Morgunblaðið - 29.12.2018, Side 43
DÆGRADVÖL 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 2018
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Ykkur finnast sumar persónulegar
skoðanir starfsfélaganna út í hött. Gáðu að
því hvernig þú talar við aðra og þeir við þig.
20. apríl - 20. maí
Naut Þú hefur mikla orku til framkvæmda.
Gleymdu þó ekki að halda utan um þína
nánustu eins og þeir gera um þig.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Þú þarft að gæta þess að láta
ekki tilfinningarnar hlaupa með þig í gönur.
Sýndu fjölskyldumeðlimum þolinmæði
fyrripart dagsins.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Sérhver réttindi fela í sér ábyrgð og
öllum forréttindum fylgir fyrirvari. Virtu
skoðanir annarra ef þú vilt sjálfur að aðrir
taki þig alvarlega.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þú gætir freistast til að segja ósatt til
að breiða yfir eitthvað óþægilegt í dag.
Gakktu í það að koma öllum málum á
hreint svo þú getir snúið þér að framtíð-
inni.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þetta er tilvalinn dagur til að njóta
góðra hluta sem þér áskotnast án þess að
finnast þú alltaf þurfa að borga til baka.
Reyndu að lenda ekki í útistöðum við aðra.
23. sept. - 22. okt.
Vog Vertu ekki að naga þig í handarbökin
fyrir hluti sem þú færð engu um ráðið.
Haltu öllum óþægindum frá þér og ein-
beittu þér að lífsins björtu hliðum.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þér finnst verkið sem þú hefur
verið að byggja upp vera á vonlausum stað.
Það er eins og allt þurfi að gerast í einu og
þú átt í mesta basli með að hafa yfirsýn yf-
ir hlutina.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Aðstæður sem virðast aðkall-
andi eru ekki svo mikið vandamál þegar
upp er staðið. Vertu rólegur því þú hefur
alla burði til að leysa þetta vel af hendi.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Reyndu að einbeita þér að þeim
verkefnum, sem þú þarft að leysa. Sýndu
þeim tillitssemi sem trufla þig og sittu á
þér því oft má satt kyrrt liggja.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Gættu þess að skapa ekki stærri
vandamál með framkomu þinni heldur en
þau sem þú ætlar að leysa. Þú græðir ná-
kvæmlega ekkert á því að vera tortrygginn
núna.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Fylgdu hugboði þínu og komdu
skipulagi á atvinnu- og einkalíf þitt. Hlust-
aðu á ábendingar um það hvernig þú getur
hagrætt í vinnunni.
Nú er hátíð kræsinganna. Ham-borgarhryggur og hangikjöt,
uppstúfur og Ora-baunir, heimalag-
aður ís og smákökur og vitaskuld
malt og appelsín, hin óviðjafnanlega
blanda. Það eitt að slá inn orðin verð-
ur til þess að Víkverji fær vatn í
munninn
x x x
Víkverji er ekki vanur að stressa sigmikið fyrir jólin en er þó iðulega
seinn með undirbúninginn. Að þessu
sinni var þó allt á góðum tíma og
ástæðan var einföld. Fyrir aðfanga-
dag komu tveir helgardagar þar sem
hægt var að sinna hinum ýmsu verk-
efnum í rólegheitum. Hann gæti al-
veg hugsað sér að hafa þetta fyrir-
komulag fyrir hver jól.
x x x
Víkverji veit að fólk hefur ýmsa siðiog ólíka fyrir jólin. Á aðfanga-
dagsmorgun ákvað hann að bregða
sér í sund og kom örtröðin honum á
óvart. Slíkur var atgangurinn að hann
þurfti að bíða eftir að komast í sturtu
áður en hann fór út í laugina. Í laug-
inni sjálfri reyndust þó fáir. Leið
manna virtist aðallega liggja í pott-
ana. Og í eimbaðið. Þar mátti reyndar
finna hvað einhverjir höfðu lagt sér til
munns daginn áður. Var ekki laust við
að eimur af skötu fyllti loftið þegar
heit gufan opnaði svitaholur sund-
gesta.
x x x
Komst Víkverji að því hjá einumfastagesti í heita pottinum að
svona væri þetta ævinlega að morgni
aðfangadags, sundlaugin fylltist sem
á sólríkum sumardegi, og það sama
ætti við að morgni gamlársdags. Þá
væri einnig vinsælt að fara í laug-
arnar.
x x x
Víkverji hefur haldið í þann sið aðsenda jólakort og er nú farið að
líða eins og risaeðlu í þeim efnum.
Jólakortunum hefur fækkað jafnt og
þétt ár frá ári en nú var sem yrði
hrun. Þessi jól gat hann talið jólakort-
in sem hann fékk á fingrum annarrar
handar. Þessi ágæti siður virðist vera
við það að deyja út og kveðjurnar ber-
ast ýmist í tölvupósti hafa færst yfir á
félagsmiðla netsins. vikverji@mbl.is
Víkverji
Ég vil þakka þér, Drottinn, Guð minn,
af öllu hjarta og tigna nafn þitt að ei-
lífu.
(Sálm: 86.12)
Gátan er sem endranær eftirGuðmund Arnfinnsson:
Frem ég það, ef flýti mér.
Fæðu hún að munni ber.
Þetta mannsins ævi er.
Í þau rýtingurinn fer.
Helgi R. Einarsson svarar og
segir: „Hér sit ég, Þorláksmessa
riðin í hlað og lausnin komin á blað.
Frekar greið er brautin breið,
Bragi leiðis nýtur.
Orð að veiða’ er engin neyð.
Á nú skeiðin bítur.
Helgi Seljan svarar:
Áður fyrr ég skellti á skeið,
skeiðin ratar vísa leið.
Æviskeið veitist öllum hér,
óðar í skeiðar dolkur fer.
Þessi er lausn Guðrúnar Bjarna-
dóttur:
Hleypt á skeið, ef skunda á.
Skeiðin færir graut í kjaft.
Æviskeið við andlát lá.
Í eigin skeiðum rýtingshaft.
Þannig leysir Þór Björnsson
gátuna:
Skeiða ef ég í flýti fer,
færi í skeiðum mat að mér.
Æviskeiðið svo arkað er,
eðal skeið minn hnífinn ber.
Þessi er skýring Guðmundar:
Á skeiði hleyp ég hratt á braut.
Helst með skeið ég borða graut.
Æviskeið er okkar líf.
Oft hann ber í skeiðum hníf.
Þá er limra:
Presturinn Páll á veiðar
á postulahestunum skeiðar
um hóla og fjöll
og hæðir og völl
og hefur þá tvo til reiðar.
Síðan er ný gáta eftir Guðmund:
Er líður að vori ég segi það satt,
selirnir flykkjast í látur,
fuglarnir bjástra í bjarginu glatt,
en brjóta síst heilann um gátur:
Þekkir margur þennan bæ.
Þoku felur hann í sér.
Hlaðinn vistum er hann æ.
Efstur á blaði, hyggjum vér.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Margur fer skakkt
á skeiðinu
Í klípu
„hann er fjögurra ára en sér sig
enn sem tveggja ára.”
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„SKJÓNI ÞEKKTI BÍLINN ÞINN OG LÉT
SIG HVERFA.”
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... biðtími.
GUTL
GUTL
GUTL
GUTL
GUTL
GUTL
GUTL
GUTL
EITTHVAÐ SEGIR MÉR AÐ
EGGJAPÚNSIÐ SÉ BÚIÐ
ÉG VIL EKKI AÐ NOKKUR MAÐUR
SJÁI ÞETTA SKAMMARLEGA
SPJALD MEÐ MÉR! NEF!!
EFTIRLÝSTUR
ÉG HÉLT AÐ HRÓLFUR
VÆRI STOLTUR
GRIMMUR VÍKINGUR!
HRÓLFUR
HANN ER ÞAÐ … EN HANN
ER LÍKA HÉGÓMLEGUR
GRIMMUR VÍKINGUR
SJÁIÐ ÞETTA
RISA
Allt um sjávarútveg