Morgunblaðið - 29.12.2018, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 29.12.2018, Qupperneq 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 2018 N Ý F O R M h ú s g a g n a v e r s l u n Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is K371 sófi Fáanlegt í leðri og tauáklæði, margir litir 3ja sæta 2ja sæta og stólar Við óskum viðskiptavinum okkar og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári GIMLI fasteignasala / Grensásvegi 13, 108 Rvk. / s 570 4800 / gimli@gimli.is www.gimli.is Gleðilega hátíð Gimli þakkar fyrir viðskiptin á liðnu ári og óskar ykkur farsældar á því nýja Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Forsvarsfólk Tækniskólans, skóla atvinnulífsins, vinnur að könnun á staðsetningarkostum varðandi mögulega sameiningu allrar starf- semi skólans á einum stað. Áætluð stærð ný skólahúss er u.þ.b. 30 þús- und fermetrar. Tækniskólinn er í dag starfræktur í 10 aðskildum húsum á fjórum stöð- um í Reykjavík og Hafnarfirði. Nemendur eru nú um 2.500 og starfsmenn um 250 talsins. Í september sl. rituðu forsvars- menn skólans bréf til Dags B. Egg- ertssonar borgarstjóra og óskuðu eftir viðræðum við borgina um lóð undir skólahúsið. Borgarráð var jákvætt Borgarráð tók jákvætt í erindi Tækniskólans um fyrirhugaða ný- byggingu og fól umhverfis- og skipu- lagssviði og skrifstofu eigna og at- vinnuþróunar að vinna með skólanum að könnun á mögulegum staðsetningarkostum. Í bréfi Tækniskólans kemur fram að skólinn sjái fyrir sér að mann- virkið samanstandi m.a. af yfir- byggðu „skólastræti“ sem skólar Tækniskólans raði sér í kringum. Gera þurfi ráð fyrir því að reisa megi nemendagarða við eða í nágrenni nýs skóla. Fram kemur í bréfinu að áætlaður nemendafjöldi yrði um 3.000 með möguleika á fjölgun í 5.000 með auknum húsakosti. Starfsmenn verði um og yfir 300 talsins í framtíðinni. Lögð er áhersla á að staðsetning skólahúsnæðisins verði vel tengd við umferðarkerfi og leiðakerfi almenningssamgangna. Fram kemur í greinargerð Björns Axelssonar, skipulagsfulltrúa Reykjavíkurborgar, að sé horft til frumþarfagreiningar Tækniskólans hvað varðar staðsetningu skólans innan marka Reykjavíkur komi tveir nokkuð ákjósanlegir valkostir til greina. Hér sé horft til tveggja stærstu framtíðaruppbyggingar- svæða borgarinnar sem fram koma í Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010 -2030, þ.e. Vatnsmýrar og Ártúns- höfða-Elliðaárvogs. Fyrirhuguð borgarlína muni liggja um bæði svæðin og miðað við stærð og um- fang sé eðlilegt að gera ráð fyrir að nýr skóli tengist þeim leiðum með beinum hætti. Færa megi rök fyrir því að jákvæð áhrif skólans gætu ef til vill orðið meiri á heildina litið í El- liðaárvogi-Ártúnshöfða þar sem nú stendur yfir skipulagsvinna fyrir um 6-7 þúsund íbúðir. Skólinn yrði jafn- framt veruleg lyftistöng fyrir mið- kjarna þess svæðis, Krossmýrar- torg, sem borgarlínukjarna og endapunkt fyrsta áfanga borgarlínu eins og áætlanir gera ráð fyrir. Rýmisþörf er umtalsverð „Rýmisþörf skólans er þó umtals- verð og ljóst að mannvirki og lóð kalla á nokkurt niðurrif á eldra hús- næði í Elliðaárvogi og á Ártúnshöfða og ætla má að staðsetning í Vatns- mýri kalli á breytingar á afmörkun flugvallarsvæðisins að einhverju leyti,“ segir Björn. Tækniskólinn var stofnaður 1. júlí árið 2008 með sameiningu Iðnskól- ans í Reykjavík og Fjöltækniskól- ans. Skólinn er einkarekinn. Stjórn skólans hefur skipað þriggja manna bygginganefnd og hefur Jón B. Stefánsson, fyrrver- andi skólameistari skólans, verið ráðinn verkefnastjóri. Fram kemur í bréfi stjórnar skól- ans til borgarstjóra að hún líti svo á að nýbygging fyrir skólann verði veruleg lyftistöng fyrir starfs- og iðnnám í landinu. Langt sé um liðið síðan reist hafi verið skólahúsnæði sérhannað fyrir samtvinningu starfs-, iðn- og bóknáms með þeim hætti sem nú sé áformað. Tækniskólinn verði á einum stað  Vilja byggja 30 þúsund fermetra skólahús á höfuðborgarsvæðinu  Skólinn er í dag starfræktur í 10 aðskildum húsum á fjórum stöðum  Svæðið Elliðaárvogur-Ártúnshöfði heppileg staðsetning Morgunblaðið/Sigurður Bogi Tækniskólinn Meginstarfsemi skólans fer fram á Skólavörðuholti, í húsi því sem áður hýsti Iðnskólann í Reykjavík. Heitavatnsnotkun var sérlega mikil á höfuðborgarsvæðinu á aðfangadag, en um kl. hálffimm varð rennslið 13.504,02 rúmmetrar á klukkustund en klukkan 6 snarminnkaði rennslið niður í 12.132,41 rúmmetra á klukku- stund, sem er heldur nær meðal- rennsli. Jólaböðin eru líklega orsök þessarar aukningar að sögn Ingu Dóru Hrólfsdóttur, framkvæmda- stjóra Veitna. „Við höfum séð það ótal sinnum í tölum yfir notkun á bæði heitu og köldu vatni að stór hluti þjóðarinnar hagar sér á svipaðan hátt á stóru stundunum. Fólk fer í bað seinni partinn á aðfangadag, sturtar niður í hálfleik þegar stórir landsleikir í knattspyrnu eru á dagskrá eða strax eftir áramótaskaupið,“ segir Inga og bætir við að lesa megi ýmis hegðun- armynstur út úr veiturekstri. Hún segir að gamlársdagur sé ekki ósvip- aður aðfangadegi hvað varðar hegð- un landsmanna þótt dreifing á bað- tímanum sé meiri og hápunktar notkunarinnar ekki eins áberandi. Notkun á heitu vatni hefur aukist til muna á undanförnum misserum og hafa landsmenn slegið hvert met- ið á fætur öðru í heitavatnsnotkun allt síðasta ár, að sögn Ingu. „Hluti af því er auðvitað tilkominn vegna fjölgunar notenda en mest ræðst þetta samt af veðri. Um 90% heita vatnsins fara í upphitun hús- næðis og það sem eftir stendur fer í böð, þvotta og þess háttar. Veður hefur því mest áhrif á hversu mikið er notað af heitu vatni og við vitum öll hvernig það hefur verið hér á suð- vesturhorninu, sem er veitusvæði okkar, þetta árið. Fyrstu mánuðir ársins voru mjög kaldir og sumarið sömuleiðis. En burtséð frá því er hitaveitukerfið að stækka mjög hratt hér á höfuðborgarsvæðinu.“ veronika@mbl.is Heitavatnsnotkun á höfuðborgarsvæðinu 20. des. og á aðfangadag Rúmmetrar á klst.* 13.500 13.000 12.500 12.000 11.500 11.000 10.500 10.000 05 06 07 08 09 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 20. desember 2018 Aðfangadagur 2018 Kl. 12:00 20. des.: 12.108 m3/klst. 24. des.: 12.879 m3/klst. Kl. 18:00 20. des.: 12.294 m3/klst. 24. des.: 12.132 m3/klst. Kl. 16:30 20. des.: 12.077 m3/klst. 24. des.: 13.504 m3/klst. *Framrennsli Reykjastöðvar Heitavatnsnotkun í hámarki á aðfangadag  Jólaböðin helsta ástæðan  Mesta rennslið klukkan hálffimm

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.