Morgunblaðið - 29.12.2018, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 29.12.2018, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 2018 Toyota Yaris live Hybrid að verðmæti kr. 3.050.000 hvor bifreið Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra þakkar landsmönnum veittan stuðning og óskar vinningshöfum til hamingju. Handhafar vinningsmiða framvísi þeim á skrifstofu Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra á Háaleitisbraut 13, Reykjavík, sími 535 0900. Byrjað verður að greiða út vinninga 7. janúar 2019. Vinningaskrá er einnig birt á heimasíðu félagsins www.slf.is 27141 46549 2753 37234 62933 163 949 1266 3295 3327 4451 4485 4796 4911 6527 6570 7410 8305 9348 9811 10077 10587 11088 11209 11601 12249 12852 12874 13650 16550 20014 20352 20949 21034 21148 21468 21841 23448 23615 25649 25973 26286 26546 27346 28221 29314 29726 30092 30521 31069 31578 31919 32279 33140 33154 34037 34429 34714 34896 36712 36945 37022 39165 39244 40267 40927 40990 41390 41825 42183 43661 44355 44650 44876 45044 46187 46712 47628 48289 48411 49572 50387 51518 51876 53002 55478 55744 57508 58051 58110 59543 60060 62637 62928 63025 63623 63816 64011 64724 64988 66625 67602 68003 68294 68304 68425 68447 68526 68961 69496 Ferðavinningur að upphæð kr. 600.000 hver vinningur Ferðavinningur að upphæð kr. 300.000 hver vinningur Jólahappdrætti 2018 Dregið hefur verið í jólahappdrætti Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra. Vinningar komu á eftirtalin númer: Teitur Gissurarson teitur@mbl.is Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur gefið út 46 leyfi til sölu á skot- eldum. Allir leyfishafar hafa áður fengið slíkt leyfi. Sem fyrr eru langflestir skotelda- sölustaðir reknir af björgunar- og hjálparsveitum en einnig halda sex íþróttafélög á höfuðborgarsvæðinu úti flugeldasölu. Þá hafa átta einkaaðilar og fyrir- tæki fengið leyfi til sölu á skoteldum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæð- inu. Flestir verða flugeldasölustaðirnir í Kópavogi en innan póstnúmera 200 og 201 verða samanlagt ellefu skot- eldasölustaðir í ár. Næst á eftir kem- ur Árbær en íbúar þar geta valið um átta staði til að kaupa sér skotelda. Átján leyfi á Suðurlandi Alls hafa verið gefin út 18 skot- eldasöluleyfi í umdæmi Lögreglu- stjórans á Suðurlandi. Eins og á höf- uðborgarsvæðinu gaf Lögreglu- stjórinn á Suðurlandi engin ný leyfi út í ár. Tíu staðir hafa fengið leyfi frá Lögreglustjóranum á Norðurlandi eystra til að selja skotelda og þá hef- ur Lögregluembættið á Vestfjörðum gefið út átta skoteldasöluleyfi fyrir áramótin, öll til björgunarsveita. Svipaða sögu er að segja um Austurland en embætti lögreglu- stjórans þar gaf í ár út níu leyfi til sölu skotelda, þar af átta til björg- unarsveita, og var ekkert þeirra nýtt. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Öflugir Liðsmenn björgunarsveita standa sem fyrr fyrir langflestum flugeldasölustöðum á landinu í ár. Lítið um nýja flugeldasala  Ellefu skoteldasölustaðir í Kópavogi og átta í Árbæ ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS VEISTU UM GÓÐAN RAFVIRKJA? Ragnhildur Kristjáns- dóttir lést 21. desem- ber sl. eftir skamm- vinn veikindi. Ragnhildur átti og rak ásamt eiginmanni sín- um Árna Halldórssyni skipstjóra og félögum þeirra útgerðarfyrir- tækið Friðþjóf hf. á Eskifirði. Ragnhildur var fædd á Höfn í Horna- firði 24. mars 1934. Foreldrar hennar voru hjónin Aðalbjörg Guð- mundsdóttir og Óli Kristján Guðbrandsson skólastjóri. Ragnhildur ólst upp á Höfn fram á fermingaraldur, en síðan í Villinga- holtsskóla í Flóa, eftir að fjölskyldan fluttist þangað. Hún lauk landsprófi frá Gagnfræðaskólanum í Hvera- gerði 1950 og stúdentsprófi frá mála- deild Menntaskólans í Reykjavík 1954. Að loknu stúdentsprófi, áður en þau hjón fluttu til Eskifjarðar, starf- aði Ragnhildur á skrifstofu Innflutn- ingsskrifstofu ríkisins í Reykjavík. Á Eskifirði tók hún virkan þátt í félags- störfum og stjórnmálum, kenndi tímabundið við Grunn- skóla Eskifjarðar, söng og starfaði með kirkju- kór Eskifjarðar í ára- tugi, var í stjórn Kirkjumiðstöðvar Austurlands, sat í stjórn Slysavarna- félagsins, var formaður sóknarnefndar, sat í bæjarstjórn fyrir Sjálf- stæðisflokkinn og átti sæti í Útvegsmanna- félagi Austurlands um tíma. Ragnhildur var hug- sjónakona, bar hag landsbyggðarinnar fyrir brjósti, og var unnandi góðra bókmennta og tón- listar. Eftirlifandi eiginmaður Ragnhildar er Árni Halldórsson. Þau eignuðust sex börn, fyrstan andvana son. Börn þeirra eru Kristín Aðalbjörg sendi- herra, Halldór framkvæmdastjóri, Björn framkvæmdastjóri, Sigrún framkvæmdastjóri og Guðmundur ráðuneytisstjóri. Auk þess ólst Auður dótturdóttir þeirra að verulegu leyti upp hjá afa sínum og ömmu. Útför Ragnhildar fer fram 4. jan- úar klukkan 14 frá Eskifjarðarkirkju. Andlát Ragnhildur Kristjánsdóttir Sjö prósent Íslendinga vilja banna flugelda alfarið ef marka má niður- stöður nýrrar netkönnunar á vegum Maskínu. 817 einstaklingar svöruðu könnuninni. Í niðurstöðum könnunarinnar kom fram töluverður munur á af- stöðu fólks til flugeldasölu eftir stjórnmálaskoðunum. Þannig voru kjósendur Miðflokksins og Flokks fólksins líklegastir til þess að styðja óbreytt fyrirkomulag við sölu flug- elda, en hjá kjósendum flokkanna tveggja mælist um 64 prósenta stuðningur við óbreytt fyrirkomu- lag. Mesta andstaðan við flugelda- sölu mældist hins vegar hjá kjós- endum Pírata, en 18,5% kjósenda flokksins vilja banna flugelda með öllu. Í niðurstöðunum kemur fram að á bilinu 45 til 46% Íslendinga vilja áfram óbreytt fyrirkomulag á sölu flugelda en tæplega 48% vilja hefta söluna að einhverju leyti. Þá var einnig sagður nokkur munur á við- horfi fólks til flugeldasölunnar eftir menntun og búsetu þess. 7% gegn flugeldum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.