Morgunblaðið - 29.12.2018, Side 46

Morgunblaðið - 29.12.2018, Side 46
46 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 2018 Fjórir nýstúdentar frá Íslandi geng- ust fyrir jólin 1732 undir inntökupróf eftir nýrri háskólareglugerð. Þurftu ekki að bergja á salti og víni. Sá gamli siður lagðist þar með af. Skúli Magnússon var hátíðlega meðtekinn sem háskólaborg- ari 12. desember. Þetta er teikn, enginn örn sest á burst, og þó. Hann á afmæli, fyllti tuttugu og eitt ár þennan dag. Steig fyrstur fram, á undan hinum löndum sínum þremur. Skúli var hátíðlega tekinn í tölu há- skólamanna af Jóhannesi Gram, pró- fessor, jústitsráði og leyndar- skjalaverði. Skúli hafði að hans fyrirsögn skrifað hátíðar- og heilla- óskaræðu á latínu sem hann flutti við þetta tilefni í heyrenda hljóði. Dokt- or Gram var leiðbeinandi hans. Hinir nýgræðingarnir frá Íslandi voru þrír Jónar, Marteinsson, Bene- diktsson og Þórðarsson. Jón Mar- teinsson ílentist í Höfn, varð skrifari Grams prófessors, óreglulegur styrkþegi Árnasafns í stuttan tíma og skaust þá eftirminnilega inn í Ís- landsklukku Halldórs Laxness, vann síðan sem skrifari og þýðandi. Jón Benediktsson er sonur lögmannsins góða í Rauðaskriðu sem Skúli þjón- aði, skólabróðir frá Múla sem mun taka við sýslu föður síns. Jón Þórðar- son verður alþingisskrifari og deyr ungur. Það má finna þessa stráka í heim- ildum, skólinn setur á þá latnesk nöfn. Þeir fengu reyndar slík nöfn í latínuskóla. Söguhetja vor kallast Schulo Magni undir handleiðslu Grams, fyrsta nútímasagnfræðings Dana, sem var rektor háskólans þetta ár. Honum leist vel á Skúla. Það er það fyrsta sem Skúli skráir um námsár sín, á undan bólusóttinni. Þorleifur í Múla, stjúpi Skúla á tvo nýstúdenta við Hafnarháskóla þetta ár, jafnmarga og biskupsskólarnir til samans. Þingeyjarsýsla varð, eins og sjá má, snemma hérað góðra gáfna. Viku síðar eða 19. desember er Skúli formlega skráður og kynntur sem háskólastúdent á latínu. Pró- fessor Gram kynnir hann. Latína, gríska og hebreska verða það sem námið snýst um, auk guðfræðinnar. Strákar um tvítugt horfa andaktugir á misgamla karla með parruk og dauð mál lifna og fornir tímar klass- íkur. Í fyrirlestrum syngur latína með dönskum hreimi í eyrum og úti í bæ danskan. Þetta er álag allt sam- an, siglingin, borgin, laufskógabeltið, lyktin, fjölmennið, hestvagnarnir, stéttaskiptingin, fegurðin, freisting- arnar og auraleysið. Augun ljóma á ölstofum, þar sem allt er á kafi í reyk. Skúli og Jónarnir þrír eru fyrstu stúdentarnir sem luku inntökuprófi eftir nýju reglugerðinni. Prófessor Gram flutti þá fræga ræðu um lærða Íslendinga sem hefur komið út í lær- dómsritum, segir Skúli. Hann á eft- irrit af henni þegar hann skrifar minningabrot sín. Hans eða Jóhannes Gram hefur verið prófessor í grísku við háskól- ann frá því Skúli var þriggja ára, 1714. Hann nýtur hylli nýkrýnda konungsins, Kristjáns VI, sem gerði hann nýverið að konunglegum hist- oriograf, leiðtoga konunglega bóka- safnsins og leyndarskjalaverði. Gram hóf útgáfu tímarits Vísinda- félagsins danska. Það segir sig sjálft að fyrsti upplýsti sagnfræðingur rík- isins sem kafar í frumheimildir áttar sig á sögulegu gildi íslenskra rita. Var enda vinur Árna Magnússonar. Prófessor Gram var helsti patrón og örlagavaldur Skúla á náms- árunum. Hann kom í veg fyrir að hann stingi af frá forntungustaglinu með einu af skipum danska nýlendu- veldisins. Hvatvísi og meint fá- tæktarbasl voru þarna að verki, og vissulega hefði hann svalað áhuga sínum á náttúrufræði með því að sigla um heimsins höf. Það hefði orð- ið allt annar Skúli. Sagan er þessi: Hann vindur sér í fyrirlestur búinn að ráða sig sem skrifara á skip á leið að sigla frá Kaupmannahöfn til Kína. Á eftir fengu þeir Gram sér ölkrús nærri skólanum. Strangar hrukkur færast yfir góðlegt andlit etatsráðsins þegar það bannar Skúla að fara. – Má ég þá biðja yður að útvega mér þá vinnu, svo að ég megi lifa, svaraði Skúli, á átjándu aldar dönsku. – Leitið til stúdents Ólsens og komið síðan til mín við og við, bóka- safn mitt skal yður jafnan opið, sagði etatsráðið ljúfa. Stúdent Ólsen er Jón Ólafsson Grunnvíkingur. Gram hélt að snjall strákur gæti fengið tilfallandi vinnu í Árnasafni. Skúli kallar Grunnvíking- inn ráðvandan og lærðan mann, en fékk fátt annað hjá honum en heim- spekileg ráð og lífsreglur, sem gerðu ei baun fyrir budduna. En „betri og djúptækari fræðslu“ segist hann ekki hafa hlotið á ævi sinni. Skúli þekkti og spjallaði við alls konar fólk, svo að þetta er mikið hrós. Stutt er síðan safn Árna brann og erfiðir tímar hjá öllum sem lentu í því áfalli, ekki hægt að sóa fé í stúdent sem vantar vinnu. Þá kom Gram prófessor honum til hjálpar með beinhörðum peningum. Skúli segist hafa verið „alls pen- ingalaus af eigin munum“. Eflaust var hann á Garðsstyrk, sem kóngur veitti Íslendingum í námi í bætur fyrir klaustraféð sem hann hefur ár- lega arð af síðan í siðaskiptunum. En Skúli þarf meira en lágmarksfæði og húsnæði. Pappír, penna, blek, skó, föt, hatt, öl og vín. Gram gefur hon- um tíu ríkisdali og leggur fast að honum að stunda námið og sækja fyrirlestra. Þeir strákarnir mættu á fyrir- lestra einu sinni í mánuði í hverri grein. Skúli sat þess utan sæll í bóka- safni etatsráðsins. Las alls konar bækur, segir hann, milli þess sem hann sótti fyrirlestra Grams í grísku, Thestrups jústitsráðs í heimspeki og Wöldikes í guðfræði og hebresku. Skúli nær sér víða í fróðleik þessi misserin. Hann les ekki síst bækur um hagfræði, sem var hátt á baugi um þessar mundir. Það eykur áhuga hans að vera frá frumstæðu landi og bera hag þess fyrir brjósti. Vinna sem honum býðst gegnum vildar- manninn prófessor Gram dregur hann ekki síður frá náminu. Gram á sem vörður konunglegra bóka og skjala auðvelt með að finna honum verkefni. Hann fær Skúla til að afrita norrænt miðaldahandrit fyrir franska sendiherrann, N. de Maire, sögu Karla-Magnúsar, lykil- heimild franskrar sögu, sem Gram vill að sendiherrann fái að gjöf frá konungi. Skúli þýðir úr íslensku yfir á latínu, þannig að þetta var ekki svo fjarri náminu, reyndar hreint af- bragð til að liðka sig í latneskum stíl. Hann sat við í réttan mánuð og skrif- aði söguna vel upp með latnesku letri. Gram galt honum heila þrjátíu og sex ríkisdali fyrir og sendiherrann bætti glaður við tveimur dúkötum gullmyntar. Sagan er þrettándu ald- ar prósi, staðfærður og skráður fyrir Hákon V Noregskonung (1299-1319) upp úr frönskum kvæðum um Karla- Magnús og hermenn hans. Sagan geymir að hluta brot úr glötuðum kvæðum og er hnoss í samhengi franskrar sögu. Þetta heyrði undir embætti Grams og sterkur leikur var í utanríkissamskiptum að gleðja svo valdamikla þjóð sem Frakkarnir voru og fá Íslending til verksins. Skúli lagði því ekki stund á námið af fullum krafti. Hafði þó sérdeilis góðar gáfur, sem bréf frá meistara hans í Múla vottaði. Hann færði Wöl- dike guðfræðiprófessor vottorð Þor- leifs og þakkaði góðum undirbúningi stjúpa síns hylli Wöldikes. Sá ágæti guðfræðingur sagði Skúla „sér kær- kominn og sínu collegio án alls be- talnings“. Venjan var að greiða pró- fessorum þóknun. Hann dvelur annars, segir hann, á bókasafni etatsráðs Grams öllum stundum. Sleppir þó ekki svalli og átökum, var enginn engill. Bókasöfn þessarar aldar voru friðsæl og heillandi, með fagurlega inn- bundnum bókum í hólf og gólf. Gram greiddi Skúla tólf skildinga á dag í heilt ár fyrir að endurrita eitt og ann- að, og semja efniságrip á latínu. Hann þurfti „þó aðeins að vinna eina stund á degi hverjum, ef kostgæfnin var með“, Skúli vill gera sem minnst úr því hve vinnan spillti náminu. Seg- ist aldrei hafa lifað skemmtilegri stundir en þarna innan um bækurnar hjá etatsráði Gram, „því þótt heimskur væri gat eigi hjá því farið að ég yrði fyrir nokkrum áhrifum af gáfum hans og visku“. Þessi vinna opnaði Skúla svo aðrar dyr. Plessen ráðherra bað prófessor Gram í hirðveislu að útvega sér mann til að snúa tungu hjálendunnar yfir á dönsku. Skúli vann fyrsta verk- ið kauplaust og hlaut lof fyrir, svo hann fékk fleiri verkefni. Það kom sér vel að vera sleipur í dönsku. Hann var þakklátur fyrir þann lær- dóm sem hann dró af þessum þýð- ingum seinni veturinn. Sagði sýn sín hefði víkkað vel út fyrir háskólann í Kaupmannahöfn. Vont að vera blankur Skúli Magnússon, sem nefndur hefur verið faðir Reykjavíkur, varð fyrstur Íslendinga fógeti landsmanna. Hann átti sér fleiri hliðar og í ævi- sögu hans, Skúla fógeta, sem Þórunn Jarla Valdi- marsdóttir ritar, birtast allar þessar hliðar og um leið lýsingar á samferðafólki hans og samtíð. Morgunblaðið/Ómar Fógetinn Skúli Magnússon, sem nefndur er faðir Reykjavíkur, varð fyrstur Íslendinga fógeti landsmanna. Handleiðsla Hans Gram, prófessor, jústitsráð og leyndarskjalavörður. ROYAL BÚÐINGUR – FÆST Í ÖLLUM BETRI MATVÖRUVERZLUNUM LANDSINS Gleðilegt ár Þökkum viðskiptin á liðnu ári Alltaf góðir!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.