Morgunblaðið - 29.12.2018, Qupperneq 32
32 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 2018
Ármúla 24 • S. 585 2800
www.rafkaup.is
Góður frændi var á sínum yngri árum blaðamaður við Morgun-blaðið. Þá var Bjarni Benediktsson ritstjóri. Frændi sýndiritstjóranum með stolti óbirta frásögn sína af pólitískumfundi. Ritstjórinn las geinina og sagði: „Þetta er svo sem
sæmilegasta grein en gallinn er bara sá að það les hana enginn.“ Máls-
greinar þyrftu að vera styttri; auk
þess væri allt of lítið um beina ræðu
(óbein ræða væri þreytandi, enda í
viðtengingarhætti). Niðurstaðan
var þessi: „Farðu heim og lestu
Heimskringlu.“
Sami frændi bar síðar skrif sín
undir annan ritstjóra, skáldið
Matthías Johannessen. „Matthías,“
sagði frændi, „gat lyft heilli grein
með því að setja eina litla setningu
á réttan stað.“ – Að sögn frænda
ráðlagði Matthías ungum blaða-
mönnum gjarnan að lesa verk
Sturlu Þórðarsonar, ekki síst Ís-
lendinga sögu. (Innan sviga: Matt-
hías hefur sett fram gild rök fyrir
því að Sturla hafi einnig skrifað
Njálu.)
Glíma Matthíasar Johannessen við orðin birtist snilldarlega í nýrri
heimildarmynd; vonandi verður sú mynd sýnd í sjónvarpi.
Hvert verður orð ársins að þessu sinni? Eflaust braggi. En bragginn
snýr aðeins að borginni okkar. Ég sting upp á orði sem tengist allri
þjóðinni: Kötustrákar(nir).
Án greinis getur þetta orð
átt við um alla karla sem
styðja ríkisstjórnina. Með
greini getur það haft mun
þrengri merkingu, og þá
jafnvel vísað einungis til for-
manna tveggja af þeim
þremur flokkum sem nú mynda ríkisstjórn.
Svo þyrftum við að velja andstæður ársins. Þar legg ég til orðin götu-
strákar(nir) – Kötustrákar(nir). Götustrákar (án greinis) væru þeir
karlar sem styðja stjórnarandstöðuna (að karlmönnum Viðreisnar
undanskildum); með greini mundi merkingin þrengjast verulega. En
Kötustrákar væru, eins og áður segir, þeir strákar sem eru
ríkisstjórnarmegin.
Varatillaga að orði ársins er eimingi: sá sem reykir rafrettur (eimur:
gufa, reykur, sbr. eimskip, eimreið; gaman væri að vita um höfund orðs-
ins eimingi!).
Hver yrði þá setning ársins? Tillaga: Hann er orðinn eimingi (þ.e.
farinn að reykja rafrettur).
Kennarinn: Jæja, krakkar mínir. Hættiði nú að pikka í símann ykkar.
Segið mér heldur hvaða orðflokkum orðmyndin „ágæta“ getur tilheyrt.
Löng og spennuþrungin þögn.
Nemandi 1: Jú, þetta er lýsingarorð í kvenkyni, eintölu, þolfalli, sbr.
ég á ágæta konu [hlátur]; getur líka verið lo. í kk.,ft.,þf., sbr. ég á ágæta
vini.
Kennari: Hárrétt!
Nemandi 2: Heyrðu, amma segir stundum: „Þetta gekk ágæta vel“
og á þá við að þetta hafi gengið mjög vel. Orðið ágæta er því atviksorð í
þessari merkingu.
Kennari: Rétt! Skilaðu kveðju til ömmu þinnar.
Löng þögn.
Kennarinn (ræskir sig drýgindalega): Í Sturlungu (Íslendinga sögu
Sturlu, k. 172) segir: „Og allir hafa vörn þá ágætt er varð á Flugumýri,
bæði vinir og óvinir.“ Það er sem sagt sögnin (sagnorðið) að ágæta sem
hér er um að ræða: lofa, frægja, hrósa.
Kötustrákar(nir)
Tungutak
Baldur Hafstað
hafstad.baldur@gmail.com
Eimingi Varatillaga að orði ársins er
eimingi: sá sem reykir rafrettu.
Þegar við horfum yfir farinn veg síðustu 10 árafrá hruni fer ekki á milli mála, að efnahagslegendurreisn þjóðarheildarinnar frá þeim ósköp-um hefur tekizt betur og fyrr en við gátum bú-
izt við í upphafi. Þar eiga hlut að máli réttar ákvarðanir
ríkisstjórna sem setið hafa á þessu tímabili en líka
heppni. Það var eins og firðir og flóar fylltust af síld, þeg-
ar ferðamennirnir fóru að birtast.
En þótt efnahagsleg endurreisn þjóðarheildarinnar
hafi tekizt eru fjölmennir þjóðfélagshópar, tugir þús-
unda, sem sitja eftir í sárum og tímabært að beina at-
hyglinni að. Það eru allar þær fjölskyldur, sem misstu
heimili sín í þessum hamförum, sem þær báru enga
ábyrgð á og áttu engan hlut að. Krafa Hagsmuna-
samtaka heimilanna um að staða og hagur þeirra fjöl-
skyldna verði metin er réttmæt og spurningin um bætur
hlýtur að komast á dagskrá fyrr en síðar. Leiðrétting er
eitt en bætur annað.
Þessi spurning verður enn áleitnari, þegar horft er til
þess, að „þeir“, þ.e. svonefndir útrásarvíkingar, eru að
snúa aftur og í sumum tilvikum með mikla fjármuni, sem
er vísbending um að þeir hafi komist
mun betur frá hruninu heldur en fyrr-
nefndar fjölskyldur.
Það er umhugsunarvert að nánast
engar umræður hafa orðið um það á
hinum pólitíska vettvangi, hvort sú
endurkoma sé sjálfsögð, hvort það sé
sjálfsagt að þeir hafi getað flutt fjármuni til landsins á
hinum sérstöku kjörum Seðlabankans, og hvort það sé
sjálfsagt að þeir geti hafið umsvif í viðskiptalífinu á ný.
Eins og áður hefur verið bent á hér á þessum vettvangi
er það svo í Bandaríkjunum, háborg kapítalismans, að
það þykir ekki sjálfsagt þar, eins og þeir hafa fundið fyr-
ir, sem gerðu garðinn frægan á Wall Street á níunda ára-
tug síðustu aldar og voru sumir settir í ævilangt bann við
frekari umsvifum á fjármálamarkaði vestan hafs.
Hvers vegna hefur þessi eðlilega spurning aldrei kom-
ið til umræðu á Alþingi?
Það eru víðsjár í efnahagsmálum á heimsvísu. Spá-
dómar um nýja fjármálakreppu berast úr mörgum átt-
um, vísbendingar um viðskiptastríð á milli Bandaríkj-
anna og Kína valda áhyggjum og augljós hætta á
alvarlegum erfiðleikum í skuldsettum ríkjum þriðja
heimsins. Það stendur yfir eins konar „stríð“ milli Breta
og Evrópusambandsins um útgöngu Breta, sem Þjóð-
verjar hafa nú skyndilega áhyggjur af vegna þess að um
750 þúsund störf í Þýzkalandi byggjast á útflutningi til
Bretlands.
Neikvæð efnahagsþróun í heiminum hefur bein áhrif
hér, fyrr eða síðar, í lækkandi fiskverði og minnkandi
eftirspurn og í fækkun ferðamanna. „Síldin“ hefur alla
tíð tekið upp á því að hverfa.
Vandamálin framundan hér á Íslandi eru bæði efna-
hagsleg og pólitísk. Það hjálpar til að við byggjum á
traustari grunni í efnahagsmálum en ætla hefði mátt
fyrir nokkrum árum en á móti koma pólitísk vandamál,
sem ætla mætti af háttsemi stjórnmálastéttarinnar að
hún viti ekki af eða geri sér ekki grein fyrir.
Þar kemur til sögunnar djúpstæð reiði og sundurlyndi
í samfélaginu, sem á rætur í því, sem gerðist fyrir 10 ár-
um en hefur aukist vegna þeirrar tilfinningar almennra
borgara, að þeir sem hafa verið í aðstöðu til hafi nýtt þá
aðstöðu til að sjá um sig en skilið aðra eftir.
Það var ekki sízt vegna þessa sundurlyndis, sem marg-
ir – og þar á meðal greinarhöfundur – fögnuðu þeirri
pólitísku breidd, sem varð til með myndun núverandi
ríkisstjórnar, sem spannar hið pólitíska litróf frá hægri
til vinstri.
Það sem hins vegar hefur komið á óvart og boðar ekk-
ert gott er að af einhverjum ástæðum hefur næmi ríkis-
stjórnar og stjórnarflokkanna þriggja á þingi vegna
þessa samfélagslega umróts verið mun
takmarkaðra en ætla mætti en er hins
vegar mjög nauðsynlegt.
Hvað getur valdið þessi sambands-
leysi eða skorti á jarðsambandi við
grasrót samfélagsins á Alþingi? Þótt
það sé liðin tíð að Sjálfstæðisflokk-
urinn geti gert tilkall til þess að vera annar stærsti
verkalýðsflokkur landsins, eins og einu sinni var, hefði
mátt ætla að Vinstri græn hefðu tryggt þessi tengsl.
En svo er ekki. Hvað ætli valdi?
Er hugsanlegt að Vinstri græn séu ekki sá flokkur,
sem þau hafa litið út fyrir að vera, vegna uppruna síns úr
Alþýðubandalaginu?
Málflutningur ráðherra og þingmanna VG bendir til
þess að eitthvað kunni að vera til í slíkum tilgátum. Að
Vinstri græn séu í raun algerlega sambandslaus við
verkalýðshreyfinguna og þess vegna nánast ónæm fyrir
því samfélagslega umróti, sem verið hefur á þeim vett-
vangi og mun birtast með einhverjum hætti á næstu vik-
um og mánuðum.
Getur verið að Vinstri græn hafi misst jafn rækilega
tengslin við rætur sínar eins og Samfylkingin hefur gert?
Sennilega er það svo. Sjálfsagt bindur forystusveit VG
einhverjar vonir við tengsl við nýkjörinn forseta ASÍ,
Drífu Snædal, en meiri líkur en minni eru á því að það sé
óskhyggjan ein.
Þótt ótrúlegt kunni að virðast er líklegt að einu raun-
verulegu trúnaðartengslin, sem hafi orðið á milli ráð-
herra í ríkisstjórn og uppreisnarmannanna í verkalýðs-
hreyfingunni, séu á milli þeirra og Ásmundar Einars
Daðasonar, félagsmálaráðherra.
Má greina þar einhvern enduróm frá fyrri tíð, þegar
Framsóknarflokkurinn hallaði sér meira til vinstri en
síðustu áratugi?
Það eru þessi pólitísku vandamál, sem geta orðið okk-
ur erfið í náinni framtíð.
Eru Vinstri græn ann-
ars konar flokkur en
talið hefur verið?
Af innlendum
vettvangi …
Styrmir Gunnarsson
styrmir@styrmir.is
Vandinn er fremur pólitískur
en efnahagslegur
Ísland væri best allra landa, ef ekkiværi fyrir veðrið og nöldrið. Lík-
lega ætti dimmustu vetrarmánuðina
að bæta við þriðja bölinu, sem okkur
hrjáir, myrkrinu. En þá mætti minna
á tvær nýlegar og læsilegar bækur
frá Almenna bókafélaginu, Heimur
batnandi fer eftir breska dýrafræð-
inginn og metsöluhöfundinn dr. Matt
Ridley, sem situr í lávarðadeild
breska þingsins, og Framfarir: Tíu
ástæður til bjartsýni eftir sænska
sagnfræðinginn og sjónvarpsmann-
inn Johan Norberg.
Ridley bendir á, að heimurinn fari
ört batnandi, hvort sem litið sé á lífs-
kjör, heilsufar og læsi eða marg-
víslegt minnkandi böl eins og ofbeld-
isglæpi og stríðsrekstur. Jörðin sé
líka að grænka, minna land þurfi til
matvælaframleiðslu, jafnframt því
sem umhverfi manna hafi víðast ver-
ið að batna (með undantekningum
eins og Kína). Einhver hlýnun jarðar
hefur átt sér stað, og hún er að ein-
hverju leyti af manna völdum, segir
Ridley, en óvíst er, að hafa þurfi
þungar áhyggjur af henni. Vandinn
hafi verið stórlega ýktur.
Norberg vekur athygli á, að fá-
tækt hafi víðast snarminnkað, ekki
síst í krafti frjálsra alþjóðaviðskipta.
Tekjudreifing hafi einnig orðið jafn-
ari í heiminum, aðallega við það að
feikilegur fjöldi manns hafi með stór-
þjóðum eins og Kínverjum og Ind-
verjum brotist til bjargálna. Það sé
frekar fagnaðarefni en hitt, að menn
hafi áhyggjur af ójafnri tekjudreif-
ingu, því að áður fyrr hafi nánast allir
verið jafnfátækir. Norberg bendir á
hið sama og Ridley, að heilsufar hafi
batnað stórkostlega, jafnframt því
sem dregið hafi úr ofbeldi og stríðum
fækkað. Nýmæli í vísindum og tækni
geri mönnum líka kleift að bæta um-
hverfið og verjast hamförum.
Ridley og Norberg styðja báðir
mál sitt traustum gögnum frá viður-
kenndum alþjóðastofnunum. Sjálfur
nýtti ég mér verk þeirra í skýrslu
fyrir hugveituna New Direction í
Brussel árið 2017. Hún heitir „Green
Capitalism“ og er aðgengileg á net-
inu. Nú um áramót er betra að
kveikja ljós en bölva myrkrinu.
Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar
Hannes H. Gissurarson
hannesgi@hi.is
Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð
Heimurinn fer
batnandi!