Morgunblaðið - 29.12.2018, Blaðsíða 40
40 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 2018
Fjölmiðlamaðurinn Sigurður Elvar Þórólfsson, útbreiðslustjóriGolfsambands Íslands og ritstjóri Skagafrétta, fagnar á morg-un fimmtugsafmæli sínu. Elvar er menntaður íþróttakennari
frá Íþróttakennaraskóla Íslands og fór síðan í framhaldsnám í
íþróttafræði í Noregi. Hann sneri sér svo að fréttamennsku um alda-
mótin þegar hann hóf störf hjá Morgunblaðinu, þar sem hann starfaði
í áratug áður en hann færði sig um set og hóf störf hjá 365 miðlum.
Elvar ritstýrir í dag tímaritinu „Golf á Íslandi“ og fréttavefnum
Skagafréttum, sem birtir að hans sögn einungis jákvæðar fréttir af
Akranesi þar sem Elvar býr. Sjálfur er Elvar mikill golfáhugamaður
og hefur verið frá unga aldri.
„Ég hef alltaf verið í golfi, alveg frá því að ég var krakki. Svo þegar
maður er kominn á þennan aldur er þetta svona öruggasta sportið.“
Sambýliskona Elvars er Díana Carmen Llorens Izaguirre og eiga
þau hvort um sig þrjú börn. Carmen mun sjálf fagna fimmtugsafmæli
sínu á komandi ári og segist Elvar ætla að fresta afmælisfögnuðinum
fram á næsta sumar þegar þeim gefst færi á að fagna stórafmælinu
saman. Hann hyggst hins vegar eyða afmælisdeginum sjálfum með
fjölskyldu og vinum í sumarbústað Blaðamannafélagsins í Stykkis-
hólmi. „30. desember er náttúrulega vonlaus tími til að halda upp á af-
mæli. Ég deili þessum afmælisdegi með LeBron James, kannski ég
horfi bara á körfubolta í staðinn.“ liljahrund@mbl.is
Frí Elvar og Carmen ásamt hluta af fjölskyldunni á Spáni sl. sumar.
Skrifar bara
jákvæðar fréttir
Elvar Þórólfsson fimmtugur á morgun
Á
rni Benediktsson fæddist
á Hofteigi á Jökuldal
hinn 30.12. 1928 og ólst
þar upp fram til ferm-
ingar, en þá flutti fjöl-
skyldan til Reykjavíkur.
Árni lauk verslunarprófi frá Sam-
vinnuskólanum 1949 sem þá var enn
til húsa í aðalstöðvum Sambands ís-
lenskra samvinnufélaga við Sölvhóls-
götuna í Reykjavík.
Árni starfaði við sjávarútveg í hálf-
an fimmta áratug, lengst af sem fram-
kvæmdastjóri í fyrirtækjum tengdum
Sambandi íslenska samvinnufélaga.
Hann hefur setið í stjórn allmarga
fyrirtækja og félaga, oft sem stjórnar-
formaður. Hann hefur setið í opinber-
um stjórnum, ráðum og nefndum og
m.a. tekið þátt í gerð lagafrumvarpa
um stjórn fiskveiða. Árni tók þátt í
gerð kjarasamninga og fiskverðs-
ákvarðana í meira en aldarfjórðung.
Árni hefur flutt erindi og fyrir-
lestra og skrifað fjölda blaðagreina
um sjávarútvegs- og efnahagsmál, en
einnig um íslensk fræði.
Árni er hressilegur í tali og glað-
sinna: „Núna fer minn tími að mestu í
lestur og skriftir. Ég les mikið um er-
lend stjórnmál og íslenskar ævisögur.
Svo skrifaði ég svona eitt og annað
sem flest fer í ruslakörfuna. En það
gerir ekkert til. Ég hef gaman af
þessu og það er gott að skrifa á tölv-
una. Þá sést ekki hvað maður er
orðinn skjálfhentur.
Eitt hef ég þó ákveðið. Ég verð
níræður á morgun og daginn eftir, á
Árni Benediktsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri – 90 ára
Glæsileg hjón Árni og eiginkona hans, Björg Dúfa Bogadóttir, á gullbrúðkaupsdegi sínum á Þingvöllum árið 2000.
Ætlar að halda dagbók
um síðustu æviárin
Alnafnar Afmælisbarnið og sonarsonur hans eru báðir sleipir skákmenn.
Ásgarður í Hvammssveit,
Dal. Eydís Helga Eyjólfs-
dóttir fæddist 5. apríl 2018
kl. 13.49. Hún vó 3.249 g og
var 50 cm löng. Foreldrar
hennar eru Guðbjört Lóa
Þorgrímsdóttir og Eyjólfur
Ingvi Bjarnason.
Nýr borgari
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.isSkeifunni 8 | Kringlunni | Glerártorgi | Sími 588 0640 | casa.is
GLEÐILEGT NÝTT ÁR
Óskum landsmönnum gleðilegs árs
og þökkum ánægjuleg viðskipti á
árinu sem er að líða