Morgunblaðið - 22.12.2018, Page 52
Síðustu kertaljósatónleikar Camer-
arctica fyrir þessi jól eru kl. 21 í
kvöld, laugardag, í Dómkirkjunni í
Reykjavík. Kammerhópurinn hefur
á hverju ári í aldarfjórðung haldið
slíka tónleika þar sem leikin er ljúf
tónlist eftir Mozart. Á dagskránni
eru kammerperlur eftir tónskáldið
og að venju lýkur tónleikunum á því
að Camerarctica leikur jólasálminn
„Í dag er glatt í döprum hjörtum“.
Kammerperlur eftir
Mozart í Dómkirkjunni
LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 356. DAGUR ÁRSINS 2018
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
Í lausasölu 1.108 kr.
Áskrift 6.960 kr. Helgaráskrift 4.346 kr.
PDF á mbl.is 6.173 kr. iPad-áskrift 6.173 kr.
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Þrír íþróttamenn eru í fyrsta skipti
á meðal tíu efstu í kjöri íþrótta-
manns ársins hjá Samtökum
íþróttafréttamanna en listi yfir þá
tíu íþróttamenn sem efstir voru í
kjörinu að þessu sinni er birtur í
dag. Tíu efstu á listanum koma úr
sjö íþróttagreinum en kjörið fer nú
fram í 63. sinn en það hóf göngu
sína árið 1956. » 2-3
Tíu efstu koma úr sjö
íþróttagreinum
Söngsveitin Fílharmónía heldur
sína árlegu jólatónleika, Jólaljós, í
Langholtskirkju kl. 20 fimmtudag-
inn 27. desember. Einsöngvari
verður Þóra Einarsdóttir sópran og
með kórnum leikur tríó skipað
Snorra Sigurðarsyni trompetleik-
ara, Þórði Sigurðarsyni píanóleik-
ara og Gunnari
Hrafnssyni kontra-
bassaleikara.
Efnisskráin verð-
ur í senn hátíð-
leg og með djass-
yfirbragði. M.a.
verða sungin lög
eftir íslensk
tónskáld og
sígild jóla-
lög frá ýms-
um löndum.
Sópransöngkona og
tríó með Fílharmóníu
ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Jólamót Dóra Páls í knattspyrnu
innanhúss fer fram í KR-heimilinu í
25. sinn að morgni annars dags jóla.
„Þetta er alltaf jafngaman,“ segir
Halldór, öðru nafni Dóri Páls, stofn-
andi mótsins og aðaldómari.
Dóri er fyrrverandi markvörður
og lék síðast opinberlega með eldri
flokki KR. „Við vorum ungir og
sprækir fyrir 25 árum og mér
fannst tilvalið að við héldum okkur í
formi með því að vera með árlegt
jólamót, rétt eins og var vaninn hjá
þjálfurum okkar þegar við vorum í
5. flokki,“ upplýsir hann. „Ég blés
til mótsins og hef verið með flaut-
una síðan, en strákarnir æfa allt ár-
ið og urðu meðal annars Íslands-
meistarar í flokki 50 ára og eldri í
sumar.“
Fjórir eru saman í liði og fjögur
til sex lið hafa leikið tvöfalda um-
ferð, en hver leikur er fimm mín-
útur. Um 100 manns hafa tekið þátt
í mótinu frá upphafi. Örn Guð-
mundsson, öðru nafni Jonni, hefur
raðað mönnum í lið og segir Dóri að
svo vel hafi tekist til að flestir ef
ekki allir hafi verið í sigurliði. Þó
hafi Sæbjörn Guðmundsson og
Smári Hilmarsson oftast unnið til
verðlauna, sem Hálfdán Örlygsson
bókaútgefandi hafi gefið. Ellert B.
Schram hafi líka verið óvenju oft í
sigurliði, en hann hafi hætt fyrir um
20 árum. „Flestir eru á aldrinum 55
til 66 ára og allir bera aldurinn vel,
enginn með bumbu,“ segir Dóri og
bætir við að Bjarni Halldórsson,
Sigurður Indriðason og Björn Pét-
ursson séu nú með elstu mönnum.
Fjölskylduvæn stund
Flestir nota tækifærið og gera
sérstaklega vel við sig um jólin.
Einmitt þess vegna segir Dóri gott
að brjóta upp tímann, skella sér í
fótbolta fyrir hádegi, púla og svitna
vel, og mæta svo heim í hádegis-
matinn. „Þetta er sérlega fjöl-
skylduvæn skemmtun og menn
missa ekkert úr enda flestir sofandi
á meðan við spörkum bolta,“ segir
hann og botnar ekkert í því að
Jonni þjálfari hafi tekið Kanarí
fram yfir að þessu sinni. „Hann og
Karl Dúi Karlsson hafa alltaf mætt
en Jonni fór núna með kærustunni í
sólina.“
Dómarar eru ekki öfundsverðir af
störfum sínum og Dóri segist oft fá
að heyra það. „Ég verð að vera vel
vakandi og á tánum til að forðast
reiðiöskur,“ segir hann. „Reyndar
finnst mér gaman þegar menn æsa
sig en þeir fá það síðan óþvegið frá
hinum inni í búningsklefa á eftir.
Menn reyna því að halda sig á
mottunni, en Gummi bílasali Al-
bertsson og Karl Dúi gleyma sér
stundum. Gummi er ekki sáttur
nema ég sé honum hliðhollur í dóm-
gæslunni og Kalli sættir sig ekki við
neitt nema sigur og brýtur stundum
klaufalega af sér.“
Ljósmynd/Erling Aðalsteinsson
Meistarar í Jólamóti Dóra Páls Halldór Pálsson, lengst til vinstri, afhendir sigurliðinu 2015 verðlaunin að lokinni
keppni. Það skipuðu f.v. Erling Aðalsteinsson, Ívar Guðmundsson, Karl Dúi Karlsson og Gísli Steinar Gíslason.
Hefur blásið í flautuna
um jól í aldarfjórðung
Jólamót Dóra Páls í fótbolta haldið í 25. sinn 26. desember