Morgunblaðið - 29.12.2018, Qupperneq 25
FRÉTTIR 25Erlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 2018
FOSSBERG
Dugguvogi 6 • 104 Reykjavík • www.fossberg.is • 5757600
Þökkum viðskiptin á árinu
sem er að líða og óskum
viðskiptavinum og landsmönnum
öllum farsældar á komandi ári
Þorgrímur Kári Snævarr
thorgrimur@mbl.is
Stjórnarher Sýrlands hefur svarað
kalli kúrdískra skæruliða í norður-
hluta landsins um hernaðaraðstoð
gegn Tyrkjum. Frá þessu er greint á
fréttasíðum AFP og The Guardian.
Rúmlega 300 sýrlenskir hermenn
eru komnir til bæjarins Manbij, sem
hefur lotið kúrdískum yfirráðum frá
árinu 2016 og hafa þar gengið í nýtt
bandalag við Kúrda. Í bænum eru
einnig staðsettir bandarískir og
franskir hermenn en áætlað er að
bandarísku hermennirnir hafi sig á
brott úr landinu á næstu mánuðum
vegna óvæntrar ákvörðunar
Donalds Trump Bandaríkjaforseta
þess efnis fyrr í mánuðinum.
Líklegt er að tilkynningin um
brottför Bandaríkjamanna hafi haft
áhrif á þessar hræringar í Sýrlandi.
Tyrkir hafa frá því í janúar staðið í
hernaðaraðgerðum til þess að upp-
ræta yfirráð Verndarsveita Kúrda
(YPG) í norðurhluta Sýrlands, þar
sem þeir telja að Kúrdarnir styðji
hryðjuverkahópa og aðskilnaðar-
hreyfingar innan Tyrklands. Eftir
tilkynningu Trumps lýsti Recep
Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti
því yfir að Tyrklandsher myndi á
næstu mánuðum ráðast í frekari
hernaðaraðgerðir gegn bæði Vernd-
arsveitum Kúrda og Ríki íslams.
Kúrdarnir hafa lengi verið helstu
bandamenn Bandaríkjamanna í bar-
áttunni við hryðjuverkahópa eins og
Ríki íslams í Írak og Sýrlandi og
margir telja þeir sig því illa svikna
vegna ákvörðunar Trumps um brott-
för hersins. Boð Kúrdanna til Sýr-
landshers er að því er virðist tilraun
til að bjarga því sem bjargað verður
af landvinningum þeirra þrátt fyrir
að bandalag við stjórn Bashars al-
Assad Sýrlandsforseta muni að öll-
um líkindum kosta þá drauminn um
sjálfstætt kúrdískt þjóðríki.
„Við bjóðum sýrlenska stjórnar-
hernum [...] að taka við stjórn þeirra
svæða sem hersveitir okkar hafa
dregið sig frá, sérstaklega í Manbij,
og vernda þessi svæði gegn innrás
Tyrkja,“ sögðu Verndarsveitir
Kúrda í yfirlýsingu sinni um boðið til
Sýrlandshers.
Áætlað er að sýrlensku hermenn-
irnir muni taka sér stöðu á milli
kúrdíska yfirráðasvæðisins og tyrk-
nesku landamæranna. Ekki er gert
ráð fyrir beinum átökum á milli
þeirra og Tyrkja þar sem stríðs-
ástand ríkir ekki á milli Tyrklands
og Sýrlands. Því verða Kúrdar
hólpnir fyrir framsókn Tyrkja um
sinn ef allt gengur að óskum.
Tyrkir hafa brugðist reiðir við
boði Kúrda til Sýrlandshers og segja
Kúrda „engan rétt“ hafa til þess að
biðla til utanaðkomandi aðila um
hernaðarvernd fyrir hönd íbúa á
svæðinu. Viðbrögð Rússa, sem hafa
veitt Sýrlandsher ómetanlega hjálp í
borgarastyrjöldinni, hafa hins vegar
verið jákvæð.
„Auðvitað mun þetta stuðla að
auknum stöðugleika á svæðinu,“
sagði Dímítrí Peskov, talsmaður
rússnesku ríkisstjórnarinnar.
„Stækkun á yfirráðasvæði stjórnar-
hersins [...] er án efa jákvæð þróun.“
Assad sigurstranglegur
Bashar al-Assad Sýrlandsforseti,
sem hefur barist gegn ýmsum upp-
reisnarhreyfingum í um átta ár,
virðist nú vera skrefi nær því að
sameina Sýrland á ný undir sinni
stjórn. Stjórn hans hefur á árinu
endurheimt mikinn hluta landsins úr
höndum uppreisnarhópa með hjálp
Rússa og Írana. Samhliða þessum
hernaðarsigrum reynir Assad nú
jafnframt að ná fótfestu á alþjóða-
sviðinu. Kúgunaraðferðir og ofbeldi
sem stjórn Assads beitti Sýrlend-
inga við upphaf styrjaldarinnar fyrir
átta árum leiddu til þess að Sýrland
Assads féll úr náð flestra grannríkja
sinna en sigurhorfur Assads virðast
nú hafa hvatt arabaríkin til þess að
taka hann í sátt.
Sameinuðu arabísku furstadæmin
opnuðu á fimmtudaginn sendiráð
sitt í Damaskus, sex árum eftir að
hafa slitið stjórnmálasambandi við
stjórn Assads og viðurkennt stjórn
uppreisnarhóps sem nú er úr sög-
unni. Barein hyggst fylgja fordæmi
þeirra og búist er við því að Sádi-
Arabía geri það einnig á næstu dög-
um. Arababandalagið hefur lýst því
yfir að stjórn Assads gæti brátt tek-
ið aftur við sæti Sýrlands í samtök-
unum.
Opnað fyrir Assad
Verndarsveitir Kúrda gera bandalag við stjórnarher Sýrlands og hleypa honum
inn á yfirráðasvæði sitt Stefnubreyting hjá Kúrdum vegna brottfarar BNA
AFP
Sýrland Sýrlenskir uppreisnarmenn sem njóta stuðnings Tyrkja safnast hér saman í Sajour, stutt frá Manbij.
Kúrdar hafa hleypt stjórnarher Assads inn á svæðið og munu þessir hópar því brátt eiga við ofurefli að etja.
Þorgrímur Kári Snævarr
thorgrimur@mbl.is
Hneykslismálum Alexandre Benalla,
fyrrverandi öryggisfulltrúa í þjónustu
Emmanuels Macron Frakklandsfor-
seta, er enn ekki lokið. Benalla var
leystur frá störfum í sumar eftir að
myndbandi var deilt af honum þar
sem hann hafði brugðið sér í lögreglu-
búning og beitt mótmælendur í París
grófu ofbeldi. Þar með hafði hann villt
á sér heimildir og tekið lögregluvald í
eigin hendur.
Gæti átt dóm yfir höfði sér
Í fréttatilkynningum Le Monde og
Le Parisien er greint frá því að eftir
brottrekstur Benalla virðist hann
ekki hafa látið af hendi diplómata-
vegabréf sitt líkt og honum bar að
gera. Samkvæmt fréttum frönsku
miðlanna fór Benalla í nokkrar utan-
landsferðir til Afríku, þar á meðal til
Vestur-Kongó, Kamerún og Tsjad, í
nóvember og desember og notaðist þá
við diplómatavegabréfið. Benalla
ferðaðist þangað á eigin vegum sem
öryggisráðgjafi ýmissa afrískra
valdsmanna. Hafi Benalla aldrei látið
vegabréfið af hendi kann hann að hafa
gerst sekur um að ljúga undir eiði að
laganefnd franska
þingsins, en í yfir-
heyrslu þess þann
19. september síð-
astliðinn kvaðst
Benalla hafa skilið
vegabréfið eftir í
skrifstofu sinni í
Élysée-höll þegar
hann var rekinn.
Ef Benalla verður
fundinn sekur um
slíka blekkingu gæti hann staðið
frammi fyrir fimm ára fangelsisdómi
og 75.000 evra fjársekt, sem nemur
um tíu milljónum íslenskra króna.
Einnig er hugsanlegt að Benalla
hafi endurheimt vegabréfið eftir yfir-
heyrsluna, en slíkt myndi lítið draga
úr alvarleika málsins. „Annaðhvort
laug hann að okkur eða einhver í Ély-
sée-höllinni afhenti manni diplómata-
vegabréf sem hafði hvorki titil né rétt
til þess að bera það,“ hefur Le Par-
isien eftir þingmanni. „Í hvoru tilfell-
inu sem er, er þetta grafalvarlegt.“
Franskir stjórnarandstöðuþing-
menn hafa gagnrýnt ríkisstjórnina
óspart vegna þessa. Olivier Faure, að-
alritari Sósíalistaflokksins, sakaði for-
setann um „viðvaningshátt“ vegna
meðhöndlunar þess.
Hélt eftir dipló-
matavegabréfi
Benalla sakaður um að ljúga að þingi
Alexandre
Benalla
Enginn endir er í
sjónmáli á þeirri
kreppu sem ríkir
milli Donalds
Trump Banda-
ríkjaforseta ann-
ars vegar og
bandaríska
þingsins hins
vegar. Banda-
rískum ríkisstofnunum hefur verið
lokað þar sem Trump neitar að
undirrita fjárlög sem gera ekki ráð
fyrir fimm milljarða dollara fjár-
framlagi til byggingar landamæra-
múrs milli Bandaríkjanna og
Mexíkó. Repúblikanar hafa gefist
upp á að opna ríkisstofnanirnar á
þingtímabilinu, sem þýðir að þær
verða enn lokaðar þegar nýkjörinn
þingmeirihluti Demókrata tekur
við á fulltrúadeildinni að nýju þingi
settu í janúar. Nancy Pelosi,
væntanlegur þingforseti, segist
ætla að sjá til þess að ríkisstofnan-
irnar verði opnaðar sem fyrst.
BANDARÍKIN
Ríkisstofnanir verða
áfram lokaðar
fram yfir áramót
Haldið verður til
þingkosninga í
Bangladess á
morgun. Kosn-
ingabaráttunni
lauk formlega í
gær en í henni
hafa nokkrir
stuðningsmenn
frambjóðend-
anna látið lífið og enn fleiri verið
fangelsaðir. Sheikh Hasina Wazed,
forsætisráðherra Bangladess, sæk-
ist eftir endurkjöri en hún hefur
þegar setið samtals í um fjórtán ár.
Helsti andstæðingur hennar, Kamal
Hossain, sakar hana um alræðis-
tilburði og segir hana hafa svikist
undan arfleifð föður síns, sjálfstæð-
ishetjunnar Sheikh Mujibur Rahm-
an. Komið hefur til götubardaga
milli kjósenda á lokadögum kosn-
ingabaráttunnar. Í gær lét stuðn-
ingsmaður Hasina lífið og 19 stjórn-
arandstæðingar voru handteknir.
BANGLADESS
Blóðug kosninga-
barátta á enda