Morgunblaðið - 29.12.2018, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 29.12.2018, Blaðsíða 52
afsláttur af öllu vörum út sa la 40% Hljómsveitin Árstíðir heldur tón- leika í Fríkirkjunni í Reykjavík ann- að kvöld, sunnudag, klukkan 20 en hljómsveitin hefur nú komið þar fram um jólaleytið í áratug. Með- limir Árstíða hyggjast halda upp á það að hafa sent frá sér tvær plötur á árinu og flytja af þeim lög í bland við önnur eldri, sem og jóla- og há- tíðarlög í útsetningu sveitarinnar. Árlegir hátíðatónleikar Árstíða í Fríkirkjunni LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 363. DAGUR ÁRSINS 2018 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í lausasölu 1.108 kr. Áskrift 6.960 kr. Helgaráskrift 4.346 kr. PDF á mbl.is 6.173 kr. iPad-áskrift 6.173 kr. Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is „Maður veit varla hvaða dagur er. Það eina sem maður veit er hvenær liðið á leik og maður vinnur út frá því. Ég er orðinn vanur þessari törn í kringum jól og áramót og mér finnst mjög gaman að spila á þess- um tíma. Það er frábær stemning á völlunum en ég væri samt til í að fá aðeins meiri tíma á milli leikjanna,“ segir Gylfi Þór Sigurðsson sem spilar fjóra leiki með Everton um jól og áramót. »1 Veit varla hvaða dagur er í jólatörninni Hljómsveitin Valdimar, með söngv- arann og básúnuleikarann Valdimar Guðmundsson í broddi fylkingar, gaf á dögunum út fjórðu breiðskífu sína og heldur upp á það með tón- leikum á sannkölluðum heimavelli meðlima sveitarinnar suður með sjó, í Hljómahöll í Reykjanesbæ, á sunnudagskvöld klukkan 20. Hljóm- sveitin hyggst leika öll lögin af nýju plötunni í bland við þekktustu lögin af fyrri plötum hennar og segir í tilkynningu að ekkert verði til sparað svo umgjörðin verði sem glæsileg- ust. Hátíðatónleikar Valdimars í Hljómahöll ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Baldur Hrafn Vilmundarson, BA í heimspeki, er með próf í kvikmynda- gerð og útskrifast með MBA-gráðu frá Háskóla Íslands í vor. Hann starf- ar við útflutning á fiski og syngur með þungarokkshljómsveitinni Ark- angel víða um heim auk þess að sinna fjölskyldunni, konu og þremur börn- um, og æfa box í Hnefaleikafélagi Reykjavíkur. „Vinnufélagarnir segja að það hljóti að vera fleiri tímar í sól- arhringnum hjá mér en þeim,“ segir hann eins og það sé eðlilegasti hlutur í heimi. Eitt helsta bandið á sínu sviði Arkangel varð til í Brussel 1996 og hafa litlar breytingar orðið á hljóm- sveitinni, sem er fimm manna band og hefur gefið út fjórar plötur. „Við höfum haldið hópinn, erum fyrst og fremst vinir með sömu áhugamál,“ segir Baldur. „Aðeins tvær breyt- ingar hafa orðið í mannskapnum. Tveir hafa þurft að hætta vegna anna og þá hefur vinur komið í vinar stað.“ Tónlistin sem hljómsveitin leikur varð til upp úr pönkinu í New York og Washington-borg á áttunda ára- tugnum, og hefur verið kennd við stórborgir. „Hún er víða mjög vinsæl, á sína senu, og okkur hefur gengið mjög vel í þessari senu sem fyllir 200 til 300 manna sali úti um allan heim. Það mætti segja að við höfum verið eitt helsta bandið á þessu sviði í Evr- ópu,“ heldur hann áfram. Því til stað- festingar bendir hann á að breska tónlistarblaðið NME (New Musical Express) hafi sagt plötu hennar „Dead Man Walking“ á meðal tíu bestu „hardcore“-platna allra tíma. „Við spilum enn þessi lög sem slógu í gegn fyrir tuttugu árum,“ segir hann og bætir við að Arkangel sé ekki síst vinsæl í Japan. Félagar hans í bandinu eru frá Brussel og París og vinna við tónlist ásamt því að spila líka í öðrum hljóm- sveitum. Annar gítarleikara Ark- angel mun einmitt koma með hljóm- sveitinni Wolvennest næsta sumar og spila á Ascension MMXIX í Mosfells- bænum. „Þetta er eins og hvert ann- að áhugamál,“ segir Baldur. „Sumir spila golf, aðrir fara á fótboltaleiki, margir leggjast í ferðalög og skoða heiminn. Allur frítími minn hefur far- ið í að ferðast með hljómsveitinni. Við miðum við að halda sömu launum og við hefðum ef við værum í vinnunni. Við tökum okkur frí frá daglegum störfum, ferðumst um heiminn kostn- aðarlaust og fáum meira að segja smá borgað. En það er langt síðan við tók- um eftir því að það væri ekki á þessu sem við yrðum ríkir,“ segir hann og hlær. Fiskur og franska Baldur bjó lengi í Brussel og er mikill málamaður, talar frönsku, hol- lensku og ensku auk íslenskunnar. Málaþekkingin varð til þess að hann fór út í fiskútflutning, fyrst á eigin vegum en síðan gekk hann til liðs við Danica sjávarafurðir í Reykjavík. Hann sá viðskiptatækifæri í Belgíu, heimsótti fiskheildsala og bauð þeim fisk beint frá Íslandi. Talaði síðan við framleiðendur á Íslandi og hóf út- flutning. „Þetta var ævintýra- mennska og þegar ég frétti að breyt- ingar hjá Danica væru sem sniðnar fyrir mig hafði ég samband og var ráðinn. Hérna hef ég verið í tæplega þrjú ár og er ekkert á förum.“ Arkangel Tónlistarmennirnir eru frá París og Brussel og svo Baldur Hrafn Vilmundarson lengst til hægri. Fjölhæfur orkubolti  Baldur Hrafn Vilmundarson er með mörg járn í eldinum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.