Morgunblaðið - 29.12.2018, Page 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 2018
Norræna húsið
Sæmundargötu 11
Aðgangur ókeypis
Sýnd til 30. apríl 2019
Ferðalag um furðuheim
barnabókmenntanna
Ævintýraleiðangur fyrir allskonar krakka
Barnabókaflóðið
Veður víða um heim 28.12., kl. 18.00
Reykjavík 2 skýjað
Hólar í Dýrafirði 2 slydda
Akureyri 2 léttskýjað
Egilsstaðir 0 heiðskírt
Vatnsskarðshólar 3 skýjað
Nuuk -5 skýjað
Þórshöfn 6 skúrir
Ósló -5 þoka
Kaupmannahöfn 5 þoka
Stokkhólmur 0 heiðskírt
Helsinki -1 þoka
Lúxemborg -2 þoka
Brussel 0 þoka
Dublin 11 súld
Glasgow 7 skýjað
London 8 skýjað
París 0 þoka
Amsterdam 6 þoka
Hamborg 7 súld
Berlín 7 skýjað
Vín 5 léttskýjað
Moskva -6 snjókoma
Algarve 16 léttskýjað
Madríd 14 heiðskírt
Barcelona 13 heiðskírt
Mallorca 15 skýjað
Róm 11 heiðskírt
Aþena 8 léttskýjað
Winnipeg -21 léttskýjað
Montreal 0 rigning
New York 10 rigning
Chicago 0 súld
Orlando 24 skýjað
29. desember Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 11:22 15:38
ÍSAFJÖRÐUR 12:07 15:03
SIGLUFJÖRÐUR 11:52 14:45
DJÚPIVOGUR 11:01 14:59
VEÐUR KL. 12 Í DAG
Á sunnudag NA og A 8-15 m/s S-lands, hiti 2-7 stig.
Þurrt og vægt frost N-lands en snjókoma síðdegis.
Á mánudag Snjókoma N-lands, 0-5 stig S-lands.
Á þriðjudag Víða kalt en hlýrra með kvöldinu.
Suðvestan 8-15 m/s, en 10-18 á morgun. Slydduél eða él, en léttskýjað A-til.
Hiti 0 til 4 stig S- og V-lands, annars um og undir frostmarki.
Guðrún Erlingsdóttir
ge@mbl.is
„Harpa hefur iðað af lífi á árinu og
samkvæmt fyrstu tölum þá höfum
við fengið rúmlega tvær milljónir
heimsókna það sem af er ári. Við er-
um með sérstakt kerfi sem nemur
fjölda síma og tölva sem leita net-
sambands í Hörpunni og fáum þann-
ig út áætlaðar heimsóknir,“ segir
Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri
Hörpu. Hún segir að samkvæmt
könnun MMR sem gerð var í
tengslum við stefnumótunarvinnu í
Hörpu á árinu komi langflestir gest-
ir í Hörpu í tengslum við tónlistar-
viðburði en 25% koma vegna ráð-
stefna eða funda. Samkvæmt sömu
könnun hafi 86% þjóðarinnar komið
í Hörpu frá opnun árið 2011. Íbúar
höfuðborgarsvæðisins sækja Hörpu
oftar heim en íbúar landsbyggðar-
innar en 68% þeirra sem búa utan
höfuðborgarsvæðisins hafa farið í
Hörpu.
Svanhildur segir að fjöldi heim-
sókna 2018 sé á svipuðu róli eða
mögulega aðeins minni en 2017 sem
lauk með gríðarstórri listahátíð og
fernum tónleikum Sigur Rósar.
„Það voru 1.400 viðburðir í Hörpu
árið 2018, þar af 578 tónleikar, 130
ráðstefnur og fundir af öllum stærð-
um og gerðum, leik- og óperusýn-
ingar, uppistand, veislur, móttökur,
markaðir og fleira. Við buðum jafn-
framt upp á 1.100 skoðunarferðir
um húsið sem er einn fjölsóttasti
ferðamannastaðurinn í Reykjavík,“
segir Svanhildur sem nú er að ljúka
sínu fyrsta heila ári sem forstjóri.
Hún segir að stefnumótun sé í gangi
og m.a. verði lögð sérstök áhersla á
að fjölga viðburðum fyrir börn og
fjölskyldur. 70 slíkir viðburðir hafi
verið 2018 og stefnt sé að því að
Harpa verði einn af þeim þremur
helstu stöðum sem fjölskyldur fari á.
Markmiðið sé að ala upp nýja kyn-
slóð unnenda tónlistar og menning-
ar. „Sinfóníuhljómsveitin leikur afar
stórt hlutverk í þeim efnum. Meðal
viðburða fyrir börn má nefna Tón-
sprota hjá SÍ, Nótnaheima, Upptakt -
tónsköpunarverðlaun og óperuna
Hans og Grétu sem Íslenska óperan
sýndi fyrir jól,“ segir Svanhildur sem
hlakkar til næsta starfsárs í Hörpu
og telur að uppbyggingin í kringum
Hörpu komi til með að tengja hana á
spennandi hátt við miðborgina.
86% þjóðarinnar
hafa komið í
Hörpu frá opnun
1.400 viðburðir í ár 220.000 miðar
seldir Yfir tvær milljónir heimsókna
Harpa Svanhildur Konráðsdóttir
forstjóri segir framtíðina bjarta.
Gunnlaugur Snær Ólafsson
gso@mbl.is
„Ég ætla bara að vera bjartsýn og
ég finn að þetta var rétt ákvörðun,“
segir Sólveig Anna Jónsdóttir, for-
maður Eflingar, en fyrsti fundur
Samtaka atvinnulífsins, VR, Efl-
ingar og Verkalýðsfélags Akraness
hjá ríkissáttasemjara fór fram í
gær. Að sögn hennar var „það eina
rétta í stöðunni“ að vísa kjaradeil-
unni inn á borð sáttasemjara.
Næsti fundur er boðaður 9. janúar.
Sólveig Anna segir fundinn í
gær hafa verið stuttan þar sem
tækifæri gafst til að fara yfir
greinargerð verkalýðsfélaganna
VR, Eflingar og Verkalýðsfélags
Akraness um hvers vegna ákveðið
var að vísa málinu til ríkissátta-
semjara. Þá segir Sólveig Anna fé-
lögin leggja „ríka áherslu á það, þó
að það sé ekki inni á þessu borði,
að aðkoma stjórnvalda skiptir máli,
sem sagt hvað þau hyggjast gera í
þeim málum sem snúa að sköttum
og húsnæði“.
Fyrri viðræður sagðar góðar
Halldór Benjamín Þorbergs-
son, framkvæmdastjóri Samtaka
atvinnulífsins (SA), segir það ekki
hafa verið val SA að vísa kjara-
viðræðum til ríkissáttasemjara og
að eðlilegra væri að halda áfram
þeim viðræðum sem voru í gangi.
Að sögn hans var gangur þeirra
viðræðna góður.
Spurð hvort hún sé sammála
orðum framkvæmdastjórans um
ágæti fyrri viðræðna svarar Sólveig
Anna: „Ég er ekki sammála því.“
Þá segir hún að ekki hafi verið
ástæða til þess að ræða tillögur SA
um breytingar á vinnutíma og allri
vinnutilhögun. „Við gátum ekki
samþykkt að þurfa að ræða okkur í
gegnum þær tillögur til þess að fá
að ræða hvað samtökin teldu að
væri til skiptanna.“
Bjartsýn eftir fyrsta
fund með sáttasemjara
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Kjaramál Ríkissáttasemjari tók á móti deiluaðilum í húsakynnum sínum í gær. Næsti fundur er boðaður 9. janúar.
Fóru yfir greinargerð verkalýðsfélaganna á fundinum
Tilkynning frá
WOW air Ltd. í
bresku fyrir-
tækjaskránni 11.
desember sl.
bendir til þess að
félagið verði lagt
niður. WOW air
hefur nýverið selt lendingaleyfi á
Gatwick-flugvelli í Lundúnum.
Óskað var upplýsinga um málið
hjá WOW air en vegna leyfa starfs-
manna um áramótin var ekki hægt
að verða við þeirri beiðni.
WOW air hf. á Íslandi er skráð í
100% eigu Títans fjárfestingafélag
en það er í eigu Skúla Mogensen.
Hann hefur verið skráður eigandi
WOW air Ltd. baldura@mbl.is
WOW air Ltd. lagt
niður í Bretlandi
Aron Þórður Albertsson
aronthordur@mbl.is
Nú þegar nýtt ár gengur senn í garð
birtir leitarvefurinn Google yfirlit
yfir algengustu leitarorð fjölmargra
þjóða á árinu 2018. Ísland er þar
engin undantekning en ýmislegt at-
hyglisvert er að finna þegar litið er
yfir þau orð sem algengust voru hér
á landi. Auglýsingastofan Sahara
tók saman lista yfir algengustu leit-
arorðin í nokkrum flokkum.
Meðal íslenskra landsliðsmanna
var Rúrik Gíslasyni oftast flett upp
en hann vakti mikla athygli eftir leik
íslenska karlalandsliðsins í knatt-
spyrnu við Argentínu á heimsmeist-
aramótinu í Rússlandi í sumar. Alls
var nafn hans slegið 28.800 sinnum
inn á leitarvefinn yfir árið en næstur
landsliðsmanna kom Gylfi Þór Sig-
urðsson með tæplega 25.000 upp-
flettingar hér á landi.
Elín Metta Jensen var hlut-
skörpust íslenskra knattspyrnu-
kvenna í landsliðinu með 2.520 upp-
flettingar. Næstar komu Agla María
Albertsdóttir, Fanndís Friðriks-
dóttir og Sif Atladóttir með 1.080
uppflettingar hver. Af íþróttafólki úr
öðrum greinum ber nafn Katrínar
Tönju Davíðsdóttur, keppanda í
Crossfit, hæst en alls var henni flett
upp ríflega 4.500 sinnum yfir árið.
Þegar kemur að leitum á
Google trónir Baltasar Kormákur
leikstjóri á toppnum með 760 upp-
flettingar að meðaltali á mánuði.
Einn aðalleikara Ófærðar, nýjustu
þáttaraðar Baltasars, er annar á list-
anum með um 460 uppflettingar að
meðaltali á mánuði. Í öðrum flokk-
um kom margt athyglisvert fram.
Efst í flokki verslana var Hagkaup
með 118.800 uppflettingar yfir árið.
Veitingastaðurinn Grillmarkaðurinn
var með flestar uppflettingar í flokki
veitingastaða eða 43.200 talsins. Þá
var 66°Norður vinsælasta íslenska
vörumerkið á Google í ár með tæp-
lega 120.000 uppflettingar.
Íslenska landsliðið vinsælt á Google í ár
66°Norður, Grillmarkaðurinn og
Hagkaup með þúsundir uppflettinga
AFP
Google Ýmsu var flett upp í ár.