til fjórtándu aldar. Einnig eru hérna
íslenskir „slagarar“ eins og „Hátíð
fer að höndum ein“ og „Með gleði-
raust og helgum hljóm“. Einnig er-
lend lög sem eru djúpt inni í jólala-
gakanónunni, eins og „God rest you
merry, Gentlemen“ og sálmarnir
kenndir við Wexford og Coventry.
Stemning næst á plötunni, og
framreiðsla er góð. Niður aldanna
er þarna; sólhvörf, myrkur, vetur
og norðangarri en um leið mýkt,
höfgi, stilla og þægilegheit. Ég segi
„stemning næst“ því að þrátt fyrir
góðan vilja hefur svona konseptum
verið klúðrað með glæsibrag í gegn-
um tíðina. Það er hægt að detta í of
mikla tilgerð, of mikla hátimbrun,
of mikið nýaldargutl og hreinlega
hafa svona plötur fallið marflatar,
þó að uppleggið lofi allt öðru. En
það er hægt að gera þetta af alúð og
smekklegheitum. Það er t.d. frábær
lagaspotti (playlist) á Spotify sem
kallast Mystical Christmas, upp-
fullur af svipuðu efni og ágæt sönn-
un á að þessi nýja öld lagaspotta
fremur en platna hafi kosti til að
bera. Mér varð líka hugsað til nokk-
urra listamanna sem hafa náð að
skjóta beint í mark með viðlíka efni,
Loreena McKennit hin kanadíska
t.d. (dulúðugur, keltneskur rammi),
Caitriona O’Leary (plata hennar
Wexford Carols er vel heppnuð) og
Maddy Prior, hin kunna enska þjóð-
lagasöngkona gerir gott mót á Tap-
estry of Carols. Að ekki sé talað um
Hátíð fer að höndum ein, hina stór-
merku og stórglæsilegu plötu
Þriggja á palli. Líkt er með Sól
hvörf, metnaðarfullt verk sem
gengur að öllu leyti upp og stendur
klár og keik við hlið alls þess sem ég
hef nefnt hér.
»Niður aldanna erþarna; sólhvörf,
myrkur, vetur og
norðangarri en um leið
mýkt, höfgi, stilla og
þægilegheit.
Sólhvörf nefnist nýútkomin jólaplata tónlistarhópsins Umbru. Hópurinn
útsetur á henni gömul jafnt sem ný jólalög með sínum hætti.
Reffilegar Umbra pælir út innihald sem og umbúðir, og kynningarljósmyndir af sveitinni eru svalar.
Mergjaðar bækur banda-ríska rithöfundarinsJohns Greens hafaslegið í gegn um allan
heim en stundum er talað um að
Green skrifi fyrir „unga fullorðna“
þar sem mikið fer fyrir smellnum og
skörpum samtölum, meingölluðum
foreldrum og yf-
irvaldi, óendur-
goldinni ást og
hjartasorg. Svo
áhrifamiklar hafa
bækur hans þótt
að Green hefur
verið valinn einn
af 100 áhrifa-
mestu mann-
eskjum Banda-
ríkjanna af Time-tímaritinu.
Í nýjustu bók sinni, hans fyrstu í
sex ár, Skjaldbækur alla leiðina nið-
ur, sýnir hann þau rífandi tilþrif sem
hann er vanur.
Aza, 16 ára gömul stúlka með al-
varlegar kvíðaraskanir, heyrir í
fréttum af hvarfi föður gamals vinar
síns sem hún kynntist þegar faðir
hennar lést. Þá var hún, 10 ára göm-
ul, send í sumarbúðir fyrir börn sem
misst höfðu foreldri en vinurinn,
Davis Pickett, sótti búðirnar eftir að
hafa misst móður sína. Nú er faðir
Picketts, ósvífinn milljarðamær-
ingur, horfinn og virðist vera á flótta
undan yfirvöldum vegna efnahags-
brota. Aza og besta vinkona hennar
ákveða að reyna að finna út úr því
hvað varð um milljarðamæringinn
því veglegum fundarlaunum er heit-
ið fyrir upplýsingar um íverustað
hans. Úr verða endurnýjuð kynni við
vininn og flókið samband en árátta
og þráhyggjukenndar hugsanir Özu
hamla henni í að eiga í eðlilegum
samskiptum við vini og hugsanlegan
kærasta.
Bækur Johns Greens eru þeim
eiginleikum gæddar að fullorðnir
finna varla að þetta séu bækur sem
stílaðar eru sérstaklega inn á annan
aldurshóp og svo er einnig nú.
Meðan lesandinn nýtur þess að
endurfæðast af hlátri bregður höf-
undur reglulega fæti fyrir flissið og
smellir merg sögunnar hráköldum í
smettið: „Maður gægist fram af brú
eða eitthvað og það hvarflar að
manni upp úr þurru að matur gæti
bara stokkið.“ (bls. 55)
Aza á við vandamál að stríða sem
eru dauðans alvara en þau eru ekki
íþyngjandi í frásögninni, það er ekki
erfitt að lesa um þau. Sagan er upp-
lýsandi, bráðfyndin, sorgleg og af-
hjúpandi. Hún er vel skrifuð og
snarað á íslensku af mikilli fimi. Um
leið er hún með betri bókum sem
taka á geðheilbrigði af óþvinguðum
frjálsleika.
Vinsæll John Green skrifar af lip-
urð um ungt fólk og geðheilbrigði.
Óþvingaður
frjálsleiki
Skáldsaga
Skjaldbökur alla leiðina niður
bbbbm
Eftir John Green.
Þýðing: Birgitta Elín Hassell og
Marta Hlín Magnadóttir.
Björt bókaútgáfa, 2018. Kilja, 304 bls.
JÚLÍA MARGRÉT
ALEXANDERSDÓTTIR
BÆKUR
Myndlistarkonan Sjöfn Har veitir leiðsögn í Hannesar-
holti í dag kl. 16 um sýningu sína, Myndirnar mínar í
25 ár, sem þar stendur yfir. „Magnaðir litir sem takast
á, fíngerð litbrigði, skuggar og heillandi víðsýni. Allt
þetta einkennir ekki aðeins íslenskt landslag heldur
líka málverk listakonunnar Sjafnar Har,“ segir í til-
kynningu. Sjöfn hefur rekið eigin vinnustofu í Kaup-
mannahöfn, Reykjavík, Eyrarbakka, Stokkseyri og nú í
Garðabæ. Sjöfn hefur haldið einkasýningar í Kaup-
mannahöfn, London, New York og á Íslandi allt frá
árinu 1980.
Listakonan
Sjöfn Har
Sjöfn veitir leiðsögn
Verð frá kr.
420.000
á mann í 2ja manna
inniklefa með
PREMIUM ALLT
INNIFALIÐ
ICQC 2018-20