Morgunblaðið - 29.12.2018, Síða 27

Morgunblaðið - 29.12.2018, Síða 27
27 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 2018 20.2. | Arndís Kristjánsdóttir Mengun í boði borgarstjóra Algert áhugaleysi meirihlut- ans í borginni á að greiða götu einkabílsins, á sama tíma og íbúum á höfuðborg- arsvæðinu hefur fjölgað um 7% frá 2011 og fjöldi ferðamanna tvöfald- ast á liðnu kjörtímabili, er óásættanlegt. 21.2. | Orri Matthías Haraldsson Íslenska leiðin Lausnin er að fækka bílum á götum borgarinnar og besta leiðin er að ganga, hjóla, nota almenningssamgöngur eða þá nýjasta fyrirbærið á mark- aðnum, Zipcar, sem býður fólki upp á þann valkost að deila bíl. 22.2. | Jónas Sigurgeirsson Opið bréf til Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra Tilefni þess bréfs er að óska eftir aðstoð þinni við að út- skýra fyrir Yeonmi Park hvað- an íslenska ríkið telur sig hafa heimild til að þjóðnýta hugverk hennar? 24.2. | Ásmundur Einar Daðason Smálán ólán fyrir ungt fólk og efnalítið Markaðssetningu smálána- fyrirtækjanna virðist beint að ungu fólki sem á erfitt með að fóta sig á þessum lána- markaði. 26.2. | Magnús Geir Þórðarson Öll elskum við Sögu Á árum áður hefði það talist til tíðinda ef stór hluti þjóðar- innar hefði setið á sætis- brúninni yfir skandinavískum þætti. 28.2. | Rósa Víkingsdóttir Er Barnaspítali Hringsins þykjustuspítali? Opið bréf til heilbrigðisráðherra Það er til skammar að for- eldri sem syrgir barn sitt í svo alvarlegum veikindum þurfi að standa dag og nótt við rúm þess þegar inn á spítala er komið. 1.3. | Hildur Björnsdóttir Duglaus draumsýn Fögur fyrirheit núverandi meirihluta hafa engu skilað. Raunveruleg vandamál fólks verða ekki leyst með plástrum. 2.3. | Kolbrún Valvesdóttir Metin að verðleikum Til að ná fram kröfum sínum þarf verkalýðshreyfingin að segja óbreyttu ástandi stríð á hendur og hefja raunverulega baráttu fyrir réttlátara sam- félagi. 3.3. | Einar Karl Haraldsson Málefnalaus aðför að vellíðan barna Mörgum vex í augum að nokkrir alþingismenn skuli leggja til sex ára refsingu við umskurn drengja. Þingmönn- um til afbötunar má segja að farin er sama leið og þegar lagt var bann við umskurði stúlkna. 6.3. | Sveinn Einarsson Óhmæ gawd! Nei, það sem unglingarnir hrópa upp í tíma og ótíma er Ohmæ gawd. Það er sem sagt nauðsynlegt að ávarpa Guð á ensku, þegar mikið liggur við. 7.3. | Viktoría Jensdóttir Leikskólinn í lykilhlutverki Íbúar í Garðabæ eru ánægðir með þjónustu leikskólanna. Það er mikilvægt að horfa á það sem vel er gert en líka að halda áfram að gera betur. 8.3. | Birgir Þröstur Jóhannsson Auðvaldsþróun í Reykjavík: Tourism gentrification Ferðamannafjöldinn hefur gert það að verkum að grundvöllur hefur orðið fyrir meiri og fjölbreyttari veit- ingarekstur, líkt og í Fen- eyjum. En þar sem íbúinn er ekki lengur jafn áhugaverður viðskiptavinur hefur þjónustan við hann jafnt og þétt minnkað. 9.3. | Heiðar Guðjónsson Hver axlar ábyrgð á afglöpum Seðlabankans? Það hefur verið ljóst í mörg ár hvert stefndi og í millitíð- inni hefur Seðlabankinn tap- að hátt í 200 milljörðum á gjaldeyrisforða sínum. 12.3. | Elísabet Jökulsdóttir Saga af hugleysi borgarbúa Ég mun aldrei gleyma þess- um degi, ég hafði staðið í mótmælum allan veturinn og nú var eins og hella lyftist frá brjóstinu við að lesa þessi orð Halldórs. 13.3. | Sandra B. Jónsdóttir Heilbrigðisþjónustan okkar Þegar sjúklingar sjá hvernig fjárskortur hrindir af stað hringrás hnignunar í heil- brigðiskerfinu er tímabært að spyrja spurninga um framtíðina. 14.3. | Hilmar Freyr Gunnarsson Boðun í skoðun eða mygla? Fasteignakaup eru stærsta fjárfesting sem við gerum um ævina og því er mjög mikil- vægt að vita hvaða galla hún hefur að geyma ef einhverjir eru. 15.3. | Eyþór Arnalds Reykjavík kemur okkur öllum við Höfuðborgin á að vera leið- andi sveitarfélag enda hefur hún burði til þess ef henni er rétt stjórnað. Hún er lang- stærsta sveitarfélagið og ætti því að vera hagkvæmasta rekstrar- einingin. Sú er ekki raunin. 16.3. | Einar Benediktsson Þrautaganga Breta og við Sagan hefur þráfaldlega sýnt, að þetta voru heillaráð því afstaða Breta til sam- starfs sem fellur að hags- munum meginlandsríkja, hefur ætíð verið efablandin eða tvíbent. 17.3. | Sigrún Björk Jakobsdóttir Einföldum leiðina í gegnum völundarhús kerfisins Sameiginlegt markmið okkar verður að vera að einfalda leiðina í gegnum völundarhús heilbrigðiskerfisins og fé- lagslega kerfisins með til- heyrandi töfum á greiningu, meðferð og endurhæfingu og skerðingu á lífsgæðum svo mánuðum eða árum skiptir. 19.3. | Þorgrímur Þráinsson Erum við að flækja málið? Ég hef skrifað yfir þrjátíu bækur og tel mig hafa þokka- leg tök á tungumálinu en ég gæti ekki greint frumlag, um- sögn eða andlag í setningum. 20.3. | Geir R. Andersen Samgöngumálin og lausnirnar tvær Samgöngur eru ekki lengur svipur hjá sjón á Íslandi síðan farþegasiglingar kringum landið lögðust af fyrir ára- tugum. 23.3. | Eybjörg Hauksdóttir og Gunnhildur E. Kristjánsdóttir Ný persónuverndarlöggjöf: Tíminn er að renna út Samtök fyrir- tækja í vel- ferðarþjónustu gera þá kröfu að stjórnvöld grípi til viðeigandi ráðstafana og auki fjár- framlög til veitenda heilbrigðisþjónustu til að mæta þessum auknu og íþyngjandi kröfum. 26.3. | Helgi Seljan Það glitrar á gæfusporin Ég staldra hins vegar frekar við frásagnir þeirra sem lýsa kynnum sínum af áfengi og öðrum vímugjöfum og full- yrða með gildum rökum að það að hætta slíkri neyzlu hafi reynzt þeim giftugjafinn mesti á lífsins leið. 29.3. | Valgerður Sigurðardóttir Umferðarteppan hefur áhrif á daglegt líf allra borgarbúa Aðstæður eru nefnilega þannig hjá okkar fjölskyldu að ef ég er ekki lögð af stað úr Borgartúni heim til mín í Grafarvog rétt fyrir klukkan fjögur, þá næ ég ekki á leikskólann til að sækja dóttur mína í tæka tíð. 31.3. | Sigurður Hannesson Vegi í forgang Með því að forgangsraða í þágu innviðauppbyggingar er fjárfest í öryggi, auknum lífs- gæðum og hagvexti fram- tíðarinnar. 3.4. | Guðmundur Pálsson Gegn líknardrápum á Íslandi Líknandi meðferð eins og hún hefur verið stunduð á sjúkrastofnunum í áratugi er að mínu áliti fullnægjandi. Almenningur treystir lækn- um í þessum efnum. 5.4. | Bjarni Benediktsson Verðmætur stöðugleiki Svo mikilvægi þessa sé sett í tölulegt samhengi mun ríkis- sjóður í lok tímabilsins greiða árlega 45 milljörðum minna í vaxtakostnað en þegar verst lét. Með markvissri uppgreiðslu skulda höfum við því gjörbreytt stöðunni. 6.4. | Friðrik Daníelsson EES-samningurinn er að verða úreltur Stjórnvald ESB er að teygja sig inn á orkugeirann með nýjum stofnunum og nýju regluverki, og auknu valdi ESB, með fyrirsjáanlega slæmum afleiðingum fyrir sjálfsákvörð- unarrétt um þjóðarauðlindir. 7.4. | Katrín Jakobsdóttir Sókn fyrir samfélagið Sáttmáli ríkisstjórnarinnar snýst um þau mikilvægu verkefni sem þarf að ráðast í til að bæta lífskjör og auka velsæld í landinu. Ný fjár- málaáætlun tryggir að ráðist verður í þessi verkefni og mun þannig skila sterk- ara samfélagi og betri lífskjörum fyrir al- menning á Íslandi. 9.4. | Ari Trausti Guðmundsson Þjóðarátak Ég lagði fram á Alþingi, í til- efni af 100 ára fullveldi Ís- lands, hugmynd um veglegt átak í skógrækt til land- græðslu. Stakk upp á nýjum sjóði, sjálfseignarstofnun með tilhlýðilegri stjórnun, stofnsamningi og markmiðum. 10.4. | Vigdís Hauksdóttir Traust fjármálastjórn Ólögbundin verkefni verða skoðuð sérstaklega og það metið upp á nýtt hvernig þeim verður forgangsraðað eða þau jafnvel tekin af dag- skrá. 10.4. | Þorsteinn Víglundsson Hvað græðum við eiginlega á EES? Við getum ferðast, búið, starfað og lært án hindrana í öllum aðildarríkjum svæðis- ins. EES hefur fært okkur mikið frelsi og aukin lífsgæði. 12.4. | Rósa Guðbjartsdóttir Fjárhagur Hafnarfjarðar- bæjar styrkist Annað árið í röð voru engin ný lán tekin og langtíma- skuldir greiddar meira niður en ráð var fyrir gert. 13.4. | Árni Davíðsson Misnotkun ökutækjastyrkja Kerfi sem mismunar launa- mönnum eftir formi tekna er slæmt. Svipað skatthlutfall ætti að vera fyrir ökustyrki og venjulegar launatekjur. 14.4. | Lilja Alfreðsdóttir Menntun fyrir alla á Íslandi Núverandi ríkisstjórn hefur sett menntamálin á oddinn og þær áherslur má til að mynda vel sjá í nýsamþykktri fjármálaáætlun. 16.4. | Bryndís Haraldsdóttir Einkaleyfi og nýsköpunarvirkni Það er því ljóst að miklir hagsmunir eru í húfi fyrir ís- lenskt atvinnulíf og nauðsyn- legt að efla þekkingu á mikil- vægi einkaleyfa. 17.4. | Einar S. Hálfdánarson Úthverfi Reykjavíkur skattlönd miðborgarinnar Danir hjóla, hvers vegna ekki Breiðholtsbúar? Kaupa sér bara hjól og tilbehör og eiga birgðir af svitaspreyi á skrif- stofunni. 18.4. | Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Minnihlutastjórn í varnar- og öryggismálum? Hreinlegast er því fyrir Vinstri græn, ráðherra þeirra og þingmenn að viðurkenna þetta án málalenginga og hætta að tala fyrir einni stefnu í útlöndum en hafa aðra til heima- brúks. Morgunblaðið/Hari Borgarmál Umferðarþunginn í borginni var meðal annars til umræðu á árinu, sérstaklega í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna í maí.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.